Tíminn - 23.11.1968, Síða 1

Tíminn - 23.11.1968, Síða 1
Gerizt áskrifendur að Tímanum. Hringið í síma 12323 " 1 WWW 256. tbl. — Laugardagur 23. nóv. 1968. — 52. árg. Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. r FELLUR FRANKINN NTB - París og Bonn, föstudag. Það er nú fullljóst orðið að gengi frankans verður lækkað á morgun. Franska stjórnin mun aö öllum líkindum taka ákvörðun um hve gengisfellingin verður mikil á fundi sem boðaður hefur verið á morgun. Tilkynningarinnar um gengisbreytinguna, sem birt verður í lok fundarins, er beðið með mikilli eftirvæntingu. Talið er að hún verði ein- hversstaðar á milli sjö til tuttugu af hundraði, en efnahagssérfræðingar eru þeirrar skoðunar, að verði gengið fellt um minna en 7% komi hún ekki að gagni, en nemi hún 15% eða meira, neyðist nágrannalönd Frakklands til þess að lækka gengi síns gjaldmiðils. Á fundinum í Bonn, þar sem efnahagsráðiherrar og seðla- bankastj'órar tíu níkustu iðnað arþjóða heims og Svisslands hafa þingað að undanförnu hafa mikilsverðar ákvarðanir verið teknar og fara þær hér á eftir í aðalatriðum: Ákveðið hefur verið að lönd in tíu og Svissland veiti Frakk landi aðstoð sem nemur 2 mill jörðum dollara eða 176 mill- jörðum íslenzkra króna til þess að treysta gengi franska frank ans. Frans'ka stjórnin hefur fallizt á að fella gengi franska frank- ans, en ákvörðunin um það hve gengisfellingin eigi að vera mikil verður tekin á ríkisráðs- fundi í París á morgun. Strauss, fjármálaráðh,erra V- Þýzkalands, sagði í dag að gengi frankans yrði fellt DAG? en það væri frönsku stjórnar- innar að ákveða hve mikil gieng isfellingin yrði. Elkkert hefur verið gefið upp um væntanlega gengisfell ingu af opinberri hiálfu í Frakk landi en frönsk blöð telja full víst að af henni verði. Það er hald manna í Frakklandi að gengisfellingin geti orðið frá 7 til 20%. Efnahagsmólasér- fræðingar þar í landi segja, að nemi gengisfellingin minna en sjö af hundraði komi hún ekki að gagni, en verði hún meiri en 15 af bundraði neyðist ná- Framhald á bls. 1-1. J KAUPFÉLAGSSTJÓRAR ÞINGA KJ-Reykjavík, föstudag f dag hófst árlegur kaupfélags- stjórafundur Sambands ísl. sam- vinnufélaga, og tók G.E. myndina hér að ofan á fundinum í dag í sambandshúsinu. Erlendur Einars son forstjóri flutti yfirlitserindi um ástand og horfur hjá Samband inu og félögunum. Helgi Bergs framkvæmdastjóri talaði um stækkun kaupfélaga, Agnar Tryggvason framkvæmdastjóri um afurðasöluna á árinu. Þá töl- uðu Ingólfur Ólafsson kaupfélags- stjóri og Jón Þór Jóhannsson að- stoðarframkvæmdarstjóri um markaðsráð, sem sett var á stofn af samvinnufélögunuin í fyrra. Fundarstjórar á fundinum eru þeir‘ Ólafur Sverrisson kaupfélagsstjóri í Borgarnesi og Steinþór Þor- steinsson kaupfélagsstjóri í Búð- ardal og fundarritari Gunnar Grímsson fulltúi. Stórtap ÁburSarverksmiðjunnar og Áburðarsölunnar vegna gengisfellingarinnar: NEMSJR SAMTALS U 72 MILUÓNUM KRÓNA KJ-Reykjavík. fimmtudag. Eitt af þeim fyrirtækjum sem orðið hafa fyrir miklu gengistapi vegna gengisfellingarinnar á dögun um, er Áburðarsala ríkisins og sömuleiðis Áburðarverksmiðjan h. f., en gengistap verksmiðjunn ar er þó með nokkrum öðrum hætti en Áburðarsölunnar. Sam kvæmt upplýsingum Hjálmars Finnssonar framkvæmdastjóra verksmiðjunnar nemur gengistap Ábiirðarsölunnar einnar 48.6 millj ónum króna, og gengistap Áburð arverksmiðjunnar 23.3 milljónum. Framkvæmdastjórinn kvaðst vilja taka það fram í sambandi við gengistap Áburðarsölunnar, að hér væri um að ræða gengistap vegna lána sem tekin voru vegna áburðarkaupa í vor. Áburðurinn sem seldur var í vor, átti ekki að I ái-a væri ekki fyrr en í nóvember. I Þessar fyrrnefndu skuldir hefðu greiðast að verulegum hluta fyrr Þá sagði Hjálmar Finnsson fram ! allar verið á gjalddaga síðast í en síðast í nóvembcr, og hefði þá | kvæmdastjóri, að í haust hefðu j nóvember, og því ekki hægt að verið miðað við að gjaldfrestur I verið settar hömlur á það, hvenær j greiða þær, þótt peningar hefðu væri þar til afurðalán landbúnaðar ! greiða mætti erlendar skuldir.; verið til áður. Allar greiðslur sem ins kæmu til afreiknings, sem j og mætti nú orðið ekki greiða þær j fallnar voru j gjalddaga var búið samkvæmt venju og reynslu fyrri1 fyrr en komið væri á gjalddaga.5 Framhald á bls. 11. Dómarafuíl- trúar ræða embætta- veitingar EJ-Reykjavík, föstudag. Blaðið frétti í dag, að Dóm arafuiitrúafélag íslands hafi bocað til framhaldsað- alfundar 28. nóvember nk. Einn dagskrárliðurinn er, samkvæmt fundarboði, „Veiting embættis sýslu- manns Barðastrandarsýslu og bæjarfógetaembættis- ins í Neskaupstað“. Nánar tiltekið er dagskrá fundarins, sem haldinn verður eftir tæpa viku, svohljóðandi: „1. Ályktun um kjaramál. 2. Veiting embættis sýslumanns Barðastrandarsýslu og bæjarfó getaemtoættisins í Neskaupstað. 3. Lagabreytingar“. Bæði þessi emtoætti, sem um ræðir í dagskránni, voru veitt í haust. Sýslumannsembættið í Barðastrandai-sýslu hlaut Jó- hannes Árnason, áður sveitar- stjóri á Patreksfirði. Annar um sækjandi var um embættið, Haraldur Henrysson, bæjarfó- getafiulltrúi. Embættið á Neskaupstað var veitt fyrr í haust, og hlaut það Sigurður Egilsson, áður starfs- Framhald á bls. 1L oðar nýjan þingflokk TK-Reykjavík, föstudag. Við atkvæðagrciðslu á Alþingi í gærkvöldi um tillöguna um vair traust á ríkisstjórnina sem felld var með 32 atkvæðum gegn 28, gerði Björn Jónsson grein fyrir at- kvæði sínu og boðaði stofnun nýs þingflokks og mátti á lionum skilja að í framhaldi af því myndi verða stofnaður stjórnmálaflokkur. Björn réðst alla harkalega á þing flokk Alþýðubandalagsins og sagði að þremur þingmönnum, sem til- heyrt hefðu þeim flokki, hefði verið varnað máls á Alþingi í út- varpsumræðum undanfarið ár. Þeir Haraldur Henrýsson, sem nú situr á þingi sem varamaður Hannibals Valdimarssonar, og Hjalti Haraldsson, varamaður Jón asar Árnsonar. gerðu og grein fyr ir atkvæðum sínum og vitnuðu til yfirlýsingar Björns Jónssonar. Framhald S bls. 11. i

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.