Tíminn - 24.12.1968, Side 4

Tíminn - 24.12.1968, Side 4
4 TiMINN ÞEIÐJUDAGUR 24. dcsomber 1968. ar hann boðafti henni að hún myndi ala son. „Og þú gkalt nefna hann Jesús“. sagði þann. Það var sem sagt í þeþsum helli, að þetta nafn, senl er æðra öllum nöfnum, hljomaði í fyrsta sinni. Nú er hann skreyttur skerandi litum og kertum, sem ósa, óþægilegt ó- samræmi ríkir í því fagra, tæra lagi, sem hér ætti að hljóma. Og sömu sögu er að segja í Betlehem og Jerúsalem. Maður verður að læra að skyggnast á bak við allt skrum ið og prjálið. Ósmekklegur á- róður og lélegur smekkur skilja eftir sig bletti. en ýmis- legt er til, sem ekki er hægt að eyðileggja. Ég gleymi ekki þeim stundum, er ég gekk um göturnar í litla fjallaþorpinu, Nazaret, og endurlifði daglegt líf Maríu, Jósefs og Jesúbarns ins. Einu sinni gnæfðu engar háreistar kirkjur yfir heimili Maríu og hellinn, þar sem búr heimilisins var og verkstæði / ' ■ ) í frásögn þessari segir höf- undurinn, Daninn séra Poul Borchsenius, frá ferð sinni til hinna frægu helgistaða í Gyð- ingalandi. Þótt hvarvetna blasi við augum auðvirðilegar aug- lýsingar, ósmekklegar skreyt- ingar og ljótir minjagripir, í tekst honum samt að skynja með sjálfum sér það mannlíf, sem hér fór fram fyrir 1968 árum. FERÐINNI TIL BETLE- HEM lýkur við Fæðingarkirkj una, sem er gjörsneydd öllu veraldlegu prjáli. Dyr kirkj- unnar eru svo lágar að nærri lætur, að fólk verði að skríða inn, og strax þar vaknar í hug- anum auðmýkt og guðrækilegt hugarfar, svo jafnvel forhert- ustu ferðamenn hljóta að skynja hina sönnu merkingu jólanna. Fyrir aðeins hálfri öld var það álitin mesta dirfska að ferðast til Landsins helga. Leiðin var löng og torfær. að- stæður á bessum slóðum frum- stæðar og hættulegar. Flestir. sem þangað fóru, skrifuðu erfðaskrá áður en þeir lögðu af stað. En pílagrímum nútím- ans vex ekki augum smáferð til ísrael, en svo nefnist land- ið nú. Þeir þurfa ekki að fara fótgangandi yfir Evrópu eða sigla um háskalegt hafið í sí- felldum ótta við sjóræningja eða sk'ipbrot. Og þegar komið er á áfangastað, er ferðin um landið ekki lengur farin á ösn um, og ekki þarf lengur að ótt- ast árásir stigamanna eða hættulega sjúkdóma. Nei, pfla grímurinn kemur til landsins eftir 5—6 tíma ferð í þotu og þeysir um landið í loftkæld- um bflum í því skyni „Að sjó landið helga í örstuttri ferð“, en svo hljóma auglýs- ingar ferðaskrifstofanna. Næl- onföt, sem ekki þarf að strauja hafa komið í stað hrosshárs- kyrtlanna, pflagrímurinn hef- ur leiðsögubók í vasanum i stað biblíunnar, og í stað leð- urpyngju með guflpening- um hefti með ferðaávísunum i í stað vaxkertis hefur hann nú vasaljós. og þriggja stjörnu gistihús með sundlaug skipar nú sess fátæklegrar gististofu. Á okkar tímum þarf píla- grímurinn ekki að berjast við skort og hrakninga, og jafnvel þótt hann ferðist á ódýrasta máta, er ferðin sannkölluð lúx usferð miðað við það, sem var fyrir ekki löngu. En samt sem áður getur hann upplifað sömu ævintýrin og pfla- grímarnir í gamla daga. En eitt verður hann að muna til að verða ekki fyrir vonbrigðum: Landið er ekki eins og hann hefur dreymt um. Mér kemur i huga Naza- ret fæðingarbær Jesús. Þar deila ýmsir ólíkir söfnuðir um „hina helgu staði“ og skreyta þá á svo ósmekklegan og ruddalegan hátt, að manni hrýs hugur við. Ef gengið er um bæinn, verður manni oft illt við vegna þess, sem ber fyr ir augu. Svona óeðlilega og æp- andi litadýrð hafði maður ekki búizt við að sjá í hellinum, þar sem María á að sögn. að hafa séð engflinn Gabríel, þeg-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.