Tíminn - 07.03.1969, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.03.1969, Blaðsíða 2
TIMINN FÖSTUDAGUR 7. marz 1989. Pétur Björn Jónsson Eggert Kristjánsson Dórland Jósefsson Kjartan Sölvi Ágústsson SigurSur Ingimundarson MIKIÐ ATVINNULEYSI ENN UM ALLT LAND2 EJ-Reykjavík, mitivikudag. ic Atvinnuleysið hefur lítið minnkað víðast hvar á landinu í febrúarmánuði. Blaðinu barst í dag frá félagsmálaráðu- neytinu yfirlit yfir skráða at- vinnuleysingja í kaupstöðum landsins og kauptúnum með yfir 1000 íbúa miðað við febrúarlok, og til samanburð- ar tölurnar frá janúarlokum, en þá voru hátt í sex þúsund atvinnuleysingjar skráðir. Á þeim stöðum, sem þessar nýju tölur ná til, voru skráðir at- vinnulausir 31. janúar síðast- liðinn 4260 einstaklingar en 28. febrúar var talan 2854. Hef ur því fækkað á skrá um 1406, eða um það bil einn þi'iðja. Mest munar um nokkra stóra útgerðarstaði, sérstaklega þó Vestmannaeyjar — en þar fengu allir, sem skráðir voru í janúar, 273 talsins, atvinnu þegar vertíð hófst, og Akra- nes. ic En þessar tölur sýna svo ekki verður um villzt að ver- tíðin leysir aðeins mjög lítinn hluta atvinnuleysisins, enn eru 2/3 þeirra, sem atvinnulausir voru í janúarlok, án atvinnu og á skrá. Hér á eftir fer yfirlitið frá félagsmálaráðuneytinu um skráða atvinnulausa 28. febrú- ar s.l. í kaupstöðum landsins var ástandið þannig (töiur frá 31. janúar í sviga): 2623 f KAUPSTÖÐUNUM Reykjavík 1059 (1295), Akranes 5 (225), ísafjörður 14 (19), Sauðárkrókur 159 (161), Siglufjörður 180 (348), ölafsfjörðui’ 20 (149), Akur- eyri 468 (453), Húsavík 89 (164), Seyðisfjörður 78 (96), Neskaupstaður 98 (129), Vest- mannaeyjar 0 (273), Keflavík 41 (157), Hafnarfjörður 275 (248) og Kópavcxgur 137 (145). í>að vebur athygli, að á tveimur stöðum hefur atvinnu leysið aukizt. Er það á Akur- eyri og í Hafnarfirði. Þá vek- ur athygli, að þótt vertíð sé hafin eru enn yfir eitt þúsund atvinnulausir í höfúðhorginni. KAUPTÚN YFIR 1000 ÍBÚA f kauptúnum með yfir 1000 íbúa var ástandið þannig: Seltjamarneshreppur 13 (25), Borgarnes 32 (30), Stykk ishólmur 59 (119), Patreks- fjörður 3 (49), Dalvík 88 (102), Selfoss 14 (16), Mið- neshreppur 0 (18), Njarðvík- ur 10 (27), oig Garðahreppur 12 (12). Athygli vekur, að á sumum stöðum hefur atvinnuástandið ekiki breytzt til batnaðar oig sums staðar aúkizt nokkuð. f heild eru núna í þessuim kauptúnum 231 atvinnulaus, en voru 398 í janúarlok. KJOTSOLUMÁLIN VORU RÆDD Á BÚNAÐARÞINGI í FYRRADAG AK, Rvík, miðvikudag. — Áj Miklar umræður urðu á eftir fundi Búnaðarþings í dag flutti j erindi Agnars og tóku mjög marg Agnar Tryggvason, framkvæmda-! ir fulltrúar til máls og beindu til stjóri búvörudeildar Sambands j hans ýmsum fyrirspurnum, sem ísl. samvinnufélaga erindi um j hann svaraði ýtarlega að lokum. markaðsmál landbúnaðarvara er lendis. Hann rakti í stórum drátt um sölumeðferð dilkakjöts erlendj is, e» á s.l, ári var það selt till 9 landa, en langmesta magnið tilj Bretlands. Sá markaður er opinní allt árið, sagði Agnar, en á öðr- um mörkuðum þarf sérstök leyfi, sem ekki liggja ævinlega á lausu. Síðustu 10 árin hefur verið unn- ið að kjötsölu til V-Þýzkalands og voru seldar þangað tæpar 300 lestir af frystu kindakjöti. Reynt hefur verið að selja dilka kjöt beint til hótela en ekki tek- izt, og einnig hafa verið gerðar tilraunir með niðurskorið kjöt, en sú meðferð hefur svarað illa kostnaði. Agnar sagði, að fjármagn vant- aði til þess að auglýsa kjötið, en það mundi auka eftirspurn og hækka verð. Flestir væru þrátt fyrir sölutregðuna sammála um, að íslenzka dilkakjötið sé úrvals- vara. Agnar ræddi einnig um sölu á ull og gærum og sagði, að ullar- verðið hefði sífellt farið lækkahdi, en nú fengist hátt verð fyrir ó- unnar gærur í Póllandi eða um 90 kr. kg. Eftirspurn eftir ísl. hrossum væri vaxandi. Loks ræddi Agnar nokkuð um sláturhúsamál og kvað mjög brýnt að bæta þau og fækka þeim. Sú hætta vofði nú yfir, að mjög fá sláturhús fullnægðu skil- yrðum um meðferð kjöts. Fuindi Búnaðarþings var fram haldið eftir hádegið og voru þá fimm mál tekin til fyrri umræðu, en aðeins eitt afgreitt — tilmæli um athugun á því, hvort ekki væri unnt að gefa út á prenti skýrslur bændaskólanna, annað hvort sérprentaðar eða í tengsl- um við Frey eða Árbók landbún- aðarins. Reykjarsvælan hylur varðskipið. ELDUR í ÞÓR EKH-Reykjavík, fimmtudag. Um kl. 10,30 var slökkviliðið hvatt að varðskipinu Þór, þar sem það lá við bryggju Landhelgis- gæzlunnar á Ingólfsgarði. Varð- maður landhelgisgæzlunnar í varð skýlinu á Ingólfsgarði lét vita af bruinanum. Utan á Þór lágu varð skipið Albert og vitaskipið Árvak ur. Þegar slökkviliðismenn komu á vettvang rauk mikið úr skipinu aftanverðu. Slökkviliðsmönnium gekk ilia að átta sig á hvar eldurinn leyndist í skipinu. Fóru allmangir þeirra niður í skipið með reykgrímur, nokkrir að aftan og aðrir að fram an, og um miðnætti mættust hóp- arnir miðskips án þess að hafa fundið eldinn. Um þetta leyti var skipið tekið að sviðna mjög, en ekki logaði upp úr því. Slökkviliðið notaði nú hin ný- tfengnu froðutæki í fyrsta sinn Tímamynd—Gunnar. og reyndust þau vel. Dráttarbátur inn Maigni dró Albert og Árvak frá Þór, í annað legupláss. Eitthvað var af skotfærum í skotfærageymslu Þórs og skömmu eftir miðnætti tókst lögreglumönn um að fjarlægja þau. Pótur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar kvaðst ekki búast við að skemmdir hefðu orðið miklar á Þór sökutn eldsins, en hins vegar hefðu þiljur skips- ins sviðnað mikið og skipsmenn mættn gera ráð fyrir að mikið yrði um málningavinnu hjá þeim á næstunni.* Óskar Sigurbjarni Ketilsson HROÐALEGT SLYS Framhald af bls. 1. komast niður aftur eins og á stóð, til að bjarga mönnunum niðri. Þeir skipverja sem voru á efri hæðinni komust allir út, en sumir naumlega. Var þegar hafizt -handa við slökkvistarfið, en mikill eldur var í lúgarnum og brunnu íbúðirnar miikið, íérstak- lega á efri hæðinni. Nokkrir netabátar voru á þess- um slóðum og komu þeir fljót- legia á vettvang. Fyr'stur á staðinn var Höfrungur II. Um borð í Höfrungi II voru tæki til frosk- köfunar og voru þau send um borð í Hallveigu Fróðadóttur, en einn skipverja þar er vanur notk un slíkra tækja. Ætlaði hann að freista þess að komast niður í lúgarinn með hjálp köfunartækj- anna, en þau er hægt að nota til að kafa reyk. En þá var eldurinn svo mikill við niðurgönguna, að ekki var viðlit að knmast niður með hjálp þessara tækjia, þar sem þau þola ekki mikinn hita. Skip- |verjar á Höfrungi II aðstoðuðu við slöíkkvistarfið, Klukkan 8 kom björgunarskip ið Elding á staðinn. Voru notað ar slökkvidælur úr því skipi við slökkvistarfdð. Klukkan 6 í morgun var haift samband við Slysavarnarfélagið og beðið um aðstoð, ef eitthvað væri hægt að gera. Hannes Hafsteim fulltrúi. leitaði þegar upplýsinga um véður fyrir vestan_ og reynd ist flugfært. Þyrla SVFÍ og Land- helgissæzlunnar er of lítil til svo langs flugs yfir hafi og var haft samband við Varuarliðið á Kefla- víkurflugvelli, sem bauð fram alla aðstoð sem hægt væri að veita. Var ákveðið að senda stóra þyrlu með hjálparmenn og sjúkra gögn. Einnig bauðst Sveinn Ei- ríksson, slökkviliðsstjóri, til að senda menn úr liði sínu, búna reyk grímum og slökkvitækjum. Lagði Þyrlan • af stað frá Keflavík kl. 8.25 og var kominn að Hallveigu Fróðadóttur kl. 9.10. Rétt fyrir kl. 9 kom varðskipið Þór á staðiinci. Voru tveir slökkvi liðsmenn og sjúkraldði látnir síga úr þyrlunni niður á þilfar varð skipsins. Siðan voru mennirnir um Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.