Tíminn - 22.04.1969, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.04.1969, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 22. aprfl 1969. 9 Útgefandl: FRAMSÚKNARFLOKKURINN Pramkvæmdastjórl: Kristjar Benediktsson tUtstjórar Pórarmn Þórarinsson (áb). Andrés Krtstjánsson Jón Heleason oe tndrtSi G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjómar Tómas Karlsson Auelýs tngastjóri: Steingrimur Glslason Ritstjómarskrifstofui i Eddu búsinu, simar 18300—18306 Skrifstofur' Bankastræti ? Af- greiSslusiml: 12323 Auglýsingaslmi- 19523 Aðrar skrifstofur simi 18300 Askriftargjald kr t50.00 a mán tnnanlands — I lausasölu kr 10,00 eint — Prentsmiðjan Edda h.f Stjórnin ber sökina Mikil verkbanns- og verkfallsvika er hafin. í lok vik- unnar verða vinnustöðvanir orðnar flestar. Þá verður svo komið að samverkandi áhrif verkfalla verkalýðfélaga og verkbanna-atvinnurekenda hafa leitt til þess ástands á vinnumarkaði að jaðra mun við allsherjarvinnustöðv- un í landinu. Viðræður hafa nú staðið vikum og mánuðum saman milli fulltrúa vinnuveitenda og verkalýðsfélaga fyrir milligöngu sáttasemjara og sérstakrar sáttanefndar, sem skipuð hefur verið. Til þeirra aðgerða, sem lama munu athafnalíf landsmanna þessa viku, hefur því ekki verið boðað af neinni skyndingu. En af hverju er þá málum svo komið? Það má segja með sanni, að kröfur verkalýðshreyfingarinnar eru nú hóflegri en kannski nokkru sinni fyrr. Kröfurnar eru nánast ekki aðrar en þær, að ákvæði síðustu kjara- samninga verði áfram í gildi, en um áratugi hafa at- vinnurekendur greitt kaup samkvæmt síðustu kjara- samningum þegar samningar hafa orðið „Iausir“ eins og kallað er. í síðustu kjarasamningum voru vísitölu- ákvæðin stórlega skert og náðu aðeins til þfeirra, sem í lægstu launaflokkum eru. Frumkvæði að' þessari deilu áttu atvinnurekendur fyrir hvatningu ríkisstjórnarinn- ar. Rótin að deilunni er hjá ríkisstjórninni og ástæðan til þess að deilan hefur dregizt svo mjög á langinn er forustu- og áhugaleysi stjómarinnar um lausn hennar. Afstaða atvinnurekenda mótast fyrst og fremst af því, að þeir eru að bíða eftir frumkvæði og forustu ríkis- stjórnarinnar í málinu. Þeir telja sig að verulegu leyti bundna af yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar og afstöðu hennar til verðtryggingar launa í sambandi við síðustu gengisfellingu og ráðstafanir í efnahagsmálum. Þeir vita ennfremur, að ríkisstjórnin hefur í hendi sér lausn þess- arar deilu með því að skapa íslenzkum fyrirtækjum — þó aðeins að hluta til — sambærilega aðstöðu, t. d. í lánsfjármálum, við þau fyrirtæki í nágrannalöndum, sem þeim er ætlað að keppa við. Efndirnar á loforðum ríkis- stjómarinnar um að bæta úr rekstrarfjárskorti íslenzkra fyrirtækja hafa enn reynzt harla lítilfjörlegar, þegar haft er í huga, að gengisfellingin magnaði rekstrarfjárskort flestra fyrirtækja. Ennþá er og hinum háu vöxtum á lánum til atvinnureksturs haldið, þrátt fyrir þann sam- drátt sem hefur orðið í efnahagslífinu. Lagfæringar á skattamálum atvinnuveganna hafa dregizt úr hömlu og engin samræmd skynsamleg stefna um framtíðarþróun íslenzks iðnaðar hefur verið mótuð. Allt þetta hefur ver- ið vanrækt og sannleikurinn er sá, að í þessari deilu, em i rauninni báðir deiluaðilar í stríði við sama aflið, ríkis- stjórnina. Báðir era í rauninni að knýja hana til skyn- samlegri stefnu í efnahags- og atvinnumálum. Þetta er kjarni málsins og fram hjá þessu ætti enginn að horfa — sízt ríkisstjórn þeirra Bjarna Benediktssonar og Gylfa Þ. Gíslasonar. Það er jafn óhjákvæmilegt að breyta um stefnu eins og það er knýjandi nauðsyn að leiðrétta kjör þeirra, sem verst eru settir. Ríkisstjórnin ætti líka að hafa í huga, að verkalýðs- hreyfingin hefur lýst því yfir, að baráttan fyrir verð- tryggingu launa sé grandvallaratriði i starfsemi verka- lýðshreyfingarinnar, grandvallaratriði, sem hún hvorki geti né megi hvika frá. Hún hefur heiÞð öllum launþeg- um að standa fast við það grandvallaratriði og undir þá heitstrengingu hafa skrifað yfirlýstir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar. Þjóðarbúinu yrði bjargað frá miklu tjóni, ef ríkisstjórnin fengist til að taka sönsum. TK TIMINN Stefán Jónsson, prentsmiðjustjóri: Hverjum þjóna verðlagshöftin ? VcrSlagshöftin á íslandi hafa nú hafið göngu sína á fjórða áratuginn, en þau áttu 30 ára afmæli á s.l. ári. Þessi vafa- sömu viðskiptahöft hafa oft þótt þröng og óþarflega víð- tæk, en aldrei hefir þótt erfið- ara að búa við þau en nú. Slíkt veldur að vonum vonbrigðum margra, þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn ber nú höfuðábyrgð ina á þeim, en í tíð stjómar- forustu annarra flokka taldi Sjálfstæðisflokkurinn sig and- vígan víðtækum verðlagshöft- um. Taldi þau gera skaða, og skrökvaði því að sínum stuðn- ingsmönnum, að hann myndi ávallt fylgja frjálsri verðmynd un ef sér yrði falin forusta í rikisstjóm. Fyrir viðreisn hélt Sjálfstæðisflokkurinn því t.d. fram, að verðlagshöft ættu eng an rétt á sér ef vöruframboð væri nægjanlegt. Við slíkar að- stæður væru verðlagshöft ekki aðeins tilgangslaus heldur stór- kostlega skaðleg. Hvað eru blekkingar og stefnusvik ef af- staða Sjálfstæðisflokksins til þessara viðskiptahafta á liðn- um árum tilheyra ekki slíku? Afstaða Framsóknarflokksins til verðlagshafta er kunn. Hún hefur ávallt verið sú, að opin- ber verðlagshöft sköpuðu enga tryggingu fyrir Iágu vöruverði. Sú trygging fengist aðeins með því, að samtök fólksins ættu og rækju verzlanir í það stórum stíl, að þær verzlanir gætu i aðalatriðum ráðið vöruverðinu, enda ætti verzlunarálagning ekki að miðast við gróðasjón- armið, heldur nauðsynlegar þarfir. Ef vöruframboð væri nægjanlegt, gætu neytendumir með sínum samtökum betur tryggt lágt vöruverð en opin- berir embættismenn. Hin blinda trú á opinbera forsjá í þessum efnum væri _ bæði skatfleg og blekkjandi. Ástæðan fyrir því, að Framsóknarmenn hafa talið þessa afstöðu þá farsælustu sem um væri að ræða, er meðal annars sú, að í henni felst möguleiki til eðlilegrar sam- keppni milli félagsverzlana og einkaverzlana, en Framsóknar- flokkurinn viðurkennir einka- framtakið á þessu sviði sem og öðrum sviðum. Á þeim árum, sem Framsókn arflokkurinn tók þátt í yfir- stjóm verðlagsmálanna, fylgd- ist að stefna og framkvæmd, en nú virðist framkvæmdin f beinni andstöðu við yfirlýsta stefnu, að því er Sjálfstæðis- flokkinn snertir. Alþýðuflokkur inn hefur hins vegar um langt skeið ekki haft aðra stefnu i verzlunarmálum, en ströng verðlagshöft. Má því segja, að stefna Alþýðuflokksins í þess- um málum nú sé í fullu sam- ræmi við framkvæmdina, og ber að meta þá undantekningu við þann flokk, því að fá eru nú þau mál sem Alþýðuflokkur inn fjallar um, að ekki stang- ist á núverandi framkvæmd og fyrri stefna. L Þegar rætt er um álagning- artekjur verzlana og hvort Stefán Jónsson. þær séu lágar eða of háar, verður að gera sér grein fyrir hvaða gjaldaliðir það eru sem tekjumar eíga að mæta, og jafnframt hvort þeir gjaldalið- ir séu raunverulega ákveðnir af verzluninni eða öðrum aðil- um. Síðar mun sýnt fram á að heildarútgjöld vel rekinna og vel skipulagðrar matvömverzl- unar eru t.d. ,allt að 80% ákveðin af öðrum aðilum en verzluninni sjálfri. Það er því hrein fjarstæða að halda því fram, að verzlunarstjóri geti fremur en forstjóri annarra at vinnufyrirtækja fært niður gjaldaliði sem hann ræður engu um. Allir verða að gera sér grein fyrir hve gífurlegan þátt hið opinbera á í útgjöld- um allra atvinnufyrirtækja. Þá er ekki hægt að ganga fram hjá þeirri staðreynd að launa- liðurinn er all hár hjá flestum fyrirtækjum, og mun hann þó sízt of hár, en hann ákvarðast í flestum tilfellum af samtök- um launamanna. Flest atvinnu- fyrirtæki hér þurfa húsnæði til að starfa í. Þau verða og að mæta ýmsum útgjöldum, sem ekki eru ákveðin af Iauna mannasamtökunum og hinu op inbera. Það verður bókstaflega að viðurkenna þá staðreynd, að ekkert fyi-irtæki getur starfað eða skaffað atvinnu ef tekjur mæta ekki óhjákvæmilegum útgjöldum. Athuganir hafa leitt í ljós, að heildarútgjöld all margra stórra og velskipulagðra mat- vöruverzlana hér við Faxaflóa skiptast sem næst því, sem hér segir, og er þá bæði miðað við verzlanir sem eru f félags- rekstri og einkarekstri: 1. Laun verzlunarmanna að meðtöldum ræstingarlaunum 52,5% 2. Rafmagn, hiti, póstur, sími og kostnaður við innheimtu á söluskatti 9,9% 3. Aðstöðugjald, at- vinnuleysistrygg- ingjagjald, lífeyris- tryggingagjald, slysa- ti-yggingagjald, launa- skattur, vaxtakostn- aður, lífeyrissjóðs- tillag etc. 17,2% 4. Húsaleiga, viðhald húsa, viðhald tækja og innréttinga 10,3% 5. Akstur, vinnusloppar, umbúðir, auglýsingar útstillingarkostn- aður o.fl. 5,1% 6. Fyrning húsa, véla og áhalda 5,0% Samtals 100% Þrír fyrstu liðirnir i þessu d ■'mi nema tæpum 80% út- gjaldanna í heild, en þessir þrír Iiðir eru allir ákveðnir af öðrum en þeim sem stjórna umræddum verzlunum. Um launaliðinn, sem er hæstur, er það að segja, að hið opinbera verðlagseftirlit hefir ekki treyst sér til að halda því fram, að komast mætti af með færra starfsfólk, en allir starfsmenn þessara verzlana taka laun sam kvæmt viðurkenndum kjara- samningum. Engin laun eða ágóðahlutir eru hér reiknaðir eigendum. Engin sjóðatillög eru hér talin og enginn hagn- aður er áætlaður til að bera tekjuskatt og tekjuútsvar. Brúttótekjur þeirra verzlana sem hér um ræðir, hafa reynst um 18% af heildarvörusölu, en þær virðast þurfa um 22% til að mæta þeim gjöldum, sem hér hafa verið nefnd. Þau 4% í álagningu á heildarsöl- una, sem hér virðast vanta, til að mæta heildarútgjöldum nema ca. Vt gjaldanna, sem þýðir, að engar tekjur fást af álagningunni til að mæta 4., 5. og 6. gjaldaliðnum hér að fram an. Álagningatekjumar, sam- kvæmt þessu ðæmi nægja því aðcins fyrir þrem fyrstu lið- unum, eða þeim kostnaðarlið- um sem verzlunin ræður litlu eða engu um. Hinum kostnaðar Iiðunum verður verzlunin því að mæta með skuldasöfnun ef hún getur ekki sparað þá með öllu, en augljóst er að slíkt er ekki auðið, enda enginn treyst sér að benda á þá mögu Ieika. Vafalítið má deila um fram- angreindar tölur, sem og flest ar tölur, en benda má á, að verðlagsnefndin starfar eftk lögum, sem skylda hana tíl að miða ákvarðanir sínar við þarf ir vel rekinna og vel skipu- Iagðra fyrirtækja. Það er því skylda verðlagsnefndar, að afsanna gildi þeirra talna sem hér hafa verið nefndar ef þær eru rangar að hennar áliti, en umræddar tölur og margar hlið stæðar upplýsingar munu I höndum nefndarinnar. Verðlagsnefnd er skipuð 4 fulltrúum launþegasamtakanna og 4 fulltrúum frá verzlunum og öðrum samtökum atvinnu- Framhaid a bls. 15 ÞRIÐJUDAGSGREININ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.