Vísir - 09.10.1977, Síða 2

Vísir - 09.10.1977, Síða 2
2 Sunnudagur 9. október 1977 VISIR ÞAÐ ERU NU EINSOG FÓLK Enginn vafi er á að íslcnzkar konurerui hraðri sókn til aukinn- ar ábyrgöar og þátttöku i þjóðlif- inu. Sd þróun hefur staðið um langt skeið en orðið örari siðustu áratugina en fyrr. Ég býst ekki viö, að menn þurfi að óttast að bjálfalegur titlíngaskitur eins og jafnréttisráð eöa auglýsinga- bannshégóminn tefji þá þróun en ljóst er þetta tvennt er ekkert inn- legg I málið. Allir vita aö konan stendur ekki höilum fæti i is- lenzkri löggjöf og jaf nréttísráö er litiö annað en aukinn styrkur fyrir skrifræöið I landinu og til- „Menn þurfa vart að óttast að bjálfalegur titlingaskítur eins og jafnréttisráð..." valiö til að fylla gott mál af kergju og útúrsnúningum. En hvers vegna skyldu stórmennin við Austurvöll hafa bullaö þvi i gegnum þingið? Þaö er ekkert svar að slá um sig með spakmæl- um og scgja: „Þingheimur versnandi ver”. Líklegasta svar- ið er þvi að löggjafinn hafi enn einu sinni verið að eltast við örfáa óknyttastráka, sem eitthvað eru úr takl við tilveruna. Og þegar betur er að gáð, þá kemur i Ijós að æ meir aflagasetningum og hvers kyns regluboöum er við það miö- aðaðhægt verði að ná til óknytta- stráka og stelpna. Allir muna eftir umræðunum um skattlagafrumvarpið á sið- asta ári. Þá var m.a. mikiö rætt um að afnema þyrfti skattafrá- dráttvegna vaxtakostnaðar fólks. Rökin voru þau, að margt benti til, að örfáir skúrkar I góöri aö- stööu gætu notfært sér slik frávik til að sleppa léttar en þeim ber. Fyrst aö svo gæti verið, skipti „...og allt fólkið úti um borg og bý varð að húka i slengjandi slagviðrieðastórhríð fyrir utan þessi ógeðslegu verslunar kýraugu..." litlu þótt vaxtafrádrátturinn sé nánast forsenda þess að ungt fólk komi þaki yfir hausinn á sér. Nei, skúrkarnir eiga að ráða ferðinni. Allir muna eftir þvi, aö áður fyrr gátu menn staðið I kvöldsölum, er þeir verzluðu við. Svo kom fram að nokkrir unglingar sem vissu ekki hvað þeir áttu að gera af sér höföu tilhneigingu til að hanga þarinnifram eftir kvöldi yfir kók, prinspóló og sigarettu. Lausnin varð sú að búa til lúgu. Þá gátu örfáir unglingar ekki hangið inni og allt fólkið út um borg og bý varö að húka í slengjandi slag- viðrieða stórhriö fyrir utan þessi ógeðslegu verzlunarkýraugu. Þarna fengu skúrkarnir lika að ráða ferðinni. Stundum er spurt, hvers vegna ekki er komiö upp litlum söluskálum með is og pyls- um I skemmtigörðum borgarinn- ar. Svarið er: Sumt fólk getur aldrei vaniö sig á að setja rusl i tunnur og garðarnir yröu bara að svinastium. Og skúrkarnir fá að ráða skrúðgöröunum. Spurt er hvers vegna ekki er komiö upp fleiri simaklefum og sjálfsölum I þessari borg eins og er i öðrum borgum? Vegna þess að spell- virkjar hafa sýnt að slikt fær ekki að vera i friði deginum iengur. Sko skúrkana^ þeir ráða ferðinni enn. Væri ekki ráð að koma upp is- lenzkri bjórgerð og huggulegum bjórstofum? Jú, það er viður- kennt að allur þorrinn nýtur þess að fá sér ölgias á góðri stund og það er saklaus og góð skemmtan. En þvi er bætt við, að viðbúið sé, aö sumir muni illilega misnota bjórinn og verða sjálfum sér og öðrum til armæöu. Og enn ráða skúrkarnir ferðinni. „Enn óttu skúrkarnir að fó að ráða ferðinni..." AUir muna eftir Tónabæjar- máiunum og Hallærisplaninu Þar eru 30-40 unglingar til mikils ófriðar á hvorum stað, en 6-700 skemmta sér hins vegar vei og ágætlega. En það stóð ekki á vfð- brögðunum vegna óláta þeirra 40. SU0 Ufl R ÞaðBBI FYRIR 15 ARUn Kjarnorkubomban og aðrar klassískar hvellhnettur Agúrkutíð þjakar frétt- asíður VFsis vikuna 9-16. október 1962. Þetta eru venjubundnar rútínu- f réttir meira og minna, — bílslys hér, fé slátrað vegna garnaveikihættu þar. Og svo framvegis. Þó var gaman að sjá við flettingu þessara 15 ára gömlu blaðsíðna enn eina staðfestinguna um þá hringekju sem islensk þjóðmála- og menningar- umræða gjarnan er. Menn muna sjálfsagt öll lætin sem urðu í fyrra út af vangaveltum um það hvort kjarnorkuvopn væru geymd hérlendis eða ekki. Þriðjudaginn 16. október 1962 er þriggja dálka f rétt á forsíðu Vísis sem gæti allt eins þjónað sem niðurstaða þeirra umræðna um kjarnorku- vopn eða ekki kjarnorku- vopn sem hér urðu fyrir fáum mánuðum. Fyrirsögnin er: ENGIN KJARNORKUVOPN A tSLANDI. Engar gæsalappir. Þarna hefur Visir tekið góða og gilda opinbera yfirlýsingu ÞEGAR HALLGRÍMSKIRKJA VAR LITIL: Visir birti þessa mynd 15. október með eftirfarandi texta: „Eins og Reykvikingum er kunnugt hefur verið unniö að þvi um skeiö aö steypa upp hliðarveggi Hall- grimskirkju á Skólavörðuhæð og er búið aö steypa þá upp aö efri gluggabrún. Innan þessara veggja var messað i fyrsta sinn i gærmorgun og var þar allmargt manna sem stóö I skjóli veggjanna, þvi að veður var slæmt, töluvert hvasst og rigning....” VÍSIR utgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davíö Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. Ólafur Ragnarsson - Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð- mundur G. Pétursson. Umsjón meö Helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöamenn: Anders Hansen, Edda Andrésdóttir, Elías Snæland Jónsson, Guðjón Arngrímsson, Jón Oskar Hafsteinsson, Kjartan L. Palsson, Magnús Ólafsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Ljósmyndir: Einar Gunnar Einarsson, Jens Alexandersson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Askriftargjald kr. 1500 á mánuöi Auglýsingar: Siöumúla 8. Símar 82260, 86611. innanlands. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 sími 86611 Verö í lausasölu kr. 80 eintakiö Ritstjórn: Siöumúla 14. Sími 86611 7 línur Prentun: Blaöaprent hf. Áskriftarsími Vísis er 86611 Hringið strax og tryggið ykkur eintak af Vísi til lesturs hvern dag vikunnar fyrir aðeins 1500 krónur ó mónuði ___________._____________________________J

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.