Tíminn - 30.11.1968, Síða 4
£etii iii AjCHÚM-p
Bókasfcápurinn var í annað sinn á
föstudaginn í síðustu viku, og var
þá sagt frá Poul Gaimard og íslands-
ferðum hans árin 1835 og 1836, en
■mesta efni þáttarins var þó sýning
á myndum Gaimards úr þessu'm ferð
um, sem löngu eru frægar orðnar og
!hin merkilegasta heimild. Var mjög
fróðlegt að sjá þessar myndir í sjón-
varpinu, þótt reyndar muni allmarg-
Ir hafa séð þær áður, enda á þeim
verið sýning hérlendis.
Á laugardaginn var að mörgu leyti
góð dagskrá. Það kvöld var sýnd ein
staklega skemmtileg mynd um „Kvon
bænir“ í ýmsum löndum Var gaman
að sjá þá ýmsu máta, sem menn hafa
é því að biðja sér konu, og voru
þó aðeins fjórir siðir sýndir í mynd
inni af ótalmörgum, því að í raun
ihefur hver þjóð sinn sið.
Síðar á laugardagskvöldið var kvik
myndin ,,Valsaárin“, sem var allgamal
dags, en vafalaust hafa þó margir
haft gaman af henni.
Á sunnudagskvöldið var hinn
skemmtilegi þáttur þeirra Asfcenazys
og Barenboim, en síðan var fluttur
fyrsti þátturinn af fimm um Afglap-
ann eftir Dostójevský. Uppfyllti hann
flestar vonir manna, og má sennilega
treysta því að þeir fjórir þættir, sem
eftir eru, verði jafnir að gæðum.
Skemmtiþáttur hljómsveitarinnar
„Hljómar", sem var sýndur á mánu-
dagskvöldið, var ákaflega dauflegur,
lögin öll svipuð og Hljómar mun
lélegri en þeir hafa áður verið í
sjónvarpinu.
Þetta sama kvöld var svo kvikmynd
um innrásardaginn í Tékkóslóvakíu
og var sú mynd góð. Sýndi hún sér-
staklega vel viðbrögð almennings við
innrásinni, og ástandið, eins og það
var í flestum eða öllum borgum lands
ins þennan smánardag.
Dagskráin á þriðjudagskvöld var
sérlega sfcemmtileg. í þættinum í
brennidepli var rætt um fangelsis-
mál. Eru þau mál svo sannarlega
í brennidepli og hafa verið lengi, þar
sem afbrotamenn bíða mánuðum sam
an eftir fangelsisvi'st eftir að hafa
hlotið dóm og fremja á meðan enn
þá fleiri af'brot Og afbrotum er
stöðugt að fjölga. Það hlýtur að vera
öllum ljóst, að eitthvað verður að
gera til úrlausnar þessu vandamáli
sem fyrst. Á eftir framhaldsmynda-
flokknum þetta kvöld var svo fróð
leg mynd um geimferðir Rússa. Það
var athyglisvert að kynnast geim-
rannsóknum Rússa, þar sem lítið sem
Tveir dagskrárliðir helgaðir Akureyri eru í dagskrá sjónvarpsins laugardaginn 7. desember: Strax að loknum frétt-
; um er þáttur, er Magnús Bjarnfreðsson hefur gert og nefnir „Akureyri í septembersól“. f þættinum er brugðið upp
svipmyndum af höfuðstað Noruðrlands, en kvikmyndatöku annaðist Þórarinn Guðnason.
Að þessum þætti loknum skemmtir hljómsveit Ingimars Eydal í þætti, sem nefnist „Vor Akureyri". Þátturinn
er tekinn upp á ýmsum stöðum í bænum. Hljómsveitin flytur vinsæl lög, gömul og ný, af alkunnu fjöri með söngvar-
ana Helcnu Eyjólfsdóttur og Þorvald Halldórsson í broddi fylkingar. Hljómsveit Ingimars Eydal hefur um langt ára-
bil leikið i Sjálfstæðishúsinu á Akureyri og í augum ferðamanna vcrið óaðsfciljanlegur liluti af bæjarlífinu.
Rúnar Gunnarsson kvihrjryndaði þáttinn, en stjórnandi upptökunnar var Andrés Indriðason. Á myndinni sést Helcna.