Vísir - 11.10.1977, Qupperneq 2
2
Þriöjudagur 11. október 1977. VISIR
( í Reykjavík }
v'---------y"---------*
Hefur þú komið i
Aiþingishúsið?
Hallgrlmur G. Magniisson iön-
nemi: „Já, já, oft. Ég hef t.d.
farið þangaö til aö fylgjast meö
málum í sambandi viö iönfræöslu
og fjárveitingar til menntamála.
Þórunn Guömundsdóttir, hús-
móöir: „Nei, ég hef aldrei komiö
þangaö. Hvortég hefáhuga? Nei,
þaö er ekki svo mikiö aö gera
þarna.”
Kolbrún Baldursdóttir, nemi:
„Já tvisvar sinnum. 1 annaö
skiptið i skoöunarferö meö skól-
anum, en I hitt skiptiö átti ég
erindi viö starfsmann þar. Mér
leist mjög vel á húsiö, það er
mjög fallegt.”
Helga Björg Björnsdóttir, sjúkra-
liöanemi: „Nei, en þaö gæti veriö t
gaman aö koma þar inn. Þaö er
aldrei aö vita nema ég bregöi mér
þangaö.
Sveinn Svanur Antonsson, 11 ára:
„Já, ég var meö nokkrum
strákum I bænum og þá datt
okkur I hug aö kikja inn. Viö
fórum bara rétt inn og svo strax
útaftur.þvívið vissum ekki hvort
viö mættum vera þarna.”
Hamslaus verðþensla veldur
sívaxandi óhyggjum og ugg
— sagði dr. Kristján Eldjárn við setningu Alþingis
//Enginn efi er á að sú
spurning knýr nú æ fastar
á huga alls þorra manna
hvort og hvernig auðnast
megi að stemma stigu fyr-
ir hinni hamslausu verð-
þenslu sem vér búum nú
við. Það er bersýnilegt að
þetta vandamál veldur
hugsandi mönnum sívax-
andi áhyggjum og ugg,
enda þykjast menn ekki sjá
hvar endar, ef svo heldur
fram sem verið hefur.
Þetta er mál þjóðarinnar
allrar og forsvarsmanna
hennar á mörgum sviðum
og hætt er við að tvísýnt
verði um raunveruleg um-
skipti til hins betra nema
með sameiginlegu átaki
margra aðila. Má þar nærri
geta að svo margþætt við-
fangsefni muni koma víða
við sögu í störfum þess
þings sem nú hefur göngu
sína."
Svo mælti forseti Islands dr.
Kristján Eldjárn i þingsetningar-
ræðu sinni i gær, þegar Alþingi
var sett i 99. sinn. Forsetinn ræddi
nokkuö um setningu Alþingis og
raddir um aö þaö væri daufleg og
sviplitil athöfn. Hann minnti á, að
Alþingi hefur veriö sett meö sama
formála og sömu ytri umgjörð i
allri sögu sinni.
„Alþingi er gömul stofnun, en á
þó að vera siungt og endurnýjast
með nýjum timum, nýjum mönn-
um, nýjum viðhorfum og vinnu-
brögðum eftir nauösyn og kröfu
hvers tima. En ræturnar eru og
eiga að vera þær sömu og i upp-
hafi var, og hefðir og tákn skerpa
tilfinninguna fyrir þessu. Það
form sem vér höfum á setningu
Alþingis er ein af þessum gömlu
rótum. Hana á, aö minni hyggju
ekki aö rifa upp, heldur hlúa aö
henni. Ný viðhöfn, hver sem hún
ætti að vera, gæti hæglega orðið
innantón eins og klingjandi
bjalla, en venjuhelgað látleysi
mun hins vegar, hér eftir sem
hingað til, vel gefast til aö minna
á veg og vanda þessarar stofnun-
ar og allra sem hér eiga sæti,”
sagði forseti tslands.
Fyrir þingsetningu hlýddu
þingmenn messu i Dómkirkjunni
sem sr. Hjalti Guðmundsson
dómkirkjuprestur flutti.
Að lokinni ræöu forseta tók ald-
ursforseti þingsins viö stjórn,
Guölaugur Gislason. Hann minnt-
ist tveggja látinna þingmanna,
Jóns Árnasonar og Lárusar Jó-
hannessonar. Siðan var þingfundi
frestað til klukkan tvö i dag og fer
þá fram kosning forseta.
Á siöasta þingi varð 21 stjórn
arfrumvarp ekki útrætt 34 þing
mannafrumvörp og 52 þingsá-
lyktunartillögur.
— SG
Gunnlaugur Finnsson og Benedikt Gröndal takast I hendur.
Fyrir aftan þá má greina Geir Hallgrimsson forsætisráðherra,
Ingvar Gisiason og Jón G. Sólnes.
Þórarinn Þórarinsson er fremstur á myndinni og viö dyrnar eru
Svava Jakobsdóttir, Eyjólfur Konráö Jónsson, Lúövik Jóseps-
son, Jón Ármann Héöinsson og Páll Pétursson. (Visismyndir: JEG)
BÆKURNAR ERU BYRJAÐAR AÐ KOMA
Þó eru bækurnar að byrja aö
koma á markað, eins og alltaf
þegar daginn tekur að stytta og
skammdegiö gengur igarð. Þótt
margt skritiö sé gefið út á ári
hverju og margt af illa læsu efni
fái hiö mesta lof, fer ekki á milii
mála aö við erum lesþjóö, sem
meðhöndlum bækur eins og
hvérn annan neysluvarning.
Bókabyigjan sem hófst á striös-
árunum, þegar iitiö sem ekkert
fékkst til gjafa, hefur enn ekki
hnígiö, þótt viðskiptalifiö hafi
fjörgast mjög og yfirleitt sé allt
milli himins og jarðar fáanlegt i
búðum. Margsinnis hefur þvl
veriö spáö, aö nú færi bókin aö
syngja sitt siðasta, og útgefend-
um hefur legiö viö rúmlegum af
áhyggjum. Samt sem áöur hef-
ur bókin haldiö velli ár hvert,
eins og best kemur i ijós upp úr
áramótum, þegar uppfjör fer
fram.
Horfur eru á þvi að margar
helstu bókaútgáfurnar i landinu
gefi meira út á þessu hausti en
nokkru sinni og er þaö gleöileg
sönnun þess, að útgefendur hafa
enn trú á bókaþörf þjóöarinnar.
Aö visu hefur þýddum skáldsög-
um fækkaö eitthvað, en þær
voru miklu stærri hundraöshluti
útgáfustarfseminnar hér áöur
fyrr. Þetta stafar sumpart af
þvi að fólk hefur úr meira aö
velja, þegar það vill drepa tim-
ann, og einnig af því aö rit-
höfundastéttin i landinu hefur
stóreflst á undanförnum tuttugu
árum, svo miklu meira ber nú á
innlendum skáldsögum en áöur.
Er engin ástæöa til aö ætla aö úr
innlendri skáldsagnagerö dragi
á næstunni, einkum þegar haft
er i huga aö fyrir skömmu náð-
ist mikilsverður árangur i þvi
aö skapa höfundum sæmileg
vinnuskilyröi, og kom þar tii
skilningur og velvild Alþingis.
Höfundar og útgefendur báru
nokkurn ugg i brjósti um tima út
af stóraukinni hljómplötu út-
gáfu, en nokkuð hefur veriö um
það, að plötur væru gefnar i
jólagjafir i stað bóka. Nú virðist
plötutiskan vera á undanhaldi.
Aö visu hamast fjölmiðlar enn
viö aö kynna júmbó og dúmbó
eða hvaö þær nú heita allar
þessar hljómsveitir, en dægur-
lög eru meö þeim ósköpum
gerð, aö fólk veröur leitt á þeim.
Þegar búið er að þenja spilverk-
in i nokkurn tima fær jafnvel
heil kynslóð leið á þeim, uns svo
fer að jafnvægi kemst aftur á
hlutina.
Öðru niáli gegnir um bókina.
Hún er ailtaf að flytja fólki nýj-
ar hugrenningar og nýjar sam-
setningar. Innan hennar hefur
að visu ekki oröið nein bitla-
bylting, en þegar búið var aö
gefa út þýddar skáldsögur, sem
voru hver annarri likar, svo
sem eins og læknasögurnar
frægu, þá hætti fólk einfaldlega
að kaupa þær, af þvi það var
eins og þaö væri aö iesa sömu
söguna upp aftur og aftur. Þá
breyttu útgefendur um útgáfu-
stil og leituðu meira eftir inn-
lendu efni. Af nógu var aö taka.
Nú ber mest á minningabókum
ýmiskonar, sem eru hin
skemmtilegasta lesning og
verða það þangaö til ein ævin
fer að verða annarri lik. Þá mun
draga úr útgáfu minningabóka
og eitthvað nýtt koma í staöinn.
Þannig á bókin endalaust lif fyr-
ir höndum i landinu á meöan
tiskufyrirbærin koma og fara.
Einna haröast munu ljóöa-
bækur hafa orðið úti á almenn-
um markaði. Stafar þaö m.a. af
þvi að ógrynni er gefið út af
Ijóðum, sem er viðkvæmasta
grein bókmenntanna, og marg-
ar þessara Ijóöabóka eru hver
annarri likar. i rauninni eru þaö
ekki neina þrjú ljóöskáld sem
seljast eitthvaö aö ráöi um þess-
ar mundir, Tórnas Guðmunds-
son, Matthias Jóhannessen og
Hannes Pétursson. En þaö er
lika alveg nóg.
Svarthöföi
m