Tíminn - 27.10.1968, Page 12

Tíminn - 27.10.1968, Page 12
SUNNUDAGUR 27. október 1968. Handknattleiksmaður ársins verður einnig kjörinn. Sú nýjung íþróttasíðu TÍM- ANS að efna til kosningu um knattspyrnumann ársins hefur vakið verðskuldaða athygli. Knattspyrnan er langvinsæl- asta iþróttagreinin hér og því ekki óeðlilegt, að slík kosning fari fram. Að vísu efna Sam- tök íþrótfefréttamanna til ár- legrar kosningar um íþrótta- mann ársins, en reynslan hef- ur sýnt, að íþróttamenn í hóp- íþróttum hafa ekki eins mikla möguleika til að hljóta kosn- ingu á þeim vettvangi, því að auðveldara er að mæla afrek í einstaklingsíþróttum, þar sem sentimetrar og mínútur ráða. Á hinn bóginn skal viður- kennt, að það getur verið hæp- ið að velja einn mann úr liði og titla hann sem bezta knatt- spyrnumanninn. Það eru jú ellefu menn í liði, og án sam- vinnu þeirra allra, næst ekki árangur. En þó er það svo, að í flestum tilfellum skara nokkr ir einstaklingar fram úr, leik- menn, sem veita liðum sínum aukakraft, ef má orða það svo, og eiga drýgsta þáttinn í vel- gengni liðs síns. Það er ekki síður ástæða til að verðlauna slíka menn en þá, sem stökkva hæst og lengst, eða hlaupa hraðaist. Og þó að einn úr ell- efu manna liði hljóti slíka við- urkenningu, þá er það einnig óbein viðurkenning fyrir allt liðið. Og nú hefur TIMINN ákveð- ið að láta fara fram kosningu um bezta handknattleiksmann inn keppnistímabilið 1968—69. Tilkynnti Kristján Benedikts- son, framkvæmdastjóri TÍM- ANS þetta, þegar Her- manni Gunnarssyni, knatt- spyrnumanni ársins 1968, var veitt viðurkenning. Enn er ekki ákveðið, hvort sami hátt- ur verður hafður á um þessa kosningu, en hún verður alla vega með líku sniði. Tekur Albert við foiuistunni? Eftir mánuð verður ársþing Knattspyrnusambamds íslands haldið. Beðið er með nokkurri eftirvæntingu eftir þessu þingi Til hamingju! Kjartan L. Pálsson (KLP) óskar Hermanni Gunn- arssyni til hamingju. Kjartan aðstoðaði okkur mikið við undir- búning og framkvæmd kosningarinnar um knattspyrnumann ársins. (Tímamynd—GE). Þegar úrslitin í kosningunni um knattspyrnumann ársins voru kunngjörð, bauð TÍMINN nokkrum forystumönnum knattspyrnunnar í hóf. Á myndinrii sjást, talið frá vinstri: Björgvin Schram, for- maður KSÍ, Einar Björnsson, formaður KRR og Ægir Ferdinandsson, formaður Vals. þar sem vitað er, að Björgvin Sohram, formaður sambandsins um mörg undanfarin ár, gefur ekki kost á sér lengur. Það verður því kosinn nýr formað- ur. En hver verður kosinn? Eins og málin standa, er erfitt að spá um það. Síð- ast, þegar vitað var, hafði stjórn KSÍ ekki komið sér sam an um mann, sem hún mun benda á sem eftirmann Björg- vins. Hvort það verður einhver úr núverandi stjórn, skal látið ósagt, en þó er það mjög senni legt. Hins vegar er vitað, að ýms- ir áhrifamiklir aðilar fyrir ut- an stjórnina hafa fundið for- mannsefni. Er 'það Albert Guð- mundsson, frægasti knatt- spyrnukappi íslands, fyrr og síðar. Þó að Albert sé umdeild- ur maður, efast enginn um hæfileika hans né dugnað. Það er margt, sem mælir með þvi, að hann taki við forustuhlut- verkinu. Þó að stjórn Björg- vins Schram hafi unnið gott og merkilegt starf að mörgu leyti, þá er ljóst, að endurnýj- unar er þörf. Engum manni er þetta ljósar en Björgvini Schram, sem margsinnis hefur lýst yfir, að þörf sé á að skipta um menn í forustulið- inu. En málin hafa atvikazt þannig, að á hverju ársþingi undanfarin ár, hafa menn skor- að á Björgvin að halda áfram eitt ár til viðbótar. En nú gef- ur hann ekki kost á sér leng- ur. Og þá vaknar eðlilega sú spuming, hvort heppilegt sé að velja einhvern innan nú- verandi stjórnar í formanns- stöðuna eða kjósa mann utan hennar og veita með því nýju blóði í starfsemina. Ég, fyrir mitt leyti, myndi velja síðari leiðina. Stöðnun gerir meira en að halda okkur kyrrum, hún færir okkur skref aftur á bak. Það er þörf á end- urnýjun, sífelldri hreyfingu á hlutunum, og þess vegna væri það fagnaðarefni, ef Albert Guðmundsson gæfi kost á sér til hins vandasama starfs sem staða formanns KSÍ óneitan- lega er. —alf. | hverfafundir um 1 borgarmálefni Geir Hallgrímsson borgarstjóri boðar til fundar um borgarmál með íbúum Smáíbúða- Bústaða- Háteigs- og Fossvogshverfis í dag 27. okt. kl. 3 e.h., í danssal Hermanns Ragnars í Miðbæ v/Háaleitisbraut. Borgarstjóri flytur ræðu á fundinum um borgarmálefni almennt og um mál- efni hverfisins og svarar munnlegum og skriflegum fyrirspurnum fundargesta. Fundarstjóri verður Hilmar Guðlaugsson, múrari og fundarritari Arnfinnur Jónsson, kennari. Fundarhverfið er öll byggð milli Kringlumýrarbrautar og Elliðaár, sem takmarkast af Suðurlandsbraut í norður og bæjarmörkum Kópa- vogs og Breiðholti í suður. Reykvíkingar! sækjum borgarmálafundina MILLIVEGGJAPLÖTUR RÖRSTEYPAN H*F KÓPAVOGI • SÍMI 40930 n! FRA B.S.A.B. Fyrirhuguð eru eigendaskipti að 2ja herbergja íbúð í fjölbýlishúsinu Fellsmúla 14 - 22. Félagsmenn, sem vilja neyta forkaupsréttar síns, hafi samband við skrifstofu félagsins að Fellsmúla 20, fyrir kl. 18, fimmtudaginn 7. nóvember n.k. Stjórn Byggingarsamvinnufélags atvinnubifreiðastjóra. Frostklefahurðir Kæliklefahurðir — fyrirliggjandi — Trésm. Þ. Skúlasonar Nýbýlavegi 6 — Kópav. sími 40175. Modelskartgripur er gjöf sem ekki gleymist. — - SIGMAR OG PÁLMI - Hverfisgötu 16 a. Sími 2135S og Laugaveg 70. Sími 24910

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.