Vísir - 07.10.1977, Page 24

Vísir - 07.10.1977, Page 24
VÍSIR SMAAUGLYSINGAHAPPDRÆTTI VISISI 15. okt. verða dregin út ® KENWOOO hljómflutningstœki fré FÁLKANUM Ærn Athugið! Eingöngu verður dregið úr númerum greiddra auglýsinga. atmmmmmmmmammm ■■■■■■■ sími 86611 Opið virka daga til kl. 22.00 Laugardaga kl. 10-12 Sunnudaga kl. 18-22 Tölvurannsókn á framburðum ákœrðu: Engin sjálfstœð frásðgn í framburði Sœvars Tveir á sjúkrahús eftir árekstur Samkvæmt tölvurann- sókn á framburðum sak- borninga i Guðmundar- og Geirfinnsmálum er ekki til sjálfstæð frásögn i framburði Sævars Ci- esielski. Þar virðist svo til allt vera komið frá öðrum og ekki er um beina frásögn Sævars að ræða, sagði Jón Oddsson hæstaréttarlögmaður, verjandi Sævars i varn- arræðu sinni i gær. Gagnrýni verjenda hinna á- kærðu á rannsókn þessara mála hefur verið mjög hörð. t ræðu Hilmars Ingimundarsonar hæsta- réttarlögmanns, verjanda Tryggva Rúnars Leifssonar, kom fram að Tryggvi Rúnar var tek- inn til yfirheyrslu 68 sinnum án þess að verjandi væri viðstaddur og litið sem ekkert fært i skýrslur um þessar yfirheyrslur. Þá hefðu mikilvæg gögn týnst i höndum rannsóknarlögreglu og játningar þvingaðar fram með hótunum. Greinilegt væri að sakborningar hefðu verið leiddir við yfirheyrsl- ur. Krafðist Hilmar þess að skjól- stæðingur sinn yrði sýknaður af ákæru i Guðmundarmálinu. Jón Oddsson flutti vörn i ákæru á hendur Sævari varðandi Guð- mundarmálið i gær, svo og önnur meint afbrot Sævars sem ákært er i um leið. í morgun hélt Jón siðan áfram og ræddi þá Geir- finnsmálið. Minnk- andi atvinnu- leysi Atvinnuleysi var talsvert minna í lok séptember en það var mánuði áður. í septemberlok voru alls 184 atvinnulausir á landinu, en voru mán- uði áður 231 talsins. Flestir voru án atvinnu i Reykjavik, eða 50 manns, en voru 53 i mánuðinum áður. t Keflavik voru 12 manns á at- vinnuleysisskrá, og 10 i Hafnarfirði, og 11 á Vopna- firði, en mun færri annars staðar á landinu, nema i Ólafsvik, en þar voru 26 manns atvinnulausir og á Eyrarbakka, en þar var hvorki meira né minna en 31 maður atvinnulaus en 39, mánuði áður. Atvinnuleysisdagar i septembermánuði voru hins vegar fleiri en i mánuðinum á undan, eða 3.807 á móti 2.532. —AH ó Akureyri Harður árekst- ur í nótt Harður árekstur varð á mótum Miklubrautar og Grensásvegar i nótt. Kona var flutt á slysadeild eftir áreksturinn og hafði hún fengið höfuðhögg. Það voru tveir fóiksbilar sem þarna lentu saman og mun hafa orðið mikið tjón á bilunum. Talið er að annar þeirra hafi farið yfir á rauðu Ijósi. —EA Strákur eða stelpa? Við getum vist ekki upplýst lesendur um það. En alla vega virðist blessuðu barninu hafa brugðið, þegar Jens ljósmyndari stillti sér upp og setti upp undarlegt andlit fyrir framan þar sem barnið sat i kerrunni sinni i mestu makindum og átti sér einskis ills von. Skemmdar- verk á mannlausu húsi Tilkynnt var um skemmdar- verk á mannlausu húsi i eigu borgarinnar til lögreglunnar i gær Höfðu flestar rúður I húsinu verið brotnar og útihurð hafði verið brotin upp. Húsið sem er gamalt, stendur við Arhæjarblett 7 og hefur það ekki verið i notkun all-lengi. — EA Verjfendur benda á, er þeir gagnrýna frumrannsókn málsins, að eftir að rikissaksóknari gaf út ákæru i málunum hafi dómurinn orðið að láta fara fram umfangs- mikla dóms-og lögreglurannsókn þar sem fyrri rannsókn hafi verið svo mjög áfátt. Þá hefur komið fram að bæði Erlu Bolladóttur og Albert Klahn var sleppt úr gæslu- varðhaldi án vitundar dómara. Verjandi Sævars krafðist sýkn- unar varðandi Guðmundar- og Geirfinnsmálið og vægustu refs- ingu til vara. Hann gagnrýni mjög aðbúnað Sævars i Siðu- múlafangelsinu þar sem Sævar hefurnúdvaliðifastað 700 sólar- hringum. Væri honum bannað að fá bækur til lesturs og hann fengi aðeins Morgunblaðið eitt blaða. Sævar neitaði nú aðild að Geir- finnsmálinu og einnig Guðmund- armálinu og segir fyrri játningar fengnar með þvingunum og hót- unum. Við málflutning i gærmorgun vorumættir þrir menn frá ákæru- valdinu, Þórður Björnsson rikis- saksóknari, Bragi Steinarsson, vararikissaksóknari og Jónatan Sveinsson, fulltrúi. Gæslufang- arnir Sævar, Kristján og Tryggvi fylgjast með málflutningi á degi hverjum. Þegar Jón Oddsson hef- ur lokið máli sinu i dag flytur verjandi Guðjóns. Skarphéðins- sonar, Benedikt Blöndal hæsta- réttarlögmaður sina ræðu. — SG Sjá nánar á bls. 10-11 Harður árekstur varð á Akureyri í gær- dag. Hann varð á Skipagötu þar sem lentu saman fram- byggður jeppi og fólks- bíll. Þrír voru f luttir á sjúkrahús eftir árekst- urinn, en einn þeirra fékk að fara fljótlega. Talsverðar skemmdir urðu á bílunum. —EA „VERKFALLSRÉTTUR OPINBÍRRA STARFSMANNA Á FKKI RÉTT Á SÉR" segir Albert Guðmundsson alþingismaður ,,Ég tel að það sé orðið augljóst að lítið þjóðfelag og okkar þolir ekki verk- fall opinberra starfs- manna og þau lög sem eru slæm f yrir okkur þarf að afnema," sagði Albert Guðmundsson alþingis- maðurá fundi með Lions- klúbbnum Baldri í gær. Albert sagði ennfremur á fundinum að alþingismenn kepptust sifellt við að bera fram ný lög. Þvi væri orðið mikið af lögum sem þyrfti að endur- skoða, samræma og afnema. Meðal þessara laga væru lög um verkfallsrétt opinberra starfs- manna. Hann sagðist hafa staðið að þessum lögum, en nú liti hann sjálfur að hann hefði gert rangt 'og að verkfallsréttur opinberra starfsmanna i þjóðfelagi eins og okkar eigi ekki rétt á sér. Visir bar þessi ummæli undir Albert Guðmundsson i morgun og staðfesti hann þau, en að- spurður kvaðst hann ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann myndi beita sér fyrir þvi á Alþingi að lögin yrðu afnumin. —SJ m-----------------► Albert Guðmundsson hef- ur enn ekki ákveðið hvort hann ætlar að beita sér fyrir því að lögin verði afnumin.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.