Vísir - 07.10.1977, Blaðsíða 17
VISIR Föstudagur 7. október 1977
17
Þrótt fyrir hœkkað
gengi minnkar útflutn
ingur Japana ekki
V* V GENGIOG GJALDMIÐLAR
Enn versnaöi gengi dollarans
á gjaldeyrismörkuðu I gær. Var
það helst fyrir tilstilli japanska
yensins. Þó keypti japanski
seðlabankinn um 400 milljónir
doliara, en það dugði ekki til og
fór gengi dollars niður fyrir
mörkin sem sett voru við 260
yen fyrir hvern dollar.
Japanski aðstoðarráðherr-
ann, Toshinobu Wada, sagði i
gær að hækkun yensins lýsti
raunverulegum styrk japanskra
efnahagsmáls. NU væri um að
gera að aðlaga japanskt sam-
félag þessu háa verði Yensins.
Yfirlýsingar ráðherrans eru
óvenjulegar, en innihald þeirra
er i samræmi við niðurstöður
athugunar sem birt var nýlega á
samkeppnisaöstöðu japanskra
útflytjenda. Athugunin sýndi að
útflytjendur myndu ekki missa
pantanir þó yenið hækkaði.
Sérfræðingar
ósammála
Sérfræðingar i gjaldeyrisvið-
skiptum i Japan skiptist i tvo
hópa þessa dagana og hefur
hvor hópur sitt álit á framtið
Yensins.
Annar hópurinn telur að yenið
muni halda áfram að hækka,
þar sem Bandarikin vilji þrýsta
Japönum til að láta yenið fljóta
upp á við. Það getur hjálpað til
við að minnka halla ameriska
greiðslujafnaðarins og minnka
afgang Japana. Þessi hópur tel-
ur að eina leiðin til aö skapa
jafnvægi sé sterkara Yen. Hinn
hópurinn telur að þetta hafi
gengið of hratt fyrir sig og að
dollarinn jafni sig bráðlega.
Þrýstingur viða að
Það var ekki aðeins þrýsting-
ur á dollarann i Japan, heldur
einnig i Stóra-Bretlandi og i öðr-
um gjaldeyrisrikum löndum i
Evrópu urðu Seðlabankarnir að
kaupa dollar honum til stuðn-
ings. í Bretlandi varð gengi
punds gagnvart dollar nærri
1.76. Svissneski frankinn var
kominn niöur i 2,32 fyrir hvern
dollar og þýska markið komst
niður i 2.2902 gagnvart dollar.
1 gjaldeyrissnáknum sendi
danska krónan belgiska frank-
ann niður á botn og liklega hafa
farið fram viss stuðningskaup
til að halda bilinu milli krónunn-
ar og belgiska frankans innan
leyfðra marka.
Nýjar tölur frá Vestur-Þýska-
landi sýna að framleiðslan inn-
an iðnaðarins stendur i stað.
Pantanir jukust nokkuð I ágúst,
en eftir minnkunina i júli, sem
var mikil, eru pantanir enn mun
minni en áður var. Nýju tölurn-
ar staðfesta ört vaxandi efa-
semdir gagnvart efnahagsþró-
uninni i Vestur-Þýskalandi.
Peter Brixtofte
Sj þýddi.
GENGISSKRANING
Gengið nr. 189 Gengi Nr. 190
5. okt. kl. 12. 6. október kr. 12
1 Bandarikjadollar ... 208.40 208.90 208.40 208.90
1 Sterlingspund 367.10 366.85 367.75
1 Kanadadollar ... 193.10 193.60 191.50 192.00
lOODanskar krónur ... 3391.85 3399.95 3404.25 3412.25
100 Norskar krónur ... 3785.65 3794.75 3798.10 3807.20
100 Sænskar krónur ... 4322.00 4332.40 4336.70 4347.10
100 Finnsk mörk ... 5016.85 5028.95 5035.05 5047.05
100 Franskir frankar .... ... 4255.70 4265.90 4276.15 4286.45
100 Belg. frankar 585.65 586.40 587.80
100 Svissn. frankar ... 8909.40 8930.80 8968.25 8989.75
lOOGyllini 8523.25 8552.75 8573.25
100 V-þýsk mörk ... 9141.20 9062.90 9093.70 9115.50
lOOLirur 23.69 23.66 23.72
100 Austurr. Sch ... 1266.85 1269.95 1273.45 1276.45
100 Escudos ... 512.65 513.85 513.25 514.45
lOOPesetar 247.15 246.80 247.70
100 Yen 80.03 80.45 80.64
Skáld vikunnar Hjálmarsson
SAMTÖK ÁHUGAFÓLKS
UM ÁFENGISVANOAMÁLIÐ
Góð ryðvörn
tryggir endingu
og endursölu
BILARYÐVORNhf
Skeifunni 17
a 81390
þilíuríjúöuf
Brautarholti 6, III h.
Simi 76811
Móttaka á gömlum
munum:
Fimmtudaga kl. 5-7
Föstudaga kl. 5-7 e.
VIÐ ÞORNAÐAN FARVEG
Lækjarins bylgjubragur
við bakkann ei heyrist meir.
í sæ hinnar sömu þagnar
minn söngur deyr.
Lyngið man ekki lengur
þá lind, sem er framhjá streymd.
Eins verður yður bráðum
min ævi gleymd.
Flóð mun að nýju fylla
hvern farveg i leit að sæ.
Samt verður aldrei sungið
með sama blæ.
Úr bókinni Við brunninn (1960)
I
Smurbrauðstofan
BJORIMirSJN
Njálsgötu 49 - Simi 15105
BLAÐAMENN OSKAST
Vegna fjölgunar á ritstjórn óskar Vísir
eftir að ráða blaðamenn til starfa. Um-
sóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri
'störf sendist ritstjórn Vísis, merkt blaða-
mannsstarf, fyrir 15. október n.k.
VÍSIR
UMBOÐSMENN
ÓSKAST í
STYKKISHÓLMI
0G HÚSAVÍK
V
SIMI 86611