Tíminn - 03.01.1969, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.01.1969, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 3. janúar 1969. TIMINN Áramótaræða forseta íslands, dr. Krístjáns Eldjárns Vér verðum að treysta inu og trúa á möguleika þess Góðdr íslendingar. Ársins 1968 mun meðal annars veiða minnat fyrir það, að þá tókst mönnum í fyrsta sinn að komast til annarra hnatta, fara í krinigum tunglið. Allir hljöta að vona, að þetta diásamlega afrek Ihugvits og hu'grekkis bendi fram á við til betra og auðugra lífs í mannihekni. Allar þjóðir kepp- ast við að fær'a sér í nyt hvern þann sigur, sem unninn er _ á sviði vísinda og tækni. Vér fs- lenddngar spyrjum, hverniig vér séum búnir til að sækja það, sem vér þörfnumst, í skaut máttúrunnar, nýta gæði henn- ar og verjast áföllum af henn- ar' völdum. f stuttu nýjársávarpi vil ég leiða hugann að landinu, sem vér byggjum, fósturjörðinni, landinu, sem Jónas Hallgríms- son kallaði farsælda frón og hagsælda móður. Land hverr- ar þjóðar er ör'lagavaldur í sögu hennar. Til skamms tíma gáfu sagnfræðingar þessu ekki þann gaum sem skyldi. Þeir skrifuðu um mannanna verk og athafnir, því að það er sjálf sagan, en gáðu þess mið- ur en vert er, hver'n þátt lega lands og náttúrufar allt, land- gæði og annmarkar, áttu að baki þessu öllu. Saga íslend- inga verður ekki skilin nema með sífelldri hliðsjón af þeim lífsskilyrðum, sem landið hafði að bjóða. Að sama skapi verða allar framtíðar'hugmyndir um líf þjóðarinnar að styðjast við fullkiomna þekkingu á eðli landsins og sjávarins, sem girðir það og er í rauninni hluti af því. Þjóðin verður að semja við land sitt og una við það, gera sér grein fyrir kost- um þess til gagns og gleði, og ókostum þess til varnaðar. Því að fsland hefur bæði kost og löst, eins, og haft er eftir ein- um hinna fyrstu manna, sem af því sögðu fregnir. Á því ári, sem nú er liðið, varð mönnum tíðhugsað til þess, að þá var hálif öld síðan hafís lagðist upp að ströndum landsins, en einmitt á því ári gerði hann sig enn á ný heima- kominn, meira en nóg til að minna rækilega á, að enn bú- um vér við þann nágranna, sem oft hefur gert oss þungar búsifjar. Og það minnti uir. leið á, að vér íslendingar höf- um færzt það í fang, sem mörigum útlendum mönnum þykir með eindæmum, ein fá- mennasta þjóð veraldar, að vera sjálfstæð þjóð og niútíma- þjóð að iífsstigi og menningu í tiltölulega köldu og erfiðu landi. Fyrir allmörgum árum kom frægur erlendur vísindamaður hingað til lands og lét svo um mælt, , að ísland væri á tak- mþrkum hins byggilega heims, eða öllu heldur að það væri á norðurmörkum þess, þar sem viðlit væri að láta nútima menningarþjóðfélag þrífast. Sumir þykktust við, þótti sem halimælt væri landinu, aðrir létu sér fátt um finnast og þóttust ekki vita annað en að hér hefði mennimgarþjóðfélag staðið um aldir, enn aðrir létu sem hér væru merkileg sann- indi sögð. Þar'na var nokkuð harkalega vakið máls að merku íhugun- ar'efni. Fljótlegt er að ganga þjóðinni tókst að lifa hér lífi sínu innan þeirr'a takmarka, sem landið sjálft markaði henni á aðra hönd og heldur frumstæð verkmenning hennar á hina. Að ógleymdu misgóðu stjórnarfari hlaut þetta tvennt að skera henni stakk, og hann var að vísu þröngur en þó aldi’ei svo, að hún yrði að kosta öllu lífsmagni sínu til að afla brýnustu lífsnauðsynja. Þrátt fyrir allt hafði hún þá Dr. Krlstján Eldjárn úr skugga um, að suðurmörk íslands liggja norðar en nokk- urs annars lands þar sem lifað er á vísu nútíma menningar- þjóðfélaga, og Reykjavík er nyrzta höfuðborg í heimi. For- feður vorir gerðu það sem fá- títt er í sögunni. Þeir námu kaldara og norðlægara land en heimahagarnir voru. Venju- lega er þessu þveröfugt farið um þjóðflutninga. Snemma hófust átök milli lands og þjóðar, ef svo mætti að orði kveða. Það þurfti hörku til að sækja lífsviðurværi sitt í greip- ar náttúrunnar, og þjóðin fór illa með landið sitt, af því að hún vissi hvorki betur né gat. en landið launaði líku líkt og átti það til að vera harðleikið við þjóðina. Þetta þrátefli hélzt um aldir, og veitti ýms- um betur. En þegar á heild ina er litið, er það heillandi og lærdómsrík saga, hvernig orku aflögu að geta varðveitt og ávaxtað þá andlegu menn- ingu, sem landnámsmenn fluttu með sér hingað að stofni til og verið hefur bak- hjallur þjóðarinnar jafnan, og tekið við nýrri. Stundum hef- ur verið sagt, að íslendingar fyrr á tið hafi aldrei lært að lifa í sátt við landið sitt. Ef til vill má eins vel svo að orði komast, að þeir hafi aldrei beygt sig svo mjög fyrir þvi harðdræga í náttúruskilyrðum þess, að þeir þar fyrir seldu af höndum sér viðleitnina ti) andlegs lífs. Og lífs komst þjóðin af, og ásamt með lífi sínu bjargaði hún þeim verð- mætum, sem vér viljum nú bezt að hlúa á nýjum og gjör ólíkum tímum. Saga íslenzku þjóðarinnar fyrir tækniöld sýnir, að hér a landi gat tiltekinn hámarks- fjöldi fólks lifað við lífsstis frumbúskapar, að vísu við fá- tækleig ytri kjör, en þó við töluverða andlega menningu og vann stundum afrek í þeim efnum. Þetta var hægt á þessu norðlæga landi. En það er eklkert svar við þeim efa- semdum, sem fólust í þeim ummælum sem ég nefndi áður. Kröfurnar til lífsins í þjóð- félagi frumbúskapar eru svo gjöróMkar þeim kröfum, sem nútímaþjóðfélag gerir, að samanburður hefur takmark- að gildi. Landið er enn hið sama og það áður var, á sömu norðurslóðum, en nú verður það að standa undir margfalt meiru til þess að þjóðin nái því markmiði, sem hún ætlar sér, að lifa hér í nútíma vel- megunarþjóðfélagi. En sáðustu áratugir hafa sýnt og sannað, að einnig þetta er hægt. Hin miklu vísindi og tækni nútím- ans hafa fengið oss í hendur þai^ tæki, sem megnuðu að rjúfa hinn þrönga hring, sem lega og náttúra landsins mörk- uðu allri framvindu áður fýrr. Þjóðin hefur náð áður óþekktu valdi yfir auðlindum lands og sjávar og sótt á öllum svið- um kappsamlega fram að því marki, að hér mætti blómgast nútímaþjóðfélag með efna- legri og andlegri velmegun. Velviljaður umheimur og rás heimsviðburða eiga hér sinn hjut að máli, en þó er það fyrst og fremst nýting land- kostanna, sem vér eigum það að þakka, sem vér nú höfum. Landið er að vísu norðlægt og nokkuð harðskiptið á stundum, en það hefur ekki brugðizt þjóðinni. Það heyrist raunar ekki sjaldan, að vér séum van- þróuð þjóð og ísland sé í raun- inni eins konar verstöð, eins og forðum var sagt með lítilli virðingu. Slík ummæli krefjast þó nánari skilgreiningar til þess að mark sé á þeim tak- andi. Þótt eitthvað megi út á setja og margt kunni að vera hér hálfkarað, er full ástæða til að gleðjast yfir því, að vér búum nú við nútíma þjóðfé- lag á fslandi, þrátt fyrir efun- arorð ókunnugra um mögu- leika landsins og getu smárr- ar þjóðar. Hitt er þó enn sem fyrri sjálfsagt, að vér verðum að halda vöku vorri og stefna vit- andi vits að heillaríkri sambúð lands og þjóðar. Trúin á hvort tveggja má engan hnekki bíða. Við þessi áramót eru efst i huga margra þeir miklu efna- hagserfiðleikar, sem þjóðin á nú við að stríða. Vegna þeirra horfa nú margir fram á kom- andi ár með kvíða. Allir vona þó, að úr rætist sem fyrst, og hvað sem öllu líður er nú um ekkert að gera nema snúast við vandanum af alefli og treysta giftu og manndómi þjóðarinnar til að sigrast á honum. Og þrengingarnar hvetja til lærdóma, að þessu sinni meðal annars þeirra, að leita þurfi ráða til að treysta betry unddrstöður íslenzkra at- vinnuvega. Vér höfum notað tæknina til að hagnýta hinar gömlu lífsuppsprettur þjóðar- innar, frjómoldina og ekki sizt fiskimiðin. Það munum vér enn gera á ókomnum tímum og með vaxandi gát og gjör- hygli og frá nýjum sjónarmið- um. Víst er að landið og sjór- inn kringum það búa yfir möguleikum, sem enn eru Mtt notaðir og alls ekki að fullu kannaðir. Jónas Hallgrímsson kallaði landið farsælda frón, og var það mjög mælt ekki sízt í hans tíð, en hann sagði einnig í öðru kvæði, að vísind- in vefji lýð og láð farsældum, notar sama orðið aftur. Þetta var skáldsýn, vísindum mun verða efld fjölbreytni í at- vinnuháttum á landi hér. Margt hefur verið gert í þessa átt eða er í uppsiglingu. En víst er, að betur má ef duga skal. Rannsóknarstarfsemi verður að auka til muna, bæði grundvallarrannsóknir á nátt- úru lands og hafs og hagnýtar rannsóknir í kjölfar þeirra og samhliða þeim. Því má stað- fastlega trúa, að með skynsam- legri hagnýtingu þeirrar þekk- ingar, sem vísindaleg rannsókn leiðir í ljós, geti orðið hér nægur auður í garði til góðra Hfsskilyrða í nútíma menning- arþjóðfélagi. Langar vetrar- nætur og sólarlítil sumur norðursins geta ekki komið í veg fyrir það. En þótt boðaður sé tími vís- inda og vaxandi þekkingar má sízt gera þessi hugtök að átrúnaðargoðum, sem hægt sé að varpa allri áhyggju sinni á. Vísindin leysa engan af hólmi, ekki sjómanninn, bónd- ann, verkamanninn, iðnaðar- manninn. En þau eiga að tryggja honum ávöxt síns erf- iðis, gera hann og þar með allt þjóðfélagið óháðara veðri og vindum, sól og regni, sem Stefhan G. sagðist eiga allt undir. Ég sagði fyrir skömmu í ræðu, að fslendingar gætu ekki gert sér vonir um að verða forustuþjóð í vísindum. Ekki munum vér stefna til tunglsins, En nærtækari rann- sóknarefni eru óteljandi. Og þvi vil ég bæta við áðurgreind ummæli mín, að víst eigum vér að verða forustuþjóð í þeim greinum, sem beinlínis varða þjóðina sjálfa, sögu hennar og menningu, og landið, gögn þess og gæði. í því sambandi rifja ég upp, að á gamla árinu, 1968, voru tveir merkir minningardagar, sem að þessu mega lúta. Á því ári voru réttar 9 aldir síðan talið er að fæddur væri Ari prestur Þorgilsson, sem kall- aður hefur verið faðir íslenzkr- ar sagnritunar, reyndar mað- Framhald á bls. 15. •I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.