Vísir - 09.10.1977, Síða 4
4
Sunnudagur 9. október 1977 VISIR
FÆR MÍLAVÖLLURINN AÐ LIFA?
//Eg
myndi
saknn
hans
mikið//
„Jú maður var alltaf þarna
með aðra löppina”, sagði Ólafur
Jónsson þegar við ræddum við
hann. Ólaf þekkja margir sem
starfsmann Getrauna, og við báð-
um hann að segja lesendum stutt-
lega frá gömlu árunum á Mela-
vellinum.
„Ætli það hafi ekki verið á
árunum 1913-1914 sem maður
koin fyrst þarna, á eldri völlinn
aðeins 8-9 ára gamall. Um 1920
fór ég siðan að æfa knattspyrnu á
vellinum með Vikingi, og þá má
segja að þetta hafi verið manns
annað heimili stundum.
Jú, ég man eftir vigslu Vallar-
ins siðar árið 1926. Eftir það fór
ég að vinna meira að félagsstörf-
um fyrir mitt félag og þá voru það
ófá handtökin sem menn lögðu
fram endurgjaldslaust til þess að
hægt væri að keppa á vellinum.
Þannig var að ég var i Móta-
nefnd og starfinu var háttað
þannig að Valur og Vikingur sáu
um mótið eitt árið, Fram og KR
hittárið. Og oft var það þannig aö
maður fór út á völl snemma
morguns er leikur átti að fara þar
Baldur Jónsson vallarstjóri
Til þess að fræðast dálitið
nánar um Melavöllinn héldum við
á fund Baldurs Jónssonar vallar-
stjóra iþróttavallanna i
Reykjavik.
Það vita sennilega ekki margir
það nú, aö sá völlur sem er i
notkun i dag er ekki upprunalegi
Melavöllurinn. Sá völlur var
byggður 1911 og var rætt við hlið
vallarins i dag, á mótum Ljós-
vallagötu og Hringbrautar. Sá
völlur var vigður 11. júni 1911 og i
einu dagblaðanna daginn eftir gat
að lita eftirfarandi:
„Þar var samankominn múgur
og margmenni, eitthvaö um 1500
manns. Ræður voru fluttar og
leikfimi sýnd og stuttur fótknatt-
leikur var háður. Attust þar við
Fótknattarfélag Reykjavikur og
Fótknattarfélagið Fram. Þótt
ungir spilarar Fótknattar-
félagsins Fram væru allir ungir
að árum stóðu þeir i keppinautum
sinum, og var leikurinn óút-
kljáður er honum lauk”.
Þessi völlur var 200 stikur á
lengd og 100 stikur á breidd, segir
i gamalli heimild, og að byggingu
hans stóöu iþróttafélögin i
Reykjavik, og nutu þau styrks frá
Reykjavikurborg, kr. 2.500.
Iþróttafélögin ráku siðan völlinn
og höfðu reyndar stofnað hluta-
félag um reksturinn. Þannig voru
málin allt fram á árið 1926 er
völlurinn var lagður niður, og sá
nýi tekinn i notkun, en það er sá
völlur sem Reykvikingar þekkja i
dag, og við rekstri vallarins tók
stjórn tþróttavallanna sem var
tilnefnd af Iþróttasambandi
íslands.
Fyrir þá sem hafa gaman af
tölum má geta þess að fyrsta árið
sem völlurinn var rekinn, áriö
1926, nam kostnaöur við viöhald
og aðgeröir á vellinum krónum
52.00. Tekjur vallarins voru
1.827,01 krónur og gjöld 1.079,57
krónur, og tekjuafgangur var þvi
alls krónur 762,36. Þá voru knatt-
spyrnumótin að sjálfsögðu leikin
á Melavellinum. Innkominn
aðgangseyrir á leiki i Islands-
mótinu nam kr. 643.00 og á
Reykjavikurmótinu komu inn kr.
69.25 i aðgangseyri
En brúttóinnkoma á völlinn
þegar allt var tekiö með fyrsta
árið nam kr. 8.635.03 og af þvi
fóru 5% beint i slysasjóð iþrótta-
manna, eða kr. 431.75.
í sinni upprunalegu mynd var
völlurinn rekinn fram til ársins
1943, en þá fór fram umbylting á
vellinum.
Þá var öllu snúið við, völlurinn
grafinn upp og sett i hann af-
rennslisrör eins og gert er á öllum
völlum enn þann dag i dag. Þá
var einnig lögð hlaupabraut i
kringum knattspyrnuvöllinn, og
sú átti heldur betur eftir að koma
við sögu næstu árin og varð hún
vettvangur glæsilegra afreka
islenskra frjálsiþróttamanna.
Bestu frjálsiþróttamenn heimsins
urðu tiðir gestir á Melavellinum,
og sögur af gæðum hlaupa-
brautarinnar bárust heimshorn-
anna á milli, enda voru þeir
erlendu iþróttamenn sem þar
kepptu sammála um að hlaupa-
brautin væri einstök að gæðum.
Og eftir þessa umbyltingu áriö
1943 hefur ekki verið gert mikið
fyrir völlinn, annað en að fram-
kvæma venjulegt viðhald á
hverjum tima.
Ólafur Jónsson
fram, og þá var oft mikil vinna að
þurrka völlinn og gera hann
keppnishæfan.
Frjálsiþróttamótin voru gifur-
lega vel sótt á þessum árum og
sist minni stemning i kringum
þá iþrótt en knattspyrnuna, enda
var þetta mesti blómatimi frjáls-
iþrótta á Islandi. Þá var stundum
glimt á Melavellinum viö hátiðleg
tækifæri, og þá þyrpti.st múgur
og margmenni til að horfa á.
Auðvitað veröur söknuður i
huga minum eins og margra ann-
arra ef völlurinn hverfur, við vor-
um svo mikið þarna og okkur
finnst vænt um völlinn. En aö-
staöan inn i Laugardalnum er nú
orðin það góð að kannski gerði
það ekki svo mikið til. En ég
myndi sakna hans mikið.”
Þetta var algeng sjón á Melavellinum hér fyrr á árum. Þá fiykktust áhorfendur á völlinn til aö horfa á frjálsiþróttamenn okkar, og Mela-
völlurinn var vettvangur margra glæsilegra afreka.
Múgur og margmenni
um 1500 manns
Melavöllurinn! Hvaða
Reykvíkingur þekkir ekki
þennan gamla íþróttavöll á
Melunum við Suðurgötu#
iþróttavöll sem hefur
fóstrað marga af frækn-
ustu íþróttamönnum sem
ísland hefur eignast?
Þeir eru sennilega fáir,
og í hugum margra er
þessi gamli völlur sveip-
aður ævintýraljóma og
margar sælar minningar
eru tengdar þessum stað.
Þar hafa margir svitnað
og þrælað, en þar hafa líka
þúsundir manna upplifað
sérlega skemmtilegar
stundir i hita harðrar
keppni.
Þó lágu
Danirnir
í því!
Fyrsta heimsókn erlends
knattspyrnuliös til tslands átti
sér staö árið 1919, en þá kom
hingað til lands fótknattleikslið
Akademisk Boldklub frá Dan-
mörku á vegum tþróttasam-
bands tsiands. Var vel til heim-
sóknarinnar vandað af hálfu
gestgjafanna og var ýmislegt
gert fyrir dönsku stúdentana á
meðan þeir dvöldu hér á landi.
Þeir léku hér fjóra leiki. Unnu
Viking 7:0, KR með 11 mörkum
gegn 2, Fram með 5:0 og Vr-
valslið með 7 mörkum gegn
tveimur. Danirnir léku annan
leik gegn úrvaisliðinu, og er sá
leikur frægur i iþróttasögunni.
Þannig var að daginn fyrir
þann leik var Dönunum boðið i
útreiðatúr til Hafnarfjarðar, og
var slðan riöið um Hafnar-
fjaröarhraun. Tók þessi ferð all-
ann daginn og það voru þreyttir
Danir sem lögðust til svefns um
kvöldiö. Daginn eftir gengu þcir
svo til leiksins með miklar harö-
sperrur og svo fór aö þeir töp-
uðu leiknum með einu marki
gegn fjórum.
— Stiklað á stóru í sögu Meiavalianna tveggja í Reykjavík
— eina athvarfi reykvískra íþróttamanna um óratugabii
Texti: Gylfi Kristjánsson