Vísir - 07.10.1977, Qupperneq 7
—f—Ford Escort—
fimm fyrstu bílunum í Nætur-rallinu
1. til 2. október voru af Ford Escort gerð
Ford Escort sannar nú á Islandi - eins og hann hefur gert í
þúsundum rally-keppna undanfarin 10 ár - að þegar
aðstæður eru erfiðar, þá er Ford Escort bíll sem treysta má
VISIR Föstudagur 7. október 1977
FYRST ÉTIN AF HÁKARLI
— síðan fyrir órós hrikalegs fugls
Sjálfsagt verður það
leiðigjarnt til lengdar að
láta einhver óargadýr
ráðast á sig og jafnvel
éta. Þeir eru víst fáir sem
verða fyrir slíku oftar en
einu sinni að vísu, en þó
er þar undantekning á.
Susan Backlinie heitir leikari
sem að minnsta kosti tvisvar
sinnum hefur þurft að verða
fyrir heldur óhugnanlegum á-
rásum. 1 fyrra skiptið lék hún
fyrsta fórnarlamb hákarlsins i
samnefndri kvikmynd sem allir
muna sem sáu. Myndin hófst
einmitt á þvi að Susan brá sér i
bað i sjónum. Hákarlinn varð
fljótlega var við gómsæta bráð
og þá var ekki að spyrja að
leikslokum.
í nýrri kvikmynd „Day Of
The Animals” sem fjallar um
hefnd dýranna á mannkyninu,
ræðst einmitt hrikalegur fugl á
Susan. Það atriði sjáum við á
meðfylgjandi mynd.
King Kong er svo sann-
arlega ekki liðinn undir
lok, fjarri því. Ef allt
gengur samkvæmt áætlun
megum við íslendingar
eiga von á því að sjá að
minnsta kosti tvær kvik-
myndir enn á einhvern hátt
fjalla um King Kong.
í Thailandi er verið að gera
tvær myndir. önnur myndin á að
heita King Kong Of Siam, og þar
hefur hinn stórkostlegi api tvö
höfuð. Hin myndin mun svo vera i
heldur gamansömum tón. Hún
heitir King Kon’s Son -in-Law,
eða tengdasonur King Kong á is-
lenskunni.
■ Þú
íærir m
maliöt
MÍMI..
■ \\ 10004
King Kong
ekki nœrri
dauður úr
öllum œðum
Q
V"
m s j ó n :
Andrésdóttir
v“
Edd
y
Þarf enn að bœta
gráum lit í hárið!
Það má fastlega gera
ráð fyrir því að Onedin og
allt hans lið eigi eftir að
sjást oftar í islenska sjón-
varpinu. Að minnsta kosti
er enn verið að, og nú hef ur
fimmti flokkurinn um
James Onedin og félaga
verið gerður.
„Við höfum öll elst um 10 ár sið-
an myndaflokkurinn hóf göngu
sina”, segir Peter Gilmore (Jam-
es Onedin) i viðtali i tilefni þessa.
„Það er að segja i sögunni”, bætir
hann viö. „Þetta hefur nú gengið i
sex ár, og frá þvi siðasta þætti
lauk, hafa liðið fimm ár. Þeir sem
þá voru börn eru vaxin úr grasi og
ég hef þurft að bæta meira af grá-
um lit i hárið á mér.”
„Ég geri ráð fyrir að fólk muni
ekki eftir mér i hlutverki annars
en James Onedin og mér er svo
sem sama. En ég kynni þvi samt
betur að menn settu mig i sam-
band við fleiri persónur en hann
einan. Ég vildi gjarnan geta þegið
ýmis smáhlutverk önnur. Ég get
ekki verið skipstjóri að eilifu!”
„Það má samt ekki misskilja
mig. Ég er heppinn að hafa fengið
svo gott hlutverk sem hlutverk
Onedins er. Það hefur gert mig
vel þekktan sérstaklega erlendis.
Ég get ekki hugsað mér betra
samstarfsfólk til dæmis, og ég
býst við að okkur semji svo vel
vegna þess að það lætur sig engu
skipta ýmis skrýtin tiltæki min”.
2. sæti (bíll nr. 14)
3. sæti (bíll nr. 6)
5. sæti (bíll nr. 12)
Escort 1600 BDA árg. 1973
Escort 1600 Sportárg. 1977
Escort 1600 Sport árg. 1977
FORD ESCORT - BÍLLINN SEIVI EKKI BREGST
Sveinn Egilsson hf.
SKEIFUNNI 17 SÍMI 85100