Tíminn - 24.12.1968, Síða 1

Tíminn - 24.12.1968, Síða 1
I Jólin, þessa mestu hátíð kristinna manna, vilja sumir nefna mestu verzlunarhátíð ársins. Aðrir tala um jólin, sem hátíð barnanna ein- göngu og líta á þau sem kærkomið tilefni til að taka sér frí frá störfum í nokkra daga. Kirkju- göngur, jólaguðspjall, kertaljós, jólaskraut, allt þetta er vitað af gömlum vana hjá fjölda mörg- um mönnum. Boðskapinn, sem jólin flytja, eru margir löngu hættir að heyra, eða skilja á annan hátt, en áem gamalt og fallegt ævintýri. Það er sjálf- sagt að börnin fái að heyra þennan boðskap, en fyrir hinn fullorðna mann, er þetta aðeins gömul helgisaga. Þannig hugsar og talar fjöldi full- orðinna manna, fyrir jól. Eftir jól hneykslast þessir sömu menn á framferði unglinganna um hátíðisdagana ,en gleyma því, að fyrirmyndina fékk hin unga kynslóð í orðum og athöfnum hinna eldri. Margt slæmt fordæmi hefur full- orðna fólkið gefið hinum yngri, en það hygg ég verst, þegar unnið er að því beint og óbeint, að uppræta trú ungra manna og kvenna á Jesúm Krist, og þann boðskap, sem hann flutti, boð- skap um frið og frelsi fyrir alla menn, kærleika og réttlæti, öllum til handa. Margur æskumaður- inn í dag, fer á mis við það trúarlega uppeldi sem foreldrar, ömmur og afar veittu áður fyrr, með því að kenna börnunum bænir og vers, og i gefa sér tíma til að tala við þau um Jesúbarnið, sem fæddist á jólunum. Og það hefur ekkert komið í staðinn fyrir kristna trú, sem haft getur jákvæð og mótandi áhrif á hvern einstakling, og það tæki er ekki enn upp fundið, sem leiðbeint getur hverjum einum sem trúir, jafnörugglega og boðskapur meistarans frá Nazaret. Það tóm sem skapast, þegar trúna vantar, verður ekki fyllt upp með gjöfum, hversu stórar og fagrar sem þær kunna að vera. Að halda jól án þess að veita boðskap þeirra viðtöku, er fals við sjálfan sig, svik við Krist. Að veita fagnaðarboðskap jólanna viðtöku og trúa á þann, sem á jólunum fæddist, hefur ekki aðeins gleðileg jól í för með sér, heldur einnig farsælt og hamingjuríkt líf. Það skyldum vér hafa í huga á þessum jólum. Gleðileg jól. Séna Hjartarson, Ólafsvík. \

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.