Tíminn - 15.11.1968, Qupperneq 14

Tíminn - 15.11.1968, Qupperneq 14
14 TÍMINN FÖSTUDAGUR 15. nóvember 1968. Almennur fundur anna á Akureyri Framsóknarfé- lögin á Akureyri og í Eyjafjarðar sýslu efna til al- menns fundar um stjórnmálavið- horfið einkum síðustu aðgerðir föstudaginn 15. þ. m. kl. 8,30 s. d. á Hótel KEA Aðalræðumenn verða þingmennirn ir Gísli Guðmundsson, Ingvar Gíslason og Stefán Valgeirsson, og Framsóknarfélag- um efnahagsmálin munu þeir jafnframt gera grein fyrir stefnu Framsóknrflokksins í þessum málum. Stjórnirnar. VERÐLAGSNEFND Framhald af bls. 1 andi fréttatilkynningar frá ASÍ og BSRB um bréf það, sem nefnt er í bókun fjórmenningana: „Eftirfarandi bréf var afhent fé- lagsmálaráðherra — 1 fjarveru v;ð skiptamálaráðherra — á fundi þar sem einnig voru viðstaddir fulitrú- ar samtakanna og ráðuneytisstjóri viðskiptamálaráðuneytisins. Báru fulltrúar ASÍ og BSRB fram kröfu um að staðið yrði við gefið loforð á s.l. ári um aukið verðlagseftir- lit og lögð var sérstök áherzla TÉKKAR Einn af helztu hugmyndafræð ingum tékkneska kommúnista- flokksins dr. Milan Huebl, rekt or Stjórnmálaakademíu komm- únistaflokksins í Prag, beindi þeirri aðvörun til flokksforust unnar í dag, að gengi hún of langt í að gera samkomulag við Sovétmenn um stefnuna í innanlandsmálum, gæti flokks- forustan einangrazt frá þjóð- inni. Aðvörun dr- Huebls birtist í verkalýðsblaðinu „Prace“ en þar sagði hann að eftir því sem Sovétmenn legðu meiri pressu á tékkneska leiðtoga hafi þeir gefið upp alla von um al- hliða breytingar og endurbæt- ur í stjórnmála- og efnahags- lífi. Climex Gólfteppahreinsun vanir menn meS margra ára reynslu. Einnig vélahrein- gerning. ÞRIF. Símar 82635 - 33049 : Bjarni — Haukur. á að vörubirgðir yrðu kannaðar og eftirlit haft með því að þær yrðu seldar á gamla verðinu. Ennfrem- ur gerðu þeir tillögur um, að tekið yrði upp betra eftirlit með inn- flutningsskjölum og að fylgzt vrði reglulega af opinberri hálfu með verðlagi í viðskiptalöndum okkar til samanburðar og til þess að kanna hagkvæmni í innkaupum til landsins. Bréfið er svohljóðandi: Reykjavík, 12.11. 1968 „Með 2. gr. laga um ráðstafanir vegna ákvörðunar Seðlabanka ís- lands um nýtt gengi íslenzkrar krónu, er samþykkt voru á Alþingi í dag, er svo ákveðið að skylda Verðlagsnefnd til þar tiltekinnar álagningarhækkunar á allar inn- fluttar vörur nema þær sem nú eru í álagningarflokkum lægri en 6,5% í heildsölu. Áður höfðu slík ákvæði verið lögfest með brbl. nr. 68/1968, er 20% innflutningsgjald var ákveðið". Af tilefni þessarar lagasetning ar hafa miðstjórn Alþýðusambands íslands og stjórn Bandalags starfs manna ríkis og b^ja samþykkt eftirfarandi: „Með ákvörðun brbl. nr. 68/ Garða- og Bessa- staðahreppur Framsóknarfélag Garða- og Bessastaðahrepps heldur aðalfund sinn í Goðatúni 2, laugardaginn 16. þ.m. kl. 3 e.h. Auk aðalfundar- starfa verða kosn ir fulltrúar á kjördæmasam- bandsþingið, er 1'$®* háð verður í Hlé JBmS garði í Mosfells- sveit, sur.nud. 24. þ.m. Jón Skaftason mætir á fund- inum og ræðir efnahagsmálin. 1968 og nýsamþykktum lögum um ráðstafanir vegna ákvörðunar Seðlabanka íslands um nýtt gengi íslenzkrar krónu hefur Verðlags nefnd í mjög veigamiklum atriðum verið svipt því valdi í verðlags- málum, sem gildandi lög ákveða og verksvið hennar á miklum breytingatímum verðlags þrengt stórlega. Stjórnir samtaka vorra mót- mæla þessari valdsviptingu gagn vart Verðlagsnefnd harðlega með sérstöku tilliti til þess að skipun Verðlagsnefndar eins og hún var ákveðin í nóv. 1967 var gerð með samkomulagi við Alþýðusamband íslands og þá að sjálfsögðu gert ráð fyrir því, að hún héldi áfram því valdi og valdsviði, sem þá- gildandi lög kváðu á um. Líta stjórnirnar því svo á að hér sé um brigð að ræða á ncfndu sam komulagi. Af framangreindum ástæðum lýsa stjórnir samtaka vorra yfir því, að þær muni ekki, að óbreyttu ákvæði 2. mgr. 2. gr. nefndra laga endurskipa fulltrúa í verð- lagsnefnd, þó þær kynnu að eiga þess kost og f annan stað, að þær leggi fyrir fulltrúa sína í nefndinni að taka engan þátt í verðlagningu og verðlagsútreikn- ingum sem beint leiða af nefndu lagaákvæði, en lýsa í því efni allri ábyrgð á hendur ríkisstjórn inni. Verði enn á ný gripið tilhlið stæðrar valdsviptingar nefndarinn- ar munu stjórnir samtakanna leggja fyrjr fulltrúa sína í nefndinni að hætta þar endanlega störfum.“ Samþykkt þessi til'kynnist yður hér með. Virðingarfyllst, F-h. Alþýðusambands íslands og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. (undirskriftir).“ AÐALFLUGMAÐURINN ^ eð flugmálastjóri, Agnar Kofoed Ilansen, neitaði aðalflugmanni ! Landhelgisgæzlunnar, Guðjóai 1 Jónssyni, um heimild til að stjórna , henni, er hinn venjulegi flugmað- | ur Flugmálastjórnarinnar var J ekki tiltækur, vegna fría eða ann- ars. Voru þá nokkrum sinnum leigðar flugvélar frá einkaaðilmn í staðinn". Síðar í skýrslunni segir að sam- tals hafi verið greiddar krónur 362.915,70 vegna leigu á flugvél- um til ísflugs, og þar af voru greiddar rúmlega 264 þúsund til Flugmálastjórnarinnar. um. En þar sem þátttaka íslenzkra rithöfunda er árlega miðuð við tvær bækur og þýðingin miðuð við einhver tvö af Norðurlandamál unum, hefur hringurinn ekki verið víkkaður nóg, þótt þessar þýð- ingar hafi engu að síður borið góð an árangur. En fyrst svona hefur tekizt til, þrátt fyrir að þýðingarnar hafi einungis náð til takmarkaðs tungu málasvæðis, þá er ástæða til að ætla, að enn betur mundi ganga, ef sviðið væri fært út, leitað væri eftir þýðingum á fleiri tungumál. Vegna þeirrar nauðsynjar að afla eftir mætti viðurkennipgar á íslenzkri sérstöðu í menningarlegu tiliiti sem öðru og færa mönnum heim sanninn um, að við séum fulltækir meðlimir í samfélagi þjóðanna, einnig og ekki sízt inn an virtustu listgreina, er nauð- synlegt að hlutast til um enn aukn ar þýðingar íslenzkra skáldrita á erlend tungumál. I-Iöfundar, sem hafa skrifað góðar bækur, eiga að geta fengið þær þýddar. Þeir eiga sjálfir að fá að ráða því, hvaða tungumál verður fyrir valinu, en þeir eiga að fá fullan stuðning við þýðinguna. Sjálfir geta þeir unn ið að því að koma verkum sínum á framfæri, eftir að þýðing á því er fengin. Og að sjálfsögðu verð ur að hafa þann fjölda skáldverka, sem þýddur er hverju sinni, inn an skynsamlegra takmarka hvaða f jölda snertir. Það orkar ekki tvímælis, að þýðingar sem þessar yrðu ekki slæm fjárfesting, þótt ríkinu yrði aldrei reiknaður af þeim beinn hagnaður í krónum, alveg eins og menningarleg staða ok'kar í þjóða samfélaginu verður aldrei lögð til jafns við fjármuni." ÞAKKARÁVÖRP Ég þakka ykkur öllum sem heiðruðu mig með heim- sðicnum, gjöfum og hlýjum árnaðaróskum á áttræðis- aftnæli mínu, hinn 11. nóvemher s.l. Goð blessi ykkur öll. Marteinn Guðmundsson, Hrafnistu. Eiginmaður minn og faðir okkar, Stefán Kristjánsson, fyrrverandi vegaverkstjóri, Ólafsvík, andaðist ( Akranesspitala hinn 14. nóv. Jarðarförin auglýst síðar. Svanborg Jónsdóttir og börn. Innllegustu þakklr sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför Ingibjargar Snæbjarnardóttur, frá Hergilsey. Snæbjörn Jónsson og fjölskylda. ÞÝÐINGARSJÓÐUR til gildis, og þá sterku menningar legu arfleifð, sem frá henni er runnin. Nóbelsverðlaun í bókmennt um juku miklu við stærð okkar, og rifchöfundar hafa bæði fyrr og síðar aukið mjög hróður landsins út á við. Sjálfsagt hefði sá hróður getað orðið enn meiri, hefði ís- lenzka verið lesin af milljónaþjóð um. Mjög hefur reynzt erfitt að koma íslenzkum skáidverkum á framfæri erlendis vegna þess, hve fáir það eru í raun og veru, sem færir eru um að þýða úr ís- lenzku á önnur tungumál. Frá hin um Norðurlöndunum er sömu sögu að segja, þótt ólíkt sé greiðara um þýðingar úr þeim málum en ís- lenzku. Samt fer forvitni um íslenzkar bókmenntir vaxandi, eink um meðal frændþjóðanna, og fer þeim höfundum fjölgandi, sem fá bækur sínar gefnar út meðal þeirra. Ilins vegar liggur í augum uppi, að hvergi er nóg að gert í þeim efnum, og ráða oft frekar til viljanir en skipuleg sókn á þess um vettvangi. í nokkur ár hafa tvö skáldverk verið þýdd árlega a eitthvert Norð urlandamálanna vegna aðildar ís- lendinga að bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs. Þessar þýðingar hafa þegar leitt það af sér að ein fimm eða fleiri skáldverk ís- lenzk, hafa verið gefin út i Skandi navíu og Þýzkalandi með ágæt- um árangri og lofsamlegum dóm- FLÓÐIN . yfir brúna og flæddi yfir veginn 1 á nær 400 metra kafla, og var þar hnédjúpt vatn. Logn var í dag og | lítill straumur i vatninu og þegar | vegurinn kom upp úr aftur virtist i hann lítið sem ekki skemmdur. ! í gær fiæddi nokkra hesta á j Vallnesi og stóðu þar í vatni. Eru þeir nú taldir úr hættu. Nokkrir hestar komust á þurrt í morgun. Ilelmingur Egilsstaðakauptúns var undir vatni í morgun og flæddi þá yfir báða enda flugbraut arinnar. Skemmdir virðast ekki hafa orðið miklar nema á vegum. Sverrir Aðalsteinsson, Sólvangi 1 Borgarfirði eystri, sagði að þar í héraðinu hafi verið mikill vatns elgur en skémmdir ekki miklar miðað við það sem orðið hefur sunnar á fjörðunum. Helgaá er samt enn ófær og gróf þar undan nýrri brú, en unnið er að við- gerð á vegin-um í dag. Marinó Sigurbjörnsson á Reyð- arfirði sagði, að gífurlegar vega- skemmdir hafi orðið þar í ná- grenni. í kauptúninu tók af tré- brú, sem var í sambandi við síldar söltunarstöð. Sambandslaust hef ur verið við Eskifjörð, Fáskrúðs- fjörð og Egilsstaði og hefur það ekki skeð í 20 ár. Skriður hlupu úr Grænafelli og á mörgum stöð- um yfir veginn og lokuðu honum úveg. Sléttuá flæddi yfir veginn og gróf stór skörð i hann. Á Hrúteyri er vegurinn skorinn sund ur. Hægt er að komast núna á stórum bílum til Egilsstaða en lok að er suður á firði. Kauptúnin í Reyðarfirði og Eski firði eru nú mjólkurlaus. Ekki hefur verið hægt að koma mjólk i mjólkurstöðina á Egilsstöðum í tvo sólarhringa og eru birgðir þrotnar í fyrrgreindum kauptún um. Valgeir Vilhjálmsson á Djúpa- vogi sagði flóðin hafa valdið mest um skemmdum þar um slóðir í gær 30 metra langt skarð er í veginn , þar sem Fossá flæddi yfir og er | það sums staðar 5 metra djúpt. Áin flæddi vfir tún á Eviólfsstöð um og Ilvannabrekku. Hamars-I lárbrú braut nýjan varnargarð á Ifimm stöðum. í Hamarsseli flæddi J í f járhús og hlöðu, en skemmdir urðu óverulegar. Hofsá braut 150 1 metra langan varnargarð, sem bóndinn á Hofi byggði. Flæddi á- in þarna yfir mikið af ræktuðu landi. I Þ R O T T I R Evrópu haldin 1970 og Flnnar skýrðu frá undirbúningi Fivrópu meistaramóts — 1971 í Heising fors. Lítilsháttar var rætt um þátt tö'ku Norðurlanda í Evrópumeist aramóti í Aþenu í seþtember 1969 maraþonhlaupi og fimmtarþraut og sameiginlega ferð þangað. Norð urlandameistaramót í tugþraut, kvenna verður haldið í Noregi næsta ár. Landskeppni Norður- landa og V-Þýzkalands í kvenna greinum verður sennilega haldin næsta sumar í Svíþjóð. Rætt var um meiri samvinnu um stór mót á Norðurlöndum, sérstaklega ef um erlenda þáfcttöku væri að ræða. Næsti fundur verður hald- inn í Helsingfors í nóvember 1969. EFNAHAGSAÐSTOÐ yrði samiþykkt í núverandi formi hjá þingmannasamband- inu. F-orm mála væri þannig, að þingmannasambandið sam- þykkti venjulega fjölmargar tillögur, sem það síðan sendir í einu lagi til ráðsins, og væri því ekki að vænta frekari frétta af þessu máli fyrst um sinn. ALM. FUNDUR Tékkóslóvakíu og Póllandi. Um mánaðamótin ágúst-september á- kvað stjórn ÆSÍ að óska sam- skipta við æskulýðssamtökin í Tékkóslóvakíu. Bréfaskipti áttu sér stað og á- kveðið . var að samböndin skipt- ust á sendinefndum, og benda því líkur til að fulltrúar ÆSÍ heim sæki Tékkóslóvakíu snemma á næsta ári. Meðan Tékkóslóvakarnir tveir dvelja hér á landi verður þeim m. a. sýnt Alþingi, þeir munu ræða við Sigurð Líndal, hæstarétt arritara, um stjórnmálaástandið á fslandi, þiggja boð tékkneska sendiráðsins, Alþýðusambands fs lands, Stúdentafélagsins og. þeim verður ekið í sýnisferð um sveit ir í nágrenni Reykjavíkur. Á hinum almenna fundi í Þjóð leikhúskjallaranum á laugardaginn kl. 3 munu Tékkóslóvakarnir svara fúslega öllum þeim fyrirspurnum sem fyrir þá verða lagðar. Að því er Ingi B. Ársælsson varaformað ur ÆSÍ tjáði blaðinu eru þeir fé lagar Rejzek og Blaha mjög opin skáir um ástandið í Tékkóslóvak íu og virðist þeim ekki hafa verið lögð þagnarskylda um hernámið áður en þeir lögðu upp í heimsókn ina til íslands. Á VÍÐAVANGI iiú byggð innanlands í vaxandi mæli. Með vaxandi þekkingu og tæknibúnaði er þess að vænta, að íslendingar verði fullfærir um að taka í sínar hendur nauð synlegar fiskiskipabyggingar, a. m. k. að verulegu leyti. íslenzk skipasmíði gæti orð ið traustur hlekkur i eflingu ís- lenzkra atvinnuvega. Auk þess er hér um að ræða atvinnu- grein, sem mundi treysta mjög atvinnulíf víðs vegar um land- ið og koma i veg fyrir sam- drátt og atvinnuleysis á fjöl- mörgum stöðum.“ I Þ R 0 T T I R Framherjar: Ferenc Bene (Ujpest og Ungverja lanái), .Martin Peters (West Ham og Englandi), Geoff Hurst (West I-Iam og Englandi), Zandarino Mazzola (Inter og ítaliu) o-g W. Lubanski (Gornik og Póllandi).

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.