Tíminn - 27.10.1968, Page 16

Tíminn - 27.10.1968, Page 16
EKH-Reykjavík, sunmidag. Á morgun eru fimmtíu ár liðin frá stofnun tékkóslóvaska lýðveldisins. Fáar þjóðir nútímans hafa átt við önnur eins örlög að stríða og Tékkóslóvakar þessi 50 ár. Tvisvar á þessu tímabili hafa þeir unnið sjálfstæði sitt og tvisvar glatað því aftur og nú hefur erlent her- veldi og bandamenn Tékkóslóvaka í Varsjárbandalaginu fótum troðið sjálf- stæði þjóða Tékkóslóvakíu. Tékknesk-íslenzka félagið heldur fund í Sigtúni vií Austurvöll mánudagskvöldi! 28. október m.k. kl. 8.30 ; tilefni 50 ára afmæli Tékkc slóvakíu. DAGSKRÁ: 1) Ávarp frá menntamála ráðherra dr. Gylfa Þ Gíslasyni. 2) Tékknesku kvartett leit ur verk eftir Dvrai Dvorak. 3) Árni Björnsson cand mag, segir frá dvöl sinm í Tékkóslóvakíu í haust 4) Róhert Arnfinnsson leit ari les lír sögu góða dát ans Svæks. 5) Hallfreður Örn Eiriks son rekur nokkur atrið; úr sögu Tékkóslóvakíu. 6) Einsöngur: Guðmundui Jónsson óperusöngvari. 7) Stutt tékknesk kvik mynd. Lýðveldi undir rauðum járnhæl kommúnismans áhrifum í Tékkóslóvakíu. f febr 1948 komust kommúnistar end anlega til valda með vopnuðiMn stuðningi Moskvustjórnar. Þeir náðu undir sig öllum helztm valdastöðum og lýstu þvi yftr að Tékkóslóvakakía væri „al- þýðulýðveldi". Benes dró sig í hlé og dó þebta sama ár. Nokkrum dögum eftir valda- töku kommúnista fannst Masa- ryk látinn, og er það hald manna að hann hafi fyrirfarið sér. Fram að breytingunum sem urðu á síðusta ári er saga Tékkóslóvakíu lítið frábrugðin sögu annarra landa í Austur- Evrópu, stjórnarskrá, stjórn, refsilöggjöf og efnahagspp- bygging Tékkóslóvakíu var að mestu byggð á sovét-rússneskri fyrirmynd. Forsetar Tékkóslóvakíu hafa frá upphafi verið 6, T.G. Masa- ryk, Eduard Benes, Klement Gottvald 1948—1953, A. Zapo- tocky 1953—57, Antonin Növo tny 1957—1968 og síðan í jan úar s.l. hefur Ludvik Svoboda gegnt þessu embætti, sem fram að þessu var valdamesta em- bættið í Tókkóislóvakiu. Alexander Dubcek. Hér fer á eftir örstutt ágrip af söguþróun Tékka og Sló- vaka: Kristnidómi var komið á um Mæri árið 863, en þetta hafði það í för með sér að vestur-evrópsk menning setti svip sinn á íbúa þessa land- svæðis næstu aldirnar. Eftir miklar róstur og fjölmarga bardaga voru Bæheimur, Mæri og Sehlesia sameinuð í kring um árið 1000 og hundrað ár- um síðar varð þetta land að konungsríki, sem um tíma á miðöldum var eitt af stórveld- um Evrópu. En 1526 náðu Habsborgarar undir sig kon- ungsdómnum í Bæheimi, og jukust þýzk áhrif á þessu land- svæði mjög við það, en þó hafði þeirra gætt verulega áð- ur. Að lokum þoldu Tékkar ekki yfirgang Habsborgara og gerðu örvæntingarfullar til- raunir til að ná aftur sínum fyrri réttindum. Afleiðing þessa var 30 ára stríðið, sem hófst 1618. í lok þrjátíu ára stríðsins misstu Tékkar sjálf- stæði sitt með öllu, tékkneska var úr sögunni sem menn- ingarmál, og varla var hægt að tala um Tékka lengur sem þjóð. Bændurnir voru ánauð- ugir og aðallinn þýzkur. Um sama leyti komust Sló- vakar undir stjórn Ungverja, og þjóðtunga þeirra og menn- ing hvarf jafnvel enn meira í skuggann en menning Tékka. Það fór fyrst að kveða að sjálfstæðisvitund og sjálfstæð- ishreyfingu meðal Tékka og Slóvaka á seinni helmingi 18. aldar. Tékkar fengu ýmis kpnar ívilnanir af hálfu Aust- urríkis, en Slóvakar máttu una harðstjórn Ungverja. Kúgun Ungverja á Slóvökum vakti heimsathygli og mikla reiði meðal almennings víða um heim. í fyrri heimsstyrjöldinni féll og sundraðist hið ungversk- austurríska keisaradæmi. Tékk ar og Slóvakar gátu loks fagnað frelsi og ákveðið að stofna tékkóslóvaska ríkið. Varla hefur nokkuð ríki nú- tímans hlotið átakanlegri ör- lög en Tékkóslóvakía: á þrjá- tíu ára tímabili unnu Tékkó- slóvakar sjálfstæði sitt tvisvar og glötuðu því tvisvar, og nú 1968 hafa bandamenn þeirra í Varsjárbandalaginu fótum troðið sjálfstæði þeirra. —Tékkóslóvakía í 50 ár. — Tékkóslóvska ríkið varð til 28. október 1918. Lýðveldis- stofnunin var formlega viðtek- in af fyrsta tékkóslóvaska þjóð þinginu 14. nóv 1918 og við það tækifæri var Thomas G. Masaryk kjörinn fyrsti forseti lýðveldisins. Hið nýja tékkóslóvaska ríki var sett saman úr austurríska konungdæminu Bæheimi, Mæri ásamt Slesíu og norð- vesturhluta Ungverjalands — Slóvakíu. Þjóðfræðilegar að- stæður voru lagðar að grund- velli ríkisstofnunarinnar: sam eina átti hinar náskyldu þjóð- ir, Tékka og Slóvaka. En landa merkin voru ekki sett af fyrir hyggju, því innan þeirra var auk Tékka og Slóvaka allmik- ið af minnihlutahópum, þjóð- arbrotum, sem drógu úr ein- ingu og samheldni í hinu ný.ja ríki, en einmitt það varð Tékkóslóvökum mjög örlaga- ríkt að lokum. í Tekkóslóva- kíu voru 1930 3,3 milljónir Þjóðverja, 600 þús. Ungverjar, 100 þús. Pólverjar og 120 þús. Úkraíumenn og Rúmenar. Tomas Masaryk situr í bifreiSinni, merktur hvítum krossl. EðvarS Benes ásamt konu sinnl Lega og lögun Tékkóslóvakíu var heldur ekki ákveðin eins og bezt hefði verið á kosið, landið á hvergi aðgang að sjó og lögun þess er í meira lagi óhentug, lengdim, 767 km. frá vestri til austurs, er alltof mikil í samanburði við breidd- ina, sem víða er minni en 100 km. í fyrstunni voru cfnahags- og þjóðfélagsframfarir í Tékkó slóvakíu mjög örar og landið vann sér gott orð meðal ann- arra landa í Evrópu. Leið- togi hins nýja lýðveldis var Masaryk fyrst og fremst þar til 1935, en hann átti mikinn og góðan þátt í sjálfstæðisbar- áttunni, var hinn sanni jafn- aðarmaður og hefur almenn- ingur í Tékkóslóvakíu jafnan dáð hann mjög. Flestir þýzkumælandi menn í Tékkóslóvakíu bjuggu í Súd- eta-héruðunum svokölluðu, og eftir að nazistar náðu full- komnum völdum í Þýzkalandi 1933 varð ástandið í heims- málunum ótryggt og Hitler gerði stöðugt kröfur á hendur Tékkóslóvökum um afhend- ingu Súdeta-héraðsins. Miinc- hen-sáttmálinn 1938 milli Bret lands, Frakklands, Ítalíu og Þýzkalands kvað svo á að Súd- eta-béröðin skyldu innlimuð í Þýzkaland með því . skilyrði að Þjóðverjar gerðu engar frekari landakröfur á hendur Tékkóslóvökum. Er þessi samn ingur hafði verið gerður sagði annar forseti tékkóslóvaska lýðveldisins, Eduard Benes, samstarfsmaður Masaryks, af sér og hélt til Englands. Þýzkaland gerði innrás í Tékkóslóvakíu 5. marz 1939 og lagði undir sig Bæheim, Mora- víu og Slesíu, en sundrungar- flokkur Hitlers lýsti yfir mynd un sjálfstæðs ríkis í Slóvakíu og myndaði þar leppsstjórn Þjóðverja. Eduard Benes myndaði út- lagastjórn ) London í júlí 1940 og í stríðslok 1945 skipaði hann löglega ríkisstjórn Tékkó slóvaku, nánar tiltekið apríl- mánuði. Eftir sigur Bandamanna í seinni heimsstyrjöldinni misstu Tékkóslóvakar Ruthan- iu undir yfirráð Rússa, og þrátt fyri.r það að lýðræðið væri aftur endurreist í landinu náðu valdhafarnir í Moskvu og fylgifiskar þeirra sifellt meiri

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.