Tíminn - 07.03.1969, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.03.1969, Blaðsíða 6
6 ÞINGFRÉTTIR TÍMINN ÞINGFRÉTTIR FÖSTUDAGUR 7. marz 1969. Heimild um takmörkun fasteignagjalda nauö- þurftarhúsnæöis felld! LL-Reykjavik, miðvikudag. Br rætt var um frumvarp Ein-1 ars Ágústssonar um tekjustofna; sveitarfélaga í efri deild Alþing- is, komu fram -tvö álit frá nefnd þeirri, sem um málið fjallaði. Meiri hluti nefndarinnar, stjórn- arsinnar, lögðu til að frv. yrði fellt, en minnihluti vildi sam- þykkja það með smávægilegum 'breytingiim. Björn Fr. Björnsson, sem mælti fyrir minnihluta nefndarinnar, sa|ði m.a.: I þessu frv. er lagt til, að heim- ilt sé að lækka álag fasteigna skatta, þegar um meðalíbúð til eigin afnota er að ræða. Með hlið sjón af þeim erfiðleikum, sem steðja að mörgum efnamiinni íbúð areigendum, teljum við í minni- hlutanum sanngjarnt, að heimild sé til þess í lögum að lækka eftir atvikum fasteignaskatta, og þá þegar svo er ástatt að aðeins er um minna íbúðarhúsnæði að ræða og einvörðungu til nauðþurfta. Margir skattþegnar eiga fullt í fangi með að halda sínu íbúðar- húsmæði og þessu fólki sýnist, okk ur í minnihlutanum, eiga að rétta nokkra hjálparhönd, og beri því að veita sveitarstjórnum heimild í þá stefnu, sem í frv. greinir. Einar Ágústsson sagði m.a.: Ég tel að það skipti talsverðu máli, hvernig fasteignaskattar eru lagðir á, ekki sízt nú, þegar íbúð- areigendur berjast í bökkum við að halda sínum íbúðum. Að und- anfönnu hafa allmargar íbúðir ver ið seldar nauðungarsölu, og er það vissulega hörmuleg þróun. Hér er gert ráð fyrir, að sveit- arstjórnum sé heimilt að undan- (Þvgg j a þessar tilteknu ibúðiir hæsta fasteignaskattsálagi. Nú er heimilt að þrefalda fasteignaskatt inn í vissum tilfellum og sum sveitarfélögin hafa þegar notað sér af því, þar á meðal Reykja-; vík nú nýverið. Þegar það kom til orða að þrefalda fasteigna- í skattinn í Reykjavík, komu fram raddir um það í borgarstjónn Reykjavíkur, að ef til vill væri' sanngjarnt að undanþyggja þessu viðbótarálagi minni íbúðir, sem notaðar eru til eigin þarfa, og það var ekki annað að heyra þar, heldur en flestir borgarfulltrúar teldu að það væri sanngirnismál, en það strandaði á því, að lög leyfðu það ekki. Þess ’vegna hef ég flutt þetta frumvarp, svo það væri alveg ótvírætt að sveita- stjórnir gætu haft áhrif á það, hve fasteignaskatturinn er í viss- um tilvikum alveg á sama hátt og aðrir skattar og gjöld til borg- arinnar eru ákveðin. Nú reynir á, hvort þessi við- bára hefur verið fyrirsláttur eða menn hafi raunverulega meint, að þetta væri skynsatnleg hugmynd, sem aðeins strandaði á lagabók- Björn Fr. Björnsson stafnum. Hér hafa verið lagðar fram 2 umsagnir um þetta frv. Önnur er frá sambandi ísl. sveita- félaga og er sagt, að ekki sé hægt að mæla með samþ. frv., ekki sízt eins og þar segir, vegna hims mikla misræmis á fasteignamati, eftir því hvar fasteignirnar eru á landinu samkv. núgildandi fast- eignamati. Hér finnst mér vera algjört vindhögg slegið. í fyrsta lagi vegna þess, að frv. gerir ein- ungás ráð fyrir heimild en ekki skyldu, auk þess ætti vitanlega, ef svo er ástatt, sem allir raunar vita vel, að fasteignamatið er svona geysilega misjafnt, þá á auðvitað að kippa því í lag. Hia umsögnin er frá Gjald- heimtunni í Reykjavík og telur þetta fyrirkomulag ekki samræm- ast reglum þeirrar stofnunar um innheimtu fasteignaskatts. Menn verða að læra af reynsl- unni í þessu efni eins og öðru, og breyta því, sem aflaga fer hjá öllum stofinunum ríkis og Reykja- víkurborgar, hvort sem þær heita Gjaldheimta eða eitthvað annað. Nú tel ég að komið hafi í ljós þeir ágallar, að það sé sjálfsagt að breyta. Og eins og ég hef rey.it Framhald á bls. 15 NATHAN & OLSEN HF. Eftirlæti allrar fjölskyldunnar með súkkulaðibragði Qj GENERflL w Athugun lánskjuru utvinnuvegunnu LL-Reykjavík, þriðjudag. Þórarinn Þórarinsson lagði í dag fram eftirfarandi tillögu til þingsályktunar á Alþingi: Neðri deild Alþingis ályktar að fela ríkisstjórninni að afla upp- lýsinga um lánskjör atvininuveg- anna hjá þeim þjóðum, sem ís- lendingar keppa við á eríendum mörkuðum og á heimamarkaði. Upplýsingar þessar skulu bæði ná til stofniána og rekstrarlána og greina frá lánsmöguleikum, af- borgunarskilmálum, vöxtum og öðru þvi, sem máli skiptir. Að fengnum þessum upplýsingum | skal gerður samanburður á láns- kjörum þessara atvinnuvega og ís- lenzkra atvinnuvega og sá saman- burður birtur opinberlega. í greinargerð með frumvarpinu segir: Það er undirstaða að öruggri afkomu þjóðarinnar, að atvinnu- vegir hennar séu samkeppnisfær- ir við atvinnuvegi ainnarra þjóða. Hið opinbera verður að gera allt, sem það megnar, til þess að svo megi verða. I þeim efnum er það eikki sízt þýðingarmikið að at- vinnuvegirnir búi við ekki lakari lánskjör en tíðkast annars staðar, þar sem lánsfé verður nú stöðugt stærri þáttur í rekstri atvinnuveg- anna sökum vaxandi vélvæðingar og hraðrar framþróunar. Þess vegna er hér lagt til, að aflað verði sem ítarlegastra upplýsinga um lánskjör atvinnuvega þeirra þjóða, sem við keppum helzt við, og síðan verði gerður samanburð- ur á þeim og lánskjörum ís- lenzkra atvinnuvega. Slíkur saman burður mun leiða í ljós, hvernig sú stefna í peniingamálum, sem nú er fylgt, tryggir samkeppnis- stöðu atvinnuveganna og hvaða breytinga kunni að vera helzt þörf ■í þeim efnum. ÚRELT LÖG UM PÓST OG SÍIVIA LL-Reykjavík, þriðjudag. Er rædd voru nefndarálit um frumvarp um Póst- og símamála- stofnun íslands (1. flm. Tómas Karlsson) á Alþingi í dag kom fram, að bæði meiri og mimai hluti nefndiar’iinnar var hlynnt- ur því, að hin 34 ára gömlu lög um þetta efni yrðu endur- skoðuð. Meiri hluti vildi vísa því til ríkisstjórnarinnar, en minni hlutinn vildi láta samþykkja frum varpið. Framhald á bls. 15 Ópólitískur embættuveitingur LL-Reykjavík, mánudag. f dag lögðu þeir Þórarinn Þórarinsson, Jón Skaftason, Jónas Jónsson og Ingvar Gísla son, fram tillögu til þingsá- lyktunar á Alþingi. Tillagan er um að undirbú- in verði heildarlöggjöf um emb ættisveitiigar, en þær hafa sem kunnugt er, verið mjög póli- tískar á undanförnum árum. Er það miður, ef ekki er hægt að skipa hæfasta mann, sem völ er á í embættin og það hljóta allir að sjá, að hags- munir allrar þjóðarinnar verða bezt tryggðir með völdum manni í hverju rúmi. Tillagan er svohljóðandi: Alþingi ályktar að kjósa fimm manna nefnd hlutfalls- kosningu í sameinuðu þingi til að undirbúa heildarlöggjöf um embættaveitingar og starfs mannaráðningar ríkisins og rík isstofnana, þar sem stefnt sé að þvl að tryggja sem óháð- ast og ópólitískast veitingavald og starfsmannaval. Nefndin skal kynna sót löggjöf og regl- ur um embættaveitingar í öðr- um löndum og þá reynslu. sem þar hefur fengizt i þessum efn- um. Þá skai nefndin einnig afla sér álits félaga embættis- manna og annarra jpinbeiTa starfsmanna utn það, hvernig þau telji bessum málum verða bezt skipað. bannig að fram- angreindur tilgangur náist. Nefndin býs sér sjálf for- mann. í greinargerð með tillögunni segir: Veitingavaldið er að lang- mestu leyti í höndum pólitískra ráðherra, og hefur svo verið síðan stjórnin fluttist inn í landið. Embættaveitingar hafa því oft viljað verða pólitískar, þótt aldrei hafi það verið aug- ljósara en hin síðari ár. Sú hefð er óðum að skapast, áð ekki komi aðrir menn til greina við veitingu meiri hátt- ar embætta en þeir, sem hafa skilríki fyrir því, að því fylgi ríkisstjórninni eða flokkum hernnar að málum. Hér er ekki aðeins um fullkomnustu rangs- leitni að ræða heldur hlýzt af þessu, að hið opinbera verður oft og tíðum að notast við lak- ari starfskrafta en ella. A£ framangreindum ástæðum er bað bæði réttlætismál og hagsmunamál fyrir þjóðfélagið. að veitingavaldið verði fært sem mest úr hönduir. pólitískra ráðherra og lagt í hendur sem óháðastra aðila eða bundið á- kveðnum reglum, sem miði að því að útiloka pólitíska eða per- sónulega hlutdrægni. Ýmis mis munandi form geta komið bar til greina, og barf að athuga vandlega, hvað hentar bezt ís- lenzkum aðstæðum og reynist kostnaðarminnst í fram- kvæmd Því er lagt til, að sér- stakri nefnd verði falið að und irbúa heildartöggjöl um þetta efni. bar sem iöfnum höndum verði stuðzt við erlenda reynslu og álit oeirra. sem mest hljóta að hugsa um skip- an þessara mála hérlendis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.