Tíminn - 26.11.1968, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.11.1968, Blaðsíða 7
ÞRH>JUI>AGUR 26. nóvember 1968. 7 TIMINN hefur að þessu leyti gjörbreytzt hérlendis sem annars staðar í heim inum frá tímum hip.na fyrirferðar miklu lampatækja og þeirra við bótartækj'a, geyma eða þurrhlaða og loftneta, sem þeim þurftu að fylgja á fyrstu árum hagnýtingar útvarps hér á landi. Með þessari öru þróun, sem hér hefur orðið, hefur jafnframt orðið æ erfiðara að koma í veg fyrir, að smáratæki væru flutt inn tU landsins á ó- lögmætan hátt. Hefur bessi þróun þar til viðbótar haldizt í hendur við sívaxandi ferðalög landsmanna til annarra landa, sem fara munu enn vaxandi, iþegar lífskjör almenn ings batna. Þar við bætist, að ó- 'haggað stendur í lögum og reglu gerð um afnotagjöld hljóðvarps, að hljóðvarpsnotandi megi eiga eins mörg hljóðvarpsviðtæki og hon nm þóknist. Hann megi hins veg ar ekki nota þau utan sxns eigin heimils. „Inríkaupastjórinn". í framkvæmd hefur þetta orðið þannig, að heimilisfaðirinn eða for ráðamaður hins svonefnda „út- varpsheimilis" hefur orðið eins kon ar innkaupastjóri hljóðvarpstækja á heimilinu. Öll ný hljóðvarpstæki heimilismanna, jafnt barna sem uppkominna, og jafnvel tæki frænd liðs hafa verið skráð á þennan for ráðamann útvarp.djeimilisins, en síðan afhent Ihinum ýmsu fjöl- skyldumönnum- Þegar t. d. xxpp komin börn, hverfa af heimilinu eríx þeir orðnir sjálfstæðir út- varpsnotendur án skrásetningar, en greiða ekkert gjaid. Sama verð ur uppi á teningnum varðandi hagnýtingu þeirra tækja, sem flutt eru inn til landsins fram hjá toll yfirvöldunum. Af þeim er engin atfnotagjöld greidd. Af þessu er ljóst, að æ erfiðara verður að framfylgja giidandi lög um og reglum um innheimtu af- notagjalda hljóðvarps. Slæmt er ástandið núna, þótt verulegt átak hafi verið gert með ærnum kostn aði til að fjölga skrásettum út- varpsheimilinum, en enn verra verður það þó með þróun máia í þá átt, sem hér var drepið á, og vaxandi kaupum smáratækja er- lendis til að komast fram hjá toll yfírvöldum og innheimtu Ríkis útvarpsins. Það mælir því enginn gegn, að allir landsmenn, sem komnir eru til vits og ára, hagnýti sér hljóð varp Ríkisútvarpsins. Hljóðvarps tækið er hvarvetna þar sem mað Ur er á ferð. Það fylgir honum eftir, hvert seml hann fer. Það er förunautur hans í vinnuna, fer með honum í sumarleyfið, það er í hendi hans, sé hann gangandi, eða í vasa hans. Það er við hlið hans í bílnum. Það stendur hjá verka manninum í vinnu hans, fer með bóndanum í fjósið, stendur á búð arborði afgreiðslumannsins, er í vösum eða skólatöskum ungling' anna. Það er við borðstokk sjó- j mannsins og á kodda sjúklingsins. í Hljóðvarpstækið er nú alls staðar,: þar sem mannlegt hjarta slær. ■ Samt mæla gildandi lög og reglu 1 gerð svo fyrir, að hljóðvarpsnotj anda sé aðeins heimilt að hagnýtaj sér hljóðvarp Ríkisútvarpsins innj an veggja síns heimilis, annars komi til annað gjald, jafnhátt. Óf ramkvæma n legar reglur. í 18. gr- reglugerðar. sem sett er samkvæmt gildandi lögum um útvarpsrekátur ríkisins, er kveðið á um það, hvað sé útvarpsheimili, en af hverju slíku ber að greiða fullt afnotagjald hljóðvarps. Þessi grein er svohljóðandi: „Heimilt er útvarpsnotanda. sem greiðir afnotagjald skv 20. gr. reglugerðar þessarar, að hagnýta sér útvarpið eftir vild með við- tækjum eða línum til fleiri gjall arhorna og heyrnai-tækja en að- eins innan síns eigin heimilis og ! í sumarbústöðum. Útvarpsheimili ■ telst í reglugerð þessari: 1. Framfærsluheimili. 2. Heimili einstaks manns, sem hefur séi'skilinn fjárhag og sjálf stæða atvinnu. 3. Stofnun, hvers ;konar sem er, svo sem skóli, sjúkrahús, sanxkomu hús gistihús, verbúð. atvinnustöð o. fl. deildir innan þessara stofn- ana og útibú þeirra hvers konar. 4. Bifreiðir allar. 5. Skip öll. Nú er viðtæki notað með leiðsl um ti'l annai-ra heimila, og telst þá hvert heimili, sem þannig hag nýtir sér útvarpið, útvarpsnotandi. Nú hefur starfsmaður stofnunar, sem heyrir undir 3. tölulið, eigið viðtæki í húsnæði stofnunarinnar, og telst það sjaif«t.æð útvarpsnot á ábyr.gð stofnunaríifnar." í erindi, sem Ingvar Guðmunds son flutti á síðasta Landsþingi Félags íslenzkra bifreiðaeigenda á Blönduósi í sept. s.l., gerði hann ákvæði þessarar greinar reglu- gerðarinnar að umtalsefni og benti m- a. á dæmi. — sem síður en svo er fráleitt, — um það, að einstakl ingur gæti orðið skyldur að greiða 3-4 afnotagjöld hljóðvarps, ef ákvæðum þessarar greinar væri fylgt fram. Ingvar Guðmundsson sagði m. a.: Sagan af Jóni fjórfalda. „Jón Jónsson er útgerðarmaður, reyndar ekki neinn stórútgerðar maður, þar sem hann gerir út sæmi legan trillubát. Samikivæmt fyrr- nefndri reglugerð ber honum að greiða fjórfalt afnotagjald á við venjulegan notanda, þar sem hann hefur skráð 4 útvarpsheimili, en þau eru: haris lögheimili, bifreið in, sem hann ekur á til vinnu sinn ar, fiskvei’kunai’skiii’inn. þar sem hann vinnur að aflanum, og trillu báturinn. Á öllum þessum stöðum 'hefur Jón útvai’pstæki. þar sem hann telur sig ekki geta verið án veðurfréttanna. Þetta er einhleyp ux maður, sem ógjarnan vill vera brotlegur við lög og reglur ríkis ins, og því greiðir hann þetta fjór falda gjald, sem honum ber sam- kvæmt reglugerðinni. í næsta skúr v,ið Jón er annar triilukarl, og hefur hann nákvæmlega sömu af- not af útvarpinu og Jón, enda má hann ekki fremur vera án veður frétta en sá fyrrnefndi. Sá náungi greiðir samt aðeins einfalt af notagjald. Ástæðan: Hann á lítið handhægt ferðatæki, sem hann hef ur með sér hvert sem hann fer. Með þessu sparar hann sér and virði tækisins á hverju ári, eða 1950 kr„ sé miðað við |xað, sem honum ber að greiða samkvæmt núverandi reglugerð. Vegna þess að við erum að burðast með úr- elta reglugerð um innheimtu, verða þeir þannig æ fleiri, sem ekki greiða tilskilin afnotagjöld og þar af leiðandi verður gjald það, sem skráðir gjaldendur greiða, mun hærra en það þyrfti í raun inni að vera.“ Það, sem hér hefur verið vakin athygli á, ber allt að þeim brunni, að illmögulegt sé að framfylgja ákvæðum gildandi laga og reglu gerðar um innheimtu afnotagjalds hljóðvai-ps, og allt bendir til, að það verði æ erfiðara í framtíð inni. Lögin og framkvæmd þeirra fela í sér misrétti. Réttarvitund fólks er andstæð þessum lögum, og menn munu því reyna að fara á bak við þau, og möguleikar til þess hljóta að fara vaxandi. eins og áður er greint Aðferðir lögregluríkis. Eigi að framfylgja þessum lög- um, er sýnilegt. að r.aka verður i sívaxandi mæli upp aðferðir lög regluríkisins og fara um híbýli manna að óvörum í leit að óskrá settum hljóðvarpstækjum. í lögum eru í gildi heimilriir ii’ að beit.a þessum aðferðum mgreglurík'sins !og hefur innheimtudeild Ríkisút- i varpsins þegar spæjara i þjónustu sinni tii að hafa upp á óskrásett um útvarpsheimildum. Sem betur fer hafa þessir starfsmenn ekki enn rofiö friðhelg: heimila í ríkum mæli, þótt að því hijóti að reka, eí áfram á að búa við gildandi löggjöf og ti-yggja Ríkisútvarpinu eðlilegar tekjur og fjölgandi gjald endur. Hins vegar hefur áhuginn enn sem komið er aðallega beinzt að bifreiðum og hagnýtingu hljóð ; varpstækja í þeim. Mun talsvert j hafa orðið ágengt í þeim efnum ; og mun fjölgun útvai-psheimila á þessu ári ekki sízt fólgin í því, að eltir hafa verið uppi menn, sem hagnýta hljóðvarpstæki í bifreið án þess að greiða afnotagjald af bi'freiðinni sem útvarpsiheimili. Bifreiðaeigendur beittir misrétti. Samkvæmt innheimtu Ríkisút vai’psins á s. 1. ári voru aðeins skrásett útvarpstæki í um 20% bifreiða landsmanna. Það að skatt PETUR BENEDIKTSSON — liljóðvarpsgjaldið verði nefskattur. leggja bifreiðaeigendur með auka gjalrii fyrir að hafa útvarp í bif- reið hefur mjög hamlað gegn því að menn hagnýttu hljóðv. í bifreið um sínum -nema þá með óskrásett um tækjum eða lausum ferðatækj um), en það er fráleitt, að löggjaf ! inn setji þarna hömlur á, veglna þess að líta má svo á, að í nútíma þjóðfélagi sé hljóðvarpstækið eitt' af öryggistækjum bifreiðarinnar. Með aukinni umferð og vaxandi umferðarslysum er skipulegur á- róður í hljóðvarpi um 'umferðar mál eitt áhrifamesta úrræðið í | Öllum löndum til að hamla gégn \ vaxhndi tjóni á mönnum og tækj i um í umfei’ðinni. Þessi boð þui’fa! fyrst og fremst að berast til bifj reiðastjóranna. í hinu flókna þjóðj félagi, þar sem óvænta og jafn! vel voveiflega hluti getur borið skyndilega að höndum. veltur og æ meii-a á því, að unnt sé að koma boðum til borgaranna al- mennt í tæka tíð. Stór hluti þeirra er á degi hverjum á ferð í bifreið um og æ lengri hluta dagsins, eft ir því sem borgir stækka. Það er því fráleitt að löggjafinn raunvci’u- lega refsi þeim sérstaklega, sem þetta öryggistæki hafa í bifreið um sínum. Bezt er mótttaka bifreiðatækja, ef þau eru tengd bifreiðinni og loftneti hennar. Að bifreiðaeigend um skuli gert að greiða tvöfalt af notagjald einungis vegna þess, að útvarpstæki það. er þeir hafa í bif reið sinni, er fast með 3 skrúfnögl- um í bifreiðina og tækið þar með kallað bifreiðatæki, en ekki ferða- tæki, sem hverjum sem er virðist heimilt að fara með hvert á land sem er (þótt ekki fari milli mála, að það er þó raunverulega í blóra við ákvæði gildandi laga og reglu gerðar um útvarpsheimili). er ranglæti. sem bifreiðaeigendur geta ekki unað Samtök bifreiðaeigenda, F.Í.B.. hafa gert þetta mál að sérstöku baráttumáli undanfarin ár og gert um það ályktanir á landsþingum og krafizt, að það nxisrétti og rang læti, sem í framkvæmd gildandi laga felst,. verði afnumið afnota gjald hljóðvarps lækkað og inn heimt sem nefskatlur- Með þetta í huga, sem hér hef ur verið greint, leggja flutnings menn þessa frumvarps til, að á árinu 1970 verði hafin innheimta afnotagjalda hljóðvarps í formi nefskatts. Hvar á að draga mörkin? Flutningsmenn leggja til, að hljóðvarpsgjald verði lagt á alla þá, sem gei’t er að greiða iðgjöld til almannatrygginga og náð hafa 18 ára aldri, þ. e. að 16 og 17 ára aldursflokkar verði undanþegn ir gjaldinu. Ilins vegar telja flutn ingsmenn eðlilegast, að hvort hjóna um sig greiði fullt gjald, en ekki t. d. eitt og hálft gjald sameiginlega, eins og er um ið- gjöld til almannatrygginga. Skal það í’ökstutt nánar hér á eftir. Þá leggja flutningsmenn til. að gjald ið verði lagt á þá sem eldri eru en 67 ára og hafa 150 þús. kr.. brúttótekjur á ári, en tekjumai'k þetta sikal breytast í samræmi við vísitölu framfærslukostnaðar. Ennfremur, að félögum og fyrir- tækjum, sem nú greiða kirkjugai’ðs gjald, vei’ði gert að greiða hljóð- varpsgjald. Illjóðvarpsgjaldið skal innheimt samtímis þinggjöldum og mundi þá tilgreint á sérstökum reit á gjaldheimtuseðli. Gjaldið skal menntamálaráðherra ákveða um eitt ár í senn með tilliti til tekjuþarfar hljóðvarpsdeildar Rík isútvai-psins og að fengnum tillög um útvarpsstjóra og útvarpsráðs. Ákvæði 6. gr gildandi laga eru að öðru leyti tekin efnilega ó- bi-eytt í 1. gr. frumvarpsisns. Fjalla þau aðallega um sjónvarp og hag nýtingu þess. Þá eru tekin upp ákvæði gildandi laga um að ráð herra sé heimilt að ákveða um undanþágur manna frá . greiðslu hljóðvarpsgjalds eftir reglum. sem kennslumálaráðherra setur. Samkvæmt þeim upplýsingum. sem flutningsmönnum hefur tekizt að afia sér., eru gjaldendur al- mannati’yggingaiðgjalda nú 77 852 Þar af eru 16 og 17 ára 7 569 Gjaldendur skv. fyrsta ákv. frumvarpsisns yrðu því 70 283 í þessu sambandi skal vakin at- hygli á því, að almannatrygginga iðgjald er ekki lagt á öryrkja, og falla m.a. heyrnleysingjar og blind ii’ þar undir, og á því að vera ó- þarft að undanskilja þá sérstak- lega í frumvarpinu Fólk eldra en 67 ára á öllu landinu er nú talið vera um 14 600 Þar af piá ætla að þeir, sem ekki hafa 150 þús. kr. bi’úttótekjur á ári, séu 10 000 Gjaldendur samkv. við- komandi ákvæði frumvarþsins yi’ðu því um Fyrirtæki og félög á öllu landinu. sem gert er nú að greiða kirkjugarðsgjald, eru talin vera um 4 600 2 000 Alls mætti því laus- lega áætla að gjald- endur yrðu skv ákvæðum frv 77 000 Gjöld hjóna. Flutningsmönnum er ljóst, að um það kunna að verða skiptar skoðanir. hvar draga eigi mörk in við álagningu hljóðvarpsgjalds, ’ ef horfið yrði að því ráði að inn' heimta það sem nefskatt. Það er einnig álitamál. hvort innheimta eigi jafnhá hljóðvarpsgjöld af kvæntum körlum og giftuni kon um sem einstaklingum. Þar má þó hafa í huga, að börn á heimili hjóna greiða ekkert gjald fram til 18 ára aldui’s, hvort sem þau eru möi’g eða fá á heimili, en I börn njóta útvarps þegar korn ung að aldri. Þá vilja flutnings menn benda á, að sameiginlegt hljóðvai’psgjald hjóna yrði svipað að upphæð, hvort sem sú leið væri valin, að þau greiddu sameiginlega eitt og hálft gjald eða yrðu látin greiða tvöfalt gjald. þ. e. fuílt gjald hvort um sig Það er talið, að um helmingur þeirra. sem greiða iðgjöld til almannatrygg inga nú, séu hjón, þ.e. rúml. 35 þú= einstakl. og samtals 35 þús. kvænt- ir karlar og giftar konur. Ef inn heimt værí eitt og hálft gjald af hjónum mundi hljóðvarpsgjöldun um fækka úr ca. 77 þús. í ca. 68 þús. og gjaldið á hvert nef því hækka að sama skapi, miðað við tiltekna tekjúþörf hljóðvarpsdeild ar Ríkisútvarpsins. Þær tölur, éem hér hafa verið tilgreindar, eru með | þeim fyrirvara. að þær eru ekki I hárnákvæmar. Þær ættu þó að | gefa allrétta mynd. Ef tekjuþörf hljóðvarpsdeildar Ríkisútvarpsins í afnotagjöldum er áætlað um 40 milljónvr króna, sem ekki rnun fjarri lagi, miðað við síðustu ákvörðun um afnotagjald hljóðvarps, mundi hljóðvarpsgjald ! eínstaklings skv. ákvæðum frum | vai’psins verða ca. 520 kr. á ári. ! og hljóðvarpsgjöld hjóna því sam tals ca. 1040 kr. á ári. Ef hjónin grciddu hins vegar eitt og hálft gjald saman, mundi hljóðvarps- gjaldið, miðað við áðurnefnda tekjuþörf Ríkisútvarpsins, nema um 590 krónum á einstakling og hljóðvai-þsgjald hjóna því ca. 885 kr. Þannig mundi ekki muna nema ca. 155 krónum a ári fyrir hjón hvor leiðin yrði valin. Vafalaust má telja, að kostnað ur við innheimtu hljóðvarpsgjalds muni minnka verulega með því að innheimta það sem nefskatt sam- tímis þinggjöldum gjaldenda. Engar breytingar munu verða á inmheimtu sjónvarpsgjalda skv. þessu frumvarpi. Fjái'hæð afnotagjalds hljóðvarps síðasta gjaldár var 820 kr. Förum þá leið, sem víðtækt samkomulag verður um. Flutningsmenn vilja taka það fram, að þeir eru fúsir til sam- komulags um að fara þá leið við ákvörðun hljóðvarpsgjalds hjóna og við ákvörðun marka um gjald endur, sem mestan hljómgrunn finnur. Munu þeir því fylgja þeim breytingum. sem kynni að verða lagt til að gerðar yrðu á þessum ákvæðum frumvarpsins og vænleg ar þættu til víðtæks samkomulags um málið. Að lokum vilja flutningsmenn leggja áherzlu á það, að með frum varpi þessu er ekki á nokkurn hátt vegið að fjárhagslegu sjálfstæði Ríkisútvarpsins. Það er áríðandi, að stofnun, sem gegnir svo þýðing armiklu hlutverki í þjóðfélaginu sem Ríkisútvarpið. hafi sjálfstæð an fjárhag. Ákvörðunarvald um hljóðvarpsgjald og fjárhæð þess verður áfram í höndum mennta málaráðherra og forráðamanna Rík isútvarpsins, verði frumvarp þetta að lögum.“ Ræður þær. sem þingmerm Fram sóknarflokksins fluttu í útvarps umræðunum um vantraust rfkis - stjórnina s. 1. fimmtudagsjcvöld, verða birtar í heild hér í blaðinu einhvern næstu daga. T. K. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.