Tíminn - 07.03.1969, Blaðsíða 15

Tíminn - 07.03.1969, Blaðsíða 15
yÖSTUDAGUR 7. marz 1969. HAFA SKAL ÞAÐ................ Framhaia aj ols 9. stjóra Alþýðublaðsins, Bene- dikt Gröndal þessa orðsend- ingu, svo að hann haldi ekki áfram þeirri ósvinnu að snúa staðreyndum við. Nú, þegar hann veit hið rétta, treysti ég því a.m.k. um þetta atriði, að hann liafi það, sem sannara reynist. En meðal annarra orða, fyrst Benedikt Gröndal er svo dómharður á Framsóknar- flokksmenn, sérstaklega um það, að viðhorf þeirra til mál- efna séu breytingum háð eftir þvi, hvort þeir eiga setu í rík- isstjórninni, eða eigi, þá þarf Ofcki að draga það í efa, að slíkt er ekki fyrir hendi á heimili Alþýðuflokksins. Þar hreytast ekki viðhorf með til- liti til stjórnarstóla. Þó ráðlegg ég honum að kynna sér viðhorf núverandi formanns Alþýðu- flokksins til gengisbreytingar- innar og til frjálsrar verzlunar árið 1950 og nú, eins og þau voru túlkuð í umræðum um gengisskráningu þá, t.d. á bls. 375 í B-deild Alþingistíð- inda 1949 og þeim, sem fram komu í umræðum um skýrslu ríkissíjórnarinnar um efnahags mál, þeim er vitnað er til í upphafi þessarar orðsendingar. Ég leyfi mér að fara fram á það við ritstjóra Alþýðublaðs- ins, að liann birti í blaði sínu, t. d. upphaf framsöguræðu nú- verandi formanns Alþýðu- flokksins við gengisbreyting- una 1950, er lýsir viðhorfi hans til gengisbreytingar og hliðstæðan kafla úr ræðu hans nú, svo lesendur mættu glöggt sjá staðfestu Alþýðuflokks- manna. Ég treysti því, að eftir að rit stjóri Alþýðublaðsins, Bene- dikt Gröndal, fimmti þingmað- ur Vesturlands, hefur kynnt sér þá málavexti, sem ég hef gert að umtalsefni hér, átti hann sig á því, að sá máls- háttur er enn I gildi „Þeim er ekki hollt að kosta grjóti, er í glerhúsi búa.“ Halldór E. Sigurðsson. ÍSL. KVENBÚNINGAR t’ra.nnaia -.j , oöu og sýninguna í Bogasalnum og tengir þannig saman sjón og sögu til meiri skilnings. Er því gott að lesa bókina að lokinni ferð á sýninguina. Frásögnin er ákaflega skýr, þótt stutt sé, og ber vitni um trausta þekkingu, byggða á vandlegri rannsókn. Nauðsyn er á að einhver semji góða bók um íslenzka kvenbúninga allt frá fyrstu tíð íslandsbyggðar, og þessi litla bók frú Elsu bendir til, að hún gæti unnið það verk með mikilli prýði og hafi þegar við að að sér drjúgum skerfi til þess. AK. ÚRELT LÖG Framhaid aí bls. 6. Samþykkt var að vísa málinu til ríkisstjórnarinmar með 9:8. Páll Þorsteinsson sem mælti fyr- ir minni'hluta aefndar sagði, að ef gömlu lögin væru athuguð, væri ótvírætt, að þau þyrftu end- urskoðunar við. Sagði Páll, að Póst- og síma- málastofnunin væri meðal þeirra ríkisstofnana, sem veittu hvað mesta þjónustu og hefðu mesta fjármuni til ráðstöfunar. Sagði hanrn, að öll mál pósts og síma heyrðu undir ráðherra, en ekki þimgkjörna stjóru. Ekki væri hægt að ætlast til þess, að ráð- herra gæti kynnt sér nema allra stærstu þætti í stjórn stofnunar- innar. Tjövfræðile?B cáð na dð. I ferðilega skoðað, væri það Al- þingi, sem bæri ábyrgð á fjármun- unum og starfsemi ríkisstofnana. Samkvæmt stjónnarskránni ætti Alþingi að ráða öllum sköttum og gjöldum. Þær fjárhæðir, sem Póstur og sími hefði til ráðstöf- unar, væru mjög háar og færu hækkandi. Væru þær nú 7—800 milljónir kr. eða um 12%_f fjár- lögum. Alþingi bæri ábyrgð á þessu, en hefði lítið af því að segja. Því þyrfti að auka afskipti Alþingis og leiðrétta hina gömlu löggjöf. Þar sem Póstur og sími hefði mikil samskipti við alla lands- menn og væri því eðlilegt að al- menningur hefði aðstöðu til að fá uppiýsingar um starfsemi þeirra til að eyða tortryggni. GætJ þing- kjörin stjórm orðið mikilvægur tengiliður og gæti haldið fundi um fyrirspurnir og kvartanir neyt endanna. FRÁ ALÞINGI Framhald af bls. 6. að rekja hér í þessari ræðu, þá tel ég að það sé vandalaust og fyrirhafnarlítið og kosti mjög lítið, þegar til lengdar lætur a.m. k. að breyta því þannig, að hver fasteignareigandi fái einn gjald- seðil, og hann eig.i fyrst og fremst um það við sjálfan sig, hvort hann greiðir þessi gjöld, en að aðrir sambýlismenn hans í við- komandi húsi, þurfi ekki að líða bágt fyrir það, ef einhver af íbú-j um hússins stendur ekki í skilum. Ef mönnum finnst, að hér sé ekki um réttlætismál að ræða, þá skulu þeir segja það skýlaust og fella þá frv. á þeim forsendum. I Það hefur Jón Þorsi^einsson raun-j ar að nokkru leyti gert, og það er þá líka það eina, sem mér finnst að eftir standi af hans rökum með' fullu gildi. Ég hef þá skoðun, að þegar útsvör eru þannig eins og nú er, þegar svo til allir gjaldstofnar hér i Reykjavík eru notaðir til hins ýtrasta, þá er ekk ert óeðlilegt, að fasteignagjöldin séu það líka. Og ég tel ekkert eftir ýmsum aðilum, sem eiga hér stórhýsi, að þeir greiði fasteigna- gjöld eins og fyllstu lagaheimild- ir leyfa. En þáð, sem ég horfi á með kvíða, er, að þetta skuli endi- lega þurfa að lenda á þeim, sem fyrir eru í fullkomnum vandræð- um með að halda í húsnæði, sem þeir búa í, og sem ég hef leyft mér að kaila hér nauðþurftar- húsnæði, þ.e. íbúðir, sem ekki fara yfir 80 þús. að fasteignamati. j Það er þetta, sem ég ætlaði að1 freista að koma : kring, að þáð væri heimilt, ekki er nú lengra gengið í frumvarpinu. 1 Frumvarpið var fellt með at- kvæðum stjórnarsinna. RÆÐA SKÚLA Framhald af bls. 7. undir þessu sama skattalögmáli eru landsmenn yfirleitt allir. Og mér er spurn: Á þá ekki skáldið í Gljúfrasteini í Mos: fellssveit í Kjósarsýslu, Hall- dór Guðjónsson Kiljan Lax- ness, einnig að fá sæti við þetta sama stóra borð með vinj um sínum, séra Jóni P”;’" ’’;. fröken Hnallþóru rf Umba biskupssenci. Helga hreppsnefndarouuvna og hros'sakaupmanni í Langa- vatnsdal og öðrum landslýð yf- irleitt, þar á meðal öðrum sikáldum og listamönnum? . . . Já, skáldum, vel á minnzt. ís- lenzka ríkið greiðir rithöfund- um og öðrum listamönnum ár hvert nokkurt fé úr sjóði sín- um sem kunnugt er. Þetta reiknast allt skattskyldar tekj- ur hjá rithöfundum. Það er lagður tekjuskattur og tekju- útsvar á öll þessi listamanna- laun. Það, sem um getui í frum varpskríli þessu, sem hér ligg- 117» ■fxrri-*» or xrfr’ti o*-> -Pr> 1. TÍMINN ald úr annarri meri, eins og' segir á einum stað í þeirri merku bók, er ég hef hér lítil lega vitnað til. Dönsk folöld munu vera stærri en íslenzk folöld, og þá er mér spurn: Hvers vegna ætti stórt folald hingað komið úr konungsrík- inu Danmörku að vera lakari skattstofn fyrir okkar ríkissjóð en lítið folald. vaxið upp í lýð- veldinu á íslandi? Ha? Þó að ég hafi borið fram hér nokkrar athugasemdir, tel ég sjálfsagt, að mál þetta fái þinglega afgreiðslu. Ég vil því, að frv. verði vísað til þn., sem skoði það vandlega í krók og kring. SKIPSMAÐUR LÉZT Framhald af hls 16 hafa verið látinn er þang að kom. Aðra skipsmenn um borð sakaði ekki. Nánari fregnir hefur ekki verið hægt að fá af þessu slysi, en forstjóri út gerðarinnar fór til Þýzka lands vegna slyssins. en sjó' próf vegna þess munu fara fram hér heima, þegar skipið kemur hingað úr söluferðinni. | Haldið var að kviknað j hefði í út frá kynditækjun um í káetunni, en svo mun ekki hafa verið. Þér er ekki alvara (You must be Joking) Bráðfindin og sprenghlægi- leg ný ensk-amerísk gaman mynd í sérflokki Michael Callan Lionel Jeffries, Denholm Elliott, Bernard Cribbins Sýnd kl. 5, 7 og 9 Helga Áhrifamikil ný, þýzk fræðslu mynd um kynlöið, tekin i litum. Sönn og feimnislaus túlkun á efni, sem allir þurfa að vita deili á. Myndin er sýnd við metaðsókn víða um heim. — íslenzkur texti. — Sýnd kl. 5, 7 og 9 Lestin til vítis („Traln D’Enfer"! Hörkuspennandi og mjög vel gerð. ný, frönsk sakamála- mynd í litum Jean Marais Mansa Mell Sýnd kl 5,15 og 9 Bönnuð mnan 14 ára. Útför í Berlín (Funeral in Berlin) Bandarísk mynd um njósnir og gagnnjósnir, tekin í Technicolor og Panavision, byggð á skáldsögu eftir Len Deighton. Aðalhlutverk: Michael Caine Eva Renzi íslenzkur texti Sýnd kl. 5, 7 og 9 Bönnuð innan 16 ára. 25. stundin (The 25th Hour) Anthony Quiim Virna Lisi — íslenzkur texti. — Sýning aðeins kl. 9. Bönnuð mnan 14 ára. Sýning aðeins kl. 5 og 9 LAUGARÁS mm SMW CtHtlO tÚ/ULEO fcnúiIMI WiftítÞAh MO,>l !' .,'(ju, tKkfeMn , iÞittwMWhi ; Slmai 3207S on 38150 í lífsháska Mjög skemmtileg og spenn- andi amerísk mynd í litum og cinemascope, um alþjóða- njósnir og demantasmygl. ísl. texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bonnie og Clyde Aðalhiutverk: Warren Beatty Faye Dunaway íslenzkur texti. Bönnuð hörnum rnnin 16 Sra. Sýnd kl. 5 og 9 15 JISSfcFéSfíS| MAÐUR og KONA í kvöld YFIRMÁTA OFURIIEITT laugardag. MAÐUR og KONA sunundag kl. 15 ORFEUS OG EVRIDIS sunnudagskvöld Allra síðasta sýning. Aðgöngumiðasalan í Iðnó er opin frá kl. 14. Sími 13191. iti^ ÞJODLEIKHÚSIÐ DELERÍUM BÚBÓNIS í kvöld kl. 20 PÚNTILA og MATTI laugardag kl. 20 Síðasta sinn. SÍGLAÐIR SÖNGVARAR sunnudag kl. 15 CANDIDA sunnudag kl. 20 AðgöngumiðasalaD opm £rá kl 13,15 ti) 20.00 Sími 1-1200. Slm) 11544 Saga Borgarættar- innar 1919 — 1969 50 ÁRA Kvikmynd eftir sögu Gunn ars Gunnarssonar, tekin á ís landi árið 1919. Aðalhlutverkin leika ís- lenzkir og danskir leikarar. íslenzkir textar. Sýnd kl. 5 og 9 Það skal tekið fram að mynd in er óbreytt að lengd og al- gjörlega eins og hún var, er hún var frumsýnd í Nýja Bíó. gÆJÁRBíP Slr- H0I84 Aldrei of seint (Naver too late) Bráðskemmtileg bandarísk gamanmynd í litum. Sýnd kl. 9. Auglýsið í Tímanum T ónabíó Leiðin vestur (The way west) l Stórbrotin og snilldarvel gerð og leikin, ný amerísk stórmynd í litum og Pana vision. Isl. texti. Sýnd kl. 5 og 9 Bönnuð börnum innan 14 ára

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.