Tíminn - 16.03.1969, Síða 6

Tíminn - 16.03.1969, Síða 6
m TIMINN SUNNUDAGUR 16. marz 1969. Stundum, þegar fólk kemur frá útlöndum og segir kunningjum iheiimia frá því, hve fáfróðui erlendir menn eru um ísland. þá hættir kunning.ium til að glotta og skín vantrúin út úr þeim. Allir hljóta að kannast við sögurnar, er sagt, skerf okkar til heimsbókmenntann^ heita vatnið í bæjunum, Geysi Heklu, Surtsey og gúrkurnar í Hveragerði. Vegna þessa varð ég bæði hlessa og hneyksl aður, þegar ég fyrst var tekinn tali, af útlendum og spurður um ísland. Iðulega-er ég spurð ur, hvaða mál við tölum þarna norður frá og þegar ég segi íslenzku, þá _er ég vart tekinn trúanlegur. Á hverju við lif- um er írum algjör ráðgáta. Margir halda því eindregið fram, að við búum í snjóhús- um eða „igloos" eins og þeir kalla þau. Almennt er álitið, að eskimóar byggi landið. Eitt kvöldið var ég orðinn þreyttur á þessu eskimóaþvargi og sagði, að vissu'lega væri mikill meirihluti ’ þjóðarinnar eski- móakyns en flámenn hvít yfir- stétt dveldi í landinu og til- heyrði ég þeim hvítu. Ég var haldinn í mikilli virðingu allt það kvöld. Síðar reyndi ég sama bragð við írskan sveita- pilt, sem trúði þessari kyn- þáttaskiptingu mætavel. En þegar hann. stóð á því fastar en fótunum, að ég væri eski- mói, þá leizt mér ekki á blik- una og hef ég ekki minnst á eskimóana íslenzku síðan. Því er ég að málalengja um fá- vizku íra að í stuttu jólaleyfi heima á íslandi, þá ógnaði mér hvað við vitum í rauninn lítið um írland. Enn eftir tugi ára er mitt kæra írska lýðveldi kallað fríríki. Mér þætti gam an að vita, hvað íslendingum finndist ef þeirra riki væri þannig uppnefnt. Vegna atburð anna í Ulster, sem hafa dreg ið að sér athygli heimsins nú að undanförnu, þá vita flestir, að írlandi er skipt í tvo hluta og er annar hlutinn í Ereta- veldi. Flestir halda, að írlandi sé nokkuð jafnskipt og einhver spurði hvort Dublin væri ekki í ríki Elísabetar. Hitt vita fæstir, að írlandi er skipt í 32 héruð og eru 26 þeirra í írska lýðveldinu, en aðeins 6 í landshluta þeim,_ sem nefnd- ur er Norður-írland, eða Ulster. Nú þótti mér ófært að gefa ekki nokkrar upplýs- ingar um frland nútímans og leitaði því á vit Michael Mclnerney, stjórnmálaritara Irish Times, sem gaf mér miklar og margvíslegar upp- lýsingar af góðvild sinni. f lýðveldinu er fólksfjöldi um það bil 2 milljónir og 800 þúsund. f Ulster er um það bil ein milljón og 400 þúsund. f lýðveldinu eru um 95 af hundr aði kaþólskrar trúar en í Ulster eru 65 af hundraði mót- mælendur, 35 af hundraði kaþólskir. Svo að við víkjum okkur að efnahagi og atvinnu- vegum, þá er írska lýðveldið óðum að breytast úr landbún- aðarþjóðféiagi í iðnaðarþjóðf. Arið 1967 jafnaðist iðnvarning ur næstum á við landbúnaðar afurðir að útflutningsverð- mæti. Má rekja ástæður þessa til stóraukins erlends fjár- magns, en írar hafa mjög sótzt eftir slíku, og flótta fólks ins úr sveitunum. Á síðustu níu árum hafa um tuttugu af hundraði bændafólks yfirgef- ið býlin og flutzt til bæjanna. Hafa þessir flutningar orsakað mikinn húsnæðisskoKt í stærri borgum. Iðnaðarfyrirtækin eru heldur ekki fær um að veita öllu því fólki atvinnu, sem flykkzt hefur til borganna. At- vinnuleysi er vandamál alls staðar í landinu. Ýmsir segja, að stjórnarvöldum þóknist slíkt ástand, en samkvæmt kenningum ýmsra hagfræðinga ku það vera gott fyrir þjóð- félagið, að viss hundraðshluti þjóðarinnar sé ætíð atvinnu- laus. Ég ætla nú íslenzkum hagfræðingum ekki slíkt hug- arfar. Síðustu átta árin hafa útgjöld ríkisins þrefaldazt, fraimleiðni aukizt um fjörutíu af hundraði, en atvinna lítið sem ekkert. írland er ekkert velferðarríki, um það bil milljón íbúa hafa rétt til hnífs og skeiðar og hungur er vel þekkt. Fyrir skömmu beið ég í tvær klukkustundir á járn- brautarstöð í Belfast, stærstu borg Norður-írlands. Bið á járnbrautarstöð væri ekki í frásögur færandi, ef á stöðinni hefði ekki verið saman kominn fjöldi fólks á öllum aldri, klæddur skrautlegum uniform um, sem minna réyndar á bún- inga Lúðrasveitar Reykjavík- ur, nema hvað litirnir eru skærari og meira um axlar- skúfa. Einhvern veginn fannst mér að þetta væru einu spariföt margra ungu mannanna, slíkur var hátíðarbragurinn á þeim. Þarnia var stór lúðrasveit skóla barna, sem léku írska dansa og brezk ættjarðarlög mér til óblandinnar ánægju. Þegar þau blésu Land vonar og dýrð ar (Land of Hope and Glory), lag, sem alltaf kemur mér í stemmningu, þá gat ég ekki stillt mig um að veifa til ..... þeirra ævisögu Michael Coll- ins, en írski fáninn blaktir á kápu bókarinnar. — Brezki fáninn er notaður í Ulster. — Víkur sér þá ekki að mér kona, sem þarna beið og seg- ir, að þelta skuli ég ekki gera, því að þarna séu fylgismenn síra Ian Paisley á ferðinni. Mér varð hverft við, hafði, allt af ætlað mér að komast til Dublin með líffærin í sæmi- legu lagi, stakk bókinni í vas- ann í miklum flýti og fór að skoða Playboy, sem lá þarna. Það tímarit fæst ekki hérna fyrir sunnan. Nú kynni einhver að spyrja: Hvaða fólk var þetta? Hver er Paislay? Hvers vegna í ósköpunum varðstu hræddur? Óraníureglan er stærsta og voldugasta leynifélag í írlandi, sem morar í leynifélögum. Ian Paislay er fremur ungur og feitur prestur, sem flutt- ist til Ulster'frá Skotlandi fyr- ir tíu árum síðan. í Skotlandi hafði liann stofnað söfnuð frjáls öld ungakirk j uf ólks og kom hann yfrum til þess að ffelsa fleiri. Fyrir norðan á hann nu þúsundir frelsaðra fylgismanna, sem eru allra manna viljugajstir til að berja á kaþólikkum. Hefur þeim Það er oft róstusamt í Dublin. Skemmst er að minnast þess, þegar styttan af Nelson flotaforingja var sprengd upp. verið líkt við Ku Klux Klan og reyndar er Ulsterríkinu sjálfu oft líkt við Suðurríki Bandaríkjanna. Það hefur þó ekki verið í heirnsfréttum í mörg ár; þangað til að ég kom til írlands í byrjun októ- ber. Þann 5. október síðastlið- inn var gengin kröfuganga í Londonderry. Gangan hafði ver ið bönnuð daginn áður af inn- anríkisráðherra Ulster, Willi- am Craig. Sagði sá af sér ráð herrastörfum fyrir skömmu. Lögreglumenn tvístruðu göngu fólki og börðu það allrækilega. Síðan hefur mikið gengið á fyrir norðan. Enn sem komið er hefur enginn verið drep- inn, þótt undarlegt megi heita. írar eiga sér dapurlegri sögu en flestar aðrar þjóðir. í sjö aldir, voru þeir undir enskri stjórn og fátt hefur Englendingum tekizt verr en að stjórna frum. Hver einasta kynslóð hefur fengið sinn skerf af hryðjuverkum og blóðsúthellingum. írar þekkja ekki frið og þess vegna taka þeir mörgu með ótrúlega jafnaðargeði. Óeirðirnar í Ulst er eiga upptök sín á sautjándu öld. Þá voru írskir bændur reknir af jörðum í sex héruð- um og skozkum kalvínstrúar- mönnum gefið jarðnæðið í þakklætisskyni fyrir hollustu sýnda föðurlandinu. Ekki hef ég komizt að því, hver var svona greiðugur en þar sem Vilhjálipur konungur af Oran- íu er í eins miklu afhaldi hjá Ulstermönnum og heilagur Patrekur er hjá kaþólskum írum, þá hlýtur hann að vera við málið riðinn. Kalvínstrúar- menn hata kaþólsku oig páperí eins og pestina. Þegar Irlandi var skipt með lögum árið 1920, þá var ríkisstjórnin brezka svo klaufaleg við skipt inguna, að svæði, þar sem ka- þólikkar eru í meiri hluta, t.d. Londonderry, eru enn und- ir brezkri stjórn í orði kvéðnu. Þeir sem ráða eru hin póli- tíska deild Óraníureglunnar, Sambandsflokkurinn (Union- istar). Ulsterríkið hefur eigin lög, sem að m^rgu leyti eru frábrugðin énskum lögum. Eitt afbrigðið éru kosninga- lögin. Tvö hundruð þúsund fleira fólk getur kosið f þing- kosningum en í bæjar- og sveitastjórnarkosningum. Ung- ur þingmaður á Stormontþingi (Ulsterþingi), getur ekki kos- ið í borgarstjórn í Belfast, vegna þess að hann býr hjá foreldrum sínum. Aðeins hús- eigendur og makar þeirra eða þéir, sem hafa fastan leigu- samning, geta kosið til borgar- arstjórnar. Borgar- eða bæjar- stjórn úthlutar bæjarhúsnæði og úthlutar ekki öðrum en þeim, sem kjósa rétt. Sjö manna kaþólsk fjölskylda, sem hafði búið í tveimur litlum herbergjum árum saman, hafði oft sótt um bæjarhús en aldrei fengið. í haust fluttu þau inn í hús, sem hkfði losnað, og spurðu engan um leyfi. Eftir nokkrar vikur var þeim hent út með lögregluvaldi. Daginn eftir útkastið var nítján ára gamalli einhleypri stúlku út- hlutað húsið. Sú var mótmæl andi. Þannig hefur Sambands flokkurinn haldið völdum í stjórnum borga, þar sem meiri hluti íbúa er kaþólskrar trú- ar. Kaþólikkar búa í ghettóum í gömlum húisum, sem eru að springa af börnum, en mót- mælendur breiða úr borgun- um. Auk þfessa er miklum órétti beitt í atvinnumálum, mótmælendur skulu ætíð sitja fyrir. Bæjarstarfsmenn og lög' regluþjónar eru mótmælendur og hefur lögreglan mikil völd. Leysa má upp alla fundi fyrir varalaust. Þar sem þrír eru samankomnir er fundur, lög- um samkvæmt. Leita má í hús um án nokkurs leyfis, hand- tökuskipanir eru óþarfar og má halda fólki föngnu í lengri tíma, án þess að réttarhald eða rannsókn faii fram. Mann réttindahreyfingin í Ulster hef ur vakið samúð ýmsra frjáls- lyndra mótmælenda þar og hefur vaxandi þátttaka ungs fólks frá mótmælendafjölskyld um í aðgerðum glatt hugi margra íra. Ástæðan fyrir þessari þátttöku er bæði eðli- leg og hálfdapurleg. Kirkjan skiptir engu í hugum ungs fólks. Trúarrígurinn hefur alið af sér trúleysi. Gömlu siðirnir, írska íhaldsemin eru held- ur á undanhaldi hvarvetna í landinu. Það sá ég bezt í gær, á fimmtíu ára afmæli írska þingsins (the dail). Þingmenn gengu til hátíðarmessu með forseta og ríkisstjórn. Eamonn de Valera, hinn áttatíu og sex ára gamli for- seti ávarpaði þingið á írsku og talaði um þjóðernisstefnu. Þingfundur fór allur' fram á írsku til hátíðabrigða. Veizlu- höld voru um kvöldið. Daw- son-stræti, en þar er þinghús- ið, var lokað almenningi snemma dags. f strætinu, sem er á lengd við Austurstræti, en mun breiðara voru sex hundruð lögregluþjónar til taks. Við hátíðarmessuna voru sex manns handtekin, þrír voru handteknir í innanríkisráðu- neytinu. Óeirðir voru við toll- húsið og fleiri frægar bygg- ingar. Stúdentar héldu fund og ákváðu að marséra. Gengið var til pósthússins í aðalstræti borgarinnar. Settust menn þar á blauta götuna, /minntust páskauppreisnarinnar árið 1916 og héldu síðan háðrétt yfir þingmönnum. Voru þeir allir úrskurðaðir sekir um föður- landssvik. Meðal þeirra, sem þarna sátu, voru tveir íslenzkir námsmenn og mótmæltu þeir Framhald á bls. 22 0 I

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.