Vísir - 29.07.1977, Page 7

Vísir - 29.07.1977, Page 7
VISIR Föstudagur 29. júli 1977. Hvítur: Domuls Svartur: Shtayerman Tékkóslóvakia 1972. 1. Rc6+! bxc6 2. Hbl + Ka7 3.DÍ2 + Katí 4. Da2+ Da3 5. Dxa3 mát. Veikar tveggja opnanir eru nokkuð oft misnotaðar, en stund- um gefur það góða raun. Hér er spil frá keppni háskóla i Bandarikjunum fyrir stuttu. Staðan var a-v á hættu og austur gaf. * ♦ * * 9-7-3 V A-D-6-5 * A-G-3-2 * A-K K-G-8-5-4 K-10-4 7-6 D-9-6 *-D V G-9-8 ♦ D-10-8-5 * G-5-4-3-2 A-10-6-2 V 7-3-2 ♦ K-9-4 * 10-8-7 Sagnir gengu á þessa leið: Austur Suður Vestur Norður pass pass 2S! dobl pass 2G pass 3G pass pass pass Opnun vesturs er ekki alveg eftir bókinni en hann var með taugasterkan makker og tók þvi áhættuna, þótt staðan væri siður en svo hagstæð. Ef suður hefði sagt pass við tveimur spöðum, væri vestur sennilega ennþá að spila þá. En eins og oft áður þá slapp hann með skrekkinn og græddi meira að segja á vitleysunni. Vestur spilaði út tigulsjö, lágt tian og kóngurinn. Otspilið sagði meira en litið. Það þýddi að eitt- hvað var athugavert við opnun- ina, þvi með mannspilin sjöttu i spaða, hefði vestur áreiðanlega spilað þar út Spili suður hjarta svinar drottningu og gefur siðan hjartaslag, þá er spilið i höfn. En sagnhafi spilaði strax tigul- niu til baka, austur drap og spil- aði spaðadrottningu. Sagnhafi drap, spilaði meiri spaða, i þeirri von að fria spaðaslag. Vestur drap með gosa, spilaði laufi og sagnhafi tók báða laufslagina, siðan tigulslagina og spilaði spaða. Ætlunin var að vestur yrði siðan að spila frá hjartakóng. En vestur sá við þessu. Hann gaf ein- faldlega spaðaniu og sagnhafi varð að spila frá hjartanu. Einn niður og vond skipti fyrir 1100 til 1400 i tveimur spöðum dobluðum. VtSIR Umsjón: Anna Heiöur Oddsdóttir. Þannig lifa ) pottablómin Sumarfri og ferðalög eru nú I algleymingi, eins og alltaf um þetta leyti árs. Meirihluti islendinga yfirgefur heimili sin um lengri eða skemmri tima og brennir af stað út á land eða til sólarstranda. Margir hafa þó ef til vill komist að þvi, að það er ekki bara að segja það að fara burt frá heimilinu, þó ekki sé nema i nokkrar vikur. Liklega er varla til sú fjöl- skylda, sem ekki hefur sankað að sér fleiri eða færri plotta- blómum i gegnum árin, til þess að gleyma nú ekki alveg hvern- ig grænt litur út þegar myrkrið ætlar alla lifandi að drepa á vet- urna. Pottablóm eru að sjálf- sögðu alveg stórágæt, en þó er einn galli á gjöf Njarðar. Það er nefnilega ekki nokkur einasti vegur að rogast með þau með sér i sólina á Spáni, eins og börnin. Fólk reynir oft að leysa þetta vandamál með þvi að biðja vini og vandamenn auð- mjúklegast að lita við hjá blómunum öðru hverju og gefa þeim örlitinn vatnssopa. En hvað gerist ef virnimir og vandamennirnir ætla allir aö þeysa burt á sama tima? Ekkert, ef þú fylgir eftirfarandi ráðleggingum, sem fjalla um það, hvernig unnt sé að halda blómunum lifandi á meðan fjöl- skyldan er fjarverandi. Fjarlægið lýs og blómsturhnappa Hvaða leið sem valin er að þessu marki, er alltaf nauðsyn- legt að fylgjast vel með blómun- um i nokkrar vikur áður en lagt er af stað. Hafið góðar gætur á þvi, hvort lýs eða önnur óáran leggjast á plönturnar og gerið strax ráðstafanir til að eyða þeim. Fjarlægið alla blómstur- hnappa, þvi að viðnámsþróttur plöntu minnkar ef hún er látin eyða kröftum iað blómstra. Það hefur hvort eð er enginn ánægju af litrikum blómum þegar allir eru i burtu. Komið öllum pottablómum fyrir i gluggum, sem sól skin ekki mikið á — það ætti reyndar að vera grátlega auðvelt. Sjáið um, að hitinn i herberginu, þar sem plöntunum er komið fyrir, sé lár, og dragið gluggatjöldin fyrir. Plönturnar þurfa að fá of sumarfríið eins mikið ferskt loft og unnt er, en að sjálfsögðu verður að vara sig á þvi að veita innbrotsþjóf- um greiða leið inn i húsið. Skilj- ið að minnsta kosti allar dyr milli herbergja eftir opnar svo að loftið sé á hreyfingu. Rétt áö- ur en lagt er af stað verður að sprauta á plönturnar og vökva þær vel. Garðeigendur best settir Þeir, sem eiga garða, eru mjög vel settir þegar ganga þarf frá pottablómunum. Flest- ar pottaplöntur þola að vera hafðarútiigaröiidálitinn tima, ef veðrið er ekki þvi verra. Tak- ið plönturnar og grafið þær með pottum og öllu tilheyrandi grunnt niður i mold á skuggsæl- um og rökum stað i garðinum. Sé ekki hægt að notast við þessa aðferð er þó engin ástæða til að örvænta. Til dæmis er þá hægt að notast við krukkur, sér- staklega ef um er að ræða litlar plöntur. Takið stóra krukku, fyllið hana af vatni, og stingið gat á lokið. Troðið siðan langri ræmu af bómullarefni i gegnum gatið og látið annan enda henn- arliggja ofan i vatninu. Stingið siðan hinum endanum djúpt i moidina i blómsturpottinum. Vatnið i krukkunni á að ná hærra en moldin i pottinum til að byrja með og efnisræman verður að vera gegnblaut áður en henni er komið fyrir I vatn- inu. Fyrir stórar plöntur er nauö- syníegt að hafa margar krukk- ur með bómullarræmum. Reyn- ið að gera tilraunir með þetta fyrirfram til að athuga, hvað vatnið i krukkunum endist lengi og hversu margar krukkur þarf að nota yfir tiltekinn tima. Pottur-í-pott aðferðin Þessi aðferð er heppileg, þeg- ar um er að ræða litlar plöntur I leirpottum. Þær ættu að geta komist af i þrjár vikur með þessum hætti. Pottinum er kom- iö fyrir ofan i stærri potti og rúmið, sem þá er eftir I stærri pottinum er fyllt af blautum mosa. Að þvi loknu takið þið ykkur skæri i hönd og klippið út pappahring, sem nær út að brún stærri pottsins. Klippið gat i hringinn og þvi næst i gegn um skífuna. Smeygið loks skifunni utan um stöngul plöntunnar undir blöðunum. Stórar plöntur erhægt að geyma á sama hátt i gólffötu eða stórum pappa- kassa. Plöntur i plastpoka Ekki er allt búið enn. Þeir sem vilja geta útvegað sér stóra, þunna plastpoka og geymtplönturnar i þeim. Byrjið á þvi að setja blómapinna, sem eru dálitið stærri en viðkomandi planta, i hvort horn plastpok- ans. Stingið hinum enda pinn- anna ofan i moldina og dragið plastpokann yfir plöntuna og pottinn. Látið undirskál undir pottinn og lokið pokanum utan um allt saman. Ef planta er of stór fyrir plastpokann verður að láta nægja að setja poka um neðri hlutann og lima hann þétt við stöngulinn. Slikur útbúnaöur kemur þó aðeins að gagni i um það bil tiu daga. Eldhúsvaskar til margra hluta nýtilegir Þeir sem aðeins eiga fáar plöntur geta gert sér litið fyrir og nýtt eldhúsvaskinn eða bað- karið til þess að halda i þeim lifi. Setjið tappann i niðurfallið og klæðið vaskinn eða baðið að innan með plasti. Leggið gömul dagblöð eða skúmmottu í botn- inn. Stingið gat á plastiö yfir niðurfallinu og þrengið nokkr- um eldspýtum niður með tappanum. Látið drjúpa mjög hægt úr krananum þannig að dagblöðin haldist rök án þess þó að verða rennandi blaut. Vökvið plönturnar vel og setjið þær án undirskála á dagblöðin eða skúmmottuna. Þessi aðferð hentar einkum vel við plöntur sem þurfa mik- inn raka i lofti, en ekki mjög mikla vökvun. —AHO I gœr PASSAMYNDIR ieknar i litum til&súnar strax 1 barna & ffölskyldu LJOSMYNDIR AUSTURSTRÆTI 6 S.12644 sögðum við fró fallegum spönskum postulínsstyttum, 170 tegundum sem voru að koma í dag viljum við vekja athygli ó Bœheims glervörunum - FROSTMUNSTRIÐ - eigum t.d. óvaxtasett, punsbollusett, vasa, glös, bjórkönnur, kertastjaka o.m.fl. — verðið gerist ekki hagstœðara — niii;- Kitisnu 1

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.