Vísir - 22.09.1977, Side 10
10
VÍSIR
utgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm.
ólafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guö-
mundur G. Pétursson.
Umsjón meö Helgarblaöi: Arni Þórarinsson.
Blaöamenn: Anders Hansen, Edda Andrésdóttir, Elías Snæland Jónsson, Guðjón
Arngrímsson, Jón óskar Hafsteinsson, Kjartan L. Pálsson, Magnús Olafsson, Oli
Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi
Kristjánsson. Ljósmyndir: Einar Gunnar Einarsson, Jens Alexandersson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Askriftargjald kr. 1500 á mánuöi
Auglýsingar: Síöumúla 8. Símar 82260, 86611. innanlands.
Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Verö í lausasölu kr. 80 eintakiö
Ritstjórn: Síöumúla 14. Sími 86611 7 línur Prentun: Blaöaprent hf.
Að kasta steinum
úr glerhúsi
Að undanförnu hafa farið fram talsverðar umræður í
blöðum um fyrirhuguð kaup menntamálaráðuneytisins á
gömlu og nokkuð úr sér gengnu húsnæði trésmiðjunnar
Víðis. Dagblaðið Þjóðviljinn hefur haldið því fram, að
Vísir hafi alls ekki greint frá þessum húsakaupum og
megi rekja það til þess, að eigandi hússins sé ejnn af
hluthöfum í útgáfufélagi blaðsins.
Það er ekki venja þessa blaðs að elta ólar við brigslyrði
af þessu tagi. Þau lýsa fyrst og fremt lágu siðferðisstigi
flokksleppa á flokksmálgögnum. Þjóðviljinn hóf að
skrifa um mál þetta fyrir nokkrum dögum. Það
eru hins vegar nokkrir mánuðir síðan Vísir upplýsti, að
fyrir dyrum stæði af opinberri hálfu að kaupa Víðishúsið
með þeirri yfirskrift, að ríkið hygðist kaupa enn eina
trésmiðjuna.
Vísir vakti þannig fyrst blaða athygli á máli þessu í
beinum tengslum við þá ákvörðun að kaupa trésmiðju í
Kópavogi fyrir Rannsóknarlögreglu ríkisins. Þetta var
í maí sl. Ritstjórn Visis hefur ekki gert minnstu tilraun
til þess að draga fjöður yfir þessi trésmiðjukaup ríkis-
ins. Upplýsingamiðlun blaðsins er með öllu óháð hags-
munum eigenda þess eða stjórnmálaflokka. Þegar
komið er í þann punkt kasta ritstjórar Þjóðviljans
steinum úr glerhúsi.
Þing ungra sjálfstæðismanna samykkti fyrir nokkrum
dögum áskorun á ríkisstjórnina að birta allar skýrslur og
matsgerðir varðandi þessi húsakaup. Þetta blað tekur
undir þessa áskorun, enda erfitt um vik að dæma málið
efnislega fyrr en öll gögn hafa verið lögðá borðið.
Þegar hefur komið fram, að húsið er í lélegu ástandi,
enda kaupverðið miðað við, að það sé tæplega fokhelt.
Kaupendur staðhæfa, að heildarverðið, þegar tillit hefur
verið tekiðtil viðgerða- og innréttingakostnaðar, sé sam-
bærilegt við byggingarkostnað nýs húss. Álitaefnið, sem
snýr að menntamálaráðuneytinu sýnis því vera það,
hvort skynsamlegra hefði verið að byggja nýtt hús.
Ef rétt er, að kostnaður við kaup og endurnýjun Víðis-
hússins og byggingu nýs húss sé sambærilegur þarf í
sjálfu sér ekkert athugavert að vera við kaupin frá f jár-
hagslegu sjónarmiði. Á hinn bóginn er þetta enn eitt
dæmið um það, að ríkið kaupir oft húsnæði og fyrirtæki
án beinnar f járlagaheimildar. Ríkisstjórnin lætur sér þá
nægja að meirihluti fjárveitinganefndar setji sig ekki
upp á móti tilteknum kaupum og treystir á, að ákvarð-
anir hennar verði staðfestar með nýjum f járlögum.
Þó að skilvirkni i opinberri stjórnsýslu sé mikilvæg er
rétt og eðlilegt að slík kaup séu ákveðin á grundvelli
fjárlagaheimilda. En venja er orðin að hafa annan
hátt þar á. Kaupin á Víðishúsinu hafa þannig farið fram
með sama hætti og húsnæðiskaup fyrir Rannsóknarlög-
regluna og ríkisprentsmiðjuna Gutenberg.
Fjárlagaheimild er fyrir hluta af þessum húsnæðis-
kaupum, þ.e.a.s. að því er varðar Ríkisútgáfu náms-
bóka. Vísir er hins vegar þeirrar skoðunar, að hana eigi
að leggja niður. Frá því sjónarmiði er óeðlilegt að endur-
nýja húsnæði þeirrar stofnunar, hvort heldur um er að
ræða kaupeða nýbyggingu. Starf nefndar þeirrar, sem
vinnur að niðurskurði opinberra umsvifa, hlýtur
óhjákvæmilega að beinast að stofnun eins og Ríkisútgáf-
unni.
Vísir leggur fyrst og fremst áherslu á, að allar upplýs-
ingar varðandi þessi tilteknu húsakaup komi fram í
dagsljósið. Blaðið mun fyrir sitt leyti koma þeim á fram-
færi og sjá um að lesendur geti kynnt sér sjónarmið allra
þeirra, er hlut eiga að máli. Það er tilgangur og markmið
blaðs eins og Vísis.
Fimmtudagur 22. september 1977 (
VÍSIR
Álit Sovétmanna
á samskiptunum
við ísland
I gær hófst opinber
heimsókn Geirs Hall-
grímssonar, forsætis-
ráðherra Islands tí I
Sovétríkjanna. I landi
minu er mikil ánægja
rikjandi vegna þessa at-
burðar, enda gefst nú gott
tækifæri til að styrkja og
auðga sovésk-íslensk
samskipti. Sovétmenn
telja þessi samskipti vera
vinsamleg. Margar stað-
reyndir renna stoðum
undir það álit. Saga
sovésk-íslenskra sam-
skipta sýnir að þegar is-
lendingar hafa þurft að
horfast í augu við erfið-
leika í milliríkjasam-
skiptum hafa Sovétmenn
sýnt skilning á málstað
þeirra og veitt þeim
stuðning. Verða nú nefnd
nokkur dæmi.
Sovétmenn hafa alltaf stutt
tslendinga I baráttu þeirra fyrir
alþjóölegri viöurkenningu á
réttinum til aö vernda fiskimiö
sin og færa út fiskveiöilögsög-
una.
Þá hafa viöskipti Sovétmanna
viö tslendinga reynst heilla-
drjúg. í maí 1946 gerðu rikis-
stjörnir landanna meö sér
samning um aö tslendingar
seldu Sovétmönnum saltsild,
frystan fisk og lýsi, en keyptu i
staöinn viö og kol frá Sovét-
rikjunum. Opinberir aöilar á ts-
landi hafa viöurkennt aö þessi
samningur hafi verið tslending-
um i hag. Meö þessu möti komu
lslendingar útflutningsvöru
sinni i gott verö og voru ekki
eins háöir östöðugum markaöi
enda hafði samningurinn mikil
áhrif á þróun islensks efnahags-
lifs á eftirstriðsárunum. Þetta
hefur m.a. verið viöurkennt af
þáverandi viðskiptamálaráð-
herra, Pétri Magnússyni.
Ariö 1954 markaði timamóti
sögu sovésk-isienskra viöskipta.
Þá var gerður verslunar-
samningur sem islensk blöö
sögöu að væri „hagstæöasti
samningur sem tslendingar
heföu nokkru sinni undirritað”.
------------v-----------
E. Barbukho,
fréttastjóri APN á ís-
landi, skrifar
Ariö 1967 var ástandiö á
heimsmarkaöinum slikt að
mjög dró úr útflutningi tslend-
inga. Þaö sama ár juku Sovét-
menn kaup sin á islenskum vör-
um um 1.7 milljón rúblur.
Með þvi aö minna á þessar
staöreyndir vil ég ekki aöeins
sýna islenskum lesendum fram
á vinsamlegt eöli sovésk-is-
lenskra samskipta, heldur
einnig leggja áherslu á stöðug-
leik þessara samskipta sem
eiga nú margra áratuga sögu aö
baki. Sovétmenn hafa i hyggju
aö þróa þessi samskipti áfram á
sama hátt. A undanförnum ár-
um hefur sannast aö öll skilyröi
eru fyrir hendi til þess aö svo
megi verða.
Vel hefur gefist sú hefö sem
komin er á um gagnkvæma
ráögjafarfundi, t.d. á vegum
utanrikisráðuneyta landanna.
Viðskiptin aukast, og má gera
ráð fyrir að þau veröi meiri i ár
en i fyrra. Þá fer einnig vaxandi
áhugi i löndunum á menningar-
afrekum, og má nefna sem
dæmi að islenskar bækur hafa
verið þýddar á rússnesku og
önnur mál sovésku þjóöanna,
þ.á.m. hinar frægu tslendinga-
sögur. Sovéska litsjónvarpiö
sýnir oft kvikmyndir um tsland.
Dæmi um vaxandi áhuga ls-
lendinga á sovéskri menningu
eru „Dagar Sovétrikjanna á ts-
landi” sem þegar eru orönir aö
ágætri hefö. Menningartengsl
tslands og Ráöstjórnarrikj-
anna, MIR á mikinn þátt i aö
kynna tslendingum lifið i Sovét-
rikjunum. I Sovétrikjunum er
starfandi samskonar félag:
„SSSR-tsland”.
Opinber stefna Sovétmanna i
aiþjóöamálum stuðlar mjög aö
auknum og bættum samskiptum
viö Island. A 25. þingi sovéska
kommúnistaflokksins i mars
1976, var enn á ný lýst yfir þeim
ásetningi sovésku þjóðarinnar
að þróa og auöga stöðugt sam-
skiptin viö Norðurlönd. Bæði á
þinginu og síðar hafa Sovét-
menn gefiö til kynna staöfastan
vilja sinn til að fylgja stefnu
slökunar spennu i anda
Helsinkisáttmálans. Sem
kunnugt er aöhyllist islenska
rikisstjórnin einnig þessa
stefnu. Sameiginleg afstaða til
svo veigamikils máls sem slök-
un alþjóðlegrarspennu er hlýtui
aö stuöla aö þvi aö tslendingar
og Sovétmenn komist aö fleiri
sameiginlegum niöurstööum i
væntanlegum viðræðum i
sovésku höfuöborginni.
t Sovétrikjunum er þess vænst
aö opinber heimsókn Geirs
Hallgrimssonar forsætis-
ráðherra verði nýr aflgjafi fyrir
áframhaldandi jákvæða þróun
samskipta rikjanna, báðum
þjóöunum i hag.
E. Barbukho
fréttastjóri APN á lsland