Tíminn - 15.11.1968, Side 16

Tíminn - 15.11.1968, Side 16
249. tbl. — Föstudagur 1'5. nóv. 1968. — 52. árg. DRÁTTARVÉL HEFUR HÆKKAÐ Á EINU ÁRI UM 116 ÞÚSUND - eða sem svarar 100 lambsverðum TK-Reykjavík, fimmtudag. f ræðu, sem Ásgeir Bjamason flutti við 1. umræðu um gengisráð stafanafrumvarpið í efri deild að- faramótt þriðjudags kom meðal annars fram, að dráttarvél, sem hefði kostað 148 þúsund krónur íyrir gengisbreytinguna í fyrra fer nú upp í 264 þúsund krónur. Hækkun á einu ári um 116 þúsund Námskostn- aður isl. erlendis hækkaði um krónum, eða sem svarar eitt hu.idr að lambsverðum. Ásgeir Bjarnason taldi, að geng isbreytingin myndi ekki vera með al til lækninga. Gengisbreytingin í fyrra hefði hækkað reksturskostn að landbúnaðarins meira en út- flutningsverðmætið. Ostur á Banda ríkjamarkaði hefði hækkað um kr. 7.20 kg. en verðhækkun vegna áhrifa gengisbreytingarinnar innan lands um rúmlega 10 kr. pr. kg. Kjöt á Bretlandsmarkaði hefði hækkað um 7 kr. pr. kg. en hækk un á kostnaði innanlands hefði numið 10—12 kr. pr. kg. Þessi saga myndi nú endurtaka sig. Reksturskostnaður landbúnaðarins myndi hækka mun meira en það sem út yrði flutt. Stofnlánadeild landbúnaðarins hefði orðið að taka erlend lán og endurlána þau fyrirtækjum bænda með gengis- áhættu. Þessi lán stórhækka nú og falla með fullum þunga á fram leiðsluverðmæti bænda, ásamt öll um öðrum hækkunum, sem sigla í kjölfar gengisbreytingarinnar. • :• (Tímamynd:—Gunnar) Skyrið í hinum nýju umbúðum, Aðalflugmaðurínn fékk ekki að fljúga flugmálastjórnar- vélinni Kj-Reykjavík, fimmtudag. í áliti og tillögum hafísnefndar, sem dreift var á Alþingi í gær, er skýrsla dómsmálaráðherra um störf Landhelgisgæzlunnar í sam bandi við hafís, og vekur það at- hygli í skýrslunni, að sagt er að flugmálastjóri hafi neitað aðalflug manni Landhclgisgæzlunnar um heimild til að stjórna vél ílug- málastjórnarinnar í ísflugi. Segir svo um þetta orðrátt i skýrslunni: „Að ósk dómsmálaráð- herra, Jóhanns Hafsteins, var flug vél Flugmálastjórnarinnar, TF — FSD, aðallega notuð til þessa (þ.e. að halda uppi almennri þjónuslu til leiðbeiningar skipum í ís á al- mennum siglingaleiðum. kringum landið), en hins vegar var ekki hægt að nýta hana sem skyldi, þar Framhald á bls. 14 Nýjung í skyrgerð og skyrsölu Undanfarin ár hafa Mjólkur samsalan og Mjólkurbú Flómanna unnið að því að breyta framleiðslu háttum, meðferð og pökkun á skyri. Stefnt hefir verið að því að skyrið yrði betra, gæðin jafn- ari og geymsluþolið lengra. Skyrið yrði tilbúið til neyzlu og í allri meðferð þess bæði í framleiðslu og pökkun væri tryggt ýtrasta hreinlæti. Þessi framkvæmd hefir verið all torleyst og tekið langan tíma. Skyrgerð þekkist ekki nema á íslandi, en vélakost varð að sækja til annarra landa. En með margvís- legum tilraunum og breytingum hefir tekizt að bæta aðferð við skyrgerð og skyrpökkun. Þessar tilraunir hafa verið gerðar í Mjólk urbúi Flómanna á Selfossi og þar er skyrið framleitt og pakkað. Á landbúnaðarsýningunni í haust gafst mönnum kostur á að kynna sér árangur þessarra endurbóta og nú næstu daga kemur skyrið til Sölu hjá Mjólkursamsölunni. Þessi breytta aðferð við skyr gerð er einkum að tvennu leyti frálbrugðin þeirri fyrri- Skyrið er nú gerilsneytt, en það eykur geymsluþol þess upp í 5—7 daga Framhald á bls. 15. 315<yoá9árum Oft hefur verið vísað til þess, að vinstri stjórnin hafi, vegua | efnahagserfiðleika, lagt sérstakt yfirfærslugjald á seldan gjaldeyri 1958. Þrátt fyrir nefnt yfirfærslugjald kostaði dollarinn til náms erlendis ekki nema kr. 21,22 á árinu 1958. Nú kostar dollarinn til náms er- lendis kr. 88,10. Hækkunin er 315%. Þetta er sú viðreisn sem snýr að ungu kynsióðinni. Ef beinn kostnaður íslendinga við nám í Ameríku er áætlaður 150 dollarar á mánuði, miðað við háskólanám, þá er hækkunin • á mánaðargjaldinu úr kr. 3.183,00, í kr. 13.215,00 á umræddu tíma- bili. Frumvarp á Alþingi um stofnun Þýðingarsjóðs: • • STYRKIRITHOFUNDA TIL AÐ LA TA ÞÝÐA VCRKÞEIRRA ÁERLENDMÁL EJ-Reykjavík, fimmtudag. Tómas Karlsson mælti í dag á Alþingi fyrir frumvarpi til laga um Þýðingarsjóð, en sam- kvæmt frumvarpinu er hlutverk sjóösins „að veita íslenzkum rithöfundum styrki til að láta þýða verk sín á erlend tungumál með útgáfu á verkunum erlendis í huga". Var sam- þykkt að vísa frumvarpinu til annarrar umræðu og menntamálanefndar. Frumvarpið er um viðauka við lögin um menningarsjóð og menntamálaráð, og er svohljóð andi: „1. gr. — Menntamálaráð fer með stjórn Þýðingarsjóðs. Hlut verk þessa sjóðs er að veita ís- lenzkum rithöfundum styrki til að láta þýða verk sín á erlend tungumál með útgáfu á verkunum erlendis í huga. Menntamálaráð Framsóknarfélag Reykjavíkur boð- ar til fundar um efnahagsráðstaf- anir ríkisstjórnarinnar Framsóknarfélag Reykjavík ur heldur almennan fund í Framsóknarhúsinu við Frí- kirkjuveg, laugardaginn 16. þ. m. kl. 2 síðdegis. Fundarefni: Efnahagsráðstaf anir ríkisstjórnarinnar og við- horfin framundan. Ræðumenn: Eysteinn Jóns- son, alþingism., Kristján Thor- lacius, formaður BSRB, Ilannes Pálsson, form. Sambands ísl. bankamanna, Gunnar Guðbjarts son, form. Stéttarsambands bænda, Jón S. PéturssOn, ritari Farmanna og fiskimannasam- bands íslands og Kristján Frið riksson, iðnrekandi. Ilaiines Gilimar Jón S- Kristján skal árlega, eftir að sjóður þessi hefur tekið til starfa, auglýsa eftir umsóknum um styrki úr Þýðingarsjóði. Menntamálaráð út hlutar styrkjum þessum, og skal úthlutun miða að því að koma at- hyglisverðum íslenzkum samtíma bókmenntum á framfæri erlendis. Menntamálaráð skal aðstoða rit höfunda við útvegun hæfra þýð enda. Þýðingarsjóður menntamálaráðs tekur til starfa, þegar fé hefur verið veitt til hans á fjárlögum. Heimilt er menntamálaráði að nota að hluta starfsfé sjóðsins til að kynna íslenzk samtímaskáld- verk erlendis. Menntamálaráðlherra setur í reglugerð nánari ákvæði um starf semi Þýðingarsjóðs. 2. gr. — Lög þessi öðlast þegar gildi“. í greinargerð með frumvarpinu eru ýmis atriði frumvarpsins rædd og bent á að það verður í hendi meirihluta Alþingis, verði frum- varpið að lögum, hvenær sjóður inn gæti hafið starfsemi sína, og væri þetta þannig vegna efnahags ástandsins í landinu. Er síðan rætt um erfiðleika fámennra þjóða, sem tala lítt þekktar tungur. til að koma bókmenntum sínum á fram færi í öðrum löndum, og segir síðan m. a.: .„Viðhorf milli þjóða innbyrðis mótast alltaf mikið af verðmætum, sem felast í góðum listum og sterkum menningararfi. Þar hafa framúrskarandi einstaklingar meiri áhrif en tölur, sem sýna mann- fjölda. Þetta á einnig við um ís- land. Sagnáhefð telja allir okkur Framhald á bls. 14. Keflavík Framsóknarfélag Keflavíkur hcldur aðalfund sinn sunnudaginn 17. nóv. kl. 8 síðdegis í Aðalveri. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundar störf, 2. Kosnir fulltrúar á kjör- dæmisþing, 3. umræður um bæjar mál. Kjördæmisbing í Revk ianesk iördæmi Framsóknarfélögin í Reykjanes- kjördæmi halda kjördæmisþing að Hlégarði í Mosfellssveit sunnudag inn 24. nóv. og hefst það kl. 9,30 um morguninnr Ólafur Jóhannes- son, form. Fram sóknarflokksins, mun sitja þingið og hefja þar stjórnmátaum- ræður. Framsókn arfélög á kjör dæmissvæðinu eru beðin að kjósa fulltrúa á þingið sem fyrst og tilkynna það Birni Jónssym, formanni kjördæmissambandsins.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.