Tíminn - 07.12.1968, Side 4

Tíminn - 07.12.1968, Side 4
£etil Oii AjéHOarp Grannarnir voru ágætir á laug ardaginn. Þáð eru sérstakiega þau hjónakornin Harry og Lana, sem' eru oft óborganlega skemmtileg. Kvikmyndin Illur fengur var spennandi en ekkert meira. Það er orðið nokkuð langt síðan veru lega góð kvikmynd hefur verið á laugardagskvöldi, ekki síðan Síð- asta brúin með Maríu Schell var sýnd. Stundin okkar var reglulega skemmtileg á sunnudaginn. Telpna kór Öldutúnsskóla söng frábær- lega vel og virðist alltaf vera að taka framförum, enda er stjórn andinn þeirra, Egill Friðleifsson, söngkennari, einstaklega áhuga- samnr um tónlistarmennt nem- enda sinna. Gunnar M. Magnúss las skemmti legan kafla úr sögu sinni og enu myndirnar hennar Þórdísar svo góðar og virðast nú vera fleiri en í fyrstu lestrum sögunnar. Það var líka gaman að vefaradansin uim í lok tímans, sem félagar úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur sýndu. Fullveldisdagskráin um kvöldið, sem byggð var á sögulegum heim iWum um þjóðlíf og atburði á fullveldisárinu 1918 var vel tek- in saman og var fróðlegt að fylgj ast með henni. Skemmtiþátturinn Evrópa skemmtir sér var nokkuð misjafn fyrri hlutinn einstaklega skemmti legur, en það var eins og skemmti kraftarnir yrðu lélegri er á leið. En í heild má hrósa þættinum, það var létt yfir honum og margir frábærir skemmtikraftar komu fram. Dagskrá mán-udagsins var ágæt. Þátturinn Svipmyndir virtist mér að vísu nokkuð misheppnaður, spurningar og svör nokkuð óeðli legar og ákaflega ósmekklegt að hafa sjónvarpsviðtal yfir kaffi- borði, að minnsta kosti ef viðtöl um sykur og mjólk í kaffið bland ast saman við umræðurnar um listina. Það minnir of mikið á sum blaðaviðtöl, þar sem spyrj- andi segir fyrst frá rjúkandi kaffi sopanum og öllu meðlætinu, sem á borðum sé, áður ensamtalið hefst. Nú eru að koma mikil þáttaskil hjá Forsytunum. Gömlu mennirn ir flestir ho-rfnir til feðra sinna og ný kynslóð komin á legg. Síð- asti þáttur var mun viðburðarík ari en næstu þættir á undan, sem voru hver öðrum líkir. Og alltaf er nýrra viðburða að vænta hjá fjölskyldunni. Það var fróðlegt að kynnast fjöl „ skyldulífinu í Indlandi, Frakklandi, Japan og Kanada í myndinni Fjölskyldulíf, sem var síðust á dagskrá á mánudaginn. Alls sttað ar var hugsað vel um litlu börn in, enda hefur náttúran búið svo um hnútana, en ósköp var franska móðirin kuldaleg við eldri börn in sín og það var reyndar faðir inn líka- Ekki verður neitt minnzt á Iþriðjudagsdagskrána í þessu spjalli, þar sem undirrituð horfði ekki á neitt af efni þriðjudagsins. Og um efni miðvikudagsins er ekki neitt sérstakt áð segja. í dagskránni í næstu viku eru nokkrir þættir, sem virðast for vitriilegir, þó varla nógu margir. Það er þá fyrst að nefna að á mánudagskvöldið er þáttur, sem heitir í bókaflóðinu, og í honum hittir Markús Örn Antonsson að máli nokkra bóksala í Reykjavík og spjallar við pá um nýju bæk urnar eða jólabækurnar eins og flestum er tamast að segja um nýútkomnar bækur í desember mánuði. Það hlýtur að verða gam an að þeim þætti. Það kemur manni alltaf í jólaskap að heyra lesið úr og rætt um jólabækurn ar. Á þriðjudaginn verður þáttur inn Á öndverðum meiði, þó að þeir þættir séu eins misjafnir og mennirnir sem þar koma fram, eru þeir alltaf forvitnilegir. Það kvöld er svo einnig venju lega Grín úr gömlum myndum, framhaldskvikmyndin Engum að treystta og síðast ádagskránni er mynd um þýzka málarann Fritz Winter. Winter var fæddur árið 1905 og meðal kennara hans voru þeir Kandinsky og Klee. í mynd inni segir Winter sjálfur frá ýms um atavikum úr ævi sinni, en óint er hlaut ekki náð fyrrr augum Hitlers á sínum tíma. Á miðvikudagskvöldið verður kvikmyndin Phfft og er nafnið nokknð skrýtið og myndin senni Miðvikudaginn 11. des. kl. 20,40, verður sýnd bandarísk kvikmynd, sem ber nafnið „PHFFFT“. Með aðalhlutverk fara hinir frábæru gamanleikarar Jack Lemmon og Judy Holliday. f aukahlutverkum eru Kim Novak og Jack Carsíon.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.