Tíminn - 26.11.1968, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.11.1968, Blaðsíða 6
; b TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 26. nóvember 1968. Vegna anna undirritaðs undan- farið féll Þingsjá n'ður í síðustu viku. Að þesssu sinni mun þingsjáin að mestu helguð nýjum málum, sem lögð hafa verið fram á Al- þingi síðustu vikur. Kristján Thorla cius lagði fram þrjú frumvörp s. 1. fimmtudag. Eitt um 15% aukafrá drátt launamanna við álagningu skatta, annað um hækkun á sjúkra dagpeningum húsmæðra og hið þriðja er hann flytur með Magnúsi Kjartanssyni um að afnumið verði bann við verkfalli opinberra starfs manna. í greinargerð með því frumvarpi segja flutningsmenn: Verkfall opinberra starfsmanna „Frumvarp þetta gerir ráð fyr- ir því, að afnumið verði bann við '•erkföllum opinberra starfsmanna ,er felst í lögum nr. 33 frá 1915. Bann þetta var lögfest við alltj aðrar aðstæður en nú eru í þjóð félaginu. Síðan hefur verkfallsrétt! ur annarra launastétta verið ákveð I inn með lögum, og er það algert' misrétti, að starfsmenn ríkis og bæja búi ekki við sama rétt ogj aðrir landsmenn í þessu efni. Lögum nr. 55 1962, um kjara samninga opinberra starfsmanna, i var ætlað að bæta hér úr að j nokkru, en réynslan hefur sýnt, að sá tatkmarkaði samningsréttur, sem þau lög ákveða. þar sem gerð ardómur (Kjaradómur) hefur end anlegt úrskurðarvald, hefur ekki i;eynzt vel. Flm. telja eðlilegt, ef frumvarp þetta verður að lögum, að jafn framt verði lögfest sérstök ákvæði í samráði við samtök opinberra starfsmanna um samningsrétt þeirra, er starfa við öryggisþjón ustu, og er það í samræmi við yfirlýsta stefnu samtaka, opin- berra starfsmanna. Á Norðurlöndum hefur orðið sú þróun á undanförnum árum, að í Noregi og Svíþjóð hefur verið lög- festur verkfallsréttur opinberra starfsmanna, og hvorki í Danm.' né Finnlandi eru lagaákvæði, er banna verkföli þeirra.“ Viðbótarskattafrá- dráttur launamanna. f greinargerð með frumvarpi um 15% viðbótarfrádrátt launamanna við álagningu skatta segir Kristján Thorlacius: „Hér á landi er það viðurkennt, að undandráttur frá sköttum á sér stað í svo ríkum mæli, að skatt- ar og önnur opinber gjöld koma ekki réttlátlega niður á skattþegn- unum. Við íslendingar erum síð ur en svo einir um þetta, og í löndum, þar sem vitað er, að miklu betra eftirlit er með fram tölum og innheimtu skatta en hér, er það viðurkennt af stjórnarvöld unum, að þeim hafi ekki tekizt að komast fyrir skattsvik. Þannig mun þetta vera t. d. Danmörku, og er í danskri skatta löggjöf ákvæði um, að frá launa tekjuja skuli draga 800 d. kr- Telja verður eðlilegt að heim ila launamönum slíkan frádrátt hér til þess að jafna aðstöðu þeirra i skattlagningu við aðra gjaldendur Er i frumvarpinu lagt til. að i lög um um tekjuskattt og eignarskatt verði tekið ákvæði um að heim ila 15% frádrátt frá launatekjum gjaldanda, áður en skattar eru á þær lagðir. Frádráttur sá, er um ræðir í frumvarpinu, gildir einnig við álagningu útsvara, sbr. 1. málsgr. 31. gr. laga nr. 51 1964. um tekju stofna sveitarfélaga." Sjúkradagpeningar húsmæðra. í greinargerð með frumvarpinu um hækkun sjúkradagpeninga hús mæðra segir Kristján: „í 50. gr. laga nr. 40 1963, um almannatryggingar er ákvæði um, að þegar ákveða skal sjúkradag peninga húsmæðra. skuli tekjur þeirra metnar til jafns við tekjur öryrkja eða, svo að vitnað sé í 13. gr. laganna, þá þeirra, sem ekki eru færir um að vinna sér inn lA þess, er andlega og líkamlega heil ir menn eru vanir að vinna sér inn. Hér er um fráleitt ákvæði að ræða og greinilega leifar frá þeim tíma, að konur höfðu ekki í orði, hvað þá heldur á borði, jafnrétti í launamálum. Fyrir utan það, að um er að ræða fjárhagslegt hagsmunamál fyrir allar húsmæður í landinu, er þetta svo niðrandi mat á húsmóður starfinu, að ekki tekur tali. Flestir viðurkenna, að heimilið og uppeldisstarfið, sem þar fer fram, sé það, sem þjóðfélagið eigi hvað mest undir. Er því ranglátt og hættulegt að vanmeta svo starf þess forstöðumanns heimilisins, sem oft og tíðum hvílir hvað mest ábyrgð á. Með frumvarpi þessu er lagt til, að þetta verði leiðrétt og tekjur húsmæðra miðaðar við laun barna kennara, þegar sjúkradagpeningar eru ákveðnir til þeirra.“ Alþjóðlegt ráðstefnuhús í Reykjavík. Tómas Karlsson lagði fram til- lögu til þingsályktunar í efri deild um alþjóðlegt ráðstefnuhús í Reykjavík. Tillagan er svohljóð andi: „Efri deild Alþingis ályktar að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því, að kannaðir verði mögu leikar á, að reist verði í Reykja vík alþjóðlegt ráðstefnuhús af full komnustu gerð. Skal ríkisstjórnin í þessu sambandi leita samráðs og samvinnu við þá innlenda aðila sem að ferða- og gistimálum starfa og kanna, hvort alþjóðastofnanir og alþjóðleg fyrirtæki mundu vilja hafa afnot af slíku ráðstefnuhúsi í Reykjavík og hugsanlega eignast hlutdeild í því með fjárframlög um, er veittu viðkomandi for- gangsrétt til afnota hússins. Þyki vænlegt að reisa slíkt hús í því augnamiði að auka tekjur íslenzkra aðila af ferðamannaþjónustu, skal ríkisstjórnin hafa forustu um að mynda samtök aðila, sem áhuga hefðu á að >eiga húsið ásamt ís- lenzka ríkinu og reka það. Enn fremur skal kanna. hvort fáanleg væru lán með góðum Kjörum til að koma húsinu upp á skömmum tíma.“ í greinargerð með tillögunni seg ir Tómas: í umræðum þeim, sem orðið hafa um framtíðarhorfur í atvinnumál- um þjóðarinnar á næstu áratugum, hefur mikilvæg atvinnugrein. sem telja má að sæti átt _sér mikla og bjarta framtíð á íslandi ef rétt væri á málum hajdið, legið mjög í iáginni. þegar rætt hefur verið um þá möguleika, sem fyrir hendi eru til að skapa atvinnu handa þeim mikla fjölda, sem bæt ist við mannaflann á vinnumarkaðj inn á komandi tímum. Þessi at- vinnugrein er ferðamannaþjónusta og sú fjölbreytilega þjónustustarf semi, sem henni fylgir. Ástæðurn! ar til þess, að þessi mál hafa leg- ið svo mjög í þagnarg;ldi, geta vart j verið aðrar en þær, að skilningurj á möguleikum þessarar atvinnu- greinar sé næsta lítill meðal ráð- andi afla í þjóðfélaginu. Menn hafi enn vantrú á. að við getum unnið stórvirki á þessu sviði. Enginn vafi KRISTJÁN THORLACIUS I — verkfallsréttur opinbcrra starfsmanna. er samt á því, að skilningur á nauð syn þess að gera ísland að ferða mannal. hefur farið vaxandi með ári hverju, og hefur löggjafinn m. sýnt það í verki, þótt þau fram faraspor hafi verið æði stutt. Þau eru þó spor í rétta átt. Þá er rétt að geta þess, að fyrir hv. Alþingi liggur nú tillaga til þingsályktunar um þriggja ára áætlun um eflingu ferðamannaþjónustu hér á landi og sýnir það, að meðal hluta al- þingismanna hefur sú skoðun þó fest rætur, að betur þurfi að þessum málum að standa, ef duga skal. Vonandi samþykkir hv. Al- þingi umrædda tillögu, og gæti sú tillaga, sem hér er flutt í hv. efri deild, þá orðið liður í þeirra áætl un, sem lagt hefur verið til að gerð verði- Vaxandi ferðamannastraumur. Hin ævintýralega þróun flug tækninnar hin síðari ár hefur gert það að verkum, að með hverju ár inu sem líður verður auðveldara og ódýrara að komast. landa og heimsálfa milli. Ferðalög landa milli eru orðin ákveðinn og sívax andi þáttur sjálfsagðra lífskjara í hinum betur megandi ríkjum. Full yrt er af þeim, sem gerst eiga að vita í þessum efnum, að farþega fjöldi í áætlunarflugi muni þre faldast á næstu sjö árum og fjór faldast á næstu 10 árum. Þótt okk ur tækist ekki að beina hingað til lands nema litlu broti af þessari miklu og skjótu aukmngu ferða mannastraumsins, mundi þar samt vera um geysilegar fúlgur að ræða sem rynnu í okkar þjóðarbú. Það er talið, að ferðamannaþjónusta sé sú atvinnugrein, sem langmestum arði skili miðað við fjárfestingu. Áttvís á tvennar álfustrendur. Hér er vikið að aðeins einum þætti. sem gæti haft mikla þýð ingu til að hraða heppilegri þróun þessara mála hér á landi. Það er, að stofnað verði hér til aðstöðu til að halda á íslandi ráðstefnur og fundi, sem árlega er efnt til í þús undatali víðs vegar um heim. Stærsti hluti þessara ráðstefna og þær fjölmennustu eru sóttar af mönnum frá Ameríku og Evrópu. fsland er áttvíst á tvennar álfu strendur, og flugsamgöngur við landið eru nú þegar mjög góðar frá Bandaríkjum NorðurAmeríku og Evrópu. íslenzku flugfélögin, Flugfélag íslands 05 Loftleiðir, hafa þar forustu, en einnig fljúga hingað vélar Pan American og SAS og á næstunni hefst áætlun- arflug BEA hingað. Á síðari árum hefur fjöldi alþjóðlegra ráðstefna og fundir og ráðstefnur alþjóð- legra stórfyrirtækja í Ameríku og Evrópu mjög farið í vöxt. ísland stendur um þjóðbraut þvera í At- lantsihafi, og hingað er stutt að fara til ráðstefnuhalds, bæði frá Ameríku og Evrópu, og Loftleiðir bjóða til dæmis upp á lægstu fargjöld milli íslands og Ame- ríku, sem í boði eru og er ís- land „nýtt“ ferðamannaland, sem marga langar að sækja heim, ekki sízt þá, sem mikið sækja alþjóða ráðstefnur og fundi og búnir eru að heimsækja flesta hluta heims byggðarinnar. Hér er friðsamt og næði gott til fundarhalda, miklir möguleikar til útiveru og náttúru skoðunar og margs konar íþrótta. Loftslag er hér þægilegt allajafna, þótt óstöðugt sé á stundum. Jafn vel kuldinn og snjórinn er eftir sóknarverðui- í augum margra Suð urlandabúa, sem margir hverjir hafa aldrei séð eða kynnzt þeim náttúrufyrirbærum. nema í frá sögnum og myndum. Fólk sækist venjulega mest eftir því, sem það hefur ekki tækifæri til að njóta í heimkynnum sínum. Við sækjum sólina og góða veðrið til Suður landa, en Suðurlandabúar koma hingað til að kynnast því ævintýri að snerta snjó. Þyrmum Háskólanum. Þá er einnig á það, að líta, að það er ekki vansalaust, þegar ís- land tekur þátt í æ fjölþættari alþjóðasamvinnu og þarf að standa fyrir mörgum ráðstefnum af þeim sökum, að hér skuli ekki vera fyrir hendi hentugt húsnæði til ráðstefnuhalds. Sú stefna að ryðja húsnæði Háskóla íslands í hvert skipti, sem á okkur reynir í þess um efnum. fær ekki staðizt. Fjöl mennar innlendar samkomur, eins og t. d. þing stjórnmálaflokka og fjöldasamtaka launþega, eiga held ur í ekkei-t heppilegt húsnæði að venda með sínar samkomur. Stórborgirnar verða æ óheppi- legri vettvangur til ráðstefnuhalds vegna vegalengda í borgunum, hættu á uppþotum og sífellt erfið ari og tíðari umferðarhnúta. Ýms ir hugkvæmir aðilar hafa gert sér grein fyrir bessu, og nú færist það í vöxt. að hóte] eru reist með það í huga, að þau geti hýst fjölmenn- ar ráðstefnur og látið þeim í té afnot af fullkomnum ráðstefnusöl um undir einu þaki. Þetta eru við brögð hótelanna 1 stórborgunum við því, að ráðstefnur hafa í æ ríkara mæli færzt frá þeim af þeim orsökum sem hér voru nefnd ar. Hér eiga því íslendingar leik inn og allt að vinna ef þeir halda ekki að sér höndum. Eln stór ráðstefna — 10 milljónir í þjóðarbúið. Ef komið væri á fót á íslandi aðstöðu til alþjóðlegra fundar halda, gæti hér orðið um að ræða myndarlegan tekjustofn fyrir þjóð ina. Hugsanlegt væri að koma upp slíkri aðstöðu í samvinnu við nokkra umfangsmikla erlenda að- ila, sem sjálfir þurfa að efna ár- lega eða jafnvel oft á ári til ráð- stefna, t. d. umboðsmanna og sölumanna. Hagnað íslenzka þjóð, arbúsins brúttó af hverri slíkri 500 manna ráðstefnu (fjöldi frétta manna fylgir að jafnaði slíkum ráð stefnum) væri hægt að áætla í fargjöldum og dvalarkostnaði, — og það fyrir utan eyðslufé einstakl inganna og verzlun, — um 20 þús und krónur á mann eða samtals um 10 milljónir brúttó af þessum liðum. Ef efnt væri til margra slíkra ráðstefna hér á landi á ári hverju,----og væri þá mikilvæg ast að koma þeim fyrir á þeim árs tímum, sem lítið er hér um erlénda ferðamenn, og þannig lengja ferða mannatímann, —gefur auga leið, að hér væri um stórkostlega gjald eyrisöflun að ræða og myndi um leið bæta mjög hag og rekstur flutningafyrirtækja og gistihúsa og ýmissa annarra þjónustuaðila. Stofnkostnaður við slíkt ráðstefnu hús yrði varla meiri en sem nem ur andvirði tveggja síldarskipa eða . rúmlega það. 5—-6 fjölmennar ráð stefnur gætu skilað í þjóðarbúið sömu upphæð brúttó og stofnkostn aður ráðstefnuhússins yrði. Hér er mál, sem þarf að kanna sem fyrst í samvinnu við þá aðila, sem mestra hagsmuna eiga að gæta í þessu sambandi. Nánar í framsögu-". Hljóðvarpsgjald verði nefskattur. Þá flytur Tómas Karlsson ásamt Pétri Benediktssyni frumvarp um að hljóðvarpsgjald Rfxisútvarpsins verði innheimt sem nefskattur og innheimtast samtímis þinggjöldum gjaldenda. Leggja þeir Tómas og Pétur til að ákvæði um þetta verði svohljóðandi: „H1 jóðvarpsgjald skal lagt á alla þá, sem gert er að greiða iðgjöld til almannatrygginga, sbr. lög nr. 40 30. apríl 1963, nema þá, sem ekki hafa náð 18 ára aldri í byrj un gjaldársins. Ennfremur skal gjaldið lagt á þá, sem eru 67 ára og eldri á gjaldárinu og hafa 150 þús. kr. brúttótekjur árið á undan, miðað við gjaldárið 1970, en tekjumark þetta skal breytast til hækkunar eða lækkunar í sam ræmi við vísitölu framfærslukostn aðar. Félögum og fyrirtækjum, sem gert er að greiða kirkjugarðsgjald skv. lögum nr. 21 23. aprfl 1963, skal og gert að greiða hljóðvarps gjald. Gjaldár telst frá 1. jan. hvers árs til 31. des. þess árs. Ráðherra ákveður upphæð hljóð varpsgjalds um eitt ár í senn að fengnum tillögum útvarpsstjóra og útvarpsráðs. Hljóðvarpsgjald skal innheimt samtímis þinggjöldum gjaldenda." Bylting smáranna. í greinargerð með frumvarpinu segja flutningsmenn: „Miklar framfarir hafa átt sér stað í framleiðslu hljóðvarps- ^ viðtækja á undanförnum árum Með I tilkomu „transistoranna" eða , smáranná. éins og þeir hafa verið nefndir á íslenzku, hafa hljóðvarps viðtæki orðið ódýrari og jafnframt svo fyrirferðarlítil. að bera má þau í vasa eða jafnvel fá þau inn- byggð í gleraugu. Útvarpsnotkun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.