Tíminn - 23.11.1968, Side 7

Tíminn - 23.11.1968, Side 7
Xi/aUGARDAGUR 23. nóvember 1968. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Steingrimur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu- húsinu, simar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusimi: 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur, simi 18300. Áskriftargjald kr. 130,00 á mán. innanlands. — f lausasölu kr. 8.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h. f. Hvað átti að gera? í vantraustsumræðunum á Alþingi í fyrrakvöld ræddi Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokks- ins, m.a. um afstöðu Framsóknarflokksins til efnahags- vandans og greindi í stórum dráttum frá þeim tillögum, sem fulltrúar Framsóknarflokksins í viðræðunefnd stjóm málaflokkanna höfðu lagt fram. Framsóknarmenn hefðu lagt áherzlu á að minnka yrði vandann sem mest með ýmsum úrræðum áður en gripið yrði til ráðstafana, sem röskuðu kjörum manna verulega. Ólafur sagði: Að tilteknum fyrirtækjum yrði veittur greiðslu- frestur. Að lausaskuldum framleiðsluatvinnuveganna yrði breytt í föst lán og skuldaskil framkvæmd í vissum tilvik- um, og komið yrði á fót sérstökum aðstoðarlánasjóði í því skyni. Að lækkaðir yrðu vextir af stofn- og rekstrarlánum atvinnuveganna. Að lækkaðir yrðu eða felldir niður ýmsir sérskattar á atvinnuvegina. Að ýmis þjónustustarfsemi við atvinnuvegina yrði tekin til lagfæringar, svo sem tryggingar, rafmagnskostn aður o. fL Að tekin yrði upp skipuleg fjárfestingarstjórn og verkefnum raðað niður, en þetta er auðvitað óhjákvæmi- legt, þegar lánsfé er takmarkað. Stjórnleysið í fjárfestingu á undangengnum árum er kannske, þegar allt kemur til alls, ein aðalrót efnahags vandans. Við bentum á, að hið opinbera ætti að hafa forystu um ráðstafanir til uppbyggingar og eflingar atvinnulíf- inu og ætti að hafa um það samráð við sveitarfélög og stéttarsamtök. Við lögðum alveg sérstaka áherzlu á ráð- stafanir til að tryggja atvinnu, hvar sem væri á landinu. Við nefndum ýmsar ráðstafanir til að bæta hag og samkeppnisaðstöðu iðnaðarins, svo sem lækkum eða nið- urfelling tolla á framleiðslutækjum, hráefni og rekstrar- vörum, sérstaka lánafyrirgreiðslu m.a. til jafns við aðrar atvinnugreinar, takmörkun innflutnings á iðnaðarvörum á þeim sviðum, þar sem vörur til sömu notkunar eru framleiddar hér á landi. Til þess að rétta stöðu landsins út á við höfum við lagt til að tekin væri upp heildarstjórn á gjaldeyris- og innflutningsmálum með hliðsjón af gjaldeyrisöflun og þörfum framleiðslutækja og vinnuafls ásamt bættu mark- aðskerfi. Ég wr ekki talsmaður hafta- eða leyfakerfis. Ég vil haía svo mikið viðskiptafrelsi í innflutnings- og útflutn- ingsmálum sem ástæður frekast leyfa. En ég vil ekki fórna þióðfrelsi fyrir braskfrelsi — fyrir frelsi til að eyða meira en tekjurnar leyf^. Það verður að hafa stjórn á þessum málum. Algert frelsi í þeim efnum hjá þjóð, sem býr við jafn, óvissar og sveiflukenndar gjaldeyris- tekjur og er jafnháð utanríkisviðskiptum eins og íslend- ingar, er útilokað. Þann sannleik ber að segja, hvort sem mönnum líkar hann betur eða verr. TIMINN f ERLENT YFIRLIT Fréttabréf frá New York: Sundrung vegna prðfkosninga varð demókrötum þung í skauti Misstu vegna hennar þrjú sæti í öldungadeildinni. New York 16.11. TALSVERT hefur verið rætt um það eftir kosningarnar í Bandaríkjunum, hvort próf- kosningar séu heppileg aðferð til að velja frannbjóðendur. Ástæðan er m.a. sú, að demó- kratar töpuðu að öllum likind um þremur sætum í öldunga- deildinni og repu'blikanar einu sæti þar, sökum klofnings, sem hafði orsakazt af harðsóttum prófkosningum. í OHIO-RÍKI sótti gamall og rótgróinn þingmaður úr flokki demókrata um endurkjör til öldungadeildarinnar, Frank J. Lausohe. Hann hafði áður ver- ið ríkisstjóri þar og naut mik- illa vinsælda frá þeim tíma. Hann þótti þó heldur íhalds- samur, en það tryggði honum fyl-gi íhaldssamra republikana í kosningum. Frjálslyndir demó'kratar hafa því oft beitt sér hart gegn honum í próf- bosninigum og gerðu það þó einkum að þessu sinni, er þeir tefldu fram gegn honum mjög álitlegum manni, John J. Gilli gan, sem hafði átt sæti um skeið í fulltrúadeild Banda- rikjaþings. Með aðstoð verka- lýðssamtakanna, tókst Gilligan að sigra í prófkjörinu og hindra þannig framboð Lausc he. Fylgismenn Lausche tóku þetta illa upp og kusu margir þeirra frambjóðenda republik- ana, William B. Saxbe. Úrslit in urðu líka þau, að Saxbe vann og demó'kratar misstu þingsætið. Fullvíst er 'hins veg ar talið, að Lausche myndi hafa haldið sætinu, ef hann hefði verið áfram í framboði, þar sem íhaldssamir republik- anar hefðu haldið áfram að kjósa hann. f FLORIDA dró annar af öld'Ungadeildarþingmönnum demókrata, George A. Sinat- hers, sig í hlé vegna heilsu- brests. Mifcil deila reis um það hjá demókrötum hver ætti að vera frambjóðandi þeirra. Frj'álslyndir demókratar fylktu sér um Le Roy Oollins, sem var ríkisstjóri í Florida fyrir nokkrum árum og gat sér þá gott orð. íhaldssamari demó- kratar máttu hins vegar ekki heyra hann nefndan, og tefldu gegn honum Baráttan var svo hörð, að prófkjörin urðu tvö, því að i fyrra prófkjörinu fékk enginn hreinan meirihluta, eins og prófkjörsreglurnar áskildu. Því fór fram annað prófkjör um þá tvo, sem höfðu fengið meirihluta í fyrra prófkjörinu. Collins vann það með naumum meirihluta. Það kom honam hins vegar að litlum notum, því að hægri sinnaðir demó- kratar, sem voru andstæðir honum, hefndu sín með því að kjósa frambjóðanda republik ana, Edward J. Gurney, sem sigraði líka með yfirburðum. Ef demókratar iiefðu haldið saman, hefðu þeir átt að vinna þetta þingsæti. Morse f OREGON sótti hinn þekkti öldungadeildarþingm., Wayne Morse um endurkjör. Hann hefur verið einn harðasti gagn rýnandi þeirrar stefnu, sem Bandaríkjastjórn hefur fylgt í Vietnam. Mikill fylgismaður Johnsons reyndi því að fella Morse í prófkosningunum og var beitt gegn honum mjög ó- svífnum áróðri. Morse vann prófkjörið með naumundum, og þótti yfirleitt líklegt, eftir það, að hann næði endurkosningu. Þetta bygðist m.a. á 'þiví, að ósennilegt þótti, að andstæð- ingar hans í flokki demókrata færu að kjósa frambjóðanda republikana, því að hann fylgdi sömu stefnu og Morse í Vietnammálinu. Niðurstaðan varð samt sú, að margir demó- kratar höfðu orðið Morse svo andsnúnir vegna áróðursins i sambandi við prófkjörið, að þeir kusu heldur republikana. Úrslitin urðu því þau, að Morse féll með örlitlum atkvæðamun og missir Bandaríkjaþing þar mikilhasfan og sérstæðan mann. í KALIFORNÍU gerðust þau óvæntu tiðindi í prófkjörin'U hjá repuiblikönum að fráfar- andi öldungadeildarþingmaður þeirra, Thomas H. Kuchel, féll fyrir aðalleiðtoga hægri repu- blikana þar, Max Rafferty. Kuehel var leiðtogi frjáls- lyndra republikana í öldunga- deildinni og naut mikik stuðn ings meðal frjálslyndra demó krata í Kaliforníu og þótti kosning hans því viss, ef hann yrði í framboði. Hann hafði hins vegar fengið hægri repu blikana á móti sér, m.a. vegna þess, að hann fékkst aldrei til að styðja Goldwater i forseta- kosningunum 1964 Þeir ásettu sér þvi að reyna að fella hann í prófkjörinu. í fyrstu var þó talið, að hann væri ekki í hættu fyrir Rofferty og því lagði Kuchel lengi vel meiri áherzlu á að sinna þingstörf- um í Washington en að vinna að sigri sínum í prófkjörinu. Úrslitin í sjálfium kosningunum urðu svo þau, að Rofferty féll fyrir frambj'óðanda demókrata, sem þótti þó heldur litlaus og atkvæðalítill, en hélt fram frjálslyndum skoðunum. Það er talið hafa ráðið úrslitum, að frjálslyndir republikanar, sem studdu Kuchel, vildu ekki kjósa Rofferty vegna þess, að hann hefði beitt óheiðarlegum áróðri gegn Kuchel í sambandi við prófkjörið. f FLEIRI ríkjum en þeim, sem hér eru nefnd, þyikir lík- legt, að harðar prófkosningar hafi veikt viðkomandi flokka, t.d. í New York. Þar sigraði stuðningsmaður McCarthys, Paul O’Dwyer, í prófkosningu en beið mikinn ósigur í sjálfri þingkosningunni. Hann fékk ekki nema 33% greiddra at- kvæða á sama tíma og Hump- hrey fékk 50% greiddra at- kvæða. Þetta varð þó ekki Jarvits öldungadeildarþing- manni, sem var í framboði fyrir republikana, til verulegs ávinnings, heldur kusu margir demókratar, sem voru óánægð ir með O’Dwyer, frambjóðanda nýstofnaðs íhaldsflokks, sem fékk nær eina milljón at- kvæða, en það var a.m.k. helrn ingi meira en bjartsýnustu liðs menn hans höfðu gert sér von ir um. Aðeins í Alaska virtist hörð prófkosning ekki hafa komið að sök. Þar féll gamall og vin- sæll öldungadeildarþingmaður, Ernest Gruening, fyrir ungum manni í prófkosningum. Til- raunir Gruenings til að koma fram hefndum í þingkosning- unum fóru út um þúfur. Það er ekki nema í 15 ríkj- um af 50 í Bandaríkjunum, sem frambjóðendur eru valdir í prófkosningum. Klofningur- inn, sem oft fylgir prófkjörun um, hefur staðið í vegi þess, að fleiri ríki hafi tekið þetta fyrirkomulag upp. í öðrum ríkj'um eru það fl'Okkssamtök- in, sem velja frambjóðendur. Þar hefur niðurstaðan víða orð ið sú, að fámennar klífcur hafa náð valdi á flokkssamtökunum og þær siðan getað ráðið fram boðunum. Illræmdust af slík- um klikum er nú klíkan, sem er kennd við Dolly borgar- stjóra í Chicago. Framboð virðast ganga einna bezt í þeim ríkjum, þar sem sæmileg þátttaka er í flo''-ksfélögunum og þau ganga ekki neinum klíkum á hönd, en það virðist hægara sagt en gert að koma í veg fyrir það. Það virðist erfitt í Bandaríkj unum eins og víðar, að hafa þá skipan á vali frambjóðenda, að iæði sé sielt fram hjá ske íum klofnings og klíku- skapar. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.