Tíminn - 27.10.1968, Side 8

Tíminn - 27.10.1968, Side 8
8 TIMINN SUNNUDAGUR 27. október 196«. EINAR AGÚSTSSON Tíminn hefur ákveðið að hefja kynningu á ungum for- ustumönnum. Ætlunin er að gera þetta með stuttum við- tölum. Xllgangurinn er að veita lesendum blaðsins nokkra fræðslu um uppruna og uppvöxt, námsferil og starfs feril, hugðajrefni og viðihorf þeirra manna, sem hafa valizt eða eru að veljast til forustu á hinum ýmsu sviðum þjóð- lifsins um þessar mundlr. Einar Ágústsson, varafor- maður Framsóknarflokksins, hefur orðið fyrir valinu, sem fyrsti maðurinn, er veitir kynningu á þennan hátt. Hann hefur unnið sér miklar vinsæld ir og álit sem bankamaður og stjórnmálamaður. Samvinnu- bankinn hefði ekki náð fót- festu eins fljótt og raun varð á, ef hann hefði ekki notið þeirrar vlðurkemiingar, sem Einar hlaut strax sem stjórn- andi hans. Traustleiki og prúð- mennska Einars hafa rutt hon um braut á stjómmálasviðinu og gert hann þar manna vin- sælastan. Það var mjög persónu legum vinsældum hans að þakka, að Framsóknarflokkur- inn vann annað þingsæti sttt í Reykjavík í kosningunum 1963. Þegar Ólafur Jóhanuesson var einróma kjörinn formaður Framsóknarflokksins á síðast- liðnum vetri, var Einar Ágústs son einnlg einróma kjörinn eft irmaður hans, sem varafor- maður flokksins. Ilefst svo spjallið við Einar: Að gömlum og góðum ís- lenakum sið, byrja ég á því að spyrja þig um ætt og upp- runa. — Já, ég er fæddur í Hall- geirsey í Austur-Landeyjum 23. september 1922, sonur hjón anna Helgu Jónasdóttur frá Reyinifelli og Ágústs Einarsson ar frá Miðey. Eins og flestir Sunnlendingar er ég þannig bæði af Víkingslækjarætt og Bergsætt. — Hvernig er svo námsfer- illinn? — Eftir barnaskólanám heima í sveitinn* lá leiðin í Menntaskólann í Reykjavík. Þaðan útsXcrifaðist ég vorið 1941. Á stríðsárunum voru ekki einis greiðar lei'ðir til náms erlendis og síðar varð, öll lönd að he'ta mátti lokuð nema Bandaríkin og nám þar svo dýrt, að útilokað var fyr- ir efnalitla menn að hugsa um það. Mín leið lá þess vegna í lögfræðideildina, og hef ég aldrei séð eftir því. A'ð mín- um dómi veitir lögfræðin e.t. v. flestu námi fremur alhliða Ég lauk prófi frá Háskólanum vorið 1947. Á námsárunum vann ég ýmis störf til að afla mér námseyris, oftast vamn ég sveitastörf, en var einnig við vegavinnu, og í tvö sumur vann ég við rafmagnsmæling- ar hjá Sigurði Thoroddsen. — Hve lengi varstu í Há- skólanum? — Ég var þar í sex ár, ég hygg, að flestir félagar mínir í lagadeildinni hafi verið álíka lengi þar. Hins vegar eru allt- af nokkrir, sem Ijúka námi á miklu skemmri tíma, Hvað mig snertir, má hiklaust segja, a'ð margt hafi tafið mig frá námi á þessum árum. Til dæm is stundaði ég mikil handbolta á menntaskóla- og háskólaár- unum, komst m.a. einu sinni svo langt að verða íslands- meistari. Þetta var í 2. flokki, en ártalinu er ég búinn að gleyma. Einnig lagði ég mikla Einar Ágústsson og kona, Þórunn Siguröardóttir, á kjörstað. stund á að spila bridge. Tók árum saman þátt í keppni í þeirri grein með allgóðum ár- angri, þótt ég segi sjálfur frá, Þetta tók aðiuvitað mikinn tíma frá náminu. Svo kom fleira til, sem einnig þurfti að sinna, en út í þá sálma fer ég ekki að sinni. — Hvað um framhaldsnám? — Slíkt var útilokað. Skuld irnar eftir langt nám voru tals verðar og heimilisstofnun á næsta leiti. Daginn eftir að ég lauk prófi, byrjaði ég að vinna hjá Sölu- nefnd varnarliðseigna. Á ár- inu 1948 fór ég til Fjárhags- ráðs og 1954 í Fjármálaráðu- neytið, var fulltrúi á báðum þessum stoðum. En árið 1957 ur'ðu þáttaskil. Þá tók ég við stjórn Samvinnusparisjóðsins sem var ung og lítil stofnun. Þar hef ég unnið síðan. Að vísu hefur nafni og verksviði verið breytt. Það var 1963, sem við fluttum upp í Banka- stræti og vorum orðnir a'ð banka, yngsta og minnsta bank anum í landinu. Ég er þakk- látur fyrir að hafa fengið að starfa að uppbyggingu þessar- ar peningastofnunar samvinnu manna, sem ég er sannfærður um, að á langa og gifturíka framtíð fyrir höndum, — En hvenær fórstu svo að hafa afskipti af stjórnmálum? — Á háskölaárunum gekk ég í Félag frjálslyndra stúd- enta og var í Stúdentaráði einn vetur. Þær kosningar voru dálíti'ð sögulegar, því að um langt árabil hafði Vaka haft meirihluta í ráðinu, enda voru andstæðingar hennar þrí klofnir. Við bárum fram sam- eiginlegan lista og náðum naumum meirihluta. Þessi sam vinna stóð þó aðeins eitt kjör tímabil og Vaka náði meirihlut anum á ný. Eftir þessa tilraun tók ég ekki þátt í neinu félagsmála- starfi í hálfan annan áratug, en hafði þó alltaf talsverðan pólitískan áhuga. Það var svo að mig minnir 1958, að nokkr ir vinir mínir og skoðanabræð ur báðu mig að taka að mér formennsku í Framsóknarfé- lagi Reykjavíkur. Lét ég til leiðast, þótt ég fyndi mig satt að segja lítt hæfan til að veita stóru stjórnmálafélagi forustu, þar sem ég var öllu félags- málastarfi óvanur, gat tæpast haldið ræðu á fundi skamm- laust, hvað þá meira. En ég hugsáði eitthvað á þá leið, að ég hefði bara gott af því að spreyta mig á þessu í eitt ár eða svo og hafa af mér feimn- ina, sem satt að segja var mér heldur til leiðinda. — En þú hættir ekki eftir árið, féll þér kannske vel að vinna að félagsmálum? — Jæja, svona í og með. Ég flæktist út í þetta stig af stigi. Ég varð annar maður á lista Framsóknarflokksins í Reykja vík vori'ð 1959 og féll eins og við var búizt, þar sem flokkur- inn hafði þá engan þingmann í Reykjavík. Sama gerðist um haustið, þegar fyrst var kosið eftir nýju kjördæmaskipun- inni. Hins vegar tókst okkur strax um vorið að fá einn mann kosinn. Svo var það árið 1962 i borg arstjórnarkosningunum, að illa EINAR ÁGÚSTSSON gekk að skipa efstu ssetin á lista Framsóknarflokksins. Þá gengum við í þetta, ég, Kristj- án Benediktsson og Björn Guð mundsson, og útkoman varð vonum betri. Við fengum tvo borgarfulltrúa kosna, en höfð- um einn áður. Við alþingis- kosningarnar 1963 skipaði ég áfram annað sætið á lista okk- ar Framsóknarmanna hér í Reykjavík. Skreið ég þá inn á þing og hef tollað á báðum þessum póstum síðan. — En þú hefur hlotið skjót- an frama innan flokksins? — Árið 1959 var ég fyrst kos inn í miðstjórn, 1964 í fram- kvæmdastjórn og varaformað- ur í marz s.l., svo að einnig þar hafa smátt og smátt bætt á mig nokkur verkefni. — Hvernig gengur þér að sinna öllum þessum störfum? — Engan veginn nógu vel, til þess er dagurinn of stutt- ur. Enginn finnur það betur en ég, hversu misráðið það er, að vafstrast í of mörgu. Ár- angurinn verður oftast nær sá, að flest er verr gert en ma'ð- ur vildi og jafnvel gæti, ef meiri tími væri til ráðstöfun- ar. Vegna þessa hefi ég ákveð- ið, og fengið til þess leyfi yf- irboðara minna, að láta aðra um daglega stjórn í bankan- um fyrst um sinn, enda vill svo vel til, að með mér hefur að bankastjórninni starfað síð asta árið úrvalsmaður, Krist- leifur Jónsson. Á honum munu því mest mæða hin tímafreku störf, er lúta að almennum bankaviðskiptum frá degi til dags. Þessi breyting gefur mér að sjálfsögðu miklu frjálsari hendur en ég hefi áður haft til að starfa á vettvangi stjórn málanna og hygg ég gott til þess. Mér er ljós þörfin á auknum kynnum milli fólks- ins og þeirra, sem það hefur valið til trúnaðax-starfa og vfl fyrir mitt leytí koma til móts við þær óskir, sem settar hafa verið fram um það með vax- andi þunga. Fyrst og fremst mun ég nota tímann til að treysta vináttuböndin við þá, sem hafa trúað mér fyrir um- boði sínu, kjósendur Fram- sóknarflokksins í Reykjavík, en einnig langar mig til að ferðast eitthvað um landið og heilsa upp á samherjana þar. — Þú ert fjölskyldumaður? — Jú, konan mín heitir Þórunn Sigurðardóttir og er borinn og barnfæddur Reyk- víkingur. Við eigum 4 börn á aldrinum 8—19 ára. Þau eru ennþá öll heima við nám. — Hvað gerir bú í frístund- unum? — Fyrir 6 árum síðan var ég svo lánsamur að kaupa hluta af jörðinni Stíflisdal í Þingvallasveit og frá þeim tíma má segja, að frístundirn- ar hafi snúit um það að koma þar upp sumarbústað og laga í kringum hann, a.m.k. að sumrinu. Annars verð ég að játa það, að áhugamál mín eru miklu fleiri en ég kemst yfir að sinna, því að tómstundirnar vilja verða stopular hjá þeim, sem við stjórnmálin fást. Ég hef til dæmis frá blautu barns beini aldrei opnað svo bók, að ég þyrti ekki helzt að ljúka henni í einni lotu. Ég hef líka mjög gaman af því að grúska í ættartölum og hugsa mér að eyða elliárunum í það, ef guð lofar. Nú, til þess að missa ekki heilsuna af inniveru og kyrrsetum, álít ég nauðsyn- legt að stunda íþróttir og úti- líf og reyni að verja nokkrum tíma til þess. Ennþá er margt ótalið, en þetta verður að nægja í bili. ÞJ».

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.