Vísir - 07.10.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 07.10.1977, Blaðsíða 5
 * ——— i , • C7i fih M t ki * Tfim P 7 J . f m V ^ ií ú fc n Þýsku Leopard skriödrekarnir eru meö þeim bestu I heimi, mjög hraöskreiftir og skotharöir. — þýsku brynsveitirnar endurskipulagðar Hin umdeilda nevtrónusprengja kom til sögunnar vegna hins mikla liðsmunar á herj- um NATO og Varsjár- bandalagsins í Evrópu. En NATOer líka að reyna aðrar aðferðir til að standa af sér hugsanlega innrás Vars járbanda- lagsins og þær voru reyndar á hinum árlegu haustæfingum NATO í Vestur-Þýskalandi sem eru nýlega afstaðnar. 1 stuttu máli má segja að þessar nýju aðferðir felist i endurskipulagingu hersveita með þvi að skipta þeim i smærri einingar. Vopnabúnaður NATO hefur tekið svo miklum framförum á siðustu árum að þótt hersveit sé skipt i tvennt, hefur hvor helmingurinn um sig meiri bar- dagamátt en heil hersveit, fyrir tiltölulega fáum árum. 011 aðildarlönd NATO hafa gert tilraunir á þessu sviði en Bretar, Bandarikjamenn og Þjóðverjar eru kannske lengst komnir. Helsti talsmaður þessara endurbættu bardagaaöferða i Þýskalandi, er Horst Hilde- brandt, hershöfðingi sem er meöal fremstu sérfræðinga á vesturlöndum i kenningum nú- tima hernaðar. Ný vopn, ný viðhorf Hildebrandt stefnir mjög ákveðið að þvi að skipta hernum niöur i smærri einingar. „Hreyfanleiki” og „skotharka” þýskra hersveita er orðinn miklu meiri en hann var fyrir nokkrum árum: með tilkomu hinna nýju Leopard skriðdreka, Marder liðsflutningabrynvagna og sérhannaöra þyrilvængja til liðsfíutninga og til að granda skriðdrekum. Um tvöhundruð þúsund her- manna frá NATO rikjunum tóku þátt i nýafstöðnum haustæfing- um. Hildebrandt notaði tvær þýskar hersveitir til aö prófa nýju bardagaaðferöirnar. önnur sveitin sótti fram upp á gamla mátann, en hinni var skipt niður i smærri einingar og hún notaði nýju herfræöina. „Orrustunni” lauk á skömmum tima, með þvi aö „hinir nýju” hröktu gamlingjana á flótta. Háttsettur foringi stjórnaði gamlingjunum.En þótt einn slikur væri yfir þeim nýju, þá höfðu yngri foringjar miklu meira að segja og ákvarðanir þeirra höföu mikil áhrif á gang orrustunnar. Og það er einmitt i þvi sem yfirburðir nýju her- fræðinnar felast. Hraði og skotharka Skriðdrekar og aðrir bryn- vagnar sem tilheyra nútíma brynsveitum eru orðnir svo harðskreiðir og eyðingarmáttur þeirra, eða skotharka er svo miklu meiri en áður, að yfir- maður skriðdrekasveitar kemst ekki yfir að stjórna jafn mörg- um skriðdrekum og fyrir nokkr- um árum. Leopard skriðdrekinn æðir áfram með sjötiu og fimm kiló- metra hraða og getur skotið 105 mm. fallbyssukúlu með lygi- legri nákvæmni á sjö sekúndna fresti. Marder, brynvarði liðs- flutningavagninn, er sér- hannaður til að fylgja Leopardinum eftir og er vopnaður tuttugu millimetra hriðskota-fallbyssu og tveimur vélbyssum, auk þess sem skotraufar eru á hliðunum fyrir hraðskotariffla og handvélbyss- ur hermannanna sem hann flyt- ur. Eins og skipanin er nú hefur flokksstjóri yfir fimm skriðdrekum að ráöa og sveitar- stjóri yfir sautján. Hildebrandt vill fækka þessu niður i þrjá og ellefu. Yngri foringjar, allt niður i flokksstjóra, myndu þar með veröa miklu frjálsari gerða sinna og ekki vera bundnir af skipunum „að ofan”. Þetta gefur miklu meiri möguleika til að notfæra sér skyndilega veik- leika sem kunna að verða i röð- um óvinanna. Þá er einnig gert ráð fyrir að lengra veröi á milli skriðdreka- sveita til þess aö þær verði ekki eins gott skotmark fyrir flugvél- ar og/eða stórskotalið. Lexíur frá israel NATO sækir þarna nokkrar lexiur til Israel en brynsveitir þar i landi eru einmitt skipu- lagðar á þennan hátt og hafa sannað oftar en einusinni að það gefur góða raun. Varsjárbandalagið hefur geysilega tölulega yfirburði bæði hvað snertir skriðdreka og mannafla. Það getur þvi á til- tölulega skömmum tima ruðst fram með breiðfylkingu skriðdreka. Meö litlum „hreyfanlegri” skriðdrekasveitum yrði auöveldara fyrir þýska herinn að stefna saman liði til að mæta slikri árás. Reynslan i Yom Kippur strið- inu sýndi að þetta gefur góöa raun. Litlar israelskar skrið- drekasveitir voru þá stöðugt á ferli fram og aftur með viglin- unni til að reyna að finna ein- hvern veikleika. Ariel Shoaron, hershöfðingi fann slikan veikleika við „Great Bitter Lake”, við norðurenda Suesskuröar og réðst sam- auki berst frá Bandarikjunum, Bretlandi og Kanada. Æfingarnar sýndu að NATO gerir ráð fyrir að strið i Evrópu verði háð i fjórum áföngum. 1 fyrsta áfanganum verður liði stefnt saman við landamæri austurs og vesturs, þar sem þær NATO sveitir sem þegar eru i Evrópu reyna að stöðva Rússa við landamærin. 1 öðrum áfanganum munu hersveitir NATO berjast á undanhaldi og tefja framsókn innrásarliðsins eins og mögu- legt er. Liðsauki er þá þegar farinn að streyma til Þýska- lands. Þyrlur eru notaðar bæði til að granda skriðdrekum og til liðsflutn- inga. 1 þriðja áfanga er hluti af þessu varaliði sendur fram til að stööva sóknina. Og i fióröa áfanga gerir NATO gaghárás með öllum tiltækum herafla og hrekur Rússa til baka — vona menn. Gripið til kjarnavopna Hættulegustu stundirnar i sliku striði verða i þriðja og fjórða áfanga. Þá er mest hætt- an á þvi að annarhvor aöilinn gripi til litilla kjarnorkuvopna til notkunar á vigvelli, ef herj- um hans gengur illa. NATO gæti gripið til kjarn- orkuvopna ef það lægi fyrir að Rússarnir væru að brjótast i gegnum varnarlinuna. Rússar hinsvegar gætu freistast til að beita kjarnorkuvopnum ef þeir sæju fram á að með liðsaukan- um væri ljóst að gagnárás NATO mundi heppnast. Með þvi að breyta bardagaað- ferðum sinum og gera varnirn- ar þarmeð virkari, eykst kannske hættan á þvi að Rússar gripi til kjarnorkuvopna ef til striðs kemur. En hinsvegar minnka likurnar á þvi að þeir séu yfirleitt að ryðjast yfir landamærin, I broddi fylkingar annarra Varsjárbandalags- rikja. —ÓT stundis yfir skuröinn. Hann . sendi svo út liðsaukakall og hraðskreiöar smásveitir streymdu þegar á vettvang. A ótrúlega skömmum tima var Sharon búinn að safna saman það miklu liði að hann hélt inn I land og lokaði öllum aðflutningsleiðum til þriðja hers Egypta sem var „Israelsmegin við Sues skurð. Þriðji herinn var þarmeö kominn I herkvi, tuttuguþús- und menn og þúsundir af skrið- drekum og stórum fallbyssum. Ef Bandarikin hefðu ekki nytt ísrael til aö semja um vopnahlé, hefði þriöji herinn orðið að gef- ast upp eftir örfáa daga. Strið í fjórum áföngum A fyrrnefndum æfingum i Þýskalandi fór annars mestur timinn i að NATO æfði undan- hald. Yfirburðir Varsjárbanda- lagsins eru svo miklir aö NATO gerir ráð fyrir að þurfa að hörfa i allt að fjóra daga þartil liðs- A undan timanum i 100 ár léttir meöfærilegir viðhaldslitlir fyrir stein- steypu. f Avallt fyrirliggjandi. Góð varahlutaþjónusta. m Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Armúla 16 ■ Reykjavík ■ sími 38640 k};\ n 1 Þjöppur slipivélar dælur sagarhldö steypusagir Þjöppur bindivirsrúllur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.