Vísir - 09.10.1977, Side 15

Vísir - 09.10.1977, Side 15
VISIR Sunnudagur 9. október 1977 &=mmí Flogaveikum börnum kennt með leikjum. það menn i riminu að heyra full- yrðingar um að ákveðin meðferð sé betri en önnur eða betra sé að hafa börnin i þessum skóla en öðrum. Nú er sem kunnugt er unnt að vinna bug á mörgum sjúkdóm- um með lyfjagjöf. En sá böggull fylgir skammrifi aö lyfin geta haft auka- eða hliðarverkanir. í móðurkviði getur fóstur orð- ið fyrir verkunum iyfs sem móöirin tekur á meðgöngutim- anum. Lyfið berst til þess um nafiastrenginn. Þetta kom sorg- lega skýrt I ljós fyrir 15 árum siðan þegar mikill fjöldi barna fæddist vanskapaður af völdum svefnlyfsins thalidomids sem mæður þeirra höfðu tekið um meðgöngutimann. Læknar eru af þessum orsökum afar var- færnir hvað varðar lyfjagjöf til handa verðandi mæðrum á fyrstu mánuðum meðgöngutim- ans, þegar liffæri fóstursins myndast og þvi sérstök hætta á skaðlegum áhrifum lyfja. Lyf i kúamjólk. Sjúk dýr fá mörg af þeim lyf j- um sem einnig eru notuð af mönnum. Ef við borðum kjöt af dýri sem slátrað hefur verið á meðan það hefur verið i lyfja- meöferðeðaáðuren lyfið erfar- ið Ur likama þess að aflokinni meðferð, þá fáum við um leið smáan skammt af þessu lyfi i likama okkar. Sama gerist ef við drekkum mjólk úr kú sem gefið er lyf. Mjólkin hefur „mengast” af þessu lyfi, þótt i afar útþynntu formi sé. Einkan- lega á þetta við um bakteriu- drepandi lyf, eins og penicillin. Strangt eftirlit. Viða er þvi strangt eftirlit með meðferð bakteriudrepandi lyfja fyrir dýr. Dýralæknir Ístí ' ' ■ . . ■ ;í.s' g§ |l|l . verður að samþykkja meðferð- ina með skriflegri tilkynningu til eiganda dýrs t.d. um hversu lengi beri að halda eftir mjólk kúar eftir meðhöndlun og hvé- nær leyfilegt sé aö slátra dýr- inu. öðru hverju eru gjarnan gerðar „stikkprufur” i mjólkur- búum og sláturhúsum t il þess að hafa eftirlit með lyfjamagni. Móðurmjólkin. Lyf geta einnig komist i mjólk sem barn drekkur úr brjósti mdður sinnar, en ekki er senni- legt að það sé i sama mæli og i kúamjólk. í flestum tilfellum er um svo smáa skammta af lyfinu VI , ' ,'tl . ■ ■>0§0m '■VísS *«1 I* • að ræða I m jólkinni að það hefur engin áhrif á barnið. Þvi er það mjög sjaldgæft að móöir geti ekki gefið barni sinu brjóst sök- um lyfjameðferðar. Alltaf er þó ráðlegt aö spyrja lækni. Börn eru sérlega viðkvæm fyrir framandi efnum á fyrstu vikum ævinnar. Lyf sem notuð eru við of mikl- um efnaskiptum (Basedows- veiki) geta haft áhrif á skjald- kirtil barnsins gegnum móöur- mjólkina. Ef slik lyfjameðferö ermóöurinni nauðsynleger ekki rétt að hafa barnið á brjósti. Flestar tegundir taugalyfja og lyfja gegn krampa (flogaveiki) hafa ekkiáhrifá börn ef þau eru gefin i venjulegum skömmtum. í slikum tilvikum er þaö læknis að úrskurða um áhættuna. Lyf sem litium nefnist og er notað við þunglyndi hefur svo mikil áhrif á barn að undir engum kringumstæðum er brjóstgjöf ráðleg. Mjög sterk hægðalyf eins aloe og sagralin ber að var- ast, þar eð þau geta leitt til nið- urgangs hjá barninu, en veikari hægðalyf eru hættulaus. Verkjapillur i venjulegum skömmtum hafa ekki áhrif á barnið, en vara verður við dag- legri neyslu margra slikra taflna. • • sterk og stflhrein f ramleióum húsgögn f yrir i,veitingahús, skóla o.fl. o.fl. heimili,vi Utsolustaðir Sóló-húsgagna eru: Reykjavik: Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sólóhúsgögn, Kirkjusandi Akranesi: Verslunin Bjarg hf. ísafirði: Húsgagnaverslun ísafjarðar Akureyri: Vöruhús KEA Húsavik: Verslunin Askja Reyðarfirði: Lykill sf. Keflavik: Bústoð hf.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.