Vísir - 07.10.1977, Qupperneq 11
vism Föstudagur 7. oktöber 1977
11
68 SINNUM
STADDUR
breytt eiðfestum framburði gagn-
vart Tryggva Rúnari. Erla fullyrti
að hún hefði bara þekkt Sævar og
Kristján Viðar að Hamarsbraut 11.
morðnóttina, en bar ekki kennsl á
þriðja mánninn. Hún fullyrðir að
hún hafi gefið lýsingu á þessum
þriðja manni og dregið upp mynd
af honum hjá tæknideild rann-
sóknarlögreglu i desember 1975.
Þessi lýsing eða mynd hefur ekki
komiö fram. Hvar eru þessi gögn
og hvers vegna eru þau ekki lögð
fram?, spurði verjandinn.
Þá áliti rannsóknarlögreglu-
maður, að Tryggvi Rúnar hafi
verið látinn gera skissu að her-
bergjaskipan að Hamarsbraut 11
þar sem morðið á að hafa verið
framið. Þessi skissa finnst ekki.
Einnig hafi verið borið á Tryggva
við yfirheyrslur að hann hafi átt
þátt i dauða stúlku i Vik og manns i
Olafsvik. Þessi áburður hafi þó
ekki verið bókaður og spurði verj-
andi hvers konar yfirheyrslur þetta
væru.
Verjandinn átaldi það, að Albert
Klan, sem ákærður er fyrir hlut-
deild i Guðmundarmálinu skuli
ekki hafa verið sendur i geðrann-
sókn og hafi ákæruvaldiö ekki einu
sinni krafist þess. Hann leiddi að
þvi rök að hinir ákærðu hefðu verið
leiddir við rannsóknina. Sagði
Tryggva staðfastlega neita þvi að
hafa komið áð Hamarsbraut 11 eða
hafa átt þátt i meintum átökum.
Veigamikil rök bendi til að Tryggvi
sé saklaus i þessu máli og að lokum
itrekaði verjandinn sýknukröfu
sina varðandi skjólstæðing sinn.
—SG
Verjandi Sœvars Ciesielskis:
SÆVAR BEITTUR ÞVINGUNUM
TIL AÐ FÁ FRAM JÁTNINGAR
; ' '
Jón Oddsson hrl.
Fyrri játningar Sæv-
ars Ciesielskis voru
fengnar með mjög
vafasömum aðferðum
ög þvingunum. Ekki
hlustað á hann þegar
hann lýsti yfir sakleysi
sinu sagði Jón Oddsson
hrl. verjandi Sævars
þegar hann hóf vörn
sina i gær.
Krafðist verjandinn sýknu af
ákærum um hlutdeild i morðum
á Guðmundi Einarssyni og
Geirfinni Einarssyni. Til vara
varkrafist vægustu refsinga
samkvæmt lögum.
Jón hóf ræðu sina klukkan tvö
i gær og þegar málflutningi
hans lauk klukkan fjögur var
hann búinn að reifa Guðmund-
armálið óg önnur ákæruatriði á
hendurSævari sem fylgja þeirri
ákæru. 1 morgun hélt Jón svo á-
fram og ræddi þá Geirfinnsmál-
ið. Hér á eftir verður stiklað á
stóru I varnaræðu hans i gær, en
eins og aðrir verjendur sem
búnir eru að tala gagnrýndi
hann mjög mörg atriði i rann-
sókn málsins og kom með mörg
dæmi sinu til stuðnings.
1 upphafi sagði Jón Oddsson
að Sævar hefði margoft veriö
búinn að lýsa þvi yfir að hann
væri saklaus af ákærum um
hvarf Guðmundar og Geirfinns.
Þetta sé ekki nýr framburður
eins og sækjandi hafi haldið
fram þegar hann ræddi um að
þetta væru eðlileg viðbrögð sak-
aðs manns. Mörg gögn sem
styðji framburð Sævars hafi
ekki komið fram við rannsókn-
ina af einhverjum orsökum.
Þá minntist Jón á að Sævar
hefði nú verið i einangruðu
gæsluvarðhaldi i tæpa 700 daga
og við yfirheyrslur um Guð-
mundarmálið hefði honum verið
hótað lifstiðarfangelsi ef hann
játaði ekki, eftir þvi sem Sævar
segir. Verjandi kvaðst einnig
hræddur um að lyfjameðferð i
fangelsinu gerði rannsóknina
tortryggilega. Sævar hefði hvað
eftir annað verið yfirheyrður
lengur en sex klukkustundir i
senn sem væri skýlaust brot.
Sævar fjarverandi
Guðmundur hvarf aðfaranótt
27. janúar 1974 og samkvæmt á-
kærunni á honum að hafa verið
ráðinn bani þá nótt, aðfaranótt
sunnudags.
Sævar fór til útlanda þann 19.
janúarog kom aftur til landsins
23. janúar. Hann kveðst ekki
hafa komið til Erlu að Hamars-
braut fyrr en sunnudagskvöldið
27. janúar eða kvöldið eftir að
morðið á að hafa átt sér stað.
Um þetta gaf Sævar skýrslu hjá
rannsóknarlögreglu i vor, eða
13. april. Daginn eftir var Erla
Bolladóttir kölluð fyrir. Þar
segir hún með sjálfstæðri frá-
sögn, að hún hafi ekki séð Sævar
eftir að hann kom til landsins
fyrr en sunnudaginn 27. janúar.
Sama hafði hún borið við yfir-
heyrslu hjá fikniefnadómstóln-
um 7. febrúar árið 1974.
Þá benti verjandinn á skýrslu
Erlu þar sem hún segist hafa
komiðheim til sin aðfaranótt 27.
janúar, séð ljós i ibúðinni, ekki
haft lykil og skriðið inn um
glugga. Þá hafi hún séð að lakið
var horfið af rúminu, en skriðið
upp i það og sofnað án þess að
kanna nokkuð hvort einhverjir
væru þarna inni. Fólk á hæðinni
fyrir ofan hefði ekki heyrt neinn
hávaða þessa nótt eða orðið vart
við átök i kjallaranum.
Einnig benti Jón Oddsson á,
að það hefði verið Sævar sem
benti á Gunnar Jónsson sem
sóttur var til Spánar til að bera
vitni. Væri óliklegt að Sævar
hefði gert það ef hann hefði talið
vitnið hættulegt sinum fram-
burði. Þá taldi verjandinn
framburð Alberts Klan litt
marktækan og leiddi að þvi rök.
Drap hann á fjölmörg atriði
önnur sem studdu sýknukröfu
sina.
—SG
hefur gerst œði umsvifamikill
lundruö og seytján atkvæöi, sem
nættu kallast normal tölur i flokki
if stæröargráðu Alþýðuflokksins i
Reykjavik, og Bragi Jósepsson
'ékk 543 atkvæði, sem raunar eru
lormal tölur lika fyrir sigurvegara
i svona prófkjöri.
Þaö sem er helzt upplýsandi viö
cosningasigur Björgvins er sú of-
drkni sælgætissalanna að afla
íonum nær fimmtán hundruð at-
cvæöa í þrjú þúsund atkvæða
lokki. Þeir hefðu strax mátt vera
inægöir með þúsund atkvæði og
iklega sloppið betur út úr málinu.
Björgvin og Eyjólfur
/oru jafnir í kössunum,
>em komu úr Iðnó
Atkvæði voru greidd á þremur
itöðum I borginni: i Iðnó, við Siöu-
Að kosningu Björgvins Guð-
mundssonar unnu jafnframt
ýmsir þeir, sem eiga undir gjald-
eyrisnefnd bankanna að sækja.
múlann og i Breiðholti. Svo vildi til
að atkvæðum var ekki ruglað
saman við talningu heldur talið frá
hverjum kjörstaö út af fyrir sig.
í Iðnó voru þeir Björgvin og
Eyjólfur næstum jafnir að at-
kvæðum. 1 Breiðholti skiptust at-
kvæði nokkuð jafnt milli þriggja
þátttakenda um efsta sætið, Björg-
vins, Eyjólfs og Braga.
En á kjörstaðnum við Siðumúl-
ann komu sælgætissalarnir fyrst
alvarlega til sögunnar, enda var
Björgvin langhæstur á þeim kjör-
stað, og þaðan barst honum hinn
raunverulegi sigur i kosningunni.
Þeir eiga eftir að
vinna annað prófkjör
Þeir sem fagna nú mjög sigri
Björgvins, bæöi Framsóknarmenn
og aðilar i öörum flokkum, sem
telja að þvi fyrr sem Vilmundur
verði stöövaður þvi betra, eiga í
raun eftir aö vinna annað prófkjör
áöur en úrslit eru fengin f Reykja-
vik.
Þeir telja sig eflaust fara létt
með sigur i prófkjöri til framboðs i
þingkosningunum að sumri. Er
ekki ástæöa til annars en ætla aö
þeir hafi yfir að ráöa þeim nær
fimmtán hundruö atkvæðum, sem
Björgvin fékk, og gætu eflaust farið
upp i tvö þúsund atkvæði með lagi
væri einhver hætta á ferðum.
Yfirleitt hafa prófkjör farið ró-
lega fram, þótt stundum hafi verið
nokkuð um smalanir. En þessi úr-
slit taka öllu fram i þeim efnum, og
enn starfar útibú Bflaleigu Akur-
eyrar i borginni, svo ekki ætti að
verða bila vant.
Viðbúnaður Björgvins-manna
kom hinum keppendunum um sætið
i opna skjöldu. Þeir héldu að um
venjulegt prófkjör yrði að ræða og
uggðu ekki að sér þegar bflaflotinn
mikli seig fram með allt Björgvins-
fylgið.
Nú er eftir að sjá hvort sælgætis-
salarnir geta endurtekið leikinn i
þvi prófkjöri sem eftir er, eða hvort
þeir hafa gefið upp endanlega
stærð sina með atkvæðatölum
Björgvins, sem út af fyrir sig er
ekki mikill vandi að mæta.
Fimmti flokkurinn
grípur inn í til að
viðhalda grjótjötuns-
siðferðinu
Litið hefur verið á Vilmund
Gylfason sem von óánægöra kjós-
enda. Blaðaskrif hans og deilur
hafa vakið gifurlega athygli, aflaö
honum fjölda andstæðinga og veitt
honum lýðhylli, sem er næsta
óvenjulegt,
Duttlungar örlaganna hafa
valdið þvi að núverandi forusta
Framsóknarflokksins telur hann
óvin númer eitt, og leggur sig fram
Vesturlandsm enn geta fengið
cftirtektarveröan niann i fram-
boð, fari svo, aö Vi'.mundur vilji
hvergi fara úr Reykjavik. Hér er
áttviö Jón Baldvin Hannibalsson.
um að leggja alla þá steina I póli-
tiska götu hans sem fyrirfinnast.
Fyrst og fremst vilja Framsóknar-
menn koma Vilmundi frá framboði
i Reykjavik.
Til liðs við Framsóknarmenn i
þessu efni hafa síðan gengið þeir
menn i öörum flokkum, sem likt
ástatt er fyrir, sælgætissalarnir,
sem vilja hafa nokkra spillingu I
gangi og fyrirlita það, sem þeir
nefna ranglega flokkseigendafélög,
þ.e. þá hópa manna, sem vilja gæta
sæmilegs siðferðis i viðskiptum.
Þessi fimmti flokkur i landinu
hefur gerzt æði umsvifamikill upp
á siðkastið, og hefur helztan mór-
alskan stuðning að sækja til móður-
skipsins, sem i þessu tilfelli er
hópurinn innan Framáóknar, sem
vill viðhalda grjótjötuns-siöferð-
inu. Adeila Vilmundar Gylfasonar
bögglast fyrir þeim, og þess vegna
hefur þótt nauösynlegt að gripa inn
i prófkjör til að rétta steðjann.
Vilmundur mun hika
af ýmsum ástæðum
Eftir prófkjörið liggur ekkert
fyrir um þaö, hvort Vilmundur
hyggur enn á þátttöku i prófkjöri til
þingframboðs innan flokksins. Taki
hann ákvörðun um aö fara i próf-
kjörið verður þaö eflaust annað
sætiö á lista flokksins, sem hann
stefnir að. En svars frá honum um
það atriði mun aö vænta um helg-
ina, enda telja stuðningsmenn hans
þaö siöustu forvöð.
Vilmundur mun hika af ýmsum
ástæðum, m.a. þeirri, að Eggert G.
Þorsteinsson, sem hefur skipað
annað sæti listans, mun eflaust
bjóða sig fram i fyrsta sætið, fari
Vilmundur i prófkjör. Fyrsta sætið
hefur hins vegar verið ætlað Bene-
dikt Gröndal.
Fer Jón Baldvin fram
á Vesturlandi?
Samtimis þessu munu Alþýðu-
flokksmenn á Vesturlandi sækja
fast aö Vilmundi að koma þangaö i
framboð fyrir flokkinn. Þeir
Vesturlandsmenn eru eiginlega
frambjóðendalausirsiöan Benedikt
ákvað að flytja sig til Reykjavikur.
Aö visu liggur i augum uppi að
Vesturlandsmenn geta fengiö eftir-
tektarverðan frambjóðanda i sæti
Alþýðufiokksins þar, fari svo að
Vilmundi þyki Esjuhliðar fagrar og
vilji hvergi fara úr Reykjavik. Hér
er átt við Jón Baldvin Hannibals-
son.
Hvaö sem um það ræðst standa
prófkjörsmál Alþýðuflokksins enn
þannig, að þaðan er mikilla átaka
að vænta. Mega stærri flokkar öf-
unda þennan smáflokk, sem lafir
inni á þingi á einum kjörnum
manni, af þvi umtali og þeim skrif-
um, sem gjarnan fylgja i kjölfar á-
takanna um sætin — sem veröa
kannski engin sæti þegar til alvör-
unnar kemur.
IGÞ
Alfreð Þorsteinsson og Kristinn
Finnbogason töldu sig vera aö
vinna i þágu ólafs Jóhannessonar
O