Vísir - 04.09.1977, Blaðsíða 14

Vísir - 04.09.1977, Blaðsíða 14
14 Sunnudagur 4. september 1977 vlsni Vagn Kristjánsson og Þórður Eliasson eru meðal elstu starfandi bll- stjóra á Hreyfli.Vagn byrjaði 1944 en Þórður 1939. „Sumir farþegar eru alveg að drepa mann i kjaftagangi og forvitni” sagði Þorvaröur Guö- mundsson um þriggja áratuga starf sitt sem leigubflstjóri. Talstöévaleysi* var ba§ale§t „Það skapaöi stundum óþæg- indi aö hafa engar talstöövar eða gjaldmæla í bilunum. Maö- ur varö bara að telja minút- urnar. Ekki var óalgengt að túr- arnir kostuöu þetta 5-6 krónur. Maöur fékk t.d. kannski far- þega út i Skerjafjörð og þegar maður kom þaöan aftur var kannski næsti farþegi I húsiöviö hliðina I Skerjafiröinum”, sagöi Vagn. Nú var röðin komin aö Þóröi og viö spurðum hann hvort hann myndi eftir einhverju forvitni- legu sem skeð heföi gegnum ár- in. „Þaö hafa margir mætir menn sem nú eru kannski ofar- lega I þjóðfélagsstiganum unnið hérna meö okkur” sagði Þórö- ur: „Ég man t.d. eftir þvi aö Björn Tryggvason i Seölabank- anum var hérna um skeiö, nú og ekki má gleyma „79 af stöðinni’,’ honum Indriða, hann var hérna’ hjá okkur” sagði Þórður. Eru í sambandi norrænna sporvafnstjóra „Félagslifið hjá bilstjórunum hefur alltaf veriö mjög öflugt” sagöi Þórður: „við höldum skák- og bridgekeppnir, árs- hátiöir, skemmtanir og böll. Einnig erum viö með fótbolta og handboltaæfingar. Nú og ekki má gleyma þvi aö hjá okkur er starfandi Kven- félag Hreyfils, þar sem eigin- konur bilstjóranna eru og halda skemmtanir fyrir okkur. Bilstjórarnir hér á stööinni munu nú vera milli 260 og 270 talsins” sagöi Þóröur. „Og svo erum við þátttakend- ur i sambandi norrænna spor- vagnsstjóra” bætti Vagn við og kimdi. „Þaö kom til af þvi aö þátt- takendur voru frá öllum Noröurlöndum nema Islandi. Þaö fannst forráöamönnum sambandsins ekki nógu gott svo þeir buðu okkur bara að vera með i staðinn. Siöan höfum við verið meö og tvisvar haldið mót samtakanna hér á landi, 1969 og 1973”, sagði Vagn. Föstu kúnnarnir færri Á Hreyfli hafa menn mikiö stundað þaö aö gefa hver öörum gælunöfn svo sem „kóngurinn”, „prinsinn” og „dýrlingurinn”. Þaö kom til af þvi aö i gamla daga þegar bilstjórar voru allir mikið niöri á stöö var oft gantast eins og gengur. Nú horfir máliö ööru visi viö vegna þess að bilarnir og bil- stjórarnir hafa dreifst svo mikið um bæinn og flestar stöövarnar eru með staura hingað og þang- að þar sem þeir biða eftir kall- inu '. Viö spyrjum Þórö hvort ekki hafi margt fleira breyst i timans rásv „Öjú. Þegar ég var aö byrja i þessu 1939 og árin þar á eftir, létu ýmsir menn aka sér heilu næturnar og furðulegt var hve sumir gátu verið tiltektarsamir þegar þeir voru búnir að bragða vin. Það var nú ekki nema Hótel Borg sem hafði vinveitingaleyfi, en sú venja skapaðist aö ákveö- in hús og staöir voru i borginni þar sem fólk gat alltaf fengið áfengi. 1 lok striðsins voru margir slikir staöir i braggahverfunum þar sem algengt var aö ýmis- konar ógæfufólk heföist viö” sagði Þórður. Var nærri drukknaður í vatnsbala „Annars hefur maður lent I ýmsu merkilegu. Eitt sinn var ég aö keyra ung- an mann að ákveðnu húsi vestur i bæ. Ég ek með hann þangað og hann fer bak við húsið. Siðan liöur drykklöng stund, þannig að ég fer aö athuga hvað manninum liði. Þá hafði hann troðið sér gegn- um litinn kjallaraglugga sem þarna var og glugginn hafði skellst á fæturna a honum. En ekki nóg meö þaö heldur var hausinn á honum á bólakafi i vatnsbala og litlu mátti muna að hann hefði ekki drukknað þarna i balanum.” Saupalltaf á tómri flösku Viö vorum nú búnir að tefja bilstjórana i nokkuð langa stund og fleiri höfðu bætst i hópinn. Einn þeirra sagði að hann mætti „Ekki hœgtað hugsa sér skemmtilegra" — segir Guðrún Jóno Sigurjónsdóttir hjó Hreyfli „Blokkin er heilög” sagöi Guðrún Jóna Sigurjónsdóttir leigubilstjóri á llreyfli, þegar blaðamaðurinn spurði hana hvorthann mætti kikja i „blokk- ina” sem svo er nefnd, en þar skráir leigubilstjórinn innkom- una yfir daginn. Guðrún er ein tveggja kvenna sem nú starfa hjá Hreyfli sem leigubilstjórar. Hún tók meira- prófið núna i ár og hefur verið leigubilst jóri i rúma tvo mánuði. Aður starfaöi hún á símanum og á skrifstofunni hjá Hreyfli: „en bilstjórabakteríuna hef ég verið meöi 25ár”sagði Guðrún. Guðrún er með útgerðarleyfi á Hreyfli, en keyrir fyrir annan semá bil á stööinni. Yfirleitt eru það eldri bilstjórar eöa ekkjur sem eiga réttindi til að aka ein- um og jafnvel tveimur aukabil- um viö stöðina og er það arfur frá gömlum tima. „Bflstjórarnirtóku mjög vel á móti mér, föðmuðu mig og kysstu þegar ég byrjaði. Einn „Þaö kom mér satt aö segja mjög á óvart hvað unga fólkiö er heiðarlegt og kemur vel fram” sagði Guörún Jóna Sigurjóns- dóttir um reynslu sina þá tvo mánuði sem hún hefur verið starfandi leigubilstjóri. þeirra lét þau orö falla að þetta væri i fyrsta skipti sem hann fýindihjá sérlöngun til að kyssa starfsfélaga sinn” sagði Guð- rún. Um reynsluna af starfinu þessa tvo mánuði sagði hún að farþegarnir væru mjög já- kvæðir og þeim þætti skemmti- legt að fá kvenbilstjóra. Ekki sagðist hún hafa orðið vör við neina fordóma þó hún hefði búið sig undir slikt. „Annars spyrja margir ansi persónulegra spurninga og sumir eru ákaflega nærgöngulir og forvitnir um hagi manns, en afsaka sig i öðru hverju orði yfir þvi að vera að spyrja svona”, sagði Guðrún. „Eitt vil ég taka sérstaklega fram og það er hve unga fólkið er sérstaklega skemmtilegir og góðir farþegar. Það kom mér satt að segja mjög á óvart hvað þau eru heiðarleg og koma vel fram. Auk þess eru unglingamir opinskárri og frjálslegri en eldra fólkiö” sagði Guörún enn- fremur. „Þetta er draumastarf og ekki hægt að hugsa sér það skemmtilegra. „Maður á aldrei frí" — segir Guðmundur Sigurðsson hjá Steindóri „Þetta er eina stöðin sem á flesta bilana sjálf” sagöi Guö- mundur Sigurösson leigubll- stjóri hjá Steindóri, en sjálfur er hann hinsvegar einn fjögurra bilstjóra stöðvarinnar sem aka eigin biium. „Ég byrjaði i þessu árið 1952 og hef verið leiguhilstjóri meira og minna síðan. Hjá Steindóri hef ég lengst af verið, en var þó á BSH árin 1955-63” sagði Guðmundur. „Kúnnarnir eru ósköp svipaö- ir — hvorki betri né verri heldur en þegar ég var að byrja. Hins vegar er flest annað miklu betra” sagði Guðmundur, „Það er mikill munur t.d. frá þvi þeg- ar maður þurfti að verðleggja túrana eftir klukkunni”. „Útlendingar spyrja mikils um ísland og Reykjavík, en eru aö öðru leyti álikir islenskum farþegum”, sagði Guðmundur þegar hann var spurður nánar út i farþegana; „það fer ekki „Þaö er mikill munur frá þvi sem áður var þegar maður þurfti aö verðleggja túrana eftir klukkunni" sagði Guðmundur Sigurðsson sem búinn er að keyra leigubil meira og minna frá 1952. hjá þvi i svona starfi að maður sjái ýmislegt og kynnist mörgu. Maður hefur þurft að keyra ólika menn. Umgengni er yfir- leitt góð i bilunum. Misbrestur vill þó verða á þvi, einkum um helgar og á kvöldin. Annars er það aðallega unga fólkið sem er með svolitla fyrir- ferð. Stundum eiga þau það til að skrúfa niður rúður o§ öskra og æpa, en þau taka nú yfirleitt sönsum”. Vinnudagurinn hjá Guðmundi byrjar klukkan hálf niu á morgnana og siðan er unnið með pásum fram eftir kvöldi. „Það er nú erfiðast i sambandi við þetta starf hvað mikill timi fer i það” sagði Guðmundur, „Maður á aldrei fri”. í fristundunum tefla leigubil- stjórar hjá Steindóri mikið, eins og hjá hinum stöövunum. Bil- stjórarnir eru milli 20 og 30 tals- ins með afleysingamönnum. „Ég hef nú sjálfur litið teflt siðari árin, en ég reyni að lesa eins mikið og ég get ég hugsa að leigubilstjórar séu með mestu bóka- og blaðalesendum sem finnast” sagði Guðmundur að lokum. „Stéttaskipting far- þeganna er minni nú en fyrir tuttugu árum" — segir Guðmundur Magnússon hjá B.S.R. „Það fer mikið eftir bilstjóran- um sjálfum hvort fólkið hegðar sér vel eða er með læti” sagði Guömundur Magnússon sem verið liefur ieiguibllstjóri hjá BSH siðan 1954. „Stéttaskipting virðist vera mun minni nú en þegar ég var að byrja að keyra fyrir rúmum tuttugu árum” sagði Guðmund- ur Magnússon sem keyrt hefur bil hjá B.S.R. samfellt síðan 1954. „Maður sér það best á þvi hvað farþegarnir eru mikiu jafnari, maður finnur engan mun á stéttum þeirra i dag.” „Annars hefur mér likað starfið mjög vel, enda kynnist maður ýmsu i gegnum þetta”, sagði Guðmundur: „tslending- ar eru yfirleitt góðir farþegar held ég. Annars fer þaö voða- lega mikið eftir bilstjóranum sjálfum hvort fólkið hegðar sér vel eða er með læti. Sjálfur hef ég sjaldan lent i vandræðum og tel mig hafa komið vel út úr starfinu i samskiptum við far- þegana”, sagði Guömundur ennfremur. Hann sagði að á BSR væri þó nokkuð mikið félagslif meðal bilstjóranna, en þar eru um 160 bilstjórar skráðir. Bridge og skákkeppnir eru vikulega að vetrinum og siðan eru keppnir milli allra stöðvanna nokkrum sinnum á ári. „Það er mikill munur aö gera út bil núna en þegar maður var aö byrja. Mesta breytingin varð náttúrulega þegar malbikið kom og svo eru bílarnir miklu betri” sagði Guðmundur en bætti siðan við: „Afkoman er aftur á móti verri en hún var og dýrtiðin gerir það að verkum að allt viðhald og varahlutir eru mun dýrari en áður.” Fastir kúnnar Um starf sitt að öðru leyti sagði Guðmundur: „Það eru ýmsar hliöar mannlifsins sem maður kynnist i gegnum þetta starf. Maður verður vitni að miklum erjum og rifrildum og svo einnig gleði og ástum. 1 gegnum árin hefur maður kynnst mörgu ágætu fólki. Mér er t.d. minnisstætt aö Kjarval var fastur kúnni á þessari stöð og annars staðar vildi hann ekki vera, jafnvel þó hann þyrfti á stundum lengi að biða eftir bil. Hann átti það til að koma og láta keyra sig eitthvað út i busk- ann og láta bilinn biða eftir sér kannski heilan dag á meðan hann málaði. Einu sinni fór ég með hann i slika reisu, dag- langa, upp á Kjalarnes. Þegar dimmdi snerum við i bæinn aftur og þá var Kjarval hvorki búinn að bragða vott né þurrt allan daginn. Þegar hann kom heim til sin dembdi hann i sig heilli lýsisflösku og fór siðan beint út á Hressó og fékk sér að borða”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.