Vísir - 07.10.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 07.10.1977, Blaðsíða 3
VISIR Föstudagur 7. október 1977 3 Stjórnsýslu er œtlað svœði við Lindargötu —segir Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri Rafmagnsveita Akureyrar vill hœkka rafmagnsverð Stjórn R afm agnsv eitu Akureyrar hefur ákveðió aö sækja um 7.5% hækkun á raf- magnstöxtum sinum vegna hækkunar á rafmagnsverði frá Laxárvirkjun á heildsölu- verði. Þá hefur stjórnin einnig samþykkt að sækja um 12% hækkun að auki, til þess að geta aukið ráðstöfunartekjur Rafveitunnar um 126 milljónir króna. Ennfremur hefur stjórn Rafveitu Akureyrar ákveðið að fækka gjaldliðum i gjald skrá Rafveitunnar. — AH „tJt af fyrir sig sé ég ekkert athugavert við það að einhver ráðuneytanna dreifist eitthvaö um borgina,” sagði Birgir ís- leifur Gunnarsson borgarstjóri, er Visir'spurði hann álits á þvi aðráðuneyti flytjist úr miðbæn- um. Birgir sagði að samkvæmt aðalskipulagi hefði verið breytt um notkun svæðisins milli Skúlagötuog Lindargötu, þann- ig að þar yrði opinber stjórn- sýsla I stað iðnaðarhdsnæðis einsogáðurhafði verið ákveðið. Þarna ætti rikið allmikið af lóðum og væri hugsunin sú að i framtiðinni teygðist hUsnæði stjórnsýslunnar frá Arnarhvoli þarna niður eftir. „Það erhins vegar óvist hvort þetta svæöi dugarfyrir öll ráðu- neytin um alla framtiö, auk þess sem erfitt er að beina þeim öll- um að þessum litla bletti,” sagði borgarstjóri. „Þar fyrir utan er ekki hægt að byggja á þessum lóðum núna, þar sem rikið notar þær til annarra hluta eins og er.” -SJ Sjálfstœðismenn í Reykjavík: Hafa ákveðið að hafa prófkjör Fulltrúaráð sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavik ákvað á fundi sinum i fyrrakvöld að efna til prófkjörs við val framboðslista Sjálfstæðisflokksins við Al- þingiskosningarnar i vor. Á sama fundi var einnig ákveöið að efna til prófkjörs um val frambjóðenda flokksins viö borgarstjórnarkosningarnar sem fram fara i vor. Prófkjörið fyrir Alþingis- kosningarnar fer fram dagana 19., 20. og 21. nóvember næst- komandi en prófkjör vegna borgarstjórnarkosninganna fer fram i marsmánuði á næsta ári. Samþykkt var á fundinum að kosningarétt i prófkjörinu hafi allir Reykvikingar sem hafa kosningarétt við kosningamar i vor, jafnt flokksbundnir sem óflokksbundnir, séu þeir yfir- lýstir stuðingsmenn Sjálfstæðis- flokksins. Þá hafa allir flokks- bundnir sjálfstæðismenn I Reykjavik á aldrinum 18 ára til tvitugs kosningarétt. A fundinum kom fram tillaga frá Kjartani Gunnarssyni for- manni Heimdallar, þess efnis, að kosningarétt skyldu allir flokksbundnir sjálfstæðismenn hafa. Það hefði þýtt það að aldurshópurinn 16 til 18 ára hefði einnig fengið að kjósa. Þessi tillaga var felld. Þá kom fram tillaga frá Baldri Guðlaugssyni, lög- fræðingi um að gera skyldi spurningar um stjórnmálaleg efni sem kosið væri um um leið og kosið væri í prófkjöri. Hefur Baldur meðal annars kynnt þessar hugmyndir sinar I grein I Visi nú nýlega. Tillaga Baldurs hlaut góðar undirtektir og var samþykkt að visa henni til stjórnar fulltrúa- ráðsins sem skyldi kynna sér tillöguna og framkvæmd hennar og siðan leggja hana fyrir annan fulltrúaráðsfund. Itillögu Baldurs var gert ráð fyrir þvi að unnt sé að bera upp spurningarmeð þessum hættief 300 flokksbundnir sjálfstæöis- menn skrifi undir hana enda sé tryggt aö hún sé hlutlaust orðuð, og getur kjörnefnd þá lagfært spurningar ef þurfa þykir. Kjörgengi hafa allir flokks- bundnir sjálfstæðismenn sem kjörnefnd setur inn á lista eða hafa tilskilinn meðmælenda- fjölda. Kjósendur eiga að merkja kross fyrir framan nöfn þeirra er þeir kjósa en niimera þá. —AH Lömb hrynja úr garnafóri Þistilfirði Garnafár herjar nú á sauðfé bænda I Þistilfirði, og hafa allt að tiu lömb drepist á sumum bæjum úr veikinni. Hefur veik- innar oröið vart eftir að lömbin hafa verið settá tún eftiraö þau koma af fjalli. 1 viðtali við blaðið íslending á Akureyri segir Jóhannes SigfUs- son, bóndi og sláturhússtjóri á Þórshöfn, að garnaeitrun þessi stafi af sýkli sem sé alltaf til staðar i meltingavegi lamb- anna, en hann veldur eitrun við snögga fóðurbreytingu eins og þegar fé fer af afrétti á ræktar- land. Verkanir veikinnar eru mjög niður W I fljótar aö koma i ljós, og yfir- leitt drepast lömbin tveimur til þremur timum eftir að fyrstu sjúkdómseinkenni koma í ljós. Veikinnar varð einnig vart á þessum slóðum I fyrrahaust, en var þá ekki eins útbreidd og nú. Ekki hefur borið árangur að gefa fénu inn bóluefni viö garnafri þessu enn sem komið er að minnsta kosti. Tjón þeirra bænda sem missa mörg lömb með þessum hætti er mjög tilfinnanlegt, en verð til bænda á hvern dilk sem slátrað erum það bil 10 þúsund krónur til jafnaöar. — AH NESTI , AUSTURVERI SÍMI 33615 OPIÐ KL. 8.00-23.30

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.