Vísir - 22.09.1977, Side 21
visir Fimmtudagur 22. september 1977
21
Gaman að góðum
lögregluþóttum
— segir séra Ólafur Skúlason
Við ætlum að breyta dálitið til
með sjónvarpsstólinn núna, og
öðru hvoru i framtiðinni. í staö
þess að biðja menn að segja álit
sitt á dagskrá liöinnar viku,
spyrjum við þá almennt um sjón-
varpið, Hvernig finnst þeim það?
Hvaðvantar? Af hverju vilja þeir
meira, og þar fram eftir
götunum. Sá fyrsti sem svarar
okkur er Olafur Skúlason, dóm-
prófastur.
,,Ég er einn af þeim sem vilja
nota sjónvarpið töluvert mikið.
Sjónvarpið er mjög góður fjöl-
miðill þegar þvi er rétt beitt. Það
á til dæmis að geta verið sam-
tengill fyrir fjölskylduna. Ég vil
geta horft á sem flesta þætti með
þeim börnum minum sem eru á
„þægilegum aldri”.
Ég hef auðvitað meira gaman
af vissum þáttum en öðrum og
meðal þeirra sem ég held uppá
eru frétta- og auglýsingaþættir.
Islikum þáttum vil ég að sé farið
dálitið nákvæmlega i hlutina og fá
til dæmis álit manna sem eru vel
kunnugir viðkomandi mála-
flokki.”
Ég vil ekki að það sé yfir-
gripslega sagt frá, heldur vil ég
sjá dálitla rannsóknarblaða-
mennsku, þó án hávaða og láta”.
Enska knattspyrnan
,,Þá hef ég mjög gaman af
iþróttum og missi til dæmis helst
aldrei af ensku knattspyrnunni.
Ég hlakka mikið til þegar hún
kemur i lit, þótt ég verði þá
kannske plága á heimili þeirra
vina okkar sem eiga litatæki.
Sjálf eigum viðbara svart/hvitt.”
,,Nú, það fer varla hjá þvi að ég
minnist á þá liði sem snerta kirkj-
una. Mér þykir leitt að þátturinn
,,Að kvöldi dags” er á mjög
Séra Olafur Skúlason, dóm-
prófastur.
óheppilegum tima. Oft er einhver
langur og langdreginn þáttur á
undan þessum siðasta dagskrár-
lið, þannig að maður verður að
vera búinn að ákveða fastlega að
horfa á hann, svo maður freistist
ekki til að slökkva.”
,,Ég hef lika fengið kvartanir
frá gömlu fólki sem finnst að
þessi helgistund sé alltof seint á
dagskránni.”
Aðstoð við kirkjuna
,,Mér finnst lika að sjónvarpið
gæti gengið til liðs við kirkjuna
við að kynna kirkjulega starf-
semi. Ekki bara að sýna prest
sem er að predika, heldur fylgjast
með þvi sem á undan gekk og þvi
sem á bakvið býr. Rannsóknar-
blaðamennskast dálitið i
kirkjunni og þvi sem henni til-
heyrir.”
,,Ég man að þegar ég var i
Bandarikjunum, þar sem algert
trúfrelsi rikir, eins og hérna, þá
var fólk hvatt til þess i fjöi-
miðlunum, á laugardagskvöldum
að gleyma nú ekki kirkjunni
daginn eftir.”
,,Við höfum lengi haft hug á að
hafa almenna kynningu á
kirkjunni og starfi hennar, en
kirkjan er svelt svo fjárhagslega
að við höfum ekki fjármagn til
þess. Þarna gæti sjónvarpið
komið til liðs við kirkjuna, ekki
endilega með föstum þáttum,
heldur bara við og við.”
Gaman að góðum
lögregluþáttum
,,Nú hefur að undanförnu verið
töluvert rætt um glæpi og ofbeldi i
sjónvarpsmyndum, hvað finns
þér um það mál?”
,,Eins og ég sagði áðan, er sjón-
varpið geysilega áhrifamikill
fjölmiðill. Það verður þvi að fara
mjög varlega i þessum efnum.”
Ef, i sjónvarpsmyndum, er
verið að gera þvi skóna að ofbeldi
sé eðlilegur framgangsmáti til að
fá það sem maður vill, er það
auðvitað mjög skaðlegt. Hins-
vegar vitum við að ofbeldi og
kúgun er nokkuð sem stór hluti
heimsins verður að búa við. Ég
ætlast ekki til þess að sjónvarpið
sé með einhverja „glassúr”
mynd af heiminum”.
,,Það væri auðvitað óskaplegt
ef unglingar leiddust til illverka
fyrir tilstilli sjónvarpsmynda. En
ég held reyndar að það sé litil
hætta á þvi. Ég held að viti bornir
menn geri greinarmun á þvi
hvort verið er að sýna lögreglu-
þátt til afþreyingar eða hvort er
verið að setja fram einhvern boð-
skap sem breyta á eftir”.
„Sjálfur hef ég gaman af vel
unnum leynilögregluþáttum og
held ekki að börn ogunglingarhafi
slæmt af þeim, ef ekki er verið að
taka ofbeldið sem sjálfsagöan og
eðlilegan hlut.,,
„Eitt finnst mér mjög miöur og
það er að sjónvarpið skuli ekki
ætla að hafa sjálfstætt unna
barnatima framan af vetri. Börn
eru þakklát fyrir smámuni, en
það má ekki misbjóða þeim.”
„Barnatimar eru nauðsynlegir
og við þá þarf að leggja mikla
rækt. Þeir eru ekki bara
skemmtiefni heldur geta verið
mótandi og fræðandi um leið”.
— ÓT
(Smáauglýsingar — simi 86611
J
Til sölu Vauxhall Viva 74
ekinn 52.000 gulur og fallegur bill
sumar og vetrardekk dráttar-
krókur og útvarp. Uppl. i sima
11276 til kl. 6 og sima 41663 eftir
kl. 6.
Vil kaupa VW 71
eða 73 aðeins góður bill kemur til
greina staðgreiðsla. Hringið i
sima 34165 og 11276.
Góðar greiðslur
eru í boði fyrir VW 1300-1303 1974,
Billinn þarf að vera i 100% ásig-
komulagi bæði utan og innan
hringið i sima 11276.
Bilapartasalan auglýsir:
Höfum ávallt mikið úrval af not-
uðum varahlutum i flestar teg-
undirbifreiða og einnig höfum við
mikið úrval af kerruefnum. Opið
virka daga kl. 9-7 laugardaga kl.
9-3, sunnudaga kl. 1-3. Sendum
um land allt. Bilapartasalan
Höfðatúni 10. simi 11397.
Datsun 1200 árg. '71
tilsölu, ekinn 70 þús. km. Verð kr.
680 þús. Uppl. i sima 40381 milli
kl. 18 og 22 á kvöldin.
Volvo 144 árgerð 1971
• til sölu einstaklega vel með farinn
einkabill, sumar og vetrardekk
öll á felgum fylgja. Vinsamlegast
hringið i sima 11276 fyrir kl. 6.
Bilaviðgerðir^]
Almennar viðgeröir,
vélastillingar hjólastillinga,
ljósastillingar. Stillingar á sjálf-
skiptum girkössum. Orugg og góð
þjónusta. Simi 76400 Bifreiðastill-
ing, Smiðjuveg 38 Kópavogi.
ónnumst ljósastillingar
og allar almennar bifreiðavið-
gerðir. Fljót og góð þjónusta.
Verið velkomin. Bifreiðaverk-
stæði N.K. Svane Skeifan 5 simi
34S62.
VW eigendur
Tökum að okkur allar almennar
VW viðgerðir. Vanir menn. Fljót
og góð þjónusta. Biltækni hf.
Smiðjuvegi 22, Kópavogi, simi
76080.
Bilaleiga ^
Akið sjálf
Sendibifreiðir og fólksbifreiöir til
leigu án ökumanns. Uppl. i sima
83071 eftir kl. 5 daglega. Bifreið.
Leigjum út sendiferðabíla
sólarhringsgjald 3000 kr. 30 kr.
km. og fólksbila, sólarhringsgjald
2150 kr. 18 kr. km. Opið alla virka
daga frá kl. 8-18. Vegaleiðir, bila-
leiga Sigtúni 1. Simar 14444 og
25555.
Ökukennsla
ökukennsla — Æfingatimar
Kenni á Mazda 929 árg. ’77 á
öruggan og skjótan hátt. ökuskóli
og öll prófgögn ef óskaö er. Nýir
nemendur geta byrjað strax.
Friðrik A. Þorsteinsson simi
86109.
Betri kennsla-öruggur akstur.
Við ökuskóla okkar starfa reyndir
og þolinmóðir ökukennarar.
Fullkomin umferðarfræðsla flutt
af kunnáttumönnum á greinar-
góðan hátt. Þér veljið á milli
þriggja tegunda kennslubifreiða.
Ath. kennslugjald samkvæmtlög-
giltum taxta ökukennarafélags
Islands.Við nýtum tima yðar til
fullnustu og útvegum öll gögn,
þaö er yðar sparnaður. ökuskðl-
iiin Champion, Uppl. I sima 37021
milli kl. 18.30 og 20.
Ökukennsla — Æfingatimar
Kenni á VW 1300. ökuskóli og
prófgögn ef þess er óskað. Nýir
nemendur geta byrjað strax. Æv-
ar Friðriksson. Simi 72493.
Leiktæki sf. 'Melabraut 23
Hafnarfirði.
Leiktæki sf. smiðar útileiktæki
meö nýtiskulegu yfirbragði fyrir
börn og unglinga á öllum aldri.
Ennfremur veitum við ráðlegg-
ingar við uppsetningu á leiktækj-
um og skipulag á barnaleikvöll-
um. Vinsamlegast hringið i sima
52951, 52230 eða 53426.
Hornaf jörður— Rey-kjavfk —
Hornafjörður
Vörumóttaka min fyrir Horna-
fjörð er á Vöruleiðum Suöur-
landsbraut 30 simi 83700. alla
virka daga frá kl. 8 til kl. 18. Eftir
þvi sem þiö visið vörunni meir að
afgreiðslu minni skapast örari op
betri þjónusta. Heiðar Pétursson
Nýtt — Nýtt — Permanent
Nú loksins eftir 20 ára stöðnun við
að setja permanent i hár. — Það
nýjasta fljótasta og endingar-
besta frá Clunol, Uniperm. Leitið
nánari upplýsinga hjá eftirtöld-
um hárgreiðslustofum: Klippótek
Keflavik, simi 923428, Hár-
greiðslustofan Greiðan, Háaleit-
isbraut 58-60, simi 83090, Hár-
greiðslustofan Hödd, Grettisgötu
62, simi 22997, Hár-hús Leó,
Bankastræti 14, simi 10485. Fæst
aðeins á hárgreiöslustofum.
Fylgist með tískunni.
Látið okkur bólstra og klæða hús-
gögnin með okkar fallegu áklæð-
um eða ykkar eigin. Ath. afborg-
unarkjörin. Ashúsgögn, Hellu-
hrauni 10. Simi 50564.
ökukennsla — Æfingatimar
Kenni á Mazda 323 árg. 1977. öku-
skóli og prófgögn ef óskað er.
Simi 81349. Hallfriður Stefáns-
dóttir.
ökukennsla — Æfingarimar.
Þér getið valið hvort þér læriö á
Volvo eða Audi ’76. Greiðslukjör.
Nýir nemendurgeta byrjaö strax.
Lærið þar sem reynslan er mest.
Simi 27716 og 85224. ökuskóli
Guðjóns Ó. Hanssonar.
ökukennsla er mitt fag
áþvfhef ég besta lag, verði stilla
vil ihóf. Vantar þig ekki ökupróf?
1 nitján átta niu og sex náöu i
sima og gleðin vex, i gögn ég næ
og greiði veg. Geir P. Þormar
heitir ég. Simi 19896.
ökukennsla — Æfingatfmar
Lærið að aka bifreið á skjótan og
öruggan hátt. Sigurður Þormar
ökukennari. Simi 40769 og 72214.
ökukennsla — Æfingatfmar
Timar eftir samkomulagi. öku-
skóli og prófgögn. Kenni á Mazda
616. Hringið i sima 18096-11977 og
I sima 81814 eftir kl. 17.
Friðbert P. Njálsson.
ökukennsla — Æfingatimar.
Kenni á Cortinu. Útvega öll gögn,
varðandi ökuprófið. Kenni allan
daginn. Fullkominn ökuskóli.
Vandið valið. Jóel B. Jacobsson,
ökukennari. Simar 30841 og 14449.
ökukennsla
Guðmundar G. Péturssonar, er
ökukennsla hinna vandlátu. öku-
skóli sem býður upp á fullkomna
þjónustu. ökukennsla Guðmund-
ar G. Péturssonar simar 13720 og
83825.
ökukennsla — Æfingatfmar.
Kennslubifreið Mazda 929 árg.
'76. ökuskóli og öll prófgögn sé
þess óskaö. Guðjón Jónsson. Simi
73168.
Ökukennsla — Æfingartimar
Bifhjólapróf. Kenni á Mercedes
Benz. öll prófgögn og ökuskóli ef
óskað er. MagnúsHelgason, simi
66660.___________________
ÍÝmislegt ^ )
Les i bolla og
lófa, alla daga. Uppl. I sima 38091.
Hefur þú athugað það
að I einni og sömu versluninni
færð þú allt sem þú þarft til ljós-
my'ndagerðar, hvort sem þú ert
atvinnumaður eða bara venjuleg-
ur leikmaður. Ötrúlega mikið úr-
val af allskonar ljósmyndavör-
um. „Þú getur fengið það i Týli”.
Já þvi ekki það.
Týli, Austurstræti 7. Simi 10966.
Leikfangahúsiö auglýsir:
Barnabilstólar, barnarólur,
gúmibátar, 3gerðir. Barbie-bilar,
Barbie-tjöld. Barbie-sundlaugar
D.V.P. dúkkur og grátdúkkur.
Itölsku tréleikföngin. Bleiki Par-
dusinn, fótboltar Sindý dúkkur.
skápar borð snyrtiborð ævintýra
• maðurinn og skriðdrekar,
jeppar, bátar, Lone Ranger hest
ar, kerrur, tjöld, myndir til að
mála eftir númerum. Póstsend-
um. Leikfangahúsiö Skólavöröu-
stig 10. Simi 14806.
Í|tm UUjil
immt infmi
Tjaldaviðgerðir.
Látiö gera við tjöldin, önnumst
viðgerðir á ferðatjöldum. Mót-
taka i Tómstundahúsinu Lauga-
veg 164, Saumastofan Foss, Star-
engi 17, Selfossi.
Diskótelið Disa —
Ferðadiskótek. Félög og samtök,
er vetrarstarfið að hefjast? Er
haustskemmtunin á næsta leiti?
Sjáum um flutning fjölbreyttrar
danstónlistar, lýsingu o.fl. á
skemmtunum og dansleikjum.
Leitiðuppl. bg gerið pantanir sem
fyrst i sima 52971 á kvöldin.
Sóló-húsgögn
1 borðkrókinn, kaffistofuna, bið-
stofuna, skrifstofuna, skólann og
samkomuhús og fl.
Útsölustaðir Sóló-húsgagna eru i
Reykjavik: Jón Loftson hf.
Hringbraut 121, Sólo-húsgðgn
Kirkj usandi,
Akranesi: Verslunin Bjarg hf.
ísafirði: Húsgagnaverslun ísa-
fjarðar
Akureyri: Vöruhús KEA.
Húsavik: Verslunin Akja,
Reyðarfirði: Lykill sf.
KeflavTk: Bústoð hf.
Ath. Sólóhúsgögn er val hinna
vandlátu.
Vinsamlegast sendið seðilinn í póst
sem fyrst eða hringið í síma 86611