Tíminn - 30.11.1968, Blaðsíða 5
Bandaríska sjónvarpskvikmyndin Úr öskunni í eldinn verður á dagskrá
miðvikudaginn 4. des. kl. 21.50. Með aðalhlutverkin fara Jíames Franciscus,
Jocelyn Lane og Leif Erickson.
ekkert hefur sést frá þeim f frétta
myndum hingað til.
Þiað hefur undanfarið einhvern veg
inn hitzt þannig á, hvort sem það er
viljandi eða óviljandi, að dagskrár
þriðjudaganna hafa verið skemmti-
legastar.
Kvkimyndin á miðvikudag var frem
ur léleg, þó að góðir leikarar væru
í henni, þau Rita Hayworth og Glenn
F'ord.
í næstu viku er ýmislegt góðra
þátta og vinsælla. Mun það vafa-
laust verða sumum fagnaðarefni að
Dýrlingurinn lætur aftur sjá sig
næsta föstudag.
A sunnudaginn 1. desember. minn
ist sjónvarpið 50 ára fullveldis ís-
lands með dagskrá, sem þeir Berg
steinn Jónsson, sagnfræðingur og
Þorsteinn Thorarensen, rithöfundur
hafa tekið saman. Byggist hún á
isögulegum heimildum um þjóð-
líf og atburði árið 1918.
A eftir þessari dagskrá er svo
skemmtiþátturinn Evróptl skemmtir
sér, en í honum eru söngvar og
diansar frá mörgum löndum í Evr-
ópu. Síðast á dagskránni þetta kvöld
er svo annar þáttur Afglapans eftir
Dostoévský, og heitir þessi þáttur
Uppboðið.
A mánudagskvöldið heimsækir
iSteinunn Briem Viigdísi Kristjáns-
dóttur, listvefnaðarkonu og Guð-
mundu Elíasdóttur söngkonu í þætt
inum Svipmyndir.
Á eftir Sögu Forsyteættarinnar það
kvöld er svo mynd, er heitir Fjöl-
skyldulíf og er þar sagt frá og
sýnt fjölskyldulíf og barnauppeldi í
fjórum löndum, Indlandi Frakklandi,
Japan og Kanada.
Verður vafalaust gaman að þeirri
mynd, að minnsta kosti ef hún er
eitthvað svipuð myndinn' um bónorð
in, sem var s. 1. laugardag.
Á þriðjudag er á eftir fréttum
þátturinn Setið fyrir svörum og á eft
ir honum eru sýnd atriði úr ýmsum
kvikmyndum Bings Crosbys í þættin-
um Hollywood og stjörnurnar. Síð-
ast á dagskrá það kvöld er svo þátt
ur um brezka stjórnmálamanninn
George Brown, sem er einn af leið
togum verkamannaflokksins og róð-
herra í stjórn Harold Wilsons um
skeið, en hætti í þeirri ríkisstjórn
vegna skoðanamismunar hans og Wil
sons. George Brown er mjög þekkt-
ur, ekki sizt fyrir það hversu sér-
stæður hann er. Hefur honum t. d.
verið mjög uppsigað við fréttamenn,
a.m.k. um tíma. Gerði hann ýmsar
„bommertuF“ á almannafæri, sem
vöktu mikla athygli í fjölmiðlunar-
tækjum. Er þess að vænta, að þessi
þáttur verði fjörlegur.
Á miðvikudagskvöld er ýmislegt fyr
ir börnin eins og venjulega og Grall
araspóarnir eru klukkan 20.30. Síðar
um kvöldið syngur svo brezka söng
konan Julie Driseoll og þá banda-
rísk kvikmynd, gerð fyrir sjónvarp,
Úr öskunni í eldinn, kallast hún,
og er ekki ætluð börnum
Á föstudag birtist svo Dýrlingur-
inn á skerminum aftur eins og fyrr
var sagt frá og ýmsir hafa víst sakn
að hans. Það er ágætt að sjá Dýrling
inn öðru hvoru bregða sér á kreik,
en ekki í viku hverri eins og áður
var, ævintýrin hans eru nefnilega
mauðalík hvert öðru.
Þegar við höfum horft á Símon
Templar, koma tveir grfskir söngv
arar fram á sjónarsviðið og syngja
grísk lög eftir Þeodorakis, þann er
samdi hið vinsæla lag „Zorba“.
Á laugardag verður sjónvarpaði að
nokkru helgað Akureyri, enda eiga
Akureyringar þá að vera búnir að fá
sjónvarp alla leið til sín
Fyrst eftir fréttir er kvikmynd,
sem sjónvarpið hefur gert um Akur
eyri og heftir hún Akureyri í sept-
embersól. Því næst er skemmtiþátt-
ur Hljómsveitar Ingimars Eydals og
kallast Vor Akureyri.
Á eftir Akureyrardagskránni er
brezk kvikmynd Ævintýri í eyði-
mörkinni og síðast á dagskránni svip
myndir frá Austurríki frá slóðum
tónskáldanna Haydns, Moeaxts, Beet
hovens og Sehuberts.
★