Tíminn - 29.11.1968, Qupperneq 5

Tíminn - 29.11.1968, Qupperneq 5
•’ÖSTUDAGUR 29. nóvember 1968. TIMINN Bandariska söngtríóið „The Supremes" nýtur um þessar mundir mikilla vinsælda. Tríó- ið er eingöngu skipað stúlk- um. Þær hafa nú að undan- förnu verið á ferðalagi um Ev rópu, og komu meðal annars fram í Danmörku, og munu Danir hafa heillast mjög af söng þeirra. Lesendur banda- ríska mánaðarritsins Playboy kusu tríóið nýlega bezta djass- söngtríó Bandaríkjanna, en Playboy gengst árlega fyrir slíkri atkvæðagreiðslu, og þyk ir það mikil upplhefð fyrir tón listamenn að verða framarlega í þeirri atkvæðagreiðslu. Frægust af stúlkunum í „Su premes er sennilega Diana Boss, en hún er negri og með- limur í samtökum bandarískra negra „Svart vald“. Hún kem- ur fram fyrir samtöikin á tón- leikum tríósins með því að framfylgja stefnu þeirra um framkomu negra. Diana hefur sítt slétt hár, en á tónleikum kemur hún fram með hárkollu sem er gerð úr stuttklipptu og mjög hrokknu negrahóri. Með þessu leggur hún áherzlu á það, að hún sé negri, og vilji vera það, en slík framkoma er alveg í anda samtakanna. Mynd þessi var tekin ein- hivers staðar í Egyptalandi. Nasser forseti (sá í miðjunni) er að fylgjast með heræfingum í eyðimörkinni. Nasser og æðstu yfirmenn herafla Egypta aka um I svona flutningavagni og athuga hvort allt sé ekki eins og það á að vera. Myndin mun hafa verið tekin þann tí- unda nóvember. ANS Nýlega hafa verið grafnar upp rústir forns rómverks Herkúlesar-ihofs við Sulmona á Ítalíu. Hofið er ekki mikið skemmt að sögn, en noútkuð mun steinninn þó láta á sjá. Það merkasta við þennan forn leyfafund, er talið vera það, að við uppgröftinn fundust handrit að ljóði eftir Ovidius. Ljóð þetta hefur verið þekkt áður, en einungis verið til af- rit. Handritið er mjög skemmt eins og búast mátti við, en ekki mun vera hægt að lesa mikið af hinum fimmtán ljóð línum ljóðsins. Samt sem áður geta sérfræðingar lesið það mikið, að ekki fer á milli mála hver kveðskapurinn er, og eft ir hvern. Nafn fylgir ljóðinu. Neðan við Ijóðið stendur nokk uð skýrum stöfum: Nasonis, en það útleggst „eftir Naso“. Ovidius hét nefnilega fullu nafni Publius Ovidius Naso. Franska lögreglan kaupir að staðaldri sextíu seffers-hunda á ári og þjálfar þá í sérstök- um hundaskóla til ýmissa hjálparstarfa. í hundaskólan- um eru gæzlumenn hundanna einnig þjálfaðir og leitazt er við að hver hundur fái ein- mitt þann tilsjónarmann sem honum líkar bezt við. Stund- um verða hundarnir að skipta um gæzlumenn, því ekki tak- ast alltaf sálræn tengzl milli hunds og manns. Venjulega eru um það bil tvö hundruð og tuttugu hundar í ýmiss konar þjónustu um allt Frakkland. Þeir eru látnir leita að tínd- um mönnum ,og hafa fundið eitt þús. og áttatíu menn síðan þjálfunarskólinn tók til starfa, en það var í seinni heimstyrj- öldinni, og mun skólinn vera ein af mjög fáum stofnunum sem Þjóðverjar stofnuðu á dög um hernámsins og enn er við líði. Þá eru hundarnir þjálfað- ir til þess að aðstoða lögregl- una við ýmiss störf t.d. gæta bandingja, eða hafa uppi á inn brotsþjófum. Einnig eru þeir látnir „skyggja“ grunaða menn sem ganga lausir. Sam- band hundsins við húsbónd- ann verður oft á tíðum mjög náið, enda verður að myndast fullbomið trúnaðartraust á milli þeirra. Gamlir hundar, sem eru hættir störfum fyrir aldurssakir lifa síðan oft góðu l£fi á heimili gæzlumanns síns, en mjög oft kemur og fyrir að fjölskyldur taka þá að sér, einkum ef viðkomandi hundur hefur fundið eimhvern tíndan fjölskyldumeðlim. Hundar þessir hafa verið mjög dugleg- ir að hafa upp á tíndum börn- um í stórborginni og enda eru það oft fjölskyldur þessara barna sem taka hundinn að sér, þegar hann hefur hætt starfi hjá hinu opinbera. ★ Ratna Sari Dewi, nefnist þessi föngulega stúlka sem ljós mynduð var, í París nýlega er hún sté út úr bifreið sinni ásamt fylgdarmanni. Stúlkan þessi er tuttugu og átta ára að aldri, og hyggst nú taka til við kvikmyndaleik eða að minnsta kosti freista gæfunn- ar á þeim vettvangi, hvernig sem henni mun nú takast til. Dewi er reyndar ebki með öllu óþe'kkt nafn úr heimsfréttun- um, en hún hefur nefnilega til skamms tíma verið gift Su- Hubert Horatíus Hump- hrey, varaforseti Bandaríkj- anna, og frambjóðandi demó- krataflokiksins í nýafstöðnum forsetakosningum kvartaði und an því, eftir kosningabaráttuna að hann hefði reynt svo á sig, bæði andlega og líkamlega, að hann 'hafi létzt um ellefu kíló. Á meðfylgjandi mynd sjáum við hvar kempan hefur af- klæðzt sokkum og skóm, og er farinn að sikvampa í New Jer- sey fljótinu. Humiphrey mun hafa verið á hressingargöngu, skömmu eftir að úrslit í kosn- ingunum voru kunn orðin. ^.\\\\\v>>>>>>>>»» karno, fyrrverandi Indiónesíu forseta. Stúlíkan virðist líta framtíðina björtum augum, að minnsta kosti nefnist kvik- myndin, sem hún byrjar feril sinn með, „Framtíðin“. 5 A VlÐAVANGI „Heiidarendurskoð- un" húsnæðismála- löggjafar Einar Agústsson bar fram fyrirspurn í sameinuðu þingi í fyrradag og spurði hvað liði þeirri heildarendurskoðun hús næðismálalöggjafar, sem hús- næðismálastjórn hefði verið falin í framhaldi af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í júlí 1965. Eggert G. Þorsteinsson, fé- lagsmálaráðherra, svaraði þannig að ekki fór á milli mála, að engin raunveruleg endurskoðun löggjafarinnar hefði farið fram, en hins vegar taldi ráðherrann að húsnæðis- málastjórn myndi í næsta mán uði einhvern tíma gera tillög- ur- um það, hvernig ætti að afla fjár í hina tómu sjóði, Byggingasjóð ríkisins og Bygg ingasjóð verkamanna. Sem sagt ekkert gert enn varðandi knýjandi nauðsyn til breyting ar á húsnæðismálalöggjöfinni, en húsnæðismálastjórn gert að leggja ríkisstjórninni til ráð, hvernig hún eigi að sinua skyldu sinni að framkvæma þau lagafyrirmæli, sem í gildi eru. Einar Ágústsson benti á, að það væri margt sem þyrfti að endurskoða í löggjöfinni, en mjög væri þó á dagskrá fram- hald þeirra byggingafram- kvæmda, sem farið hefðu fram á vegum ríkisins í Breiðholti og sérstaklega þá, hvort fram- hald yrði á þeim byggingum. Hvernig hugsað sé að afla fjár magns til þeirra bygginga, hvort ætlað sé að koma upp slíkum byggingum annars staðar en í Reykjavík og svo framv. Afgreiðslufrestur væri orðinn óhæfilega langur á hús næðislánum. Þegar stjórnarandstæðing ar hefðu flutt frumvörp um breytingar á lögum um hús- næðismál hefðu slík frumvöi-p verið afgreidd með því að þau mál öll væru í sérstakri heild- arathugun og því ekki unnt að gera breytingar á einstökum lögum um þau mál og sú hefði verið afgreiðsla á frumvarpi í fyrra uin breytingar á lög- um um byggingasamvinnufé- lög. Þessi heildarathugun hef- ur nú staðið yfir í þrjú ár. Auðvitað þarf ekki allan þann tíma til að gera tillögur um það, hvernig afla beri fjár- magns til þessara sjóða, sem ríkisstjórnin lofaði að útvega alveg á næstunni í yfirlýsing- unni hátíðlegu frá 1965. Sú viðbára að ekki megi sam- þykkja umbætur á húsnæðis- málalöggjöfinni vegna þess að heildarendurskoðun hennar fari fram fær ekki lengur stað izt, og því mun vera Iátið reyna á það, hvort stjórnar- stuðningsmenn vilja slíkar um bætur eða ekki, sagði Einar Ágústsson. „Atvinnustjórnmála- menn" Bjarni Benediktsson segist á móti því, að með þjóðinni starfi atvinnustjórnmálamenn. Ilann sjálfur er einmitt eitt skýrasta dæmið um slíka menn. Hann er sjálfur dæmi- gerður atvinnustjórnmálamað- ur. Hann telur það muni verða þjóðinni til tjóns taki þeir völdin á Alþingi. Og hvað um hina ráðherra sjálfstæðis- flokksins? Jóhann Hafstein, Framhald á 15. síðu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.