Vísir - 18.07.1977, Side 1
íslensk hroll-
vekjustjarna í
Bandarikjunum!
Sjá blaðsiðu 3
Svartnœtti
sólstöðu-
Samninganna
Dr. Þráinn Eggcrtsson,
dósent, skrifar grein um af-
lciðingar kjarasamninganna
og bendir á hvernig þeir tak-
marka möguleika stjórn-
valda til aö beita tilta.‘kum
hagstjörnartækjum.
Sjá blaðsíðu, 10-11
Vilmundur
heim úr
Amerikuför
Vilmundur Gylfason er ný-
kominn heiin úr mánaöar-
ferö um Bandarikin, þar sem
hann kynnti sér ineöal ann-
ars dagblöð og aöra fjiil-
■niöla, og kom meöal annars
á Washington Post, þar sem
hann sat ritstjórnarfund.
Anders Uansen, blaöa-
maöur ræöir við liann uni
þessa ferö i Visi i dag.
Sjá blaðsiður 10-11.
Ríkissjóður ábyrgist greiðslur úr verðjöfnunarsjóði:
Gengissig eða lántökur
— Nema til komi nýjar verðhœkkanir erlendis
Rikissjóður hefur ákveð-
ið að ganga i nýjar ábyrgð-
ir fyrir greiðslur úr frysti-
deild verðjöfnunarsjóðs/
samkvæmt upplýsingum,
sem Vísir aflaði sér á
skrifstofu sjóðsins i
morgun.
Á stjórnarfundi í stjórn verð-
jöfnunarsjóös á föstudag var
ákveöin 17% hækkun á viö-
miðunarveröi. Þessi hækkun gild-
ir frá I. júii til septemberloka.
„Eftir nýgeröa kjarasamninga
var augljóst aö fiskvinnslan gat
ekki jafnframt tekiö á sig 20%
fiskverðshækkun aö óbreyttu
gengis- og markaösveröi, þar
sem engin innstæöa er fyrir hendi
i frystideild veröjöfnunarsjóös.
Þvi var óhjákvæmilegt, aö stjórn-
völd tækju að sér ábyrgö á
hugsauiegum greiösluskuidbind-
ingum sjóðsins” — sagði Eyjólfur
ísfeld Eyjólfsson, framkvæmda-
stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna i viötali viö Visi i
morgun.
Aðspurður, hvort þessi ákvörö-
un gæti þýtti gengisfeilingu eöa
gengissig ef rikissjóöur ætti ekki
að verða fyrir verulegum útgjöld-
um, sagði Eyjólfur: „Jú, nema til
komi verðhækkanir á markaön-
uin eða erlendar lántökur”.
— HL
m
wm
mm
íHL,
'V'V' '\l 1
~ ■ - ■- T.
GJALD-
EYRIR
ROK-
SELST!
„Uggvœnleg þróun",
segir yfirmaður
Gjaldeyrisdeildar
bankanna
Gjaldeyrissala viöskipta-
bankaiina liefur aukist um
26.8% frá júni í fyrra þar til i
júnf á þessu ári.
Þetta stafar aö einhverju
leyti af auknum innflutningi
almennt, en þó kemur einkum
til, aö bilainnflutiiingur hefur
aukist um helming á þessu
timabili, og einnig hafa feröa-
lög færst mjög i aukana.
„Þetta cr uggvænleg þróun
og hcfur vaidiö þeim, sem meö
gjaldeyrismálin fara, miklum
áhyggjum” sagði Ingóifur
Örnólfsson, yfirmaður Gjald-
eyrisdeildar bankanna, er
Visir ræddi viö hann. „Aö visu
var litil gjaldeyrissala á tima-
bilinu frá júni 1075 til júni i
fyrra, en en engu að siöur er
þessi aukning mjög varhuga-
verð.”
— AHO
„SUMARVERTIÐIN
LEGGST VEL í MIG
##
„Vertiðin leggst vel i mig”
sagöi Baldvin Þorsteinsson,
skipstjóri á Súlunni EA, sem
kom meö 650 tonn af loðnu inn til
Bolungarvikur I gær. Þetta var
fyrsta loðnan, sem barst á land
eftir aö sumarvertiöin hófst
fimmtánda þessa mánaöar.
„Við höfum ekki fundið mikla
loðnu,” sagði Baldvin enn-
remur. „Við leituðum í fyrri-
iótt á svæðinu sem hún veiddist
i fyrra, en fundum enga loðnu.
Bjarni Sæmundsson hafði verið
við leit en ekki komist inn á
þetta svæði fyrir is.
Loðnan sem við fengum
veiddist norður af Straumnesi.
Við köstuðum ellefu sinnum.
Yfirleitt voru þetta litlar torfur,
en við fengum gott kast i
morgun.
Mér virðist þetta vera góð
loðna," sagð Baldvin Þorsteins-
son.” Arni Friðriksson tók sýni
um daginn en enn liggja þó ekki
fyrir niðurstöður fitumælinga. I
þessari loðnu er litil áta — mun
minni en i fyrra.”
Eins og kunnugt er hamlaði
mikið átumagn i loðnunni þvi að
hægt var að dæla loðnunni i
fyrra. Baldvin Þorsteinsson
kvaöst ekki vilja fullyrða hvort
loðnan þyldi dælingu núna.
Það tók Súluna aðeins sjö
tima að stima af miðunum og til
Bolungarvikur. Þangað er lang
styst að sigla með loðnu meöan
á sumarvertiðinni stendur. Nú
sem stendur er unnið af krafti
að stækkun á loðnuverksmiöj-
unni i Bolungarvik. Hún getur
núna afkastað 250 tonnum á
sólarhring, en eftir stækkunina
getur hún afkastað helmingi
meira.
—EKG Bolungarvík