Vísir - 18.07.1977, Blaðsíða 8

Vísir - 18.07.1977, Blaðsíða 8
8 Reiknistofnun bankanna óskar að ráða eftirtalda starfsmenn: 1. Starfsmenn til forritunar og kerfis- setningar. Æskilegt er, að umsækjendur hafi bankamenntun, stúdentspróf, við- skiptamenntun eða tilsvarandi mennt- un. 2. Starfsmann til tölvustjórnunar og skyldra starfa. Störf þessi eru unnin á vöktum. Æskilegt er, að umsækjendur hafi bankamenntun, stúdentspróf eða tilsvarandi menntun. 3. Starfsmann til gagnaskráningar og al- mennra skrifstofustarfa. Æskilegt er, að umsækjendur hafi reynslu i gagna- skráningu. Hálfsdags vinna kemur til greina. Ráðning er samkvæmt almennum kjörum bankastarfsmanna. Skriflegar umsóknir sendist Reiknistofu Bankanna, Digranes- vegi 5, Kópavogi fyrir 27. júli 1977. Geðdeild Landspítalans — (útboðsverk IV) Tilboð óskast i að fullgera B,C,D og E álmur af húsi Geðdeildar Landspitalans, Reykjavik. Verktimi er frá 1. sept. 1977 til 31. des. 1979. Verkinu er skipt i fimm verkhluta. Verktaki tekur við húsinu tilbúnu undir tréverk. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7 Reykjavik, frá þriðjudeginum 19. júli 1977 gegn 40.000,00 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 16. ágúst 1977, kl. 11:00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Mánudagur 18. júll 1977 VISIB — v-------- Varnarliðið á Keflavikur- flugvelli IV grein Baldur Sveinsson skrifar um 57. f lugsveitina# sem staðsetterá Keflavíkur f lugvelli f lugvélakost hennar og starfssvið Þegar McDonnell Douglas F-4C Phantom II þoturnar komu hing- að til lands i april-júni 1973 þótti mörgum sem hér væri um nýjar vélar að ræða. Rétt er að um endurnýjun flugvélakostsins var að ræöa, en þess er lika rétt að minnast að allar tólf vélarnar (ein bættist i hópinn siðar) höfðu þegar leyst af hendi langt og strangt starf hjá flughernum og meðai annars barist i Viet-Nam. Þær eru allar úr fyrstu stóru pöntuninni sem flugherinn gerði á Phantom arið 1963 (Skrásetn- ingarnúmer pöntunarinnar eru 63-7407 til 7713 eða 307 vélar alls). Höfðu yfirburði yfir aðr-r ar vélar Phantom II var upprunalega bönnuð fyrir bandariska flotann til nota fra flugþiljuskipum (eða flugvélamóðurskipum eins og þau eru nú oft nefnd)-. Var það algjört einsdæmi að flugherinn skyldi fá augastað á og panta vél sem ein- göngu hafði verið hönnuð fyrir flotann. En við samanburð sem flugherinn gerði, kom i ljós að Phantom hafði yfirburði i flestu yfir þær vélar sem flugherinn Þeir senda au sovéskum kaf Mynd þessi, sem er tekin vorið 1973, sýnir að öllum likum siðasta flugtak F-102A vélar 57. flugsveitarinnar frá Kefla- vikurflugvelli. Búið er að mála yfir öll flugsveitareinkenni. Þessi vél er ekki ein af þeim fjórtán sem hingað komu i okt. 1962, en þær voru 56-1341, 1350, 1355, 1378 (er nú uppi á staur á Keflavikurflugvelli) 1394, 1396 (fórst hér). 1403 (fórst hér), 1411, 1416, 1417, 1419, 1455 Og tvær TF-102A, 56-2356 og 2367. (57. FIS). F-102A, 56-1447 I Rússafylgd, ár- ið 1972. Vélin, sem fylgt er heitir Tupolev TU-20 Bear eða Stóri Björn, eins og hún er oft nefnd. Þessi flugvélategund sem er skrúfuþota, er tiðasti gestur Svörtu riddaranna. Þess má geta að Rússar gera ekki minna af þvi að taka myndir af þotum 57. sveitarinnar en hún af Rúss- um. Má á mörgum myndum sjá menn með myndavélar á lofti t.d. i glugganum undir stél- fletinum. (57. FIS). Reynst vel hér Til gamans má geta þess að skrásetningarnúmer Phantom véla 57. flugsveitarinnar eru 63-7412, 436, 460, 475, 495, 529, 534, 576, 589, 618, 666, 685 og 688. Það var 495 sem kom ekki fyrr en i febrúar 1976. Þessar vélar háfa staítiðsig frábærlega vel á Islandi og svo að segja engin óhöpp hent þær utan einu sinni að hjólin vildu ekki niður á 475. Var þá ein flug- brautin kvoðuð og lenti vélin síð- an á varaeldsneytisgeymunum sem festir eru undir væng- ina.Þegar tekið er tillit til þess að Phantom vélarnar lenda venju- lega á u.þ.b. 250 km hraða á klst. og að i þessu tilviki voru hjolin ekki niðri og hraðinn þvi meiri, er undravert hversu vel tókst til með lendinguna. Krókur og Stjarna A Phantom vélunum er stérkur krókur sem auðveldlega má greina á myndum og er arfur frá flotauppruna hennar. Þessi krók- ur getur gripið i vir sem strengd- ur er yfir flugbrautina og festur i sverar keðjur. Slikur útbúnaður er á fjórum brautarendum i Voru það minjar frá Viet-Nam, en 589 skaut þar niður MIG þotu. Tviþætt hlutverk Þess má geta að 57. flugsveitin hefur nokkra sérstöðu varð- andi notkun sina á Phantom. Hún er eina flugsveitin i loftvarna- deildum bandariska flughersins (Aerospace Defense Command) sem notar F-4. Stafar þetta meðal annars af tviþættu hlutverki 57. sveitarinnar hér á landi. en auk þess sem að framan greindi þarf hún einnig að geta sinnt vörnum gegn innrás. Þarf hún þvi að yhafa vél sem getur borið byssur, sprengjur og eldflaugar til árása álandi. Af sumu þvi, sem hér að fram- an hefur verið rakið, má draga þá ályktun að Keflavikurflugvöllur sé ekki ofarlega á blaði þegar hugsað er til endurnýjunar á gömlum flugvélakosti. Til dæmis stingur það suma i augun að nýj- asta orrustuþota flughersins, McDonnell Douglas F-15 Eagle (örninn), er fyrst staðsett utan Bandarikjanna i Þýskalandi og er þar önnur flugdeildin (fyrir utan kennslu flugdeildina) sem tekur F-15 i notkun. Fyrsta Rússamóttaka Phantom vélar vorið 1973. Takið eftir svarta gatinu á búk rússnesku vélarinnar á móts við frambrún fitélflatarins. Þar er myndavél ióða önn að ljósmynda Phantom vélina (57. FIS). hafði fullkomnastar i notkun á þeim tima en það var fyrst og fremst Convair F-106A Delta Dart (fullkomnari vél sé þróuð var upp úr F-102A Delta Dagger). Fyrsta Phantom flugsveit flot- ans, VF-121 var sett á laggirnar á Miramar flotaflugstöðinni i Kali- forniu i desember árið 1960 eða tveim árum áður en F-102A kom fyrst til íslands! Keflavik. Nota átti þennan útbún- að til að stöðva vélina en sakir þess hve lágt hún sat strengdist virinnyfir ratsjárhlifina á nefinu. Eftir að> skipt hafði verið um tanka, ratsjárhlif. ratsjárloftnet og gert viö hjólaútbúnaðinn, flaug 475 aftur nokkrum dögum siðar. Ein F-4 vélin á Keflavikurflug- velli bar lengi vel rauða stjörnu á hreyfilinntakinu vinstra megin. Það þarf ekki sleggju til að berja af sér flugu Fyrsta flugdeildin var 58. æfingadeildin (Tactical Fighter Training Wing, skst. TFTW.) á Luke flugstöðinni. Fyrsta fram- linudeildin var svo 1. TFW sem staðsett er á Langley flugstöðinni i Virginiu og siðan 36. TFW sem

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.