Vísir - 16.07.1977, Page 3

Vísir - 16.07.1977, Page 3
VISIR Laugardagur 16. júlt 1977 3 ÞORSKVEIÐIBANNIÐ: Togaraflotinn stöðvaður í einn Mótmœla komu Helmut Schmidt „Baráttuhreyfingin gegn heimsvaldastefnu” og „Fylk- ing b y 11 i n g a s i n n a ð r a kommúnista” hafa sent frá sér mótmælayfirlýsingar í til- mánuð og bátafíotinn í viku Þorskveiðibann hefur verið ákveðið/ og var reglugerð þar að lútandi gefin út í gær. Er báta- flotanum gert skylt að stöðva allar þorskveiðar i eina viku hið minnsta/ og togaraf lotinn á að hætta þorskveiðum i 30 daga. Sjómönnum og útgerðar- mönnum eru gefnir valkostir um hvenær þeir vilji stöðva veiðarnar. Eiga togaramenn um að velja timann frá deginum i dag til 15. nóvember á þessu ári, en bátaflotinn verður að stööva annað hvort vikuna 26. júli til 1. ágúst eða 2. ágúst til 8. ágúst. Eru timabilin höfð tvö, til þess að jafna niður vinnunni i fisk- vinnslustöðvum, til þess að áhrifin verði ekki eins mikil i landi. Útlendingum sem veiða i islenskri fiskveiðilandhelgi verður gert að hlita sömu regl- um. Matthias Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, tók þaö fram, að þetta þyrfti ekki aö þýða skilyrðislausa stöðvun fiskveiðiflotans, þeim væri aö sjálfsögðu heimilt að fara á aðr- ar veiðar en þorskveiðar. Gefin hafa verið út bráða- birgðalög, sem eru sérstaklega gerð til þess að örfa sókn i veið- ar á kolmunna og spærlingi, um leiö og þorskveiðarnar eru tak- markaðar. Er þar fellt niður út- flutningsgjald af þessum fisk- tegundum, en það nam sex af hundraöi heildarútflutnings- verðs þessara fisktegunda. Mun láta nærri að það sé ein króna og tiu aurar á hvert kilógramm. Þá hefur sjávarútvegsráðu- neytið einnig reynt að stuðla að tilraunaveiðum á kolmunna, og munu væntanlega tvö skip frá Vestmannaeyjum hefja þær innan skamms á miðunum fyrir austan land. Er þar verið að reyna veiðar tveggja skipa með eina flotvörpu. Sjávarútvegsráðherra sagði, að ekki væri fullljóst hve mikil áhrif þessi nýja reglugerö kæmi til með að hafa, enda vissu menn ekki hve mörg skip heföu stöðvast. Enn væri þvi ósvarað þeirri spurningu hvort heildar- þorskafli landsmanna yrði inn- an við 275 þúsund tonn á árinu. „En ég vil taka það fram, að ég hef aldrei litiö á það mark sem neitt rautt strik sem ekki má fara yfir undir nokkrum kring- umstæöum” sagði ráðherra. Matthias sagði, að enn væri ekki ákveðiö aö hve miklu leyti yrði farið að tillögum Hafrann- sóknarstofnunar, eða hvort far- ið yrði að þeim á annað borð, en þær tillögur væru til athugunar i ráöuneytinu. ,,En ég ætla ekki að láta neina stofnun úti bæ segja mér hvaö á að gera, enda þyrfti þá engan ráðherra eða rikisstjórn” sagði Matthias. Sagði hann, að ef farið hefði verið eftir tillögum Hafrann- sóknarstofnunar i einu og öllu, þá hefði það þýtt að öll togara- útgerð hefði stöðvast, og þar með atvinnuleysi. ,,AÖ sliku vil ég ekki stuöla” sagði ráöherr- ann. Þá sagði sjávarútvegsráð- herra, að þessar nýju reglur hefðu verið bornar undir hags- munaaðila, útgerðarmenn og sjómenn, og hefði þeim gefist tækifæri til að koma með athugasemdir og tillögur. „Þeir sýndu þessum tillögum mikinn skilning, þó ekkert hafi verið um neina gleði að ræða, enda er hér um að ræða tekjutap fyrir þær stéttir” sagði Matthias. —AH Viðbrögð sjómanna og útgerðarmanna - sjó baksíðu 9 efni af komu Helmut Schmidt, kanslara Vestur-Þýskalands, til landsins, en hann dvelur hér fram á sunnudag. í yfirlýsingunum er stefna Schmidt i innanrikis- og utan- rikismálum fordæmd. „Baráttuhreyfingin” segir t.d. að Schmidt sé „fulltrúi rikis- valds, sem auk þess að traðka á sjálfsögðum mannréttindum heima fyrir styrkir stjórnvöld i Suöur-Afriku og viðar, þar sem þorri manna verður að búa viö kúgun og eymdar- kjör ”. „Fylkingin” skorar á „alla verkalýðs- og byltingarsinna að sýna samstöðu með félög- um okkar í Vestur Þýskalandi gegn þeim kúgunaröflum, sem Helmut Schmidt veitir for- stöðu.” —ESJ. Textarugl í Helgarblaði Myndatextabrengl varð i viö- taliviöÆvar Jóhannessom um Kirlianljósmyndun i Helgar- blaðinu sem fylgir VIsi I dag. Texti meö litmyndum af oln- bogum á bls.9 hefur flutst und- ir myndir af sóleyjarblaði. Þetta leiöréttist hér meö. NÝTT VAXTAKERFI FRÁ 1. ÁGÚST: Á AÐ VEITA SPARI- FJÁREIGENDUM VERU LEGA TRYGGINGU „Hætt er viö þvi aö verðbólg- veröbólgu i framtiöinni, en það an muni fara vaxandi á næstu verður gert með því að taka inn mánuöum og stefna hag spari-' i vextina ákveöinn veröbóta- fjáreigenda og fjárhagsgetu þátt, er verði breytt reglulega bankakerfisins á ný I tvisýnu. með hliðsjón af verðlagsþróun- Aö mati bankastjórnar Seöla- inni. I öðru lagi verða heildar- bankans er nauðsynlegt aö vextir af vaxtaaukainnláiium brugöist sé viö þessari þróun hækkaöir um 4%, svo aö þessi meö breytingum á ávaxtana- innlán bera nú 26% vexti. A mdti kjörum innlánsstofnana, þar þessari hækkun kemur l/2%-l% sem öflug, frjáls sparifjár- hækkun almennra útlánsvaxta. myndun er ein mikilvægasta t þriðja lagi eru jöfnuð til fulls forsenda jafnvægis I þjóöarbú- þau lánskjör, er einstakir at- skapnum” — segir I fréttatil- vinnuvegir njóta að þvi er varð- kynningu Seölabankans um ar birgða- og rekstrarlán, sem breytingar á vaxtakerfinu. endurkaupanleg eru af Seðla- Þar var ákveðið i fyrsta lagi bankanum. að stefna að þvl aö veita inni- Þetta endurskoöaða vaxta- stæðueigendum verulega trygg- kerfi tekur gildi 1. ágúst næst- ingu gegn áhrifum aukinnar komandi. —H.L. Samið við háskólamenn: Fengu prósentu- hœkkun á launin Samningar hafa nú tekist milli Bandalags háskólamanna og fjármálaráöuneytisins um endurskoðun á aöalkjarasamn- ingi bandalagsins viö f jármála- ráöherra. Samið var um prósentuhækk- un, sem er frábrugðið ný- gerðum samningum á almenn- um vinnumarkaði, þar sem samið var um ákveðna krónu- töluhækkun á öll laun . í fréttatilkynning’j fjármála- ráðuneytisins um samkomulag þetta segir orðs étt: „Samkvæmt gildandi samn- ingi hafa félagar BHM fengiö 11% hækkun grunnkaups og verölagsbóta samtals miðað við kauplag á almenna vinnumark- aðnum fyrir nýgerða samn- inga.. Samningar hafa nú náðst um 7,5% hækkun júlilauna að óbrevttum samningum að ööru leyti. Það svarar til 19,3% heild- arhækkunar i samnburöi viö launabreytingar á hinum al- menna markaði”. —H.L. Maður lést í árekstri Fullorðinn maöur beiö bana i geysihörðum árekstri á Suöur- landsveginum, móts við Rauð- hóla, Igærmorgun. Atvikið vildi til með þeim hætti aö maöurinn sem ók litilli Austin Mini fólks- bifreið var aö fara framúr oliu- flutningabil þegar tveir bilar komu á móti. Fyrri bilnum tókst að sveigja frá, en þegar sá seinni kom á móts við oliubílinn lenti hann á Miniinum. Maðurinn i litla fólksbilnum lést samstundis. GA

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.