Tíminn - 15.11.1968, Side 9

Tíminn - 15.11.1968, Side 9
^ uf r** /*' r *r * <» -7 ”r FÖSTUDAGUR 15. nóvember 1968. TIMINN fjr <? 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. FrœajJKvæmdastjóri: Kristján Benedtktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Lndriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur t Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7 Af. greiðslusími: 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur, simi 18300. Áskriftargjald kr. 130,00 á mán. innanlands. — í lausasölu kr. 8.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h. f. í skuldavinmi undir hrunstjórn Þegar hrunstjórnin kom til valda og sendi þjóðinni boðskap sinn undir nafninu „Viðreisn“ voru tvö við- reisnarverk í þjóðarbúskapnum talin mikilvægust, og hin nýja stjórn hét þjóðinni því með dýrum eiðum að vinna þau með dyggð og prýði. Annað var það að stöðva hina „geigvæmlegu“ erlendu skuldasöfnun, sem sagt var að stefndi þjóðinni fram af hengiflugi, og hitt að „binda endi á greiðsluhallann við útlönd“. Síðan er liðinn áratugur mesta góðæris á íslandi. Til þess að komast yfir það hefur hrunstjórnin talið nauð- synlegt að fella gengið fjórum sinnum, samtals nokkuð yfir 400%. Jafnframt hefur eiðurinn um að stöðva er- lenda skuldasöfnun verið efndur þannig, að erlendar ®kuldir hafa a.m.k. fimmfaldazt og eru orðnar öðru hvoru megin við þreftán milljarða, reiknað á núverandi gengi, og er það um 60 þúsund kr. á hvert mannsbarn í landinu eða 300. þús. á hverja fimm manna fjölskyldu, eins og fjármálaráðherrann sagði mönnum brosandi í sjónvarpinu. Það hefur komið fram í umræðum um þessi mál und- anfarið, að vextir og afborganir af þessum erlendu skuldum muni nema tveim milljörðum á núverandi gengi samkvæmt áætlun yfirstandandi árs, en það lætur mjög nærri, að það sé andvirði stærsta gjaldeyrispóstsins í öllum útflutningi þjóðarinnar, freðfisksins, sem er öðru hvoru megin við 20% af öllum gjaldeyristekjum þjóðar- innar. Þetta þýðir einfaldlega það, að allir þeir sjómenn, sem afla fisks í hraðfrystihúsin og aðrir, sem vinna að þeirri útgerð, eru í skuldavinnu hjá hrunstjórninni. AUt fólk sem vinnur í og við frystihúsin við freðfiskinn er einnig í skuldavinnunni. Tilkostnað við þessa útgerð og fram- leiðslu, sem ekki er lítill, verður þjóðin að borga úr öðrum vasa. Þannig er það alls ekki litill hluti vinnandi fólks í landinu, sem þjóðin verður á þessu og næstu árum að senda beint í skuldavinnu hjá hrunstjórninni ásamt dýrustu og beztu framleiðslutækjum sínum. Það mátti greinlega heyra á fjármálaráðherranum í sjónvarpinu, að ekki væri öll von úti um hækkandi skuldatölur, því að hann boðaði beinlínis nýjar lántökur erlendis, sem skyldu fara í rekstur og daglega gjald- eyriseyðslu Hér skal ekki staðar numið. Svardaga um að binda endi á viðskiptahallann hefur hrunstjórnin efnt þannig, að á samfelldum 9 ára góðæris kafla hefur viðskiptahallinn við útlönd orðið yfir'' 4 milljarðar samtals á núverandi gengi, og á það að sjálf- sögðu ósmáan þátt í skuldasúpunni. Hrunstjórnin hefur með þessari hrikalegu skuldasöfn- un og sífelldum viðskiptahalla, sem dæmir þjóðina til beinnar skuldavinnu svo sem fimmta hvern virkan dag, höggvið að rótum efnahagslegs siálfstæðis þjóðarinnar og bundið þjóðinni sligandi byrðar á næsta áratug. Og því miður er ekki útlit fyrir. að byrðin hafi náð fullum þunga, þar sem enn er boðuð hækkun erlendra skulda, og ríkisstjórnin neitar með öllu að víkja frá þeirri ógæfustefnu, sem leitt hefur af sér fjórar gengis- fellingar, og hún heldur nú ótrauð í nýja söfnunar- ferð. í bá fimmtu og vafalaust stærstu, ef hún fær að ráða óhindruð. Hrunstjórnin verður aS víkja, það er orðiS brýnasta lífsbjargarmál íslenzku þjóðarinnar eins og nú horfir. Charles Mohr: Samningar í Vietnam kynnu að leiða til samkomulags um Laos Framkoma Souvanna Phouma hefir verið að breytazt síðan að líkur tóku að aukast á samningum um Vietnam. Hann kveðst nú reiðubúinn að hefja samkomulagsumleitanir. HÉR í Vientiane í Laos þykir æ líklegra, að leiði friðarumleit anirnar í Vietnam til einhverr ar jákvæðrar niðurstöðu, hljóti það óhjákvæmilega að hafa í för með sér, að aftur verði tek- ið til við friðarsamninga í Laos Þess verður vart bæði hjá kommúnistum og andstæðina- um þeirra, að þeir hafi áhugn á nýjum tilraunum til að ná samningum, en alvarlega erf’.ð leika þarf að yfirstíga áður en lausn er fengin. Árið 1962 var haldin i Genf ráðstefna fulltrúa 14 þjóða oo bar varð samkomulag um, að Laos yrði „hlutlaust" og lyti til bráðabirgða samsteypustjórn sem kommúnistahreyfingin Pat- het Lao, samtök hlutleysingja og ándkommúnistar eða íhalds- menn áttu aðild að. Þessi samsteypustjórn leið undir lok árið 1963 þegar full- trúar Pathet Lao fóru frá Vien- tiane og hættu virkri þátttþku í stjórninni. Skæruhernaður' hef ir svo blossað upp hér og hvar ávallt síðan og sá eldur aldrei slokknað til fulls. ÞESS hafa sézt ýmis merki að undanförnu, bæði hjá fulltrú um hinnar konunglegu stjórnar í Laos og Pathet Lao, að þen væru tillleiðanlegir að hefja að nýju viðræður um endalok hinn ir langvirnu borgarastyrjal Jar, sem hvorugur getur nokkurn tíma sigrað i, eða gert sér minnstu vonir um sigur í. Souvanna Phouina forsætis- ráðherra sagði i bytjun þessa n.anaðar, að hann væri reiðu- túinr að fara til borgarinnar Sam Neua f norð-austur hluta Laos til þess að hefja viðræð- ur ,en í þeirri borg eru höfuð- stöðvar skæruliða Pathet Lao. Pathet Lao birtu yfirlýsingu í útvarpi sínu í borginni Sam Neua 21. september síðastl., og í þeirri yfirlýsingu var bent á, að ef Bandaríkjamenn hættu loftárásum á þau landsvæði í Laos, sem eru í höndum komm- unista, myndu þar með mynd- ast hentugar aðstæður fyrir íbúa Laos að hefja samninga sín á milli og finna leið til að teysa vanda þjóðarinnar". ÞÁ er uppi orðrómur um, að Ieiðtogar Pathet Lao hafi veru- lega aukið stjórnmálastarfsemi á þeim landsvæðum, sem hreyf ngin hefur á valdi sínu, og sagt stjórnmálaútsen'i"’’iim sínum að hefja undb’) að at- kvæðasmölun. Þ ait fvrir þetta efar enginn, sem man hinar á- kaflega erfiðu samningaumleit anir árið 1962 (og einnig það, að lausnin, sem fannst. reyndist óframkvæmanleg), að fram- gangurinn hljóti að verða ákaf lega hægfara og möguleiki á jákvæðum árangri meira en lítið vafasamar. Enda þótt loftárásum á Norður-Vietnam hafi verið tiætt er þeim haldið áfram með fram „vegi Ho Chi-minh“ í SOUVANNA PHOUMA — forsætisráðherra í Laos. lusturhluta Laos og öðrum hlutum landsins, sem komm- únistar hafa á valdi sínu. Sam kvæmt heiníiidum bæði í Was- hington og Sáigon þýkir margt benda til, að loftárásir á Laos verði auknar til þess að trufla birgðaflutninga frá Norður- Vietnam og lama háskalegar höfuðstöðvar þeirra 40 þúsund hermanna frá Norður-Vietnam, sem gert er ráð fyrir að séu í Laos. Þessar loftárásir eru einmitt líklegt ágreiningsefni milli Bandaríkjamanna og Souvanna prins. EKKI liggur ljóst fyrir, hvort leiðtogar Pathet Lao verði e;ns þráir og staðfastir og Norður- Vietnamar voru í kröfum sín um um að loftárásir verði að stöðva með öllu áður en al- varlegar umræður geti hafizr Sumir stjórnmálamenn telja það þó sennilegt. Pathet Lao hefur ávallt notið verndar leið- toganna í Hanoi og lotið stiórn þeirra. „Souvanna kann að líta svo á, að loftárásirnar geti hætt að vera í hans þágu ef hann gerir sér í raun og veru einhverjar vonir um lausn“, sagði kunnu" og fróður Vesturlandabúi, sem með málum hefur fylgzt. Souvanna hefur ekki farið fram á, að loftárásun veiði hætt og bandarískir talsmer.n harðneita, að uppi sé skoðana- ágreiningur miili stjórnarva'ða í Laos og Baodarík.ianiEnna um þetta atriði. Samt se*n áður verður varla í efa dre.eið að framkoma orinsins heíur verið að breytast eftir þv' sem hort- ur á friði í V'ietnam glæddusi FYRIR einu ári var Souvanna i eindregið á móti stóðvun loft árása á Norður-Vietnam, ov i ár studdi hann hugmyndina löngu áður °n Johnson forset' ákvað að láta af stöðvuninn' verða. Opinber embættismaður í Laos sagði, að Souvanna væri ákaflega vel ljóst, hve loítárás irnar á Laos væru mik'lvægar fyrir hernaðarlegt öryggi Bandaríkjamanna í Vietnam. Þessi sami heimildarmaður bætti því við, að ekki væii sennilegt ,að Souvanna sækti á um stöðvun loftárása á Laos fyrr en að Norður-Vietnamar létu í ljós einhverja visbend- ingu um, að þeir væru reiðu- búnir að fallast á nýtt hlutleysi Laos og brottflutning að minnsta kosti meginhluta hers síns frá landinu, einkum þó suð-austur hluta þess. TALSMENN Bandaríkja- manna í friðarviðræðunum í París hafa gefið talsmönnum Norður-Vietnama til kynna, að endanleg samningslausn á vónd anum í Vietnam verði einnig að fela í sér endalok umfangsmik- ils hernáms Norður-Vietnama í Laps, og lyktir borgarastyrjald arinnar í landinu. Þegar. samkomulagið náðist árið 1962 var viðurkennt, að Souvanna væri leiðtogi samtaka hinna hlutlausu afla. en bau samtök fengu í sinn hlut flest veigamestu ráðherraembættin, og á þessum samtökum var „rik isstjórn hinnar pjóðlegu eining ar“ grundvölluð Þegar þetta samkomulag náð ist dvaldi Souvanna hjá Soup- hanouvong prinsi, hálfbróður sínum, á umráðasvæði kommún ista, en hann er einn af for- ustumönnum Pathet l.ao, Svo stóð á þessu, að Souvanna hafði orðið að flýja frá Vient.i- ane .vegna fjandskapar banda ríska sendiráðsins. En kommúnistar hófu borg- arastyrjöldina að ný.ju og óbil- girni þeirra knúði Souvanna. þrátt fyrir það, sem á undan var gengið, til náinnar samvinnu við hægri öflin í landin'i og ýmiss konar samvinnu við Banda ríkjamenn, svo sem um Iiinar hálfleynilegu loftárásir, sem hafnar voru árið 1961.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.