Tíminn - 26.11.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.11.1968, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 26. nóvember 1968. TIMINN Þjófaflokkur afhjúpaður OÓ-Reykjavík, mánudag. Rannsóknarlögreglan í Reykja- vik vinnur nú að yfinheyrslum yf- ir fimm ungum mönnum, sem stofnuðu með sér glæpafélag og hafa brotizt inn á fjölmörgum stöðum í borginni í haust. Hafa mennirnir m.a. viðurkennt að hafá brotizt inn á skrifstofur Dagsbrún ar, fyrir rúmri vitou og stálu þeir þar um 200 þús. krónum. Þessi flokkur stai peningaskápnum í húsgagnaverzluninni Hallarmúla s.f. en í slkápnum voru verðpappír ar að upphæð 5 milljónir króna. Mennirnir eru allir um tvítugt, hinn eizti er 23 ára. Var allur hóp urinn úrsikurðaður í 30 daga gæzlu varðhaid. Ekki hafa komið í leitirnar nema um 100 þúsund krónur af þeirn uppbæðum sem þj'ófarnir hafa stolið. Þeir peningar sem lög reglan hefur náð voru faldir heima hjá tveimur mannanna. Þá er upplýst að einn mannanna eyði- lagði og henti þremur bankabók- um, sem stolið var á Dagsbrúnar- skrifstofunni. Tveir þjófanna voru handteknir s.l. miðvikudagskvöld. Hafði lög- reglan grun um að þeir hafi verið viðriðnir innbrot í Klúbbinn, etoki alls fyrir löngu og aðfaranótt föstudags voru þrír menn staðnir að (verki, er þeir voru búnir að brjótast inn í verzlunina Miðbæ við Háaleitisbraut. Etoki liggur enn ljóst fyrir hve mörg innbrot þessi félagsskapur hefur á sam- vizkunni, en þau eru orðin ærið mörg. Þeir handtetonu hafa þegar játað á sig innbrotið í Hallarmúla og á DagsbrúnarskrifstOfuna. Þá hafa þeir játað á sig innbrot á við- BANNA BER LAX- VEIÐAR / SJÓ gerðarverkstæði Landsímans við Sölfíhólsgötu, í Sigtún og Klúbb- inn. Leikur grunur á að þeir hafi framið mun fleiri innbrot en rann- sókn þessa máls er enn á byrjun- arstigi. Er talið fullviíst að félags- skapurinn sé valdur að miklum stoemimdum, sem unnar voru á skrifstofu rítoisskattstjóra við Reykjavíkurveig. Þar var litlu sem engu stolið en spjöil unnin á húsbúnaði og rótað var í stojölum., Ekki er vitað til að fleiri séu í glæpaflokknum en þeir sem lög- reglan hefur þegar handtekið. Voru þeir oftast fileiri saman við næturiðju sína. Þegar þeir brut- uzt inn hjá Dagsbrún voru allir fimm meðlimimir saman. Voru þeir búnir að tryggja sér lykil að húsinu og veittist því auðvelt að komast inn. HLAUT MIKINN STYRK TIL KRABBAMEINSRANNSÚKNA FB-Reykjavík, mánudag. Landssamband ísl. stangaveiði- manna hélt aðalfund fyrir skömmu. Formaðurinn, Guðmund ur J. Kristjánsson, flutti skýrslu um starfsemina. Sagði hann m. a. að í maí s- 1. hafi verið haldinn stjómarfundur í Nordisk sport fiskerunion í Noregi, og sátu þrír fulltrúar frá fslandi þann fund, þeir hinir sömu, sem sátu stjórnar fundinn, sem haldinn var í sam- bandinu hér í Reykjavík í sept- ember 1967. Tillaga sú, sem samþykkt var þá um að vinna beri að því, að öll laxveiði í sjó í Norður-Atlants hafi. verði bönnuð, var lögð fyrir 16. þing Norðurlandaráðs í Osió í febrúar s. 1. og er hún nú í athug un hjá laganefnd Norðurlanda- ráðs. Á fundinum í vor, var samþykkt „að fara þess á leit við norsku ríkisstjórnina, að hún boðaði til funda fulltrúa frá Norðurlöndum, til þess að ræða hið alvarlega á stand, sem skapazt hefur í sam- bandi við eyðingu laxastofnsins í norðurhluta Atlantshafs.“ Ástæð an til þessara tilmæla eru fréttir þær, sem borizt hafa og vakið hafa gremju manna, um að lax veiðiaðferðir á alþjóðahafsvæðum færast í aukana og eftirlitinu sé ábótavant. >á var og gerð ályktun, sem lögð var fyrir 18. ársþing Alþjóða fiskveiðinefndarinnar fyrir Norð ur-Atlantshaf, „um að gera nauð synlegar ályktanir til þess að koma í veg fyrir skaðleg áhrif stór- aukinna og eftirlitslausra laxveiða á alþjóða hafsvæðum Norður-Atl antshafs," en þing þetta var hald ið um svipað leyti í London. í skýrslu sinni segir Guðmund- ur, að margt fleira hafi verið rætt á Oslóarfundinum, m. a. um mengun vatns, vatnafiisk^sjúk- dóma, seiðaframleiðslu, merk- ingu lax og laxaseiða o. fl. Guðmundur gat þess, að seiða framleiðsla á íslandi hefði aukizt yfir 100% frá árinu 1966, og einnig hefði orðið allveruleg aukn ing á laxveiðimerkingum. enda hafi verið veitt til þess nokkurt fé Erlingur Bertelsson héraðsdómslögmaður. Kirkjutorgi 6, sími 1-55-45. í fjárlögum hin síðari ár. — En betur má ef duga skal, sagði Guð mundur. — Samkvæmt upplýsing um veiðimálastjóra þyrfti að merkja hér minnst 10.000 göngu seiði á hverju ári, til þess að merkingar beri tilætlaðan árang ur. í fjárlögum hefur verið veitt til þessa starfs til veiðimálastofn unarinnar 50 þús- kr., sem að sögn veiðimálastjóra nægir aðeins til að merkja 3000 seiði. Þór Guð jónsson, veiðimálastjóri hefur kom ið þar miklu í verk, sem ber að þakka, með fámennu starfsliði og lítilli eða jafnvel engri fjárveit- ingu hér fyrr á árum til þessarar starfsemi. SJ-Reytojavík, mánudag Ungiur íslenzkur vísindamaður, dr. Guðmundur Eggertsson hefur hlotið bandarískan styrk til að vinna að rannsóknum á krabba- meini á tilraunastöð Háskólans að Keldum. Styrkur þessi nemur um 2,8 millj. ísl. króna og er veittur af Jane Coffin Childs Memorial Fund of Medical Research í Banda ríkjunum, en sá sjóður styrkir alls konar krabbameinsrannsóknir. Guðmundur miun rannsaka eggjahvítumyndun í gerlum, sér- staklega með tilliti til stökkbreyt inga, sem ákrif hafa á eggjahvdtu- myndunina. Ýmis tæki mun vanta að Keldum til þessara rannsókna og verður nú væntafilega ráðin bót Einar Asmunds son 80 ára Einar Ásmundsson, Hlíðarvegi 9 Siglufirði, varð 90 ára 25. nóv. Hann er elzti borgari Siglufjarðar. á því. Ekkert er unnt að segja um hagnýtt gildi þessara rannsókna, sem Guðmundur mun vinna að næstu tvö árin, að svo komnu máli. , Dr. Guðmundur Eggertsson er 35 ára gaihall, Borgnesingur að uppruna. Hann stundaði nám í erfðafræði við Hafnarskóla og varð magiiSter þaðan í erfðafræði árið 1958. Síðan vann hann að erfðafræðirannsótonum í London um tveggja ára stoeið, en fór síð an til framihaldsnáms til Yale- háskóla í Bandaríkjunum og lauk þar doktorsprófi í gerlafræði eftir 4 ára nám. Guðmundur hefur áð- ur fengið styrk úr þessum sama sjóði, er hann vann við hliðstæð- ar rannsóknir og hann er nú að hefja hér, í Napolí á Ítalíu. Und- anfarið ár hefur hann starfið við Yale-háskóla, en er flú nýlega kom inn til landsins. Guðmundur hefur getið sér mjög gott orð sem vísindamaður erlendis og er mjög ánægjulegt, að hann stouli hafa hlotið þennan styrk og einnig verið gefinn toost'- ur á að vinna að rannsótonu.m sín um hér á íslandi. Þýzk-íslenzk frímerkjasýning SJ-Reykjavík. Á föstudagskvöldið var opnuð þýzk íslenzk frímerkjasýning ung- linga, sem Sameinuðu þjóðirnar eiga einnig hlutdeild að, í kjall- aranum að Fríkirkjuvegi 11. Þýzk- ir og íslenzkir unglingar eiga frí- merki á sýningunni, og þá eru þar frímerki Sameinuðu þjóðanna. Geir Hallgrímsson borgarstjóri er verndari sýningarinnar, og tal- aði hann vjð opnunina, ásamt Sig- urði Þorsteinssyni formanni fram- kvæmdanefndar sýningarinnar og fleirum. Skólanemendum í Reykjavík og nágrenni verður boðið sérstaklega á sýningu þessa. En hún verður opin almenningi frá kl. 17—22 þessa viku, en sýningunni lýkur 29. nóvember. Fyrirlestrar, kynn- ingar og kvikmyndasýningar verða flest kvöld, og þá verður opið sér- stakt pósthús með sérstimpli. Á sýningunni verða einnig opnir þrír sölubásar frímerkjakaupmanna. Aðsókn að sýningunni hefur ver ið mjög góð og komu á sjötta hundrað manns að sjá sýninguna á sunnudag. / Föstudag, laugíjrdag og sunnu- dag stóð á sama stað fyrsta lands þing Landssambands íslenzkra frí- merkjasafnara og sóttu það um 20 fulltrúar frá hinum ýmsu klúbb um sambandsins. í lok þingsins fór fram stjórnarkjör, en kjósa þurfti 1. varaforseta. Var kjörinn Gísli Þorkelsson úr Kópavogi. Fyr- ir í stjórn voru: Sigurður H. Þor- steinsson, forseti, Aðalsteinn Sig- urðsson, framkvæmdastjóri og Ernst Sigurðsson varaforseti. Á þriðjudag er dagur Samein- uðu þjóðanna á sýningunni og verð ur þá komið upp safn það er S.Þ. senda sérstaklega á sýninguna. Er þarna um að ræða mjög veglegt safn merkja hinna Sameinuðu þjóða, póstbréfsefna, fyrstu fluga o.s.frv. Sérstakt pósthús er á sýningunni og verður það opið frá kl. 5—7 e.h. og 8—10 e.h. á þriðjudag, — á miðvikudag og fimmtudag er það aðeins opið frá kl. 5—7 hvorn dag, en á föstudag, sem er, loka- dagur sýningarinnar, er það opið til kl. 10 e.h. Kynning á hinum Sameinuðu þjóðum fer fram á þriðjudag, en á föstudagskvöld flytur Sigurður H. Þorsteinsson, forseti Landssam bandsins erindi, sem nefnist: „Hvernig sýna skal frímerki í sam keppni“. Sérstök athygli skólaunglinga skal vakin á því, að sýningin er opin fyrir þá frá kl. 10—12 f.h. og kl. 2—4 e.h. Þá skal einnig vakin athygíi á því, að á sýningunni er margt teg- undasafna, sem geta leiðbeint um notkun frímerkjanna í skólastarfi. GYLFI BA-16 AUGLÝSTUR TIL SÖLU Ríkisábyrgðasjóður hefur í dag auglýst til sölu togarann Gylfa BA-16 með því að nú er'að Ijúka umfangsmikilli við- gerð á skipinu og verður það selt í því ástandi, sem það nú er í. — Rétt þykir í þessu sam- bandi að gera örstutta grein fyrir aðild Rikisábyrgðasjóðs að máli skips þessa. Togarinn Gylfi var smíðaður árið 1952 í Bretlandi fyrir fyrir tækið Vörð h.f., Patreksfirði, og var skipið gert út þaðan fram á árið 1965. Snemma árs 1966 eignaðist Ríkisábyrgðasjóð ur skipið á nauðungaruppboði, en haffæriskírteini hafði skipið þá ekki lengur, þar eð á það var fallin 12 ára flokkunarvið- gerð. í marzmánuði 1967 var hafizt handa um viðgerð á skip inu í sambandi við samninga um sölu þess til Sjávarborgar h.f., Siglufirði, en það félag hugðist jafnframt gera skipið út til síldveiða. Samningar þess ir gengu þó til baka í septem- bermánuði s.l., en haldið var áfram nauðsynlegum viðgerð- um, sem nú er að ljúka eins og að framan greinir. Skipið hef- ur verið falt um tveggja mán- aði skeið, þótt það sé nú fyrst auglýst opinberlega til sölu. Nokkrir aðiljar hafa lýst á- huga á kaupum skipsins án þess að til samninga hafi enn komið. Meðal þeirra er Al- menna útgerðarfélagið h.f., sem stofnað hefur verið nú fyrir skömmu. Tilboð með fyrirvara barst frá félaginu í síðastliðn- um mánuði.e n það taldi sig þurfa nokkurn tíma til undir- búnings áður en það gæti gert endanlegt kauptilboð í skipið. Engir samningar hafa verið gerðir við félagið fremur en aðra og hefur Ríkisábyrgðasjóð ur engin afskipti haft af mál- efnum félagsins né hugmynd- um og áformum um útgerðar- rekstur, sem nokkuð hafa borið á góma á opinberum vettvangi undanfarnar vikur. Þar sem viðgerð togarans Gylfa er senn lokið og skipið gæti orðið t'ullbúið til veiða innan skamms tíma, telur Ríkis 'ábyrgðasjóður æskilegt að geí.a selt skipið við fyrsta tækifæri. Ástæða er til að ætla að rekstr araðstaða slíks skips hafi nú batnað verulega og er því mikil vægt að það komist í rekstur hið fyrsta. f (Frá Ríkisábyrgðasjóði). Gestir skoða þýzk-íslenzku frímerkjasýninguna. (Tímamynd—GE) i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.