Tíminn - 03.01.1969, Blaðsíða 14

Tíminn - 03.01.1969, Blaðsíða 14
14 TIMINN FÖSTUDAGUR 3. janúar 1969. ÚTHLUTÖN Framhald aí bls. 16. ið sér vel, þegar víxlarnir taka að falla. Annars er það svo að mað ur sem hefur verið að slarka í áraiugi og hefur komizt af veit að hann kemst líka slarkandi af það sem eftir er. Ég ætla ekki að nota krónurnar í neinu sérstöku augnamiði, en ég get sagt eins og Færeyingurinn í sögu Halldórs Laxness um Karl Einfer, þegar Einfer bauðst tii þess að^ útvega honum Nóbelsverðlaun: „Ég held ég l'áti þau ganga í húsholdning- una. — Það er svo sem enginn tappi í mér núna, ég yrki alltaf við og við og ég er þegar kominn með efni í heila bók. En það liggur ekkert á að gefa út, enda hvorki mikill áhugi fyrir ljóðum né útgáfu ljóðabóka eins og stendur. Ég hef það svona á tilfinningunni að tekjumöguleikar ljóðskálds séu heldur litlir. — Ég hef töluverða löngun til þess að skrifa óoundið mál. Ég er haldinn þeirri náttúru, að þurfa helzt alltaf að vera lesandi og fara skáldsögur ekki varhluta af því. Ég átta mig ekki á skáld sögum nútímans og mér finnst skáldsagnagerð sumra rithöfunda Jónína Guðrún Jónsdóttir frá Smiðiuvlk, Grunnavíkurhreppi, lézt að Elliheimitinu Grund, laugardaginn 28. desember. Sigríður Hiáimarsdéttlr. Móðir mín Diljá Tómasdóttir, Öldugötu 17, andaðist í Landakotsspítalanum 2. ianúar. Matthías Jochumsson. Eiginmaður minn og faðir okkar Loftur Hjálmarsson, Hamrahlíð 25 andaðísf 28. desember s.l. — Jarðarförin fer fram frá Fossvogs- kirkju mánudaginn 6. janúar kl. 1,30. Ólöf Hjálmarsdóttir og börn. Konan mín Hiltrud Thomsen andaðist á nýársdag. — Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 7. janúar kl. 3. Hennlng Thomsen, ambassador Sambandslýðveldisins Þýzkalands Móðir okkar Sigurlaug Jakobína Sigurvaldadóttir Frá Gauksmýri, V-Húnavatnssýslu, verður jarðsett laugardaginn 4. janúar kl. 10,30 frá Fossvogskirkju. — Blóm afbeðin, en vísað á líknarstofnanir. — F.h. ættingja og vina Börn hinnar látnu. Hugheilar þakkir færum við hinum fjölmörgu félögum og einstak- lingum er sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför Péturs Ottesens, fyrrv. alþingismanns á Ytra-Hólml. Við þökkum forseta íslands, ríkisstjórn og alþingismönnum fyrir þá virðingu er þeir sýndu hinum látna. Sérstaklega þökkum við Alþingi fyrir þann höfðingsskap að sjá um útförina. Gæfa fylgi ykkur öllum á hinu nýbyrjaða ári. Petrína Ottesen og aðrir aðstandendur. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför ástkærrar konu og móður, Soffíu Ásgeirsdóttur frá Brekku, sem andaðist 19. desember síðastliðinn. Andrés Guðmundsson og börn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins míns Lýðs Skúlasonar, Keldum. Jónlna Jónsdóttir, börn, tengdasynir og barnabörn. Hjartanlegar þakkir tll allra þeirra, sem réttu hjálparhönd og auðsýndu mér samúð og vlnarhug í veikindum og við andlát eigin konu minnar, Margrétar Árnadóttur, Alviðru, Ölfusi. Sérstakar þakkir flyt ég fjölskyldunni á Laugarbökkum, Ölfusi og hjónunum Sóleyjargötu 15, Reykjavík. Með beztu kveðjum og nýársóskum. Magnús Jóhannesson. vera á rangri braut. Enn verr á ég með áð sætta mig við niður- lægingu smásögunnar hér á landi, sem algjörlega er í mótsetningu við þróunina ví'ða erlendis. Smá sagan er glæsilegt form, og mér finnst hún nálgast Ijóðið þegar vel tekst. Ég hef svolítið fengist við smá sagnagerð undanfarið og birt nokkr ar sögur undir dulncfni, gæti ver ið að ein leyndist sem efnisupp fylling í afmælisblaði Verkamanns ins. — Það verður endilega a'ð gera eitthvað til að bjarga smásögunni. Tímarit er ágætis vettvangur fyrir smásöguformið og hér þyrfti að vera reglulegt bókmenntatímarit, sem hafið væri yfir leiðigjarnan „klíkuskap“. Ég sting upp á því að tímarit í eigu ríkisins eins og t. d. And- vari verði gert að mánaðarriti, og í því birtist a'ðsent og gott efni, ljóð, sögur og ritgerðir. Að endingu sagðist Kristján vera hjartanlega sáttur við lífið, þar sem hanri teldi sig botna dá- lítið í því. TÍMINN þakkar honum rabbið og biður hann vel njóta ritlaunanna. HÆKKANIR Framhald aí bls. 16. Mjólk — Rjómi og skyr hækka. Nú um áramótin hækkaði mjólk urverð, rjómi og skyr vegna hækk aðra umbúða og aukins dreifingar kostnaðar. Mjólkurlítrinn í hyrnum hækkar úr kr. 10.50 í kr. 11.35. Mjólk í lausu máli hækkar hins vegar um 70 aura hver lítri. Rjóm inn í heilflöskum hækkar úr kr. kr. 105,40 í kr. 107,80, en rjómi í lausu máli úr kr 104,90 í kr. 107, 15. Ópakkað skyr hækkar um 60 aura úr kr. 26 í kr. 26.60, en skyr í bikurum hækkar hins vegar meira vegna hækkaðs umbúða- verðs, úr kr. 14.20 í kr. 15.70 hver 500 gr. bikar. Kindakjöt liækkar. Kindakjöt hefur einnig verið hækkað og er það vegna vaxta kostnaðar og geymslukostnaðar sláturleyfishafa. Hækkar kjötið um 90 aura til kr. 110. Súpukjöt hækkar nú t. d. úr kr. 97,90 í kr. 99, heil læri hækka úr kr. 111.55 í kr. 112.60, hryggn úr kr. 114.60 í kr. 115,70 og kótelettur hækka úr kr. 127,15 í kr. 128,20. BOMHOLT Framhald ai bls 16 ar vinarþels hana í garð þjóðar innar. Julius Bomholt var fæddur 11. júní 1896. Hann gerðist snemma jafnaðarmaður og átti lengi sæti í rík'sstjórnum, sem kennslumálaráðherra febr.—okt. 1950 og 1953—57: félagsmálaráð herra 1957—61 og loks sem menn ingarmálaráðherra 1961—64. Upp frá því gegndi hann embætti 'for seta þjó'ðþingsins. Bomholt var sunnur fyrir af- skipti sín af skoiamálum og rit aði hann margai bækur fræði legs eðlis um bókmenntir, útvarps og sjónvarpsmál og flcira. Hann átti sæti í danska útvarpsráðinu i 16 ár og var formaður þess um skeið. BREIÐHOLTSFRAMKV. Framha’íó at bis. 16 hva'ða nýir stórir verktakar hefðu komið i-b síðan í þessu sambandi minnti hann á bréf, sem framkv.nefndin ritaði borgar'-aði 15 des. 1966 til þess að fá bað til þess að fallast á bað að stærstu verk in yrðu ekk boðin út. Þar var sagt, að 'erkið væri of stórt til bess að íslenzkir verk takar byðu í bað en „ekki nógu stórt til að vekja áhuga erlendra versraka-. Og síðar. voru vmis rö.1: tínd til því til stuðnings ao hagkvæmara væri að ,veha verktaka" og semja við bá og með þvi mundi hægt að .minr.ka framkvæmda áhættu beggja aðila og fá fram réttlát kostnaðarverð“ og einnig var talin hætta á, að „bjóðendur tryggi sig í bak og fyrir" og sá sem verkið hlyti „hirti mikinn ágóða, ef verkið gengi áfalla- laust.“ í þriðja lagi sagði ICristján að það kæmi fram, að nú ætti að taka upp nýja stöðlun út- veggja, svo að smíða yrði ný mót, og breytti það ýmsu. Gísli Halldórsson sagði síðar í um- ræðunum að aldrei hefði vérið ætlunin að nota hin „stöðluðu" mót úr fyrri áfanga í hinn síð ari. Þótti mönnum það skrítin byggingafræði að hafa sérstaka „stöðlun“ fyrir hvern bygginga áfanga. Loks ræddi Kristján nokkuð um verð íbúðanna, sem eru sam tals í þessum áfanga 850 og áætlaður kostnaður alls um 850 millj. eða um ein millj. á íbúð en þær eru mjög misstórar, tveggja- fjögurra herbergja. Kristj'án benti á, að þetta áætl unarverð væri harla ónákvæmt og hlyti að verða miklu hærra og væri því villandi um fjár magnsþörfina. Bæði væri það, að kostnaðaráætlun mundi mið úð við verðlag 1. des. s. 1. en verð byggingavara hlyti að hækka mjög frá því vegna geng isfellingar o. fl. og einnig kem ur fram í áætlun Framkvæmda nefndar, að ekki er tekið með undirbúningskostnaður fram til ársloka 1968, sem er mikill, vextir á byggingatímanum né afskriftb af tækjum FB. Fyrri áfangar Breiðholts hafa sem kunnugt er farið verulega fram úr áætlun og er enn eftir að greiða þar hluta af verði sex fjölbýlishúsa. Erns og kunnugt er á Reykjavíkurborg að fá 250 íbúð ir af þeim 1250 sem FB reisir í allt í Breiðholti. íbúðir þær, sem borgin átti að fá af fyrsta áfanga, eru orðnar langr á eftir áætlun. Nú dregur enn úr íbúðabygging um borgarinnar með lengingu framkvæmdatíma um tvö ár. Svör borgarstjóra um það, hvort ekki þyrfti að breyta bygg ingaáætlun borgarinnar frá 1966 voru harla loðin og vildi hann ekki taka af skarið um það„ hvort breyta skyidi áætluninni eða ekki. Virðist þvi líklegast að borgarstjórnaríhaidið ætli að láta 250 íbúðir duga á sjö árum í stað fimm en það þýðir raunar að borgin ákveði nú að byggja engar íbúðir á árunum 1971 og 1972 eða minnki byggingaj sínar sem því svarar. Borgarstjóri las hins vegar upp alla áætlunarskýrslu FB um þriðja áfanga Breiðholts. en hana höfðu borgarfulltrúarnii ekki fengið i hendur, þótt borgarráð hefði sam- þykkt hana og hún feli í sér veigamiklar brevtingar frá fyrri sámþykktum. Er það lítil nær gætni við borgarfulltrúa. 1A borgarstjórnarfundinum^ sátu tveir fulltrúar í FB þeir Óskar Hallgrimsson formaðui Húsnæðis málastjórnar og Gísli Halldórsson. Ilefði því mátt ætla að þar stæði ekki á greinargóðum upplýsingum um þessa nýju áætlun. En svo brá við, að Gíslj léi sér nægja fáein lítilvæg orð í umræðulok, enda virtist borgarstjóri ekki hafa ætlað honum ai.nan hlut í um- ræðunni, og Óskar tók alls ekki til máls, rétt eins og honum Kæmi málið ekki við B.efði hann þó ef til vill getað sasrt aitthvað mark vert um ..fjármögnunina “ BRÁÐABIRGÐALÖG Framhald af bls. 3 irvinna heimilis, verða 266.00 kr. á dag í stað 165.00 kr. og fyrir hvert barn yngra en 16 ára, á framfæri, kr. 25.00 en voru kr. 19,00. Bætur fyrir ein hleypinga verða kr. 230,00 á dag, en voru kr. 146.00 STALVÍK Framhald af bls. 1 í Stálvík. Verður öðru þeirra væntanlega lokið í þessum mán- uði. Verið er að mála það og ganga frá ýmsu. Hitt skipið verð- ur tilbúið í marz eða aprfl. Eins og nú horfir lítur ekki út fyrir að við fáum verkefni þegar smíði síðara skipsins er lokið. — Við erum ákveðnir í að gera allt sem við getum til að afla verkefna. Einnig að auka hluta- féð til að vega upp á móti verk- efnaskorti, sem þegar er búinn að valda okkur miklu tjóni. Flestir starfsmanna í Stálvík hafa unnið þar í mörg ár og sum- ir frá því fyrirtækið var stofnað. Eru þarna sérhæfðir menn á sínu sviði og verður það mikill skaði fyrir fyrirtækið að missa þessa menn úr þjónustu sinni og þurfa svo jafnvel síðar að ráða nýja menn þegai verkefni fæst við skipasmíðar Þegar þau tvö skip, sem nú er verið að ljúka við smíði á, eru tilbúin, hafa alls tíu skip verið smíðuð í Stálvík. BÚKASÝNING Sýningartíminn styttist óðum. Kaffistofan opin daglega, kl. 10 — 22. Um 30 Norræn dagblöð liggja frammi. Norræna Húsið Hænuungar 2V2 mánaða til sölu. Uppl. í síma 51639. Heilsuvernd i i Námskeið í tauga- og vöðva ! slökun, öndunar- og léttum j þjálfunaræfingum, fyrir í konur og karla hefjast mánudaginn 6. janúar. Uppl. í síma 12240. Vignir Andrésson HESTAMENN Bleikur hestur 9—10 vetra, tapaðist úr girðingu á Urriðaholti við Hafnarfjörð fyrrihluta desember. Þeir, sem kynnu að hafa orðið hans varir, vin- samlegast láti vita í síma 50505.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.