Vísir - 22.09.1977, Síða 17
VISIR Fimmtudagur 22. september 1977
17
TYRKIR FELLDU GENGI
LÍRUNNAR UM 8-11%
/WSES3 VfSIR
ús m GENGIOG GJALDMIOLAR
Svissneski frankinn styrktist i
gær, en bandariski daiurinn
lækkaði í verði. Gjaldmiðlasér-
fræðingar eru nú þeirrar skoð-
unar, að bráðlega muni vestur-
þýska markið og svissneski
frankinn verða jafnverðimkil.
Sem stendur er markið skráð i
Kaupmannahöfn á 266.00 en
svissneski frankinn á 260.40.
Hallinn á greiðslujöfnuði
Bandarikjanna jókst nokkuð á
öðrum ársfjórðungi 1977 miðaö
við fyrsta ársfjórðung. Hallinn
varð 4.61 milljarðar dala, þegar
gerðar hafa verið árstiöabundn-
ar leiðréttingar, en var 4,16
milljarðar á fyrsta ársfjórð-
ungi.
Orsökin er vaxandi halli á
vöruskiptajöfnuöinum. Sá halli
nam 7,9 milljörðum dala á öðr-
um ársfjórðungi. Þjónustujöfn-
uðurinn var hins vegar hag-
stæður um 4,5 milljarða dala.
Greiðslujöfnuðurinn var hag-
stæður á öðrum ársfjórðungi i
fyrra um 490 milljónir dala, og
þess vegna hefur þróunin sið-
asta árið verið mjög neikvæð.
Mjög hefur dregið úr verðhækk-
unum i Bandarikjunum i ágúst,
þar sem neysluvöruverðlag
hækkaöi aðeins um 0,3% en um
0,4% i júli. A einu ári hefur
verðlagið hækkað um 6,6%.
Tekjur iækkuðu i Bandarikjun-
um i ágúst um 0,3%. Kaupmátt-
ur minnkaöi þvi um 0,6% i mán-
uðinum. Kaupmátturinu hefur
hins vegar hækkað um 2,8% á
einu ári einkum vegna skatta-
lækkana.
Tyrkir hafa samþykkt að
fella gengi lirunnar gagnvart
ýmsum gjaldmiðlum — t.d. um
9% gagnvart Bandarikjadal og
8% gagnvart vestur-Þýska
markinu. Gagnvart sterlings-
pundi er gengisfellingin 10,7%
og svissneska frankanum
11.4%.
Gengisfellingin kom ekki á
óvart, þvi mikill halli er á
greiðslujöfnuði og vöruskipta-
jöfnuði landsins. Hagfræðingar
höfðu reyndar reiknað með alit
að 30% gengisfellingu, og telja
aö sú gengisfelling, sem gerö
var, sé of litil.
Peter Brixtofte —• ESJ
GENGISSKRANING
Nr. 178 20. september Nr. 179 21. september
1 Bandarikjadollar ... 206.30 206.80 206.60 207.10
1 Sterlingspund ...' 359.30 360.80 359.90 360.80
1 Kanadadollar 192.10 192.60 192.80 193.30
lOODanskarkrónur ... 33421.10 3350.20 3349.70 3357.80
100 Norskar krónur ... 3753.70 3762.80 3762.20 3771.30
100 Sætiskar krónur ... 4252.10 4262.40 4260.25 4270.55
lOOFinnsk mörk ... 4950.80 4962.80 4960.40 4972.40
100 Franskir frankar .... ... 4185.40 4195.60 4194.10 4204.20
100 Belg. frankar ... 575.20 576.60 576.90 578.30
lOOSvissn. frankar .... 8689.20 $710.30 8721.55 8742.65
lOOGyllini .... 8355.60 8375.90 8375.90 8397.20
100 V-þýsk mörk . 8879.40 8900.90 8901.30 8922.90
100 Lírur 23.35 23.41 23.39 23.45
100 Austurr. Sch 1246.50 1249.50 1249.50 1252.50
100 Escudos 509.80 511.10 512.15 513.35
lOOPesetar 244.00 244.60 244.30 244.90
100 Yen 77.26 77.46 77.44 77.62 J
VfSIR
SIÐUMÚLI 8 & 14 SIMI 86611 smáar semstórar*
Skáld vikunnar
Umsjón: Sigvaldi
Hjálmarsson
Elías Mar
Fjóröa Ijóð Elíasar Mar
birtist í dag.
Skáld sem hug hafa á
aðvera með,geta sent Ijóð
til blaðsins. En einsog
skýrt var frá i gær eru
nokkrar vikur ráðstafað-
ar.
Pastor Boots
í Landakoti lifir
lítill sköllóttur karl
einn i ofnkyntri stofu
utan við heimsins svall;
bænir í hljóði biður,
brosir við þér og mér:
Droddín han elskar ad-la,
ei-hníg míg, sjái tér...
Máría býr til matinn,
Máría gólfin þvær,
Máría mjólkar kúna,
Máría sólin skær.
(Vísur þessar eru ortar í Kaupmannahöfn vorið
1946 og hafa ekki birst á prenti áður.)
I
fflíj
Smurbrauðstofan
BJORISJINN
Njálsgötu 49 - Sími 15105
--------------------------
NÝR UMBOÐSMAÐUR
OKKAR ER:
KARL KARLSSON
Strandgötu 70. Skagaströnd Sími 4687
VfSIR
LÖGTÖK
Keflavik - Njarðvik -
Grindavík - Gullbringusýsla
Lögtök fyrir ógreiddum þinggjöldum árs-
ins 1977 eru nú hafin hjá þeim gjald-
endum, sem ekki eru i skilum.
Athygli skal vakin á þvi að 3% dráttar-
vextir á mánuði eru nú teknir af
ógreiddum þinggjöldum
Gjaldendur eru alvarlega áminntir um að
gera nú þegar skil, svo þeir komist hjá
óþægindum og kostnaði sem lögtökum og
eftirfarandi uppboðum fylgja.
Bæjarfógetinn i Keflavik, Njarðvik og
Grindavik.
Sýslumaðurinn i Gullbringusýslu.
ATT ÞU
GAMLA MYNDAVÉL?
VIÐ SÖFNUM GÖMLUM MYNDAVÉLUM
í ÞVÍ SKYNI AÐ KOMA UPP SAFNI SEM
SEGIR SÖGU MYNDAVÉLARINNAR
Á ÍSLANDI
Við bjóðum þér nýja AGFA Autostar instamatic
myndavél og filmu að auki fyrir aðeins kr. 4000,—
ef þú leggur inn gömlu myndavélina.
Hún má vera skemmd og/eða biluð.
Hver vill ekki nýja myndavél?
p Austurstræti 7.
Si'mi 10966.