Tíminn - 15.11.1968, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.11.1968, Blaðsíða 6
\ 6 TIMINN FOSTUDAGUR 15. nóvember 1968. Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, í umræðum um gengislækkunina á Alþingi aðfaranótt þriðjudags: Gengislækkunin er glæfraspil og mun leiða til ófarnaðar Við 1. umresou í efri deild aSfaranótt þriðjudags um frumvarp ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir vegna gengis fellingarinnar, flutti Ólafur Jóhannesson, formaður Fram sóknarflokksins ræðu og gerði grein fyrir meginatriðum í viðhorfi Framsóknarflokksins til gengisfellingarinnar og þess efnahagsvanda, sem nú er við að glíma. Fer hér á eft ir útdráttur úr ræðu Ólafs. Ólafur sagði, að þvi neitaði eng- inn, að í efnahagslífi og atvinnu- málum væri nú við hrikaleg vand- ræði að tefla. Þau vandamál væru fyrst og fremst þrenns konar. f fyrsta lagi vandamál atvinnuveg- anna, í öðru lagi gjaldeyriserfið- leikar og í þriðja lagi greiðslu- halli ríkissjóðs og fjárhagsvand- ræði fjárfestingarsjóðanna. Öll þessi vandamál eru stór og erfið úrlausnar. Um það er ekki deilt- Menn vita um erfiðleika landbún- aðar og iðaaðar en vandamál sjáv- arútvegsins eru þó langsamlegg stærst. Frá því hefur verið skýrt, að á þessu ári muadi stuðningur við sjávarútveginn væntanlega nema 7—800 milljónum. Spár sér- fraéðinga, sem lagðar hafa verið fram, eru um það, að á næsta ári muni sá stuðningur þurfa að verða mörg hundruð millj. króna hærri. Vandamál þessa atvinnuveg ar blasa alls staðar við. Ýmis þau fyrirtæki, sem eru uppistaðan í atvinnulífi margra stað úti um land, frystifhúsin eru víða í þann veginn að loka vegna fjárhagserf- iðleika eða hefur þegar verið lok- að. Á þessum stöðum er þegar byrjað atvinnuleysi og á öðrum blasir það við á næsta leyti. Gjaldeyrir þrotinn. Gjaldeyrissjóðurinn margumtal- aði er algerlega þrotinn. Meira að segja á pappírnum, en lengi hef- ur hann í raun og veru aðeins verið til á pappírnum, vegna þess að á móti gjaldeyrissjóðnum, hafði verið safnað erlendum skuldum í útlöndum og þannig að það er þó nokkuð síðan gjaldeyrissjóður- inn var í raun og veru úr sög- unni. Ráðstöfunargjaldeyririnn er þannig þrotinn en ennfremur hafa skuldir við 'útlönd stórkost- lega aukizt svo að heildarskuldir við útlönd nema nú hálfum fjórt- ánda milljarð króna. Á sama tíma hafa skuldir ríkissjóðs sjálfs hækk að og nema nú þremur og hálf- um milljarði króna og hafa vaxið á einu ári um 1500 milljónir. Þessi skuldasöfnun er ískyggileg. Greiðslubyrðin af þessum erlendu skuldum er orðin óskapleg og það sem nefnt var hér í umræðunum - eins og til hennar er stofh- að af núverandi ríkisstjúrn er vissulega sláandi þegar bent var á, að greiðslubyrðin af þess um erlendu skuldum mundi á einu ári nema ársframleiðslu allra hraðfrystihúsanna í landinu. Þetta er svo mikið alvörumál, að ég hygg, að þeir séu margir, sem gera sér ekki grein fyrir því, hvílíkir baggar hafa hér verið lagð ir á framtíðina og ég veit satt að segja ekki, hvernig þessi þjóð verður fær um það á næstu árum að standa undir þessari byrði. Greiðsluhalli ríkissjóðs. Greíðsluhalli ríkissjóðs þetta ár mun nema 300—350 millj. kr. og því til viðbótar kemur svo það, að fjárfestingarlánasjóðir, sem hafa staðið undir ýmsum nauðsyn legum framkvæmdum og þar á meðal líka átt sinn þátt í því að halda uppi nauðsynlegri atvinnu, eru mjög fjárvana. Skortir fleiri hundruð millj. í þá, og hafa í því sambandi verið nefndar 450 millj. kr. Þarna vantar mikið fjármagn. Stjórnarstefnan og verðbólgan. Ég hygg, að það séu fyrst og fremst fjórar höfuðorsakir til þess að svo er komið, sem komið er. í fyrsta lagi innanlands verðbólg- an, sem er algerlega nr. 1 í öll- um þessum vanda. Það er í öðru lagi óskynsamleg stefna stjórnar- valda gagnvart framleiðsluatvinnu vegum þjóðarinnar. Atvinnuveg- unum hefur verið haldið í óhæfi- legri lánsfjárkreppu og það hefur valdið mörgum fyrirtækjum alveg óumræðilegum vanda, enda þótt þau að öðru leyti hafi verið sæmi- lega efnahagslega á vegi stödd. Þau hefur algerlega skort rekstrar fé til að koma sínum rekstri á- fram með eðlilegum hætti. Afli og verðlag. í þriðja lagi er það verðfall á útflutningsafurðum og í fjórða lagi minnkandi aflamagn. Við þess ar tvær síðasttöídu ástæður hefur ríkisstj. auSvitað ekki ráðið og við þær getur enginn ríkisstjórn ráðið. En það er á fullkomnum misskilningi byggt, að þessar tvær ástæður, sem vissulega eru þung- bærar miðað við það ástand, sem áður Var, séu jafn mikill þáttur í þeim vanda, sem við er nú að glíma, ríkisstjórnin og hennar mál gögn hafa viljað vera láta. Það verður ijóst, þegar það er athug- að og krufið til mergjar. Upplýsingar um viðskiptaV " in sýna, að þau eru svipuð ■ Ólafur Jóhannesson og árunum 1962—1963. Þau eru ekki lakari en það. En þrátt fyrir það skal því á engan hátt neit- að, að miðað við þann topp, sem kom 1965 og 1966, þá veldur þetta auðvitað erfiðleikum. En verðfall- ið átti sér að veruíegu leyti stað á árinu 1967 og var þá ýmist komið fram eða fyrirsjáanlegt, þegar kosningarnar fóru fram 1967. Aflamagnið á vissum veið- um hefur hins vegár orðið minna en menn þá gátu gert sér grein fyrir. En heildaraflamagnið, jafn- vel á þessu ári, er fullkomlega sambærilegt við meðalár. Hitt er þó alla vega ljóst, að ef ríkis- stjórninni hefði tekizt að standa við það fyrirheit, sem hún gaf á sínum tíma að halda verðbólgunni í skefjum, þá hefði verð- fall og aflabrestur á engan hátt orðið neitt viðlíka vandamál eins og það hþfur orðið nú og þá mundi ek'ii vera við að glíma neitt svipuð vandamál þeim, sem nú er við að fást. Látið reka a reiðanum. Það sem ég tel ríkisstjórnina alveg sérstaklega ámælisverða fyr- ir í sambandi við þessi mál, er að hafa ekki hafizt fyrr handa en raun ber vitni og gert raunhæfar ráðstafanir til þess að mæta þess- um vandamálum. Þessi vandi hef ur í öllum meginatriðum legið lengi fyrir. Vissulega hefði verið auðveldara á margan hátt við hann að fást, ef fyrr hefði verið snúizt við honum og viðeigandi ráðstafanir gerðar í tæka tíð. En það hefur hæstv. ríkisstjórn látið reka á reiðanum og trúað að því er virðist á happdrættisvinning, sem ekki hefur komið. \Þegar frá því að innflutnings- gjaldið var á lagt, má segja að almenningur í þessu landi hafi reiknað með því, að þetta mundi enda með þeim ósköpum sem nú | er fram komið og það orðið undir . ' rót þess kaupæðis og óhæfilegrar gjaldeyriseyðslu og ýmiss konar óheppilegrar spákaupmennsku. Viðhorf Framsóknarflokksins Hvernig hefði þá Framsóknar- flokkurinn viljað snúast við þess- um vanda, sem hér er við að glíma og sem viss-ulega er stór? Við höfum ekki haldið því fram, að þessi mál væri hægt að lækna eða lagfæra með einu pennastriki. Við höfum alltaf haldið því fram, að þar þyrftu margvíslegr ráð- stafanir til að koma. Við höfum bent á ráðstafanir, sem hafa verið til þess fallnar að minnka þann vanda og gera þá kjararöskunina sem allra minnsta. Við viðurkennum, að þær ráð- stafanir, sem við höfum bent á leysi ekki allan þennan vanda og j til viðbótar þeim mundi þurfa ; einhverja aðgerð. Það er mín | skoðun, að eins og komið er, muni það vera erfitt að komast hjá því að leggja einhverjar byrðar á menn í einu eða öðru formi. En við höfum lagt áherzlu á, að það væru gerðar allar tiltækar ráð- stafanir til að gera byrðarnar sem allra minnstar og við höfum lagt á það megináherzlu, að byrðunum væri skipt, sem réttlátlegast nið- ur. Á þetta höfum við lagt á- herzlu I þeim viðtölum, sem fram hafa farið á milli stjórnmálaflokk- anna. Þau atriði, sem við höfum lagt megináherzlu á í þessu sam- bandi, eru fyrst og fremst þessi: Það er nauðsynin á því að bæta stöðu framleiðsluatvinnuveganna og koma þeim á rekstrarhæfan grundvöll. Það er nauðsynin á því að tryggja fulla atvinnu hvar sem er á landinu og það er í þriðja lagi nauðsyn á því að stuðla að atvinnuuppbyggingu í þeim lands- hlutum, sem dregizt hafa aftur úr að undanförnu. Skuldir atvinnuveganna. Þessum markmiðum viljum við reyna að ná með þvi að gera vissar ráðstafanir, sem við teljum, að miði að eflingu atvinnuveg- anna og stuðli að atvinnuöryggi og jafnframt höfum við bent á ráðstafanir, sem væru fallnar til þess að minnka fjárhagsvanda rík issjóðs og bæta stöðu landsins út á við. Ég hygg, að flestar af þessum ráðstöfunum, hafi borið á góma í viðtölum stjórnmálaflokk- anna. Við höfum í fyrsta lagi lagt áherzlu á það, að það væri nauð- synlegt að veita atvinnuvegun- um, a.m.k. sumum greiðslufrest til bráðabirgða. Við höfum lagt áherzlu á, að það þyrfti að breyta lausaskuldum atvinnuveganna í föst lán og það þyrfti jafnframt að framikvæma skuldaskil í vise- um tilvikum. Til þess að greiða fyrir þessum aðgerðum, viljum við koma á fót sérstökum aðstoðar- lánasjóði til styrktar atvinnuveg- unum og jafnframt höfum við alltaf lagt aðaláherzlu á, að það þyrfti að breyta lánapólitíkinni. Það þyrfti að leysa rekstrarfjár- vandamál atvinnuveganna og breyta að öðru leyti lánapólitík inni, þannig að fyrirtækin væru ekki í öðru eins skrúfstykki og þau hafa verið að undanförnu- Það er alveg áreiðanlegt, að þessi aðgerð er höfuðnauðsyn eins og nú stendur og mér þótti það athyglisvert, að í yfirlýsingum, sem forsætisráðherra gaf, þegar hann fylgdi þessu frumvarpi úr hlaði, var ekki minnzt á breyt- ingu lausaskulda í föst lán eða skuldaskil eða önnur þau atriði, sem ég drap á. Þau voru ekki talin á meðal þeirra aðgerða, sem væru til athugunar hjá ríkisstjórn inni. Lánapólitíkin. Við höfum bent á nauðsyn þess að lækka vexti af stofnlánum og rekstrarlánum atvinnuveganna. Við höfum bent á nauðsyn þess að lækka eða fella niður ýmsa sér- skatta, sem á undanförnum árum hafa verið lagðir á atvinnuvegina og sem eru þeim þungbærir og þeir eru ekki eins og á stendur færir til að standa undir. Það er rétt að geta þess, að þessir skatt- ar renna að talsverðu leyti aftur til atvinnuveganna í ýmsum mynd um, en ég held, að eins og sakir standa, séu atvinnuvegirnir ekki færir um að bera þessar álögur Og að fyrirgreiðsla sú, sem þeir hafa notið úr þeim sjóðum, sem sérskattarnir renna til, verði til þeirra að koma með öðrum hætti og eftir öðrum leiðum. Iðnaðurinn. Þá höfum við lagt áherzlu á, að reynt væri að lækka eða feila niður tolla af framleiðslutækjum, hráefni og rekstrarvörum og að rekstrarlán til iðnaðarins verði veitt með hliðstæðum hætti og til annarra atvinnugreina. Iðnað- urinn hefur búið við mikil rekstr- arfjárvandamál að undanförnu en hitt er öllum ljóst, sem um þessi mál hugsa, að iðnaðurinn í þessu landi verður að vaxa. Það er höfuðnauðsyn vegna þess að það hlýtur að verða höfuðhlut- verk hans að taka við vaxandi fólksfjölda hér í landinu og skapa því fólki atvinnu og lífsskilyrði. Af sama toga er það spunnið. að við leggjum áherzlu á, að inn- flutningur iðnaðarvara verði tak- markaður á þeim sviðum, þar sem vörur til sömu notkunar eru fram- leiddar í landinu sjálfu. Sá óhefti innflutningur á ýmsum vor- um, sem átt hefur sér stað að undanförnu til bess að keppa við- iðnaðinn, næi engri átt. Við höfum engin efni á því að haga okkur á því sviði eins og við höfum gert að undanförnu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.