Vísir - 07.10.1977, Page 9

Vísir - 07.10.1977, Page 9
 ur viöhlutverki Þorgerðar kerling- ar af Herdisi Þorvaldsdóttur. Börn hennar leika Guðrún Asmundsddtt- ir Soffia Jakobsdóttir, Valgerður Dan, Asdls Skúladóttir og Steindór Hjörleifsson. Aðrir leikarar eru Sigurður Karlsson, GIsli Halldórs- son, Sigrlður Hagalin, Guðmundur Pálsson, Sólveig Hauksdóttir og Gestur Gíslason. Höfundur er sjálfur ieikstjóri sýningarinnar. Leikmynd gerði Björn Björnsson en lýsingu annast Daniei VVilliamsson. Nokkrir þeirra muna sem verða á markaði Kvenfélagsins Seltjarnar. Visismynd: ÞG Markoður ó Sel- tjarnarnesi Kvenfélagið Seltjörn á Sel- tjarnarnesi heldur fjölbreyttan markað I Félagsheimilinu á sunnu- daginn kl. 2. Þar verða m.a. á boðstölum kök- ur, húsmunir, leikföng og fatnaður. Þá verður þar skyndihappadrætti með mjög góðum vinningum og sælgætispokasala. Kvenfélagið Seltjörn hefur á und- anförnum árum styrktýmsa starf- semi á Seltjarnarnesi, þar á meðal barna- og gagnfræðaskólana, barnaheimiiið og fleiri. Mun ágóð- inn af markaðnum á sunnudaginn renna til þessarar starfsemi. Nokkur verkanna á sýningunni að Kjarvalsstöðum Flestar gerðir myndljstar eru ó Haustsýningu FÍM sem opnuð verður ó Kjarvalsstöðum á laugardaginn Myndvefnaður, keramik, glermyndir, grafik, kritar- myndir, ollumálverk, vatnslita- myndir, höggmyndir og skúlp- túr eru meðal þess sem sýnt er á Haustsýningu Féiags islenskra myndiistarmanna 1977, sem opnuð verður á Kjarvalsstöðum á laugardaginn. A sýningunni verða alls 123 myndlistarverk eftir 41 höfund. Af þessum myndlistarhöf- undum eru 22 félagar f FIM en 19 utanfélagsmenn. Nokkrir hinna siðarnefndu sýna nú myndir i fyrsta sinn á Haust- sýningu, þar á meðal raunsæis- maðurinn Gunnlaugur Stefán Gislason. Þátttaka félagsmanna FIM varð minni en bdist hafði verið við og þvi eru utanfélagsmenn tiltölulega fleiri en oft áður. Að sögn sýningarnefndar FIM varð það til þess aö meiri breidd varð isýningunni, bæði hvað varðar efni og myndgeröir. Heiðursgestur Arlegar sýningar FIM hafa veriö haldnar áratugum saman og hefur á nokkrum þeirra sér- stökum heiðursgeti verið boðin þátttaka. I þetta sinn hefur sýningar- nefnd félagsins valið Guðmund Benediktsson myndhöggvara til kynningar. A hann 11 kopar- skúlptúra á sýningunni. Guðmundur fæddist i Reykja- vik árið 1920. Um þritugt gerðist hann nemandi Asmundar Sveinssonar i Myndlistarskól- anum, sem nú er til húsa við Freyjugötu. Guðmundur gerðist felagi I FtM árið 1957, eða fyrir réttum 20 árum. Hann hefur alla tið unnið mikið starf fyrir félag sitt, en auk þess starfað að sýn ingarhaldi hjá Listasafni ts- lands, Listasafni ASl og Kjar- valsstöðum og situr nú i Listráði Kjarvalsstaöa. Guömundur hefur tekið þátt i fjölda myndlistarsýninga bæði hér heima og erlendis, t.d. á Norðurlöndunum, i Þýskalandi og Bandarikjunum. Nýtt húsnæði t Félagi islenskra myndlistar- manna eru nú 87 félagar. Félagið hefur nýlega tekiö I notkun nýtt húsnæöi að Laugar- nesvegi 112 og hefur þar meö i fyrsta sinn fengið aðstööu fyrir félagsmiðstöð. Veröur ef til vill hluti húsnæöisins notað til sýn- ingarhalds. Breytir þetta að- stöðu félagsins til mikilla muna, þar sem þaö hefur hingað til verið á hrakhólum með undir- búning listsýninga. Haustsýning FtM 1977 stendur frá 8.-23. október og er opin virka daga kl. 16-22, en laugardaga og sunnudaga kl. 14- 22. Húsið er lokað á mánu- dögum. KYNNISFERÐ TIL EFNA HAGSBA NDA LA GSINS! Dagana 19.-21. október nk. efnir Visir til kynnis- ferðar fyrir menn úr islensku viðskiptalifi, stjórnsýslu og aðra áhugamenn til höfuðstöðva Efnahagsbandalags Evrópu i Brússel. Samskipti íslendinga við Efnahagsbandalagið og aðildarlönd þess hafa sivaxandi þýðingu fyrir ís- lendinga, og við þvi má búast, að þessi samskipti aukist enn á næstu árum. A sl. ári fór t.d. yfir 30% af útflutningi okkar til Efnahagsbandalagsland- anna, og við fengum vel yfir 40% af innflutningi okkar frá þessum löndum. Með kynnisferðinni til skrifstofu Efnahagsbanda- lagsins í Brússel vill Visir i samvinnu við upplýs- ingadeild bandalagsins gefa mönnum kost á að afla sér sem bestrar þekkingar um málefni bandalagsins og samskipti íslendinga við það. VISIR Lagt verður upp i ferðina 19. október, en 20. og 21. október verða fundir með embættismönnum Efnahagsbandalagsins. Á fundunum verður m.a. rætt almennt um Efnahagsbandalagið, samskipti íslands og Efnahagsbandalagsins, fiskveiðistefn- una og stefnu bandalagsins i viðskiptamálefnum og varðandi samkeppnisfrelsi. Fargjald fyrir ferðina Keflavik — Brússel — Keflavik er kr. 58.340 + kr. 1.500 i brottfarar- skatt, og er þá miðað við 8-21 dags fargjald og, að farið sé um London. Þátttakendur eru ekki bundnir við að verða samferða heim, svo að þeir geta einnig hagnýtt ferðina til annarra erinda er- lendis. Gisting er ekki innifalin i framangreindu verði. Þeir sem hafa áhuga á þátttöku i ferðinni gjöri svo vel að leita nánari upplýsinga og láta skrá sig i sima 86611 sem allra fyrst, þvi að takmarka verður þátttakendafjölda.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.