Tíminn - 26.11.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.11.1968, Blaðsíða 1
«11 258. tbl. — Þriðjudagur 26. nóv. 1968. — 52. árg. °o o° O Srnalco Gerizt áskrifetndur að Tímanum. HringiS í síma 12323 31. þing Alþýðusambandsins sett í gær Hannibal Valdimarsson, forseti ASÍ, setur 31. þingið í Súlnasal Hótel Sögu í gær. (Tímamynd—GE) Hannibal um viðhorf verkalýðshreyfingarinnar til viðræðna við stjórnina: Gengur ekki til samninga sem bandingi lögþvingana EJ-Reykjavík, mánudag. •jlr 31. þing Alþýðusambands ís- lands hófst kl. 14,30 í dag í Súlna sal Hótel Sögu, og voru 357 full- trúar mættir til þingsins. Hannibal Valdimarsson, forseti ASÍ, setti þingið með ræðu, og ræddi mikið um hörmulega þróun atvinnu- og kjaramála frá því síðasta reglu- legt ASÍ-þiijg var haldið fyrir tveimur árum. Sagði hann, að sjaldan eða aldrei hefði verið svartar í álinn í atvinnu- og kjara málum, þegar Alþýðusambands- þing hafi komið saman, og væri það eitt höfuðverkefni þingsins að móta stefnu i þeim málum með tilliti til viðræðna við ríkisvaldið að þingi loknu. Sagðist hann þess fullviss, að það yrði afstaða þings- ins, að skilyrði fyrir því, að slíkar viðræður færu fram, væri, að fyr- ir lægju ótvíræðar og óyggjandi tryggingar fyrir því, að engar lög- þvinganir yrðu lagðar á verkalýðs- hreyfinguna. ir Hannibal lýsti því einnig yfir, að hann teldi rétt, að kynslóða- skipti ættu sér stað í forystu ASÍ, og hefði hann sjálfur ákveðið að Hannibal Valdimarsson gefa ekki kost á sér sem forseti næsta kjörtímabil. ★ Þingfundi var síðan frestað klukkan hálf sex í dag, þar sem fram höfðu komið eindregnar ósk- ir um að kjöri þingforseta og ann- arra starfsmanna þingsins, yrði frestað til morguns. Verður kjör þingforseta væntanlega fvrsta mál á dagskrá er þingfundur hefst að nýju eftir hádegið á þriðjudag. Áður en þingið var sett, lék Lúðrasveit verkalýðsins nokkur lög, þar á meðal Internationalen. Síðan hélt Hannibal Valdimarsson þingsetningarræðu sína og setti þingið í lok hennar. í upphafi máls síns bauð Hanni- bal þingfulltrúa og gesti vel- komna. Síðan/ minntist hann látinna félaga, og nefndi sérstaklega Jón M. Bjarnason, skrifstofumann hjá Alþýðusambandinu, sem lézt í ágúst síðastliðnum, og Jónas Jóns- son frá Hriflu, en þingfulltrúar risu úr sætum. Hannibal sagði höfuðverkefni ASÍ-þingsins fjórþætt. í fyrsta lagi atvinnumálin, en mikið lægi við að þingið samþykkti strangar kröfur um úrbætur til að koma í veg fyrir atvinnuleysi. í öðru lagi kjaramálin, sem alltaf væru aðalverkefni ASÍ-þinga. í þriðja lagi skipulagsmálin, sem væru enn í deiglunni, og í fjórða lagi það vandaverk, sem á hverju ASÍ þingi — að kjósa samtökunum nýja forystu. Framhald á bls 14. DANIR OFAR ISLEND- SNGUM I AFLAMAGNI FB-Reykjavík, mánudag. Árið 1967 var metár í fisk- veiðum heimsins, en það ár nam aflamagnið 60.5 milljón- um tonna. Er hér bæði um að ræða ferskvatnsfiskveiðar og veiðar úr sjó. Á íslandi nam aflamagnið 896 þúsund lestum, eða rúmlega 300 þúsund lestum minna cn árið áður, en liins veg ar fóru Danir nú í fyrsta sinn yfir milljón tonna markið. þ. e. úr 850 þúsund tonnum árið 1966 í 1.07 milljón tonn árið 1967. Þessar upplýsingar koma fram í Árbók FAO um fisk- veiðar- Árið 1967 var metár 4 fisk- veiðum, en aukningin nam 5.5% miðað við árið á undan, en þá var heildaraflinn í heiminum 57,3 millj. tonna, 7,2 tonn af heildaraflanum er fiskur veidd ur í ám og vötnum, m. a. lax og áll. Heildaraflinn var napr því helmingi meiri heldur en árið 1957 en þá var hann 31.5 milljón tonn, og rúmlega þrisv j ar sinnum meiri en aflinn árið ) 1948, sem var 19-6 milljón tonn. i Allar upplýsingarnar í Fiskveiði j bókinni eru byggðar á upplýs j ingum frá stjórnvöldum viðkom andi landa. Perú varð fyrsta þjóðin, sem j Framhald á bls. 14 I / Frankinn heldur enn velli NTB-Bonn og París, mánudag. í fjármálaheiminum vörpuðu menn öndinni léttara í dag er í ljós kom að tilkynningarnar um ráðstafanir Frakka og Breta í efna hagsmálum virðast ætla að bera árangur. Gjaldeyrismarkaðir í Evr ópu voru víðast hvar opnir í dag og viðskipti þar með eðlilegum hætti. Staða puudsins, frankans og dollarans batnaði verulega á gjald eyrismarköðum en gengi vestur- þýzka marksins lækkaði lítillega. Eftir öllu að dæma virðast að- gerðir Breta og Frakka vekja til trú og talið er að jafnvægi muni nú komast á alþjóða gengismál um stundarsakir. í dag komu til framkvæmda hinar ströngu gjaldeyrishömlur sem D'e Gaulle hafði boðað í sjónvarpsræðu/sinni og miða að því að rétta stöðu frankans. Á Orly-flugvellinum við París mynd uðust langar biðraðir ferðamanna í dag vegna gjaldeyriseftirlitsins. Raunverulega hefur verið girt fyr ir frjálsa verzlun með franska írankann. Þannig fá ferlimenn aðeins gjaldeyri fyrir 500 fr. franka eða 9 þús. ísl. krónur er þeir fara úr landi og mega hafa með sér 200 franka í mynt. Mjög strangt eftirlit er haft með þvi að þessu sé fylgt á flugvöllum. í höfnum og við landamæri og seinkaði áætlun fjölmargra flug véla af bessuin sökum í dag Vegna hins ótrygga ástands í gengismálum neituðu nokkrir bankar í París að afgreiða ferða mannagjaldeyri í dag, en bú'-t er við að gjaldeyrisviðskipti allra banka í Frakklandi verði með eðlilegum hætti á morgun. Couve de Murville, forsætisráð- herra gerir franska þjóðþinginu grein fyrir efnnahagsráðstöfunum stjórnarinnar á morgun. Umræða um gjaldeyrismálin hófst í neðri deild brezka þingsins Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.