Tíminn - 24.12.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.12.1968, Blaðsíða 8
8 TIMINN ■ • ■ ' ‘ . • v’vv ■ ■:¥' Séra S^g -rður Pálsson# vígslubiskup: FPÁ Kipi/ iii IblNRINII rivn ivirviYJU í UPPSÖLUI IKIIlUlliu M 1968 ÞRIÐJUDAGUR 24. desember 1968. Að heimsráði kirknanna standa nær allar kirkjur mót- mælenda og allar orþodox- kirkjumar. Það nær því til nær helmings kristinna manna. Auk þess hefur heimsráðið nána samvinnu við Rómversk kaiþólsku kirkjuna, sem er ann ar helmingur kirkjunnar. Þau fáu kirkjufélög, sem enn eru utan við heimsráðið, hafa einn ig samstarf við það. Af þessu leiðir, að Heimsráðið hefur betri yfirsýn yfir ástand maan heims, en nokkur önnur stofn- un að sameinuðu þjóðunum einum undanskildum. En þær tvær stofnanir hafa nána sam- vinnu sín í milli. í öllum löndum er það hlut- verk kirkjun.iar að liðsinna fólki í vandamálum þess, hvers eðlis sem þau eru. Og í sumum löndum er engin önnur stofn- un, sem fólk getur leitað til í erfiðleikum. Þess vegna kom það af sjálfu sér, að kirkju- þingið snerist einkum um það að finna lausn á vandamálum mannfélagsins. Þetta þing fékkst ekki við trúarleg ágrein ingsmál, heldur einbeitti það sér við að kanna þau vanda- mál, sem allar kirkjudeildir þekkja og eru sammála um að leysa' beri með samstilltu átaki. Þriðja deild þingsins hafði með höndum efnahags- og fé- lagsmál. Auðvitað snerist það mest um hin svokölluðu þróun- arlönd. Hitt dylst þó ekki, að verulega er einnig áfátt um fé- lagsmál þróuðu þjóðanna, því að mörg af félagsvandamálum þeirra bera vott um vanþroska og misheppnað skipulag. Mun- urinn er sá, að þær hafa efni á að bæta úr því sem bætt verður með fjármunum, en hinar ekki. Þær ráða ekki einu sinni við að seðja sitt fólk. Talið er, að nú sé meira en helmingur mannkyns vannærð ur og sá hlnti þess fer stækkandi. Aðalræðumenn þingsins um þetta mál voru tveir, Kenneth Kaunda, forseti lýðveldisins Zambíu í Afrí'ku og Barbara Ward Jackson, sem er heims kunnuf þjððhagsfræðingur og prófessor í þeim fræðum. Til áð varpa ljósi yfir þetta mál, skal hér gefinn smáútdráttur úr ræðum þeirra. Kaunda sagði: Orsakir hinna geysilegu erfiðleika, sem þró- unarlöndin standa andspænis, eru bæði víðtækar og djúp- stæðar. Ég mun ræða þetta mál frá sjónarmiði míns lands af því að það er mér kunnast. Ég veit að flest af því á líka við um önnur þróunarlönd. Fyrsti erfiðleiki þess er fjár- magnsskorturinn til að koma framfaraáætlunum í fram- kvæmd. Ein af orsökum þess er útstreymi fjármagnsins, sem of lítið er þó fyrir. Iðnvæðing- in er okkur dýrari en þróuðu löndunum, af því að við verð- um að baupa öll iðnaðartæki af þeim og með því aukum við iðnaðarvöxt þeirra. Annar erf- iðleikinn er sá, að þar sem við. höfum nýlega fengið sjálfstæði höfum við erft nýlenduhagkertfi sem ekki var uppbyggt til að þjóna Zambíuþjóðinni, heldur nýlenduveldinu. Fræðslukerfið var ekki miðað við þarfir þjóð- félagsins í heild. Þess vegna vantar okkur tilfinnanlega bunnáttumenn til að fást við hraðfara uppbyggingu. Við verðum því að flytja inn fag- menn i öllum greinum og það tekur drjúgan skerf af okkar allt of litta gjaldeyri. Þriðji erfiðleikinn er sá. að f jármagns skorturinn cieyðir okkur til að taka sífelld lán gegn vöxtum erlendis og það er enn erfið- ara af því að við neyðumst oft til að nota hið erlenda lánsfé til-að bæta úr almennum lffs- nauðsynjum þjóðarinnar í stað þess að verja bvi til fyrirtækja, sem fljótt skila arði. Fjórði erfiðleikinn er sá, að okkur er ráðlagt að slaka á gjaldeyris- eftirliti til að fá erlent fjár- magn inn í landið Hös vegar koma erlend fyrirtæki oft inn í landið næstum tómhent. Þar geta þau sett á stofn arðbær fyrirtæki að mestu leyt með ytfirdráittar viðskiptum við banka, sem reknir eru með er- lendu fjármagni. Þannig geta þau grætt stórar upphæðir á okkar rýru auðlindum. Fyrst greiða þau lán sín og síðan senda þau gróða sinn til þeirra þróuðu landa, sem þau koma frá, og skilja okkur eftir enn fátækari. Þessi erlendu fyrir- tæki mennta ekki okkar fólk í iðngreinum sínum og mark- mið þeirra virðist vera að skilja okkur eftir sem minnst verð- mæti. Þannig erum við hjá flestum erlendum fyrirtækjum eins og veiðivatn, þar sem hið litla fjármagn, er þeir komu með, verður ekki annað en beita á öngli þeirra. Þetta er hin nýja nýlendustetfna. Hann benti á að svipuð út- koma væri á bankaviðskiptun- um við eriend ríki. Taldi hann því vonlaust að þróunarlöndin gætu nokkurn tíma náð sér upp með því að reka iðnað „á venjulegan hátt“, eins og kall- að er á vesturJöndum. Það við- skiptaform, sem þróaðar þjóð- ir geta haft gott af hentaði ekki hinum örfátæku þróunar- þjóðum. Þannig er þeim, sem þegar eiga, gefið meira og frá hinum fátæku er tekið af lág- marks nauðsynjum þeirra til að borga hinum ríku. Þetta er ó- heillavænlegt fyrir efnahagsþ. tveggja þriðju hluta mannkyns ins. Hann taidi að fjármála kerfi nútímans gæti ekki leitt til annars en vaxandi fátæktar þróunarlandanna og aukinnar auðmyndunar hinna. Þessi þró- un útilokar að friður og ör- yggi geti haldizt í heiminum, sagði hann. Eina leiðin er því sú, að skipuleggja frá grunni nýtt viðskiptakerfi með hag allra þjóða fyrir augum. Það verður að grundvallast á póli- tískum góðvilja og siðferðilegu réttlæti, sem virðir mannrétt- indi öllum til handa. Hann rökstuddi mál sitt með mörg- um dæmum og lauk máli sínu með þessum orðum: Vér, þjóð ir heimsins, rflrisstjórnir, al- þjóðastofnanir. kirkjur og ein staklingar erum vorrar eigin gæfu smiðir, — það er gætfu mannkynsins —. Með upp- byggjandi áætlunum og mark- vissri framkvæmd þeirra, get- um vér mjókkað. ef ekki brú að þá gjá, sem er milli rfkja þjóða og fátækra. Óhóflegur mismunur mijli þjóða efna- hagslegur, félagslegur og menn ingarlegur grefur undan tjltrfl en efnir til ranglætis, fyriríitn ingar, spennu og árekstra og stofnar heimsfriðnum f hættu. Glebileg jól FARSÆLT KOMANDI ÁR * Þökkum viðskiptin á liðnum árum. RÖRSTEYPAN H.F. Kópavogi. GleMeg jól FARSÆLT KOMANDI ÁR Þökk fyrir viðskiptin á liðnum árum. KAUPFÉLAG VESTMANN AEYJA Vestmannaeyjum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.