Vísir - 13.08.1977, Síða 5

Vísir - 13.08.1977, Síða 5
5 Vort himneska föðurland Predikun í Hveragerðiskirkju 24. júlí 1977 nokkuð stytt Það er einkennilegt en þó er það satt, að aðeins á þessum eina stað i öllu N.T. er nefnt eða kemur fyrir orðið Föðurland. — og i þetta eina sinn — þá er það ekki i eiginlegri, heldur yfirfærðri — óeiginlegri merkingu, — landið handan allra landa. Ber þetta máske einhvern vott um það, að kristin trú og föðurlandsást fari litt eða ekki saman. Ekki skorti þjóð meistarans — Gyðingana, ást á landi sinu eða borginni, Jerúsalem. — Kunn eru orðin: Ef ég ekki ann þér — þá visni nú hægri hönd —. Fastara er naumast að orði kveðið annars staðar um sambærilegt efni. Þau minna helzt á orð Matthiasar i hans alkunna yfirbótakvæði: Brenni min sál um eilif ár ef ann ég þér ekki móðir. Allir vita hvernig fór fyrir Gyðingum. Ekki entist þeim ástin á landi sinu til að halda þvi — Og enn er ekki séð hvernig þeirri baráttu lyktar. Sá meistarinn fram á þetta? Sá hann ennþá lengra? Sá hann allt til vorra tima, vorra viðsjálstima þegar gjörvallur heimur kveinar og stynur þungan undir öllum sinum fólksmörgu föðurlöndum? En hvað sem um það er, þá er það þó vist og satt, að enginn fær okkur ofan af þvi að unna landi okkar og sýna það, að þvi leyti i verki að una sér hér best, hvergi annars staðar betur — við land og fólk og feðratungu. Og hvernig ætti lika öðru visi að vera. Er ekki hér vor fæðingar- og frumburð- arréttur, borgara- og barnaerfð. Er þetta ekki landið, á hvers brjóstum vér höfum þegið þrótt og lif — þægindi skjól og hlif. Þetta má allt sanna með talna- röðum og skýrsludálkum. En þetta sanna lika skáldin, sem eru hátt upp hafin yfir reiknimennsku heilans og taía til hjartans og tilfinninganna og þá ekki sist um landið — landið i hjarta okkar, ættjörðina og i sál okkar. Það hefur verið sagt, að liklega hafi islenzk ljóðagerð aldrei gegnt jafnmiklu hlutverki eins og hún gerði kringum aldamótin siðustu. Og hvers vegna? Eflaust má deila um svarið. En vist er um það, að mikið rúm skipaði ættjörðin i ljóðum flestra eða allra þessara skálda. Þeir vöktu að visu fyrst og fremst athygli á landinu sjálfu, fegurð þess og tign og þvi fylgdi brýning til þjóðarinnar um að leysa það úr viðjum — Og nú eru áratugir siðan sú lausn fékkst. Hún vakti einlægan fögnuð og rika þökk i brjóstum okkar og vonandi glæddi þær tilfinningar, sem þóknanlegar eru góðum guði, sem gaf oss landið og lifsinskosta val. Þessi frelsisöld hún hefur ekki einungis glætt i hugum okkar ást á landinu, aðdáun á fegurð þess, áhuga á náttúru þess, heldur hefur hvert ár sem liður, verið að opna augu okkar fyrir þvi, hve gott og byggilegt það er þetta blessað land — hve mikill er auður þess, hve hollt er loft þess,' hversu möguleikamikil er lega þess hér yst á ránarslóðum. Kunn eru orðin, sem forðum voru sögð á Kambabrún þegar litið var yfir Suðurland: „Þetta er bara heilt konungsriki”. Og hafa ekki þessiorð rætstað þvi leyti, að á þessu svæði gæti búið sá mann- fjöldi, sem myndað gæti heilt riki ef allir möguleikar væru notaðir, allar auðlyndir nýttar og þeim skynsamlega skipt. Tökum aðeins sem dæmi þetta pláss (Hveragerði) með sinni blómlegu, sivaxandi byggð og öll- um hennar ótæmapdi möguleik- um. I gamla daga varð það svo, að einmitt það sem þetta þorp bygg- ir á tilveru sína — jarðhitinn — Það var áður fyrr talinn ein aðal- ókostur þessarar jarðar — Reykja i ölfusi, þar sem hver- arnir grófu sundur jarðveginn en undir var vellandi leirinn. Þannig hefur þetta snúist við á svo mörgum sviðum, að landið — föðurlandið hefur gefið börnum sinum ný tækifæri tit að lifa við batnand>i hag, svo að hin ytri kjör landsmanna eru nú með öllu ósambærileg við það sem áður var — Já slikt er þetta blessaða land — ekkert helgrindahjarn, sem agar sin börn með isköld él heldur viður vettvangur grósku- mikilla framfara og batnandi af- komu — aukinna lifsþæginda. Mundi nú ekki slikt land, föður- land — eiga skilið að vera nefnt oftar en einu sinni i bók þeirrar trúar, sem þjóð þess kennir sig við? En hér ber margs að gæta og þá þess fyrst og fremst, að gott og gjöfult föðurland, það er engin trygging fyrir þvi að þar búi sannkristin þjóð. Það skapar ekki einu sinni nein örugg skilyrði til þess að fólkið þar sé glatt og gæfusamt, að það gerði láns- menn, langlift i landi sinu. Það er undir öðru komið. Lifslánið, lifs- gæfan er sem sé háö þvi, hvernig menn verja hinum ytri gæðum, efnisgæðunum, sem þeim falla i skaut af nægtaborði náttúrunnar. Mikið hafa þau gæði tslands aukist á undanförnum árum og áratugum. En hefur — Iifsgæfan, ánægjan, hógværðin, nægjusemin vaxið að sama skapi? Spurning um það. En dæmum ekki — dæmum ekki okkar tima. — Um það erum við ekki fær. Sagan kemur með sinn dóm og honum verða allir að hlita. Við lifum á miklum breytinga- timum á hinum ytri lifskjörum. Þó er umbreytingin e.t.v. ennþá meiri á hinu andlega sviði. Hún hefur breytt þjóðinni sjálfri, fólk- inu — trúarlegri afstöðu þess og lifsskoðun og þar með viðhorfum til þess hvers vér virðum og hvernig vér notum þau gögn og gæði sem jarðnesk tilvera hefur að bjóða. En hversu vel og lengi sem vér höfum notið hennar, kemur þar, fyrr eða siðar, að hin- um óumflýjanlegu endalokum að vér yfirgefum vort jarðneska föðurland. Þá á hinn ljósi fögn- uður eilifðarvona kristins manns að bregða birtunni á sundið milli hinna tveggja föðurlanda. Fagur- lega kemur þetta fram i ljóði Matthiasar, sem hann nefnir Viö sæinn: Sit ég við sæinn um sólarlagsstund fara skal að festa minn forlagablund. Min lifssorg er liðin nú lit ég með ró fleyið, sem mig flytur um forlagasjó. Það dagar, það dagar við dvalarheimsbrá. Ómarnir berast mér öðrum ströndum frá. Hvaða strendur?- Hvaða ómar? Það eru ómarnir af bylgju brotum við strendur vors himneska föðurlands. Um þessa helgi er heims- meistarinn Karpov staddur i London, þar sem hann tekur þátt i útsláttamóti á vegum ensku og v-þýsku sjónvarps- stöðvanna. 1 keppninni taka þátt margir öflugustu skakmenn Evrópu, og næsta vetur veröa skákirnar sýndar i sjónvarpi. Orslitum verður stranglega haldið leyndum, uns þau birtast á skerminum. Ensku skák- meistararnir Hartston og Miles verða fulltrúar lands sins, en til þessa hefur keppni þessi verið einskoröuð við Éngland, og það var einmitt Hartston sem sigraði i fyrra. Karpov fær og annaö verkefni meðan á dvöl hans i Englandi stendur. Akveðið hefur verið að hann mæti tiu efnilegustu skák- mönnum Englands, undir 17 ára aldri, i klukkufjöltefli. Meðal andstæöinga hans þar verður undrabarnið Nigel Short, sem hefur unnið sér þátttökurétt á breska meistaramótið, aðeins 12 ára gamall. Fjöltefli eru mjög vinsæl i Englandi og þar kemur naumast sá erlendi stórmeist- ari, að' hann ferðist ekki eitt- hvað og tefli. Eftir siðasta Hastings mót tefldu stórmeist- ararnir Romanishin og Adorjan fjöltefli viðs vegar á Englandi. Hjá K.F.U.M. i London fékk Romanishin verstu útreið sem hann hefur nokkru sinni fengiö i fjöltefli, er hann tapaði 5 skák- um og gerði 8 jafntefii. Til þessa hafði meistarinn ekki tapað fleiri en 3 skákum og gert 4 jafntefli. Adorjan fékk þó enn verri út- reið, tapaði 5 skákum og fjerði 9 jafntefli, er hann tefldi gegn unglingaúrvali. 1 klukkufjöltefli sem fram fór nokkru siðar, náði stórmeistar- inn sér þó á strik, vann 8 skákir, gerði 3 jafntefli og tapaði 1 skák. Þetta var gegn unglingaúrvali, 16 ára og yngri. Besta vinningsskák Adorjans hófst meö nýjung i byrjuninni, og endaði með kröppum dansi svarta kóngsins. Hvi'tur: Adorjan, Ungverjalandi Svartur: Ivell, Blackpool Sikileyjarleikur. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bc4 Db6 7. Rd-b5 a6 8. Be3 Da5 9. Rd4 e6 (Ef 9. . . Rxe4 10. Df3 og hvitur fær góð sóknarfæri.) 10. 0-0 Be7 11. Bb3 0-0 12. f4 Rxd4 (Englendingar eru manna best lesnir i byrjanafræðum, og allt til þessa hefur skákin fylgt bók- inni. Stórmeistaranum hefur þvi þótt timi til kominn að láta drenginn fara að tefla sjálfan, og kemur þvi með nýjan leik i stöðunni.) 13. Dxd4.? (Venjan er 13. Bxd4 e5 meö jöfnu tafli.) 13... Rg4 14. Bd2 Bf6 (Skarpara var 14. . . d5, og hvitur \eerður að gefa skiftamun eftir 15. Rxd5 Bc5 16. Re7+ Kh8 17. Bxa5Bxd4+ 18.Khl Rf2+19. Hxf2 Bxf2 20. Hdl. þó hvitur haff fyrir mjög sterka sókn.) 15. e5! dxe5 16. fxe5 Rxe5 H JL i ±±± ± iA w * # i t ifi. tt s S® E F G H 17. Hxf6! gxf6 18. Re4 Dd8 19. Dxd8 Hxd8 20. Ba5 Hf8 (Ef 20. .. Hd4 21. Rxf6+ Kg7 22. Bc3 meö unninni stöðu.) 21. Rxf6+ Kg7 22. Hfl Rc6? (Eftir 22. . . Rd7, gæti alit skeð. Nú vinnur hvitur hins vegar með snarpri sókn.) 23. Rh5+ Kh6 H A 1 ± 1 i ± ± iii £ ii & A B C D E F G H 24. Hf6+! Kxh5 25. Bd2 Re5 26. c3 Rg6 27. Bdl + Kh4 28. Hf3 Kg4 (Ef 28. . . e5, hugðist Adorjan leika 29. Hh3+ Bxh330. g3 mát.) 29. Hxf7 + Gefið. Svartur er mát eftir 29 . . Kh4 30. Hxh7. Jóhann örn Sigurjónsson. Sér hausttilboð I20Y Sedan Tilboð sem stendur aðeins í nokkra daga Verð ca. 1.700.000 kr. Bílarnir eru 2/a dyra, rauðir og grœnir. Sérstakir aukahlutir: Þurrkur í luktum, útvarp og klukka í mœlaborði. PASSAMYNDIR leknar i litum tillflútiar strax I i karna sl f fölskyldu LIOSMYNDIR AUSTURSTRÆTI 6 S.12644 TIL AFGREIÐSLU FLJÓTLEGA INGVAR HELGASON Vonorlondi v/Sogov*g — Simar 84510 og 8451 1 \

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.