Vísir - 07.10.1977, Síða 12
Föstudagur 7. október 1977
VISIR
VÍSIR
Föstudagur 7. oktöber 1977
Ipróttir
i-
13
)
Við eigum
oð vinna í
þessum leik
— segir Örn Hallsteinsson þjálfari FH í hand-
knattleik sem leikur í Hafnarfirði á morgun
gegn finnska liðinu Kiffen
„Við eigum að vinna þennan ieik, og
að minu mati er þetta einungis spurning
um hvort okkur tekst að sigra það stórt
á laugardaginn að það nægi okkur i
leiknum i Finnlandi og til þess að kom-
ast áfram i 2. umferð”, sagði örn Hall-
steinsson, þjálfari handknattleiksiiðs
FH sem Icikur gegn finnska liðinu Kiff-
en i iþróttahúsinu i Hafnarfirði á morg-
un kl. 15 fyrri leik liðanna i Evrópu-
keppni bikarmeistara.
„Við teflum nú fram okkar sterkasta
liði ifyrsta skipti á keppnistimabilinu”,
sagði örn. „Það hafa ávallt verið ein-
hverjir meiddir, en nú eru allir heilir og
það eykur að sjálfsögðu á bjartsýnina.”
Vissulega ættu FH-ingar að eiga góð-
an möguleika á sigri i leiknum á morg-
un, ekki síst ef áhorfendur verða margir
og láta vel í sér heyra. Slikt er á við
nokkur mörk í handboltanum. En i liði
FH i leiknum á morgun verða þessir
leikmenn:
Birgir Finnbogason
Magnús Ólafsson
Geir Hallsteinsson
Auðunn Óskarsson
Sæmundur Stefánsson
Vignir Þorláksson
Guðmundur Magnússon
Guðmundur Stefánsson
Þórarinn Ragnarsson
örn Sigurðsson
Valgarð Valgarðsson
Janus Guðlaugsson
Að einu leyti standa Finnar þó betur
að vigi. Þeir eru með 10 landsliðsmenn á
móti 5landsliðsmönnum FH, en ætli það
komi ekki þar upp á móti að landslið
okkar hefur verið til muna sterkara en
það finnska fram að þessu.
Þeir FH-ingar voru mjög óhressir
með aðsókn Hafnfirðinga á Evrópuleiki
sina i fyrra, þeir fengu ekki fullt hús i
„handknattleiksbænum” mikla, en þeir
reyna aftur i trausti þess að vel verði
stutt við bakið á þeim af áhorfendum.
Um finnska liðið er litið vitað nema að
það hefur verið i fremstu röð i Finnlandi
undanfarin ár, og nokkrir leikmanna
liðsins verða með hér á Norðurlanda-
mótinu i næsta mánuði.
En takist Geir Hallsteinssyni og félög-
um hans vel upp á morgun þá ætti FH að
vinna sigur, en það er eins og örn þjálf-
ari sagði, aðeins spurning um hvort sig-
urinn verði nægilega mikill til aö kom-
ast áfram i keppninni.
gk—•
Geir Hallsteinsson á fullri ferð. í dag fær Geir það verkefni að leiða FH-liðiö til
sigurs gegn finnsku bikarmeisturunum Kiffen þegar liðin mætast I Evrópu-
keppni bikarhafa I Hafnarfirði. — Ljósm. Einar.
Missið ekki af Heigarblaðinu ó morgun
Helgarbiaðið fyigir iaugardagsbiaði Vísis
Tveir leikir voru háðir i
Reykjavikurmótinu i körfuknatt-
leik i gærkvöldi. Valur sigraði ÍR
með 87 stigum gegn 73. KR-ingar
hafa nú tekið forustuna i mótinu,
eru með fjögur stig eftir tvo leiki,
en Valsmenn hafa einnig fjögur
stig — en að ioknum þremur leikj-
um.
Valsmenn höfðu yfirburði i leik
sinum við 1R. Þeir komust i 38:15
og skiptu siðan öllum varnar-
mönnum inná og við það jafnaðist
leikurinn og staðan i hálfleik var
45:35.
1 siðari hálfleiknum byrjaði
aðalliðið aftur hjá Val og staðan
breyttist i 79:53, en IR-ingar náðu
siðan að laga stöðuna aðeins gegn
varamönnum Vals siðustu minút-
urnar og lokatölurnar urðu 87:67.
Rick Hockenos var stighæstur
Valsmanna með 20 stig, og það
sem meira var. Hann hitti 10 af 11
skotum sinum, og stjórnaði öllu
spili liðsins af festu.
Hjá 1R var Erlendur Markús-
son stighæstur með 24 stig.
KR-Ármann 92:73
KR-ingar höfðu ávallt yfirhönd-
ina gegn Ármanni, sem léku nú
með Bandarikjamanninum Mich-
ael Wood i fyrsta skipti. Ármenn-
ingarnir léku nú til muna betur
en gegn Fram á dögunum. Staðan
i hálfleik var 47:32 fyrir KR-inga
oglokatölurnarur
u sem fyrr sagði 92:73, en leikur-
inn i heild var ekki skemmtilegur
á að horfa, ekki spennandi og á
köflum ekki vel leikinn.
Andrew Piazza var stighæstur •
KR-inga með 27 stig þótt skota-
nýtingin væri ekki góð, en hjá
Toppliðin
berjast
Fjórir leikir verða leiknir I 1.
deild tslandsmótsins um helgina,
og mun athyglin aðallega beinast
að einum þeirra, leik Vals og Vik-
ings, þótt hinir ieikirnir séu að
sjálfsögðu áhugaveröir.
A morgun leika i Laugardals-
höllinni Vikingar og nýliðar Ar-
manns, og verður fróðlegt að sjá
hvað Ármenningar gera á móti
silfurliðinu frá i fyrra. Strax á
eftir leika svo hinir nýliðarnir i
deildinni við tslandsmeistarana,
en það eru semsagt KR og Valur
sem þá leika. Verður ekki siður
fróðlegt að sjá hvað KR-ingar
gera nú i sinum fyrsta leik eftir
langa fjarveru, en þeir hafa búið
sig mjög vel undir hina hörðu
keppni i 1. deildinni, m.a. farið i
keppnis- og æfingaferð til V-
Þýskalands.
Á sunnudagskvöldið verður
keppninni haldið áfram og þá
leiknir tveir aðrir leikir. Fyrri
leikurinn er á milli Fram og
Hauka, leikur sem ætti að geta
orðið afar spennandi eftur fyrsta
leik liðanna i mótinu að dæma, en
að honum loknum kemur svo leik-
urinn sem beðið er eftir, leikur
tveggja efstu liðanna frá fslands-
mótinu siðasta, Vals og Vikings.
Vikingar eru fyrir þennan leik
stóra spurningarmerkið i sam-
bandi við leikinn. Þeir hafa ekki
leikið opinberlega fyrr á keppnis-
timabilinu, en hafa að sögn hafið
æfingar fyrir nokkru siðan af full-
um krafti.
Valsmenn hafa einnig æft vel og
hafa leikið einn leik, við FH i
meistarakeppninni, leik sem þeir
unnu örugglega.
Leikirnir á morgun hefjast kl.
17, en á sunnudag byrjar slagur-
'inn kl. 20.15.
Aðalskoðun bifreiða
í Reykjavík
í októbermánuði
Fimmtudagur 6. okt. R-47801 til R-48100
Föstudagur 7. okt. R-48101 til R-58400
Mánudagur 10. okt. R-48401 til R-48700
Þriðjudagur 11. okt. R-48701 til R-49000
Miðvikudagur 12. okt. R-49001 til R-49300
Fimmtudagur 13. okt. R-49301 til R-49600
Föstudagur 14. okt.R-49601 til R-49900
Mánudagur 17. okt. R-49901 til R-50200
Þriðjudagur 18. okt. R-50201 til R-50500
Miðvikudagur 19. okt. R-50501 til R-50800
Fimmtudagur 20. okt. R-50801 til R-51100
Föstudagur 21. okt. R-51101 til R-51400
Mánudagur 24. okt. R-51401 til R-51700
Þriðjudagur 25. okt. R-51701 til R-52000
Bifreiðaeigendum ber að koma með bif-
reiðar sinar til bifreiðaeftirlitsins, Bilds-
höfða 8, og verður skoðun framkvæmd þar
alla virka daga kl. 08:00 til 16:00.
Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardög-
um. Festivagnar, tengivagnar og far-
þegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoð-
unar.
Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna
leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber
skilriki fyrir þvi, að bifreiðaskattur og vá-
trygging fyrir hverja bifreið sé i gildi.
Athygli skal vakin á þvi, að skráningar-
númer skulu vera læsileg.
Vanræki einhver að koma bifreið sinni
til skoðunar á auglýstum tima verður
hann látinn sæta sektum samkvæmt um-
ferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð
hvar sem til hennar næst.
Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að
máli.
Lögreglustjórinn i Reykjavik,
5. október 1977
Sigurjón Sigurðsson.
m
■
Egill var fyrsta atómskóldið
n
— segir Helgi Sæmundsson, ritstjóri m.a. í sam-
tali við Elías Snæland Jónsson, blaðamann, þar sem
rætt er um stjórnmála- og menningarþróun á is-
landi.
— HVER ERU UPPÁHALDSFÖT TISKU-
LEIÐTOGANNA— Sigurveig Jónsdóttir, blaða-
maður ræðir við eigendur f jögurra tískuverslana
um uppáhaldsklæðnað þeirra sjálfra.
— GAMLI MELAVÖLLURINN — Gylfi
Kristjánsson, blaðamaður kannar sögu Mela-
vallarins, sem lengi hefur sett svip á borgarlifið í
Reykjavík, en framtíð vallarins hefur verið í
brennidepli að undanförnu.
— Þá skrifar Davíð Oddsson þátt sinn Af
fólki og heitir hann að þessu sinni „FÆSTIR
ERU EINSOG FÓLK ERFLEST". Þátturerum
Líf og heilsu og fleira.
Auðvelt hjá
KR og Val
Ármanni var Wood stighæstur
með 22 stig.
gk-.
Sending
að sunnan
1. deildarliði Þórs i körfuknatt-
leik bættist óvæntur liðsauki nú i
vikunni, en þá tóku þeir sig upp
Jón Indriðason ÍS og Jóhannes
Magnússon, Val og fluttu norður á
Akureyri þar sem þeir ætla að
dvelja I vetur og leika með Þórs-
urunum.
Þeir hafa báðir leikið i
meistarafiokki i mörg ár og Jó-
hannes hefur leikið nokkra lands-
leiki. Þeir ættu þvi að geta orðið
Þórsliðinu talsverður styrkur ef
allt fer að óskum.
Jón mun vera búinn að fá at-
vinnu fyrir norðan en Jóhannes
ætiar aðeins að sjá til, hversu
landið liggur. gk—•
Tíu mðrk í röð of
mikið fyrir Hauka
— og Kínverjarnir sigruðu örugglega 32:25
Kinverska landsliðið i hand-
knattleik sigraði 1. deildarlið
Hauka örugglega i iþróttahúsinu i
Hafnarfirði i gærkvöldi. Lokatöi-
urnar urðu 32:25 fyrir kinverska
liðið og var sá munur sist of mik-
ill, miðað við gang leiksins. Það
sem gerði fyrst og fremst útaf við
Hauka i þessum leik var afleitur
leikkafli i fyrri hálfleik þegar þeir
fengu á sig tiu mörk i röð án þess
að þeim tækist að svara fyrir sig.
Til að byrja með var leikurinn
nokkuð jafn, en þegar tiu minútur
-<-------------------m.
Ingimar Haraldsson i dauðafæri á
linunni og boltinn hafnaði i kin-
verska markinu stuttu siðar. —
Ljósm. Einar.
voru liðnar og staðan 5:6 fyrir
kinverska liðið fór allt i baklás
hjá Haukunum — Kinverjarnir
skoruðu þá tiu mörk i röð, og
breyttu stöðunni I 5:16 — og gerðu
þar með endanlega út um leikinn.
I hálfleik var staðan 17:10, og i
lokin var munurinn lika sjö mörk
25:32, en þó náðu þeir kinversku
tvivegis tiu marka forskoti 15:25
og 22:32.
Þetta var fyrsti sigur kinverska
liðsins hér á landi, en liðið hafði
áður tapað tvisvar fyrir landslið-
inu.
Leikurinn i gærkvöldi var vel
leikinn af hálfu kinverska liðsins
sem sýndi stórgóða leikkafla.
Leikur þess er afar hraður, alltaf
eru reynd skyndiupphlaup, sókn-
irnar mjög stuttar, en samt er
leikur liðsins ákaflega vélrænn.
Það vinnur nánast eins og vel
smurð vél — og vart er hægt að
merkja svipbrigði á leikmönnum
þess á hverju sem gengur.
Haukaliðið átti afleitan leik að
þessu sinni og munaði mestu um
að sóknarleikurinn var gjörsam-
lega i molum i fyrri hálfleik. Liðið
náði sér þó nokkuð á strik i siðari
hálfleik, en datt svo niður á milli.
Kinverska liðið er skipað mjög
jöfnum leikmönnum, en þó skera
tveir sig greinilega úr, mark-
vörðurinn og leikmaður númer
sjö sem er vinstri handar skytta.
—BB
Allir þeir sem birta smáauglýsingu í VÍSI á tímabilinu 15-9 til 15-10 -77
veróa sjálfkrafa þátttakendurí smáauglýsingahappdrætti VÍSIS
Smáauglýsing í VÍSI erengin
auglýsing