Tíminn - 27.10.1968, Side 9
ÍSUNNUDAGUR 27. október 1968.
TÍMINN
9
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs-
ingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur 1 Eddu-
húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastrætl 7. Af-
greiðslusimi: 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur,
simi 18300. Áskriftargjald kr. 130,00 á mán. innanlands. —
f lausasölu kr. 8.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h. f.
Ríkisafmæli Tékka
Á morgun 28. okt. á tékkneska þjóðin 50 ára ríkis-
afmæli. Tékkar eiga litríkari sögu sjálfstæðisbaráttu en
flestar aðrar Evrópuþjóðir, og þeir hafa reynt tímana
tvenna. Sjálfstæðismeðvitund þjóðarinnar er mjög sterk
og hefur þolað hverja raun. Hvað eftir annað hefur
sjálfstæði hennar verið lagt undir hæl og á þessu afmæli
er svo enn. Það er haldið í skugga erlends kúgunar-
valds. Samt halda Tékkar nú frelsiskyndlinum hærra á
loft en aðrir og hljóta virðingu og aðdáun frjálshuga
manna.
Fiskeldi
Síðan tilraunastöð ríkisins í Kollafirði tók til starfa
hefur áhuginn fyrir fiskeldi og fiskirækt vaxið stórlega
hér á landi. Að vísu hefur laxeldi verið sinnt í lengri
tíma, en þá starfsemi hafa annazt áhugasamir einstakl-
ingar og félög fyrir eigin reikning. Tilraunastöðin 1
Kollafirði gegnir annars konar hlutverki. Starfsemin þar
hlýtur öðrum þræði að leggja grundvöllinn að fiskeldi
sem búgrein, og efla laxgengd í ám landsins með rækt-
un og sölu á gönguseiðum.
Mikið fé hefur farið til tilraunastöðvarinnar í Kolla-
firði, og hefur eðlilega vaknað sú spurning, hvenær
stöðin fari að skila arði, en um stöðina hlýtur að gilda
hið sama og aðrar tilraunastöðvar, að þær eru fyrst og
fremst settar á fót til að leggja undirstöður að ákveðinni
atvinnugrein og finna betri og nýrri leiðir innan hennar.
Tilraunastöðin í Kollafirði hefur fyrst og fremst þessu
hlutverki að gegna, en er ekki framleiðslustf' og slátur-
hús fyrir lax, sem gengur til stöðvarinnar á hverju ári.
Tilraunir þær sem staðið hafa yfir í tilraunastöðinni,
með ræktun vatnafisks eiga á sínum tíma að leiða í Ijós
hvaða aðferðum er heppilegt að beita við slíka ræktun í
sveitum landsins, þar sem aðstæður eru fyrir hendi.
Yrði með því stofnað til nýrrar búgreinar. Hins vegar
veltur á miklu að ekki sé lagt út í slíkar framkvæmdir
fyrr en vitað er með vissu hvað ber að varast, og einnig
fengin reynsla fyrir því hvað er hentugast fyrirkomu-
lag, ódýrast og gefur mestan arð. Með tilkomu slíkrar
búgreinar, sem vel hefur verið undirbúin í tilrauna-
stöð eins og þeirri sem er í Kollafirði, yrði náð nýjum
og góðum áfanga, sem seint yrði metinn til fjár. En
einmitt þannig greiða tilraunastöðvar kostnað sinn.
Tíminn birti nýlega frétt, þar sem skýrt var frá, að
203 laxar hefðu gengið í tilraunastöðina í ár. Er þetta
töluvert minna en í fyrra. Vatn hefur löngum verið talið
lítið og ónógt í Kollafirði til að taka við miklum laxa-
göngum. Þó hefur það sýnt sig á undanförnum árum, að
ekkert er því til fyrirstöðu að lax gangi þar upp. Það
sem skiptir höfuðmáli varðandi laxgöngur í Kollafjörð
er, að hverju sinni gangi þangað nægur lax til kreist-
ingar, svo að tilraunastöðin verði ætíð sjálfri sér nóg
um seiðaframleiðslu. Stöðin varð á fyrstu árum sínum að
fá hrogn að láni. Hún varð að greiða þau lán með seiðum#
og gerði það eðlilega nokkurt strik í reikninginn. Nú er
þetta lánatímibil liðið.
Tilraunastöðin í Kollafirði hefur miklu hlutverki að
gegna í framtíðinni. Okkar bíður að stórauka laxagengd-
ina í ánum og hefja stórfellda fiskirækt sem búgrein.
Þá er landið auðugt af vötnum, þar sem silungur er að
vísu fyrir hendi, en sú vitneskja sem fæst í tilrauna-
stöðinni á eftir að auðvelda mjög alla aukningu fiski-
sældar 1 þeim.
ERLENT YFIRLIT
Vaxandi óvissa um úrslit for-
setakjörsins í Bandaríkjunum
Enn bendir þó fleira til þess, að Nixon muni sigra.
ÞÓTT skoðanakannanir gangi
Nixon enn í vil, virðist gæta
orðið talsverðrar óvissu í
Bandaríkjunum um úrslit for-
setakosninganna, sem fara
fram annan þriðjudag. Það er
staðreynd, sem allir viður-
kenna, að Humphrey hefur
heldur unnið á seinustu vik-
urnar, og því er almennt spáð,
að það muni haldast áfram.
Spurningin er hins vegar,
hvort það reynist nægilegt til
að tryggja honum sigur. Enn
virðast flestir telja líklegt, að
| Nixon sigri, en fáir fullyrða
það hins vegar eins ákveðið
og gert var fyrir mánuði síðan.
Þær ástæður, sem ýta undir
óvissuna, eru m.a. þessar:
Það er erfitt að átta sig á
því, hvað mikið fylgi Wallace
fær, og frá hvorum þeim
Nixons eða Humphreys hann
tekur meira. Sumir telja líklegt
að Wallace tapi heldur fylgi,
þegar kemur að kjördeginum,
og sennilega verði það til hags
fyrir Humphrey í norðurríkj-
unum, en til hags fyrir Nixon
í suðurríkjunum og miðríkjun
um.
Margir kjósendur eru áhuga
litlir og geðjast ekki að neinu
forsetaefnanna. Það er því
búizt við heldur lítilli kosn-
ingaþátttöku, en erfitt er að
dæma um hvert forsetaefn-
anna tapar mest á því.
Kosningaúrslitin 1948, þeg-
ar Truman vann andstætt úr-
slitum allra skoðanakannanna,
eru mönnum enn í fersku
minni og þess vegna trúa menn
þeim varlega.
ÚRSLITUM helztu skoðana-
kannana ber heldur ekki sam
p an. Gallupstofnunin birti síð-
ustu niðurstöður sínar á þriðju
daginn var. Þær byggja á
könnun, sem fór fram 3.—12.
október. Samkvæmt þeim fékk
Nixon 43%, Humphrey 31%,
Wallace 20%, en 6% voru óá-
kveðin. Harrisstofnunin birti
skömmu áður niðurstöður, sem
voru byggðar á könnun, sem
fór fram 8.—10. október. Sam
kvæmt þeim fékk Nixon 40%,
Humphrey 35%, Wallace 18%
og 7% voru óákveðin. Þótt
þannig beri mikið á milli, var
það þó sameiginleg niðurstaða
hjá báðum, að Humphrey væri
að vinna á.
ÝMSAR ástæður valda því,
að Humphrey hefur unnið á.
Ein veigamesta ástæðan er sú,
að Nixon hefur verið óhepp-
inn með val á varaforseta sín-
um. Agnew hefur talað af sér
hvað eftir annað. Þetta hafa
Demókratar notað sér óspart
og lagt þá spurningu fyrir kjós
endur, hvort þeir vilji eiga á
hættu, að jafn óreyndur og
þekkingarlítill maður og Agn-
ew augljóslega er. verði vara-
forseti Bandaríkjanua. Þeirri
spurningu er erfitt að svara
oema á eina leið.
LÞá hefur það styrkt Hump-
. .. - nHitiiwgm. mmmmmjmmmm
í sjónvarpsauglýsingum varpa demókratar oft fram þeirri spurn-
ingu, hvort kjósendur óski eftir Agnew sem varaforseta.
hrey mikið, að verkalýðsfélög
in hafa skipulagt sókn til stuðn
ings honum. Meðal óbreyttra
verkamanna, sem eru mest í
nábýli við svertingja, hefur
Wallace átt ótrúlega mikið
fylgi. Verkalýðsfélögin reyna
nú eftir megni að fá þá, sem
hafa lýst stuðningi við Wall-
ace, til þess að breyta þeirri
ákvörðun og kjósa heldur
Humphrey. Líklegt þykir, að
þeim verði nokkuð ágengt í
þeim efnum.
Þá hefur það styrkt Hump-
hrey, að flestir fyrri fylgis-
menn Roberts Kennedys og
Stevensons veita honum mjög
ákveðið brautargengi. Hins veg
ar er unga fólkið, sem fylkti
sér um McCarthy tregt til að
veita Humphrey stuðning.
McCarthy hefur heldur ekki
viljað gera það. Það gæti mun
að Humphrey verulegu að fá
stuðning McCarthys, en þann
stuðning fær hann ekki, nema
hann lýsi sig fylgjandi því, að
hætt verði loftárásum á Norð-
ur-Vietnam, og komið upp sam
bræðslustjórn í Suður-Vietnam.
MJÖG er rætt um, hvaða
áhrif það geti haft á úrslitin,
ef Johnson hættir við loftárás-
irnar á Norður-Vietnam. Sum-
ir telja, að það geti orðið nei-
kvætt fyrir Humphrey, ef það
verður gert skilmálalaust, því
að menn líti á það sem kosn-
ingabrellu. Hins vegar myndi
það reynast ótvíræður stuðn
ingur við Humphrey, ef Norð
ur-Vietnam gerði eitthvað á
móti. Nixon gerir sér þetta
ijóst, og því hefur hann gefið
til kynna, að hann geti vel
fallizt á, að loftárásunum á
Norður-Vietnam verði hætt, ef
það skerði ekki öryggi ame
ríska hersins í Suður-Vietnam.
NIXON gerir sér það tví-
mælalaust vel ljóst, að Hump-
hrey er heldur að vinna á.
Hann lætur þó ekki neitt
beint á því bera, heldur þyk-
ist jafn sigurviss og áður. Ég
leik á píanó,, og því verður
bráðlega aftur leikið á píanó
í Hvíta húsinu eftir 20 ára
hlé, sagði hann nýlega á kosn
ingafundi, en hér átti hann
við, að Truman var píanóleik-
ari. En jafnframt því, sem
hann þykist vera sigurviss,
beinir hann skeytum að Hump-
hrey í sívaxandi mæli. Eink-
um gefur hann til kynna, að
sigri Humphrey, muni fylga
hækkun skatta og aukin af-
skipti sambandsstjórnarinnar í
Washington. Ég vil láta ykkur
fá meiri peninga í vasann, en
Humphrey verður með fingurn
ar i vösum ykkar.
Yfirleitt eru kosningafundir
Nixons mun betur sóttir en
fundir Humphreys. en hvergi
gætir hins vegar svipaðrar
hrifningar og þeir Eisenhower,
Stevenson og John F. Kennedy
mættu á sinni tíð. Þá verður
og Nixon fyrir vaxandi mót-
gangi, einkum af hendi ungs
fólks. Honum er ekki ósjaldan
mætt. með spjöldum, þar sem
er á letrað: Fyrir átta árum
var Nixon slæmur, en nú er
hann bæði gamall og slæmur.
Fyrir Humphrey er það
verulegur styrkur, að fram-
bjóðendur flokksins í þing-
kosningunum hafa yfirleitt
mun meiri byr en hann. Ekki
er talið ólíklegt, að hann njóti
góðs af þessu. Um Nixon gegn
ir þetta öðru máli. Aðrir fram
bjóðendur Republikana hafa
yfirleitt minni byr en hann og
eru honum þvi heldur til
þyngsla.
Sú óvissa, sem er að skapast
um úrslit, virðast ætla að gera
þau heldur meira spennandi
en búizt var við, að þau myndu
verða.
Þ.Þ.
J
I