Vísir - 04.09.1977, Blaðsíða 11

Vísir - 04.09.1977, Blaðsíða 11
vism Sunnudagur 4. september 1977 Myndir: Loftur Ásgeirsson Kiukkan átta var blásið i þvott. Þá raða strákarnir sér viö vaskana og þótt ,,það sé bara skylda að þvo sér um hendurnar”, eins og einn þeirra sagði, þá bar ekki á öðru en þeir væru framúrsKarandi þrifn- ir. Aldrei er neitt gefið eftir i knattspyrnunni. inn i morgunmat. Matmálstim- arnir eru notaðir til að koma auglýsingum á framfæri; við er- um með sjoppu hérna, skipu- leggja þarf ásóknina i bátana og fleira i þeim dúr. öllum skila- boðum til drengjanna er sem sagt komið á framfæri þá. Bátarnir vinsælir Eftir morgunmat eigum við svo samverustund i gamla skál- anum. Þá er sungin sálmur, far- ið með trúarjátninguna og bæn og sunginn annar sálmur. Siðan er drengjunum skipt i nokkra hópa sem lesa saman kafla úr bibliunni. Sú stund tekur um 15 minútur. Milli klukkan 10 og tólf eru drengirnir að mestu leyti frjálsir ferða sinna. Við eigum hér nokkra litla árabáta og þeir eru mjög vinsælir. Vatnið er grunnt hérna við Lindarrjóður, drengirnir eru i öryggisvestum og óhöpp i sambandi við vatnið hafa varla komið fyrir og engin alvarleg. Við erum með ágæta iþrótta- aðstöðu. Knattspyrnuvöll, að- stöðu til að iðka frjálsar iþróttir og nú erum við að ljúka við byggingu iþróttahúss. Það eins og flest mannvirkjanna hér hef- ur verið byggt að stórum hluta i sjálfboðavinnu. Indjánaleikur i skógin- um Klukkan tólf er borðaður há- degisverður og eftir matinn ráða drengirnir ferðum sinum sjálfir. Ef véður er gott er gjarnan farið i Oddakot og busl- að þar i vatninu, handbolti og aðrar iþróttir eru vinsælar, gönguferðir og indjánaleikur i skóginum er mikið stundaður. Við skiptum okkur ekki mikið af þvi sem strákarnir eru að gera, en höfum samt að sjálf- sögðu eftirlit með þeim. Þeir fá sér hressingu klukkan hálf f jög- ur og koma svo i kvöldmat klukkan sjö. Klukkutima siðar erblásið i þvottog þá þvo strák- arnir sér og bursta tennurnar. Þegar þvi er lokið söfnumst við saman i samkomusalnum i gamla skálanum og höldum kvöldvöku, þar er blandað sam- an gamni og alvöru, gjarnan byrjað á leikjum, siðan er lesin framhaldssaga og endað með hugvekju sem einhver foringj- anna flytur. Afarnir voru þar Við fáum okkur svo kvöldkaf fi áeftirog róer yfirleittkominn á milli tiu og hálf ellefu”. Frá þvi sumarbúðirnar voru settar á stofn fyrir meira en fimmtiu árum hafa um 25 þús- und manns dvalist þar, lauslega áætlað. Ekkert lát er á aðsókn- inni og mjög algengt er að feður og jafnvel afar,sem sjálfirvoru á sinum tima i Vatnaskógi séu að koma með drengi sina. Vatnaskógur er paradis fyrir drengi á þeim aldri sem dvelj- ast þar. Nokkrar klukkustundir eru nógu langur timi til að sann- færast um það. I ELDHÖSINU runn Setjið deigið i smurt form og bakið kökuna i um það bil 25 minútur við 200 stiga hita á C. Látið kökuna kólna og kljúfið hana i 2 botna. Krem Sjóðið saman sykur og vatn i þykkan sykurlög. Þeytið eggið. Bætið sykurleginum smám 11 Sunnudagskremterta Deig 4 egg 2 1/2 dl. (200g) sykur 2 1/2 msk kalt vatn 1 dl. (75g) hveiti 3/4 dl. (40g) maizena 1/2 tsk lyftiduft Krem 1 1/2 dl vatn 1 1/2 dl (125 g) sykur 1 egg 150 g smjör eða smjörliki 1 sitróna 2 msk kakó 1 tsk. duftkaffi t.d. dökkt Nes- kaffi Þeytið saman eggjarauður og sykur og bætið vatninu saman við. Sigtið þurrefnin saman og biandið þeim út i eggjahræruna með sleikju. Stifþeytið eggja- hrærurnar og skerið þær út I deigið með sieikju. saman út i eggjahræruna. Þeyt- ið stöðugt i á meðan og þar til kremið hefur kólnaö. Linið smjörið og hrærið það smám saman út i kremið. Skiptið deig- inu i tvennt. Bragðbætið annan helminginn með sitrónusafa enn hinn helminginn með duftkaffi og kakó. Sprautið kreminu i rendur á annan botninn.Leggið báða botnana saman með krem- inu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.